Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
Dagskrá:
Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu
á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs
Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00
Gildi–lífeyrissjóður
Ársfundur 2020
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Áhyggjur af eigin fjárhag jukust
verulega meðal landsmanna eftir að
faraldur kórónuveirunnar hófst hér
á landi og þótt meirihluti fólks segi
fjölskylduna ná endum vel saman
fækkaði töluvert í þeim hópi eftir að
faraldurinn hóf innreið sína. 13,4%
segja fjölskylduna ná illa eða alls
ekki endum saman eftir að veiru-
faraldurinn hófst. Þrátt fyrir þetta
virðast Íslendingar enn upp til hópa
vera hamingjusamir og staðsetja
flestir sig á efstu stig hamingju-
kvarða. Ellefu prósent segjast á
hinn bóginn vera óhamingjusamari
en þau voru fyrir ári. Um fjórð-
ungur landsmanna, 25,3%, segist
vera hamingjusamari en hann var í
fyrra.
Þessar upplýsingar má lesa út úr
ítarlegri viðhorfskönnun sem Mask-
ína gerði meðal þjóðarinnar fyrir
BSRB um áhrif kórónuveirunar á líf
og störf einstaklinga en hún var
gerð frá 24. apríl til 4. maí sl.
Þegar spurt var hvort fjárhags-
áhyggjur fólks hefðu aukist, minnk-
að eða staðið í stað eftir að farald-
urinn hófst sögðu 62,2% að þær
hefðu staðið í stað. 34,9% sögðu hins
vegar að fjárhagsáhyggjurnar hefðu
aukist nokkuð (26%) eða mikið
(8,9%) eftir að faraldurinn hófst.
2,7% sögðu áhyggjurnar hafa
minnkað.
Eru auknar fjárhagsáhyggjur
áberandi meiri meðal fólks sem er
með lægri heimilistekjur en 400
þúsund kr. á mánuði, fólks sem býr
í leiguhúsnæði og þeirra sem eru
yngri en 40 ára.
7,7% þurftu að leita aðstoðar
Þegar spurt var hvort viðkom-
andi eða fjölskylda hans hefði þurft
að leita eftir fjárhagsaðstoð eftir að
faraldur kórónuverunnar hófst
svöruðuðu 92,3% því neitandi. 7,7%
sögðust hins vegar hafa þurft að
leita eftir fjárhagsaðstoð. Tals-
verður munur var á svörum
kynjanna við þessari spurningu.
9,8% kvenna sögðust hafa þurft að
leita eftir fjárhagsaðstoð en hið
sama á við um 5,6% karla. Fólk með
heimilistekjur lægri en 400 þúsund
þurfti fremur en aðrir tekjuhópar
að leita eftir aðstoð og 17,6% þeirra
sem búa í leiguhúsnæði sögðust
hafa þurft að leita eftir fjárhags-
aðstoð. Yngstu aldurshóparnir, frá
18 til 39 ára, eru áberandi fleiri
meðal þeirra sem leituðu eftir fjár-
hagsaðstoð en þeir sem eldri eru
skv. könnuninni.
Veirufaraldurinn hafði í för með
sér verulegar breytingar á stöðu
margra á vinnumarkaði, sérstaklega
meðal fólks á almenna vinnumark-
aðinum. 81,9% þeirra sem starfa hjá
hinu opinbera sögðu stöðu sína á
vinnumarkaði óbreytta en 64,6%
fólks á almenna markaðinum sögðu
stöðu sína ekkert hafa breyst. Einn
af hverjum sex svarendum sem
starfa á almenna vinnumarkaðinum
eða 20,2% varð fyrir því að starfs-
hlutfall hans var skert en aðeins 3%
sem þeirra starfa hjá ríki eða sveit-
arfélögum sögðust hafa orðið fyrir
því. Álag í starfi jókst hins vegar
verulega meðal opinberra starfs-
manna en um 53% þeirra sögðu
álagið hafa aukist. 36% fólks á al-
menna markaðinum sögðu álag í
starfi hafa aukist í faraldrinum.
Þegar þeir sem sögðu að staða
þeirra á vinnumarkaði hefði breyst
eftir að faraldurinn hófst voru
spurðir nánar um það kom í ljós að
11,8% þeirra hafði verið sagt upp
störfum. Starfshlutfalli var breytt
hjá 57,2% þessa hóps og 9,8% sögð-
ust vera komin í launalaust leyfi.
Ríflega 71% þeirra sem sagt var
upp störfum sagðist fá uppsagn-
arfrestinn greiddan en 28,5% sögð-
ust ekki fá hann greiddan. Rétt
rúmur helmingur þeirra sem sagt
var upp var beðinn að vinna út upp-
sagnarfrestinn.
Fram kemur að 51,9% lands-
manna eiga kost á að vinna í fjar-
vinnu skv. niðurstöðum könnunar-
innar. Mikill munur er þó á því eftir
menntunarstigi; 81,3% þeirra sem
eru með háskólapróf eiga þess kost
en aðeins 22,2% þeirra sem eru ein-
göngu með grunnskólapróf.
Um 43% þeirra sem eru í laun-
aðri vinnu, hlutastarfi eða segjast
vera heimavinnandi segjast vinna
einhverja fjarvinnu í dag. Yfir 90%
þessa hóps segja fjarvinnuna hafa
aukist eftir að faraldurinn hófst og
mörgum virðist líka fjarvinnan vel.
Tæpum 58% líkar hún frekar eða
mjög vel og er áberandi að ein-
staklingum með börn á heimilinn
líkar fjarvinnan vel og mun betur en
þeim sem búa án barna á heimilum.
65% svarenda með þrjú börn eða
fleiri á heimili líkar fjarvinna frem-
ur eða mjög vel.
Áhrif einangrunar og lokana
vegna smitvarna birtast greinilega í
svörum í könnuninni. Áberandi er
t.a.m. að gæðastundum sem svar-
endur sögðust hafa átt með fjöl-
skyldu sinni fækkaði sérstaklega
mikið meðal 60 ára og eldri en um
45% þeirra sögðu gæðastundunum
hafa fækkað. Á móti fjölgaði gæða-
stundum áberandi mest meðal
barnafjölskyldna. Hátt í 70% þeirra
sögðu gæðastundum hafa fjölgað.
Áhyggjurnar af fjárhagnum jukust
Fjórðungur landsmanna er hamingjusamari en fyrir ári en 11% eru óhamingjusamari 13,4% ná illa
eða alls ekki endum saman Miklum meirihluta fólks með börn líkar vel að vinna fjarvinnu heima
Áhrif kórónuveirunnar á líf og störf Íslendinga
Telur þú að þú sért hamingjusamari eða óhamingju-
samari en þú varst á sama tíma fyrir ári?
25% Íslendinga að meðaltali töldu
sig vera töluvert eða mun
hamingjusamari en fyrir ári
Hæsta hlutfall þeira sem telja
sig hamingjusamari en fyrir ári
(prósentustig umfram meðaltal
innan sviga)
11% Íslendinga að með-altali töldu sig vera
töluvert eða mun óhamingju-
samari en fyrir ári
Hæsta hlutfall þeirra sem telja
sig óhamingjusamari en fyrir
ári (prósentustig umfram
meðaltal innan sviga)
Samkvæmt könnun sem var gerð fyrir BSRB 24. apríl til 4. maí sl.*
Karlmaður (1%)
30-39 ára (4%)
Býr í nágrannasveitarfélagi
höfuðborgarinnar (5%)
Er með langt
háskólanám (2%)
Með tekjur undir 400
þús. kr. á mánuði (4%)
Er fráskilinn (10%)
Ekki með börn á
heimilinu (8%)
Býr í foreldrahúsum (5%)
Er í vinnu á almenna
vinnumarkaðinum (2%)
Kona (2%)
18-29 ára (15%)
Búsett utan höfuð-
borgarsvæðisins (3%)
Er með stutt
háskólanám (3%)
Með tekjur á bilinu 400-
550 þús. kr. á mánuði (6%)
Er einhleyp (1%)
Með 1-2 börn á heimilinu (4%)
Býr í leiguhúsnæði (8%)
Vinnur hjá hinu opinbera (1%)
Myndin tengist ekki fréttinni
Finnst þér gæðastundum með fjölskyldunni
hafa fjölgað eða fækkað eftir að kórónu-
veirufaraldurinn kom til sögunnar?
50%
25%
Fjölgað nokkuð
eða mikið
Fækkað nokkuð
eða mikið
12%
57%
10%
21%
Sagt upp Launalaust
leyfi
Skert
starfshlutfall
Annað
6% 5%
10%
18%
Karlar Konur Eigin
húsnæði
Leigu-
húsnæði
45% 60 ára og eldri töldu að gæðastundum með
fjölskyldunni hefði fækkað nokkuð eða mikið
65-68% 30-50 ára töldu að gæðastundum með
fjölskyldunni hefði fjölgað nokkuð eða mikið
Hefur staða þín á vinnumarkaði breyst síðan 1. febrúar?
Breytt, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins
Óbreytt, sama og 1. febrúar síðastliðinn
Breytt af öðrum ástæðum
86% hafa nýtt sér úrræði Vinnu-
málastofnunar með bætur á
móti skertu starfshlutfall
20%
73%
Breytingin er þessi:
Hefur þú miklar, litlar eða engar áhyggjur
af fjárhagslegri stöðu þinni?
Nærð þú/fjölskyldan endum vel
eða illa saman eftir að kórónu-
veirufaraldurinn hófst?
Hafa fjárhagsáhyggjur þínar
aukist eða minnkað eftir að
kórónuveirufaraldurinn hófst?
Hefur þú/fjölskyldan þurft að
leita eftir fjárhagsaðstoð eftir að
kórónuveirufaraldurinn hófst?
Fremur eða
mjög vel
Í meðallagi
Fremur eða
mjög illa
eða alls
ekki
13%
54%
* Áhrif Covid-19
könnun Maskínu
fyrir
Litlar eða
engar
Í meðallagi Frekar eða
mjög miklar
Staðið
í stað
Minnkað nokkuð
eða mikið
Aukist nokkuð
eða mikið
62%
35%
3%
54%
28%
18%
Meðaltal (8%)