Morgunblaðið - 15.06.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.06.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þótt ljóst sé, að aðgerðir sem gripið var til um heim allan til að koma böndum á kórónuveirufaraldurinn hafi bjargað milljónum mannslífa, munu áhrifin á hagkerfi og heilbrigð- iskerfi verða langvinn og greinileg löngu eftir að landamæri opnast og útgöngubanni og samskiptatakmörk- unum linnir. Er hægt að leggja áhrifin, bæði já- kvæð og neikvæð, af umfangsmestu heilbrigðisráðstöfunum sögunnar undir mæliker efnahags eða lýð- heilsu? „Slíkir útreikningar yrðu afar vandasamir,“ hefur AFP-fréttastof- an eftir Söruh Burgard, félags- fræðingi hjá Michiganháskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt opinberum tölum hafa nærri 7,8 milljónir manna um allan heim sýkst af kórónuveirunni og yfir 430 þúsund látist. Burgard segir, að þegar öll kurl komi til grafar verði erfitt að greiða úr því hve mörg dauðsföll megi rekja beint til COVID-19-sjúkdómsins og hve mörg til aðgerðanna. Og jafnvel þótt það takist yrðu ákvarðanir teknar á grundvelli þeirrar niðurstöðu afar flóknar pólitískt og siðfræðilega. Grundvallarbreytingar Viðbrögðin við faraldrinum hafa leitt til grundvallarbreytinga á sam- félögum þar sem fyrirtækjum hefur verið lokað, fólk hefur nánast þurft að loka sig af á heimilum sínum, pantanaþjónusta hefur stóraukist og heilbrigðiskerfi hafa verið endur- skipulögð þar sem áherslan hefur fyrst og fremst verið á að mæta álagi vegna COVID-19-sjúklinga. Þá eru efnahagsleg áhrif aðgerðanna gríðar- leg. Bandaríski hagfræðingurinn Christopher Ruhm birti árið 2000 grein þar sem hann velti fyrir sér spurningunni: Eru kreppur hollar? Rannsókn hans bendir til þess, að aukið atvinnuleysi valdi auknu álagi á geðheilsu sem leiði til misnotkunar vímuefna og ýti undir sjálfsvígshugs- anir. En einnig mátti greina ákveðin jákvæð áhrif efnahagssamdráttar á líkamlega heilsu: Umferðarslysum fækkaði, það dró úr loftmengun og fólk hafði meiri tíma til að stunda lík- amsrækt. Ruhm er nú prófessor í hagfræði við Virginíuháskóla. Í samtali við AFP segir hann að í hefðbundnum samdráttarskeiðum, þegar atvinnu- leysi aukist, dragi úr dánartíðni og öfugt. En samdráttarskeiðið, sem kórónuveiran hefur valdið, sé ekki hefðbundið. „Þetta er áður óþekkt ástand,“ sagði Ruhm. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við höfum vísvitandi valdið efnahagssamdrætti, ekki vegna þess að við höfum viljað draga saman seglin heldur vegna þess að heilbrigðisógnin er svo raunveruleg.“ Samfélög þurfa nú að fást við hvort tveggja afleiðingar banvæns sjúk- dómsfaraldurs og gríðarlegs efna- hagslegs áfalls. Burgard sagði við AFP, að veirufaraldurinn hefði graf- ið undan „jákvæðum“ áhrifum sam- dráttarskeiða. Fólk hefði verið lokað inni og ekki haft aðgang að heilsu- rækt. Þá hefði stuðningskerfi þeirra, sem glímdu við sorg vegna ástvina- missis, geðsjúkdóma eða atvinnu- leysi, laskast og vegna samgöngu- banns hefðu þeir sem áttu um sárt að binda ekki getað sótt styrk í heim- sóknir til ættingja og vina. Margt bendir til þess að veirufar- aldurinn muni koma harðast niður á þeim þjóðum og hópum, sem þegar voru í viðkvæmri stöðu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa meðal ann- ars bent á, að rof hafi orðið á bólu- setningum barna í nærri 70 löndum, og hætta sé á, að sjúkdómar á borð við lömunarveiki og mislinga breiðist út að nýju. Þá telur Matvælastofnun Sþ, að 265 milljónir manna, tvöfalt fleiri en nú, gætu orðið við hungur- mörk síðar á árinu. Gripið var til aðgerða um allan heim til að hefta útbreiðslu veirunnar vegna þess að spár bentu til þess að ella yrðu heilsufarsafleiðingarnar geigvænlegar Og ljóst þykir að með þeim hafi fjölda mannslífa verið bjargað. Þannig hafa vísindamenn í Imperial College í London komist að þeirri niðurstööðu, að útgöngubann og aðrar takmarkanir í 11 Evrópu- ríkjum hafi komið í veg fyrir um 3,1 milljón dauðsfalla. Arthur Caplan, prófessor í læknis- fræðilegri siðfræði í New York- háskóla, sagði við AFP, að æskilegt væri að víðtækt samráð væri haft um að meta, hvort réttlætanlegt væri að loka fólk nánast inni á heimilum sín- um til að mæta heilbrigðisógnum eins og kórónuveirunni en bætti jafn- framt við, að á endanum yrði ákvörð- unin alltaf „pólitísk“. „Ég held að stjórnmálamenn og þjóðarleiðtogar hafi ekki átt annars úrkosti,“ sagði Caplan. AFP Lifnar við Útgöngubann var í gildi víða á Ítalíu vikum saman en nú er að lifna yfir mannlífinu á ný. Myndin er tekin á Markúsartorginu í Feneyjum þar sem veitingahús hafa verið opnuð á ný. Erfitt að mæla áhrif veirunnar  Var lífi fólks bjargað eða dauðsföllum frestað?  Útreikningar á áhrifum sóttvarnaaðgerðanna á efnahag og lýðheilsu yrðu afar vandasamir en ljóst að þau eru gríðarmikil og verða langvinn Þótt víða sé byrjað að aflétta tak- mörkunum sem settar voru vegna veirufaraldursins virðist hann síst vera í rénun þegar horft er á heiminn allan. Veiran virðist nú breiða einna hraðast úr sér í Suður-Ameríku en í gær var tilkynnt um met- fjölda tilfella í Síle, Argentínu, Perú og Kólumbíu. Þá hefur til- fellum einnig fjölgað í Suður- Asíu, sérstaklega í Pakistan og á Indlandi en þar voru tilkynnt 11.929 ný tilfelli í gær. Í Afríku sunnan Sahara hefur sóttin einnig breiðst hratt út. Fram kemur í bandaríska dagblaðinu Wash- ington Post, að margir séu þeirr- ar skoðunar að Pierre Nkur- unziza, forseti Búrúndí, hafi sl. þriðjudag orðið fyrsti þjóðar- leiðtoginn sem deyr af völdum veirunnar þótt opinber dánar- orsök sé sögð hjartaáfall. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða í Peking, höfuðborg Kína, eftir að tugir smita greind- ust þar í borg í lok síðustu viku og var smitið rakið til kjötmark- aðar í borginni. Hefur verið sett útgöngubann í hverfinu og víðtæk smitrakning stendur yfir. Útbreiðsla kórónuveirunnar Fjöldi dauðsfalla 115.000 30.000 1.000 1 14. júní kl. 11 Heimild: Talning AFP byggð á opinberum tölum 7.794.937 Dauðsföll Tilfelli 430.289 Faraldurinn síst í rénun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.