Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 15

Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 Fróðlegt Vinnubrögð fyrri tíma voru kynnt í Árbæjarsafni í Reykjavík í gær. Vatn var borið í skjólum og þvottur hengdur upp á gamla mátann, sem börnunum sem komu fannst fróðlegt að kynnast. Sigurður Unnar Flestir sem kynna sér skipulag þéttbýlis að einhverju marki komast að því að mjög miklu skiptir að auðvelt og hagkvæmt sé að leggja fráveitukerfi frá væntanlegri byggð og skipuleggja gatnakerfi sem þjónar íbúunum vel. Ef þetta er ekki gert getur stofnkostn- aður við þessi kerfi far- ið upp úr öllu valdi. Þessu til við- bótar getur rekstrarkostnaður á óhagkvæmu gatnakerfi lagst með miklum þunga á alla þá sem dag- lega nota þannig kerfi og þurfa þá oft að aka umtalsvert lengra, lenda í ónauðsynlegum töfum, eyða meiri orku og menga verulega meira en nauðsynlegt er. Þétting byggðar og hátt lóða- og íbúðaverð hefur líka stuðlað að flutningi fólks sem vinnur í Reykjavík á Suðurnes og austur fyrir fjall og orsakað óþarfa orkueyðslu og mengun. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þessum málum því miður ekki verið gefin sú athygli sem þau verðskulda undanfarna áratugi og hægt er að fullyrða að unnt sé að spara íbúum þessa svæðis marga milljarða á hverju ári, draga umtalsvert úr mengun og stuðla að auðveldari samskiptum og verðmætasköpun með því að taka þessum málum nauðsynlegt tak. Eru sveitarfélög fær um að gæta nauðsynlegra heildarhagsmuna? Árið 1998 var skipu- lagsvald á Íslandi alfarið flutt frá Skipulagsstjórn ríkisins til sveitarfélaga landsins með skipulags- og byggingarlögum, að minnsta kosti í orði kveðnu. Mjög óvenjulegt er að ríki afsali sér öllu skipulagsvaldi eins og hér var gert enda hefur íslenska ríkið reynt að krafsa í bakkann m.a. með svoköll- uðu Landsskipulagi til 12 ára sem ráðherra skipulagsmála skal leggja fyrir Alþingi til ályktunar innan tveggja ára frá kosningum, sveit- arfélögum til eftirbreytni, auk frið- unar landsvæða. Þetta landsskipulag getur náð til landsins alls og allrar efnahagslögsögunnar, en lítið er um það fjallað hvað gera skuli ef í odda skerst milli Alþingis og sveitarfélaga. Ef önnur ríki eins og t.d. Bandaríkin eða Þýskaland hefðu haft sama hátt- inn á má telja fullvíst að þjóð- vegakerfi þessara landa (Interstate Highway System – Reichs- autobahnen), sem þjónað hafa þess- um löndum vel í tugi ára, hefðu aldr- ei verið byggð í núverandi mynd. Að ýta vandamálum á undan sér Margar aðferðir hafa verið þróað- ar á undanförnum áratugum til þess að forðast að taka á málum á raun- hæfan hátt. Algengt er að fjallað sé um mál svo þokukennt að engin leið er fyrir almenning að gera sér grein fyrir því við hvað er átt og hverjar verða afleiðingarnar, talað er óljóst um einhverjar „framtíðarsýnir“, og einhver fenginn til að teikna fallega litmynd af þeim – eða málið sett bara í nefnd valinkunnra sæmdarmanna sem skila niðurstöðu eftir dúk og disk. Samt er löngu vitað að til þess að hægt sé að kalla eitthvað sem ver- ið er að stefna að „markmið“ þarf það að fullnægja a.m.k. fjórum skil- yrðum: Það þarf að vera skilgreint og mælanlegt; fjármögnun þarf að vera tryggð; það þarf að vera tíma- sett og einhver þarf að vera ábyrgur fyrir framkvæmdinni. Ef við getum ekki talað um skipulag á þessum nót- um er oft eins gott að sleppa því. Stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins Lagning stofnbrauta á höfuðborg- arsvæðinu á sér sorgarsögu. Allt fram á þessa öld héldu einhverjir í þá hugmynd að svokölluð Fossvogs- braut yrði lögð í jarðgöngum og Stekkjarbakki fluttur til norðurs og breikkaður, þótt flestir gerðu sér grein fyrir því að það væri alls ekki raunhæfur kostur. Löngu fyrr hafði samt verið fallið frá tengingu Stekkjarbakka við Suðurlandsveg og Háskólanum í Reykjavík seinna „plonkað “ ofan í fyrirhugað vegar- stæði svokallaðs Hlíðarfótar. Auðvit- að hefði gerð Sundabrautar átt strax að vera forgangsmál fyrir um hálfri öld þegar fallið var frá tengingu Stekkjarbakka við Suðurlandsveg. Fyrir um 40 árum benti Skipulags- stofa höfuðborgarsvæðisins líka á að á höfuðborgarsvæðinu væri að mynd- ast samgönguás frá norðaustri og alla leið til Keflavíkur og að sveit- arfélög á svæðinu gerðu vel í að stuðla að uppbyggingu þessa hryggj- arstykkis í stofnbrautakerfi svæð- isins, en mikilvægi þess mun aukast eftir því sem árin líða. Einnig bent- um við á að vegartenging frá Álfta- nesi, yfir Skerjafjörð til Reykjavíkur væri mjög aðlaðandi kostur sem m.a. gæti dregið úr umferðarálagi á Kringlumýrarbraut og aukið öryggi íbúa á þessu svæði. Nú hefur bæj- arstjórn Garðabæjar hins vegar sam- þykkt að búa þarna til golfvöll sem að öllum líkindum kemur í veg fyrir þennan möguleika. Sagt er að á vell- inum geti samt verið „kjörnar lend- ingarbrautir fyrir margæsir sem millilenda iðulega á Álftanesi á leið sinni til Grænlands“. Hver gætir hagsmuna heildarinnar í skipulagi höfuðborgarsvæðisins? Nú kann vel að vera að Garð- bæingar meti það svo að mikilvægara sé að þarna verði gerður golfvöllur en að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti sparað sér einhverja milljarða og umtalsverða mengun með styttri akstri og minni töfum og tryggt sér aukið öryggi. Þá verður það líka svo að vera, en heldur er það dapurlegt að okkur skuli vera svona mislagðar hendur í skipulagi byggðar á 21. öld- inni, þrátt fyrir allt það fjármagn sem árlega er varið til þessara mála. Eftir Gest Ólafsson »Með markvissara skipulagi stofn- brauta á höfuðborgar- svæðinu má bæði spara umtalsvert fé og draga úr mengun. Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulags- fræðingur og fyrrverandi forstöðu- maður Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins. skipark@skipark.is Skipulag sem skilar bæði sparnaði og minni mengun Stofnbrautir Yfirlit Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins árið 1986 um kosti stofnbrauta. Í full þúsund ár lagði íslensk alþýða heitan trúnað á goð- fræðilegar sögur um landnámsmenn sína. Sögur þessar sýna að hér ríkti samhliða kristninni fögur og rammheiðin for- feðratrú. Landnáms- menn voru í hug- arheimi þjóðarinnar risar að vexti, grafhaugar þeirra margra metra langir og háir. Afrek þeirra voru ofurmannleg. Hvergi rísa þessar sagnir hærra en í fal- legri alþýðutrú hinna fornu Ölfus- inga á Ingólf Arnarson, sem sagður er fyrstur manna til að nema hér land. Sögur þessar eru okkar framlag til heimsmenningar og í engu lakari eða ómerkari þótt bæði sagnfræði, jarð- fræði og náttúrufræði dragi ýmislegt í þeim í efa. Þær eru menn- ingarverðmæti sem segja sögu hugmynda. Minjar þeirrar sögu eru í náttúrunni. Það er skylda okkar að halda þeim til haga og skila náttúrulegum menningarverðmætum óskemmdum til kom- andi kynslóða. Það er til lítils fyrir okkur að hneykslast á austrænum skæruliðahópum sem sprengja fornar minjar í sínum löndum ef við sjálf göngum hrak- lega um það sem okkur er falið. Seint á 19. öld og snemma á þeirri 20. skráðu fræðimenn Árnes- sýslu niður ævafornar munnmæla- sögur af því að Ingólfur hefði með eigin höndum grafið Þingvallavatni farveg til sjávar um Grafninginn, sem tæki síðan nafn af þessu hreystiverki. Þegar Ingólfur var all- ur var hann grafinn með gulli og gersemum uppi á toppi Ingólfs- fjalls. Líkið var borið frá bænum Reykjum að Inghól um Kallbak, hefðbundna leið þess tíma inn á fjallið. En ein kona fór aðra leið til þessarar athafnar. Það var ambátt- in Ýma sem fer um Ýmuskarð. Skarð þetta er vestast þeirra sjö skorninga sem skera framhlið fjalls- ins, rétt vestan við hina mikilúðlegu og miður fögru Þórustaðanámu. Ýmuskarð er fært til uppgöngu, einkum ef farið er í sneiðingum austan megin skarðsins, en greið- fært getur það ekki talist. Með vax- andi vinsældum útivistar í Ingólfs- fjalli er leið þessi farin alloft og þá stundum til heiðurs sögunni og hinni útskúfuðu keltnesku konu sem einhverra hluta vegna fékk ekki að fylgja meginhópnum til þessarar þjóðsagnakenndu athafnar uppi á toppi fjallsins. Nú nýjast er það ætlan þeirra dugmiklu framkvæmdamanna sem reka Þórustaðanámu að skrapa svo upp klettana á þessu svæði að ætla má að vegur Ýmu hverfi komandi kynslóðum. Skarðið sjálft verður þó merkjanlegt en nær óþekkjanlegt, svo mjög breytist ásýnd þessara goðfræðilegu söguslóða. Víst væri okkur Árnesingum vor- kunn að fara svo með fjall þetta ef hvergi væri annars staðar hægt að taka möl til vegagerðar og bygg- inga. En því fer mikið fjarri. Um nágrenni Ingólfsfjalls renna tvö stærstu jökulföll landsins og víðs vegar á þeim bökkum er hægt að ausa hreinni og góðri möl upp með því að gera gryfjur á flatlendi sem síðar má loka og landið er sem ósnert. Hervirkin á slóðum þeirra Ýmu og Ingólfs verða aftur á móti óafmáanlegur smánarblettur á ásýnd landsins, til sýnis komandi kynslóðum sem undrast munu skammsýni og óþarfa skemmdar- verk feðra sinna á fögrum menn- ingaminjum og verðmætu útivistar- svæði. Fyrir löngu er mál að linni og að við Árnesingar tökum alvarlega gamlar og nýjar ábendingar Land- verndar og margra annarra um að leita sómasamlegra leiða til malar- töku. Eftir Bjarna Harðarson »Hervirkin á slóðum þeirra Ímu og Ing- ólfs verða óafmáanlegur smánarblettur á ásýnd landsins, til sýnis kom- andi kynslóðum … Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali á Selfossi. bjarnihardar@gmail.com Goðfræðilegar minjar í Ýmuskarði eyðilagðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.