Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 16
ildar (kvóta), oftast er
miðað við þriggja ára
veiðireynslu kvótahafa.
Fimmtíu fyrirtæki voru
með 88% veiðiheimilda
2019. Fjöldi skipa og
báta með aflaheimildir
var 540 2018 og 468
2019. Telur „útgerð-
araðallinn“ 50 eða 540
eða 468?
Samkvæmt lögum
um stjórn fiskveiða frá
2006 nr. 106 (1. mgr.)
eru nytjastofnar við Ís-
land sameign þjóðarinnar og út-
hlutun veiðiheimilda samkvæmt lög-
um þessum myndar ekki eignarrétt
eða óafturkallanlegt forræði ein-
stakra aðila yfir veiðiheimildum. Út-
hlutun veiðiheimilda (kvóta) er til
eins árs í senn.
Til þess að reyna að átta sig á
nefndum daglegum bata/hag „út-
gerðaraðalsins“ (123 milljónir á
dag) má skoða síðustu afkomutölur
sjávarútvegs eftir skatt, útgefnar af
Hagstofu Íslands, en þar kemur
fram:
Fyrir árið 2018 var hagnaður á
dag í fiskveiðum 22.820.164 kr., í
fiskvinnslu 32.779.836, í sjávar-
útvegi 55.600.000.
Yfir tímabilið 2014-2018, þ.e. 5
ára meðaltal, var hagnaður á dag í
fiskveiðum 42.603.047 kr., í fisk-
vinnslu 34.512.482, í sjávarútvegi
77.115.529.
Ofangreindar tölur ríma illa við
hagnaðar(hag)tölur sem vitnað er til
í grein Benedikts. Er hin rétta tala
123 milljónir eða 23 milljónir eða 43
milljónir? Það er brýnt að fá upplýs-
ingar um hvernig útkoman 123
milljónir á dag er fengin og hvort
hún nái til fiskveiða eingöngu sem
væri eðlilegt til þess að ekki verði
litið á hana sem upphrópun eina
gripna úr lausu lofti til þess eins að
auka á úlfúð milli almennings og
svonefnds „útgerðaraðals“ á Íslandi.
Nóg er öfundin fyrir.
Oft birtast í blöðum
greinar eftir ein-
staklinga þar sem
hneykslast er á arð-
ráni svonefndra kvóta-
eigenda og er þá átt
við þá einstaklinga og
fyrirtæki sem skráð
eru sem handhafar
veiðileyfanna/
úthlutaðs kvóta hverju
sinni.
Greinarhöfundar telja sig yfirleitt
vera málsvara réttlætis og almanna-
hagsmuna og tala fyrir hönd flestra
á Íslandi. Síðast las ég grein 29. maí
í mbl sem ber yfirskriftina Mikill
vill meira – og meira – og meira eft-
ir Benedikt Jóhannesson. Segir
hann að „útgerðaraðallinn“ hafi nýtt
sér reglurnar, sem settar hafa verið
um úthlutun kvóta, til þess að skapa
dagvaxandi ójöfnuð á milli „útgerð-
araðalsins“ og almennings. Segir
hann að hagur greinarinnar – virð-
ist eiga við afkomu fiskveiða og fisk-
vinnslu samtals, þó ekki viss – batni
dag frá degi um 123.000.000 krónur.
Það er líklegt að margir skelli sér á
lær fullir hneykslunar við svoddan
upphæð og taki undir með Benedikt
um forkastanlega græðgi „útgerð-
araðalsins“.
Ekki er ljóst annars vegar hvaða
tímabil hann miðar við – er það síð-
astliðið ár eða nær það yfir lengri
tíma – og hins vegar hvernig reikn-
ar hann sig niður á þessa tölu.
Undirritaður er þeirrar skoðunar
að þau sérréttindi sem um ræðir nái
eingöngu til úthlutunar á veiðikvóta.
Hvernig greiðsla fyrir þessi sérrétt-
indi verði ákvörðuð bæði hvað varð-
ar grundvöll og upphæð afgjaldsins
er álitamál. Sitt sýnist hverjum og
niðurstaðan verður óhjákvæmilega
einhvers konar málmiðlun milli
ólíkra sjónarmiða og hagsmuna líkt
og við á um alla gjaldtöku og skatt-
heimtu hins opinbera. Gæta þarf
þess að slátra ekki mjólkurkúnni í
þeirri vegferð og hafa í huga að vel-
ferð þjóðarinnar er ekki í litlum
mæli háð því að fiskveiðum og af-
leiddri fiskvinnslu séu búin sann-
gjörn starfsskilyrði.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fiskistofu eru að jafnaði um 1.300
skip og bátar með veiðileyfi, sem er
skilyrði fyrir úthlutun veiðiheim-
Eftir Þorbjörn
Guðjónsson
Þorbjörn Guðjónsson
»Undirritaður er
þeirrar skoðunar að
þau sérréttindi sem um
ræðir nái eingöngu til
úthlutunar á veiðikvóta.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
tgudjonssongmail.com
Öfund
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
Þegar strandveiðum
var komið á sumarið
2009 urðu ákveðin
vatnaskil í umræðunni
um kvótakerfið. Al-
þingiskosningar voru
nýafstaðnar sem mörk-
uðu endalok Frjáls-
lynda flokksins (F),
sem hafði í raun byggt
stefnuskrá sína á frelsi
til handfæraveiða og
andstöðu við kvótakerf-
ið.
Í kosningabaráttunni tók Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð undir
með F varðandi frelsi til handfæra-
veiða. Steingrímur J. Sigfússon, þá-
verandi sjávarútvegsráðherra,
kynnti þann 16. apríl 2009 áætlanir
um að frjálsum handfæraveiðum yrði
komið á við strendur landsins á
næsta kjörtímabili. Ráðherra boðaði
frumvarp til breytingar á lögum um
stjórn fiskveiða um strandveiðar, að
afloknum kosningum.
Enginn vafi er á að útspilið hafði
sín áhrif á úrslit kosninganna og þar
með umræðu um kvótakerfið. Fylgi
við Frjálslynda flokkinn minnkaði og
fór svo að flokkurinn fékk 4.148 at-
kvæði (2,2%), sem nægði honum ekki
til að fá kjörinn fulltrúa til Alþingis í
kosningunum sem haldnar voru þann
25. apríl. Hann gat þó fagnað sínum
þætti í að auka frelsi til
handfæraveiða.
Úrslit kosninganna
urðu þau að fráfarandi
ríkisstjórn Samfylk-
ingar og VG fékk
hreinan meirihluta,
51,7%.
Þann 18. júní af-
greiddi Alþingi strand-
veiðifrumvarp
ríkisstjórnarinnar.
Viku seinna undirritaði
Jón Bjarnason, þáver-
andi sjávarútvegsráð-
herra, reglugerð um veiðarnar og
fyrstu bátarnir hófu veiðar sunnu-
daginn 28. júní.
Eins og vænta mátti voru menn
ekki á eitt sáttir um að strandveiðum
hefði verið komið á. Í dag hefur hins
vegar fennt yfir þær óánægjuraddir
og ef einhverjar eru, þá eru þær
hrópandi í eyðimörkinni.
Fullyrða má að almenn ánægja er
meðal þjóðarinnar með strandveiðar
og mikilvægi þeirra fyrir hinar
dreifðu byggðir.
Mikilvægi strandveiða
Þróun veiðanna hefur verið ævin-
týraleg. Þær hafa veitt þúsundum
sjómanna atvinnu og tryggt stöðugt
framboð á 10.000 tonnum af þorski á
síðasta fjórðungi hvers fiskveiðiárs
og þannig fyllt upp það skarð sem
skapast þegar fjöldi aðila í sjávar-
útvegi tekur sér frí. Aflinn er eftir-
sóttur og aðgengilegur jafnt stórum
sem smærri aðilum. Nánast allur
seldur gegnum fiskmarkaði og treyst-
ir því í leiðinni rekstrargrunn þeirra.
Strandveiðikerfið hefur fylgt ákalli
um breytingar og mætt kröfum
markaðarins. Þannig eru gæði aflans
nú rómuð. Aflinn ísaður um leið og
hann hefur verið blóðgaður og hita-
stig við löndun nálægt núllinu. Veið-
arnar hafa frá upphafi verið bundnar
við fjögur svæði og tryggt þannig út-
gerðina um land allt. Mætt kröfum
hinna dreifðu byggða.
Samfelldar veiðar
Fyrir tveimur árum var gerð sú
breyting á kerfinu að í stað þess að
ætluðum heimildum til strandveiða
væri skipt niður á svæðin varð til
heildarviðmiðun. Henni var ætlað að
auka öryggi við veiðarnar með því að
tryggja 48 veiðidaga sem skiptust
jafnt á strandveiðimánuðina fjóra maí
– ágúst. LS var sammála breyting-
unni enda forsenda hennar að 48 dag-
ar væru tryggðir. Annað kom þó á
daginn sem virðist ætla að bíta á yfir-
standandi vertíð.
Árin 2018 og 2019 náði afli strand-
veiðibáta ekki því sem þeim var
ætlað. Markmiðið um 48 daga náðist
og var það í fyrsta sinn sem tímabil
strandveiða var ekki rofið með stöðv-
un veiða á einhverju svæðanna. Að
jafnaði nýtir strandveiðibátur 26
veiðidaga af þeim 48 sem í boði eru.
Engar veiðar í ágúst?
Í ár háttar því svo að vegna fjölg-
unar báta á veiðum stefnir heildarafli
þeirra í að fara umfram ætlaða við-
miðun. Ef heldur sem horfir gæti
Fiskistofa orðið að auglýsa stöðvun
veiða áður en júlí er liðinn. Eins og
vænta má hafa strandveiðisjómenn af
þessu þungar áhyggjur. Að enginn af
þeim 700 sem stunda veiðarnar í júlí
fái að róa í ágúst. 36 dagar búnir af 48
og allt stopp.
LS hefur á undanförnum mán-
uðum reynt að tryggja að veiðarnar
verði leyfðar til loka ágúst í þá 48
daga sem þeim eru ætlaðar. Sann-
gjarnt sé að taka tillit til aðstæðna í
þjóðfélaginu sem leiði meðal annars
til meiri þátttöku í strandveiðum.
Ætla verði aukið magn til veiðanna
þannig að tryggt verði að þær veiti at-
vinnu í þá fjóra mánuði sem þeim er
ætlað og greitt hefur verið fyrir.
Veiðiheimildir skertar
Þrátt fyrir að nóg sé til að ónýtt-
um heimildum í þorski hefur sjávar-
útvegsráðherra ekki orðið við beiðni
LS. Eina svarið sem fengist hefur er
reglugerð sem skerti aflaheimildir
til strandveiða um 1.000 tonn – 9%.
Andstætt því sem atvinnuveganefnd
Alþingis hafði talað fyrir. Jafnframt
hefur ráðherra ekki enn orðið við
því að óveiddur afli frá fyrra ári
komi til viðbótar í ár.
Aflaheimildir sem hér er hvatt til
að bætt verði við strandveiðar eru
ekki frá neinum teknar og myndu
því að óbreyttu ekki nýtast til verð-
mæta á hamfaraárinu mikla 2020.
Skorað á ráðherra
Auk þess sem hér hefur verið
nefnt um gildi strandveiða skal
ítrekað það lím sem þær hafa skap-
að innan stjórnkerfis fiskveiða. Að
nugga og opna það sár er engum til
heilla. Hér með er skorað á Kristján
Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, að lýsa því yf-
ir að strandveiðar verði tryggðar í
48 daga, þeim ljúki 31. ágúst eins og
gengið var út frá þegar kerfinu var
breytt.
Eftir Örn Pálsson » LS var sammála
breytingunni enda
forsenda hennar að 48
dagar væru tryggðir.
Annað kom þó á daginn
sem virðist ætla að bíta á
yfirstandandi vertíð.
Örn Pálsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
orn@smabatar.is
Strandveiðar límið í fiskveiðistjórnunarkerfinu
Þann 28. apríl sl.
sagði Icelandair Gro-
up upp 900 flug-
freyjum, 420 flug-
mönnum og 150
flugvirkjum. Um
miðjan maí gerði
fyrirtækið nýja kjara-
samninga við Félag
íslenskra atvinnuflug-
manna og Flugvirkja-
félag Íslands. Samn-
ingar þessir gilda í fimm ár. Nú
hafa bæði þessi félög samþykkt
samningana. Bogi Nils Bogason
forstjóri orðar það svo: „Þetta er
stórt skref til að tryggja sam-
keppnishæfni félagsins og veiga-
mikill þáttur í fjárhagslegri end-
urskipulagningu félagsins.“ Jón
Þór Þorvaldsson, formaður Félags
íslenskra atvinnuflugmanna, kallar
þetta „tímamótasamning“ og bætir
við: „Flugmenn eru stoltir af því
að hafa náð markmiðunum sem
lagt var upp með, sem eykur enn á
samkeppnishæfni Icelandair.“
Greinilega réttur maður á réttum
stað.
Enn er þó ósamið við „þriðju
stétt“. Stjórn Icelandair hefur gert
Flugfreyjufélagi Íslands tilboð sem
félagið metur sem allt að 40%
kjaraskerðingu. Samninganefnd fé-
lagsins hafnaði tilboðinu en þá
sendi Bogi Nils tilboðið bara til
einstakra félagsmanna! Þann 20.
maí sendi stjórn Icelandair Flug-
freyjufélagi Íslands svokallað loka-
tilboð. Og enn hafnaði félagið til-
boðinu og aftur notaði Bogi Nils
hina nýstárlegu aðferð sína og
sendi tilboðið beint til fé-
lagsmanna. Lokatilboðinu var
hafnað, samstöðu flugfreyja tókst
ekki að rjúfa.
Talskonur flugfreyja benda á að
kjaraskerðingarstefna Icelandair
sé ekki alveg ný: „Þeir eru búnir
að bjóða nánast sömu samninga
síðan haustið 2018 og það er
ástæðan fyrir að ekki hefur verið
samið.“
Auðvitað er samningsstaða flug-
stéttanna erfið. Icelandair Group
rambar á barmi gjaldþrots og
stefnir á að safna 29 milljarða nýju
hlutafé. Biðlar helst til
lífeyrissjóðanna og enn
frekar til ríkisins. Með
tilkomu COVID-19
getur Icelandair sett
stóraukið afl á bak við
kjaraskerðingakröfur
sínar, enda COVID-19
sérlega hentugt verk-
færi til að hræða fólk
til undirgefni.
Icelandair er auð-
hringur sem keppir á
hnattvæddum markaði.
Bogi Nils forstjóri hamrar á því að
lækka þurfi „einingarkostnað“,
einkum að launakostnaður verði
„samkeppnisfær“ við „alþjóðleg
flugfélög“. Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, spyr: „Samkeppni
um hvað? Verstu lífsgæði fyrir
mestu vinnuna?“
Hnattvæðingin felur í sér frjálst
flæði fjármagns og fjárfestinga
milli landa. Óskastaða stórfyr-
irtækja gagnvart samtökum launa-
fólks. Þau hóta því stöðugt að
flytja starfsemi sína til annars
lands, þar sem skilyrði eru hag-
felldari, nema verkalýðssamtök
gefi eftir varðandi kaup og kjör.
Sum þeirra létu ekki sitja við orðin
tóm og hafa flutt starfsemi sína til
lágkostnaðarlanda í Asíu. Einn
leikurinn í refskák auðvaldsins.
Andspænis stórfyrirtækjunum
standa samtök launafólks sem
berjast við atvinnuleysi og reyna
að toga starfsemina til sín eða
halda henni. Við þau skilyrði þurfa
verkalýðshreyfingar ólíkra svæða
að undirbjóða hver aðra. Auðhring-
arnir stilla enn fremur stjórnvöld-
um einstakra ríkja upp við vegg og
spyrja hver bjóði besta þjónustu,
lægst aðstöðugjald, besta skatta-
umhverfi o.s.frv.?
Ísland þarf flugrekstur. Það til-
heyrir innviðum samfélagsins. En
á íslenska ríkið að moka millj-
örðum í rekstur Icelandair án þess
að ráða nokkru um rekstrarstefn-
una og án þess að breyta því fé í
eign? Þarf Ísland að keppa um
Norður-Atlantshafsmarkaðinn?
Gera sig gildandi á alþjóðlegum
áhættumarkaði?
Í kreppu og minnkandi arðsemi
heldur auðvaldið því alltaf fram að
launafólk þurfi að skerða laun sín.
Í kreppunni á 4. áratug 20. aldar
reyndi auðvaldið að skerða laun,
en tókst það ekki. Kjörin versnuðu
vegna atvinnuleysis, en kauptaxt-
ana tókst að verja. Hörðustu
stéttaátökin á Íslandi áttu sér stað
í miðri þeirri kreppu. Gúttóslag-
urinn í Reykjavík 1932 og Nóvu-
deilan á Akueyri 1933. Í báðum til-
vikum ætluðu
verkalýðsfjandsamlegar bæjar-
stjórnir að lækka laun verka-
manna. Með órofa samstöðu sigr-
uðu verkalýðssamtökin og komu í
veg fyrir tilræðin. Gúttóslagurinn
var hörðustu átök sem orðið hafa í
Reykjavík á öldinni sem leið, ef frá
er talinn 30. mars 1949. Vorið 1970
var síðasta meiriháttar verkfall á
vegum ASÍ, það síðasta af hálfu
ASÍ-félaganna, þar til nú í vetur
eða í nærri hálfa öld. Það var
m.ö.o. sagt skilið við stéttabarátt-
una af hálfu ASÍ-forystunnar og
við tók stéttasamvinna, miðstýring
og sérfræðingaveldi.
Ekki sigldu þó öll samtök launa-
fólks lygnan sjó það sem af er öld-
inni. Árið 2014 og 2015 áttu ýmis
félög opinberra starfsmanna í
hörðum verkfallsátökum, sumum
þeirra í æðilöngum. Það er aug-
ljóst að sum stéttarfélög flugstétt-
anna hafa tileinkað sér stétta-
samvinnustefnu, látið undan
kröfum Icelandair um grófar
kjaraskerðingar, jafnvel til langs
tíma. Flugfreyjur hafa hins vegar
ekki beygt sig undir okið og
standa þétt saman. Það vekur von
að stéttasamvinnustefnan hefur
ekki sömu tök á verkalýðshreyf-
ingunni og áður. Efling-stétt-
arfélag náði fram meginkröfum
sínum í samningi við samband ís-
lenskra sveitarfélaga 10. maí. Efl-
ing var auðvitað ekki í jafnþröngri
stöðu og flugstéttirnar en var þó
lamin með COVID-keyrinu. Það er
lífsspursmál í harðnandi aðstæðum
stéttabaráttunnar að öll stéttvís
launþegasamtök stilli sér upp við
bakið á Flugfreyjufélagi Íslands,
þarf að bíða þess lengi?
Icelandair-kjara-
deilan og Covid-19
Eftir Ólaf Þ.
Jónsson
» Það er lífsspursmál í
harðnandi aðstæð-
um stéttabaráttunnar
að öll stéttvís launþega-
samtök stilli sér upp við
bakið á Flugfreyjufélagi
Íslands.
Ólafur Þ. Jónsson
Höfundur er skipasmiður.