Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 9
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við upplifum þetta sem yfirgang af
hálfu Reykjavíkurborgar. Stjórn-
völd verða að grípa inn í og tryggja
að ekki verði
hróflað við þjóð-
vegum og stofn-
brautum nema
með samþykki og
í góðri sátt við
þau sveitarfélög
sem hagsmuna
hafa að gæta,“
segir Ásgerður
Halldórsdóttir,
bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi, í samtali við Morgun-
blaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að
Reykjavíkurborg vill nú koma fyrir
alls sex ljósastýrðum gönguþverun-
um yfir Eiðsgranda, sem skilgreind-
ur er sem þjóðvegur í byggð og er
önnur helsta akbrautin út á
Seltjarnarnes. Ásgerður segist fyrst
hafa heyrt af þessum áformum í
Morgunblaðinu 12. júní síðastliðinn
þegar fjallað var um umdeilda fram-
kvæmd við Eiðsgranda. Var það for-
maður skipulags- og samgönguráðs
sem í viðtali greindi frá þessum
áformum.
Ásgerður gagnrýnir borgina fyrir
fullkomið samráðsleysi og segir
skipulagsvald hennar ekki geta
gengið svo langt að hamla sam-
göngum til Seltjarnarness og frá.
„Við erum sjálfstætt bæjarfélag
og við eigum ekki að þurfa að vera í
stanslausri varnarbaráttu með sam-
göngumál til og frá bænum. Þessu
verður að breyta,“ segir hún.
Síendurtekið samráðsleysi
Ásgerður segir Reykjavíkurborg
meðvitað vera að þrengja að sveitar-
félagi sínu með truflunum á umferð.
„Við getum ekki á neinn hátt sætt
okkur við að ítrekað og án samráðs
sé þrengt að okkar stofnbrautum. Í
ljósi þessa hef ég óskað eftir fundi
með forstjóra Vegagerðarinnar til að
ræða þessi mál,“ segir Ásgerður og
heldur áfram:
„Reykjavíkurborg er meðvitað og
ítrekað að þrengja að aðgengi að
Seltjarnarnesi. Er það meðal annars
gert með lækkun á hámarkshraða á
Hringbraut niður í 40 km/klst, leng-
ingu á ferðatíma fólks með ósam-
stilltum ljósum, strætóstoppistöð á
miðri Geirsgötu og breytingu á
gatnamótum Lækjargötu og Geirs-
götu. Ég skil ekki þetta samráðs-
leysi. Við viljum öll tryggja gott
flæði á götum, skapa öryggi fyrir
gangandi og hjólandi ásamt því að
tryggja gott aðgengi fyrir slökkvi-
og sjúkrabíla ef til rýmingar kemur.
Samráð og samvinna skiptir öllu
máli fyrir þá sem búa í Vesturbæ
Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi.“
Þá segir Ásgerður allt benda til
þess að ákvörðun um gönguþveranir
hafi verið tekin án þess að fyrir liggi
þarfagreining á nauðsyn þeirra.
„Ég hef ekki heyrt annað en að
flæði umferðar sé nokkuð gott á
Eiðsgranda. Og á það við um bílaum-
ferð og umferð hjólandi, hlaupandi
og gangandi vegfarenda,“ segir hún
að endingu.
Borgin sýnir af
sér yfirgang og
samráðsleysi
Bæjarstjóri vill að stjórnvöld grípi inn
í þrengingarstefnu Reykjavíkurborgar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þögn Hátt í sex vikur eru síðan borgarstjóra bárust mótmæli frá Seltjarnar-
nesi vegna þessarar stoppistöðvar við Geirsgötu. Ekkert svar hefur borist.
Ásgerður
Halldórsdóttir
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
yrirtæki og verslanir
Sumarleikföng í úrvali
Kynntu þér málið og pantaðu
á vefverslun okkar www.danco.is
Kútar
S ndlau Sundboltar
120x120x87 cm
Fótbolta-
æfingasett
Vatnsblöðrur
Hoppubolt
50 cm
Fötusett
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Líklegast er að lóðir annars vegar á tjaldsvæði
við Þórunnarstræti og hins vegar við Skarðs-
hlíð verði fyrir valinu undir húsnæði fyrir nýjar
heilsugæslustöðvar á Akureyri.
Ríkiskaup og Framkvæmdasýsla ríkisins
stóðu fyrir markaðskönnun fyrir húsnæði fyrir
heilsugæsluna á Akureyri fyrr á þessu ári. Jón
Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunar Norðurlands, segir í bréfi til
starfsfólks að ekki hafi komið fram heppilegt
húsnæði fyrir starfsemina í þeirri könnun.
Ákveðið hefur verið að byggja nýjar heilsu-
gæslustöðvar á Akureyri, eina sem sinnir norð-
urhluta bæjarins og verður að líkindum við
Skarðshlíð og hina fyrir suðurhlutann sem
verður væntanlega reist á tjaldsvæðinu við
Þórunnarstræti.
Sérhannað húsnæði
„Við fögnum því mjög að málið sé komið í
þennan farveg. Það er virkilega ánægjulegt að
á Akureyri verði byggðar tvær heilsugæslu-
stöðvar sem eru sérhannaðar fyrir þá starf-
semi sem stöðin sinnir og nú sjáum við að málið
er að þokast áfram,“ segir Jón Helgi. Starf-
semin á Akureyri hefur um árabil verðið rekin í
húsnæði við Hafnarstræti, í miðbæ Akureyrar,
og lagt undir sig nokkrar hæðir í því húsi.
Fleiri möguleikar í stöðunni
Nú er verið að undirbúa frumathugun vegna
fyrirhugaðra framkvæmda og gert er ráð fyrir
að þeirri vinnu ljúki fljótt.
Jón Helgi segir að litið verði til staðarvals-
greiningar sem unnin var fyrir Akureyrarbæ í
samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
en þar voru lóðir við tjaldsvæðið á Akureyri og
Skarðshlíð líklegastar. Hann bendir þó á að
fleiri möguleikar séu í stöðunni.
HSN fékk 100 milljóna fjárframlag til hönn-
unar á nýjum heilsugæslustöðvum í fjárauka í
vor og gæti þannig hafið vinnu við hönnun og
undirbúning verksins.
Jón Helgi segir að vonir standi til að ef fjár-
magn fáist á fjárlögum gætu framkvæmdir
hafist á næsta ári.
„Þetta er skýrt dæmi um innviðafjárfestingu
sem hyggilegt er að ráðast í við þær aðstæður
sem uppi eru,“ segir hann.
Styttist í hönnun nýrra heilsugæslustöðva
Lóðir við Skarðshlíð og Þórunnarstræti á Akureyri verða líklegast fyrir valinu undir húsnæðið