Morgunblaðið - 15.06.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
50 ára Þórdís ólst
upp í Keflavík en
býr í Garðabæ.
Hún er viðskipta-
fræðingur að
mennt frá Háskól-
anum í Reykjavík
og starfar hjá
KPMG.
Maki: Helgi Ingólfur, raffræðingur
og framkvæmdastjóri Rafholts.
Synir: Birnir Snær, f. 1991, og
Ernir Snær, f. 1996.
Foreldrar: Guðrún Jónína Karls-
dóttir, f. 1951, fyrrverandi sauma-
kona, og Sigurjón Rúnar Vikars-
son, f. 1950, setjari. Þau eru
búsett í Reykjanesbæ.
Þórdís Árný
Sigurjónsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Forðastu rifrildi við ástvini, ekki
síst foreldra og maka. Hugaðu að því
hvernig þú getir öðlast heilbrigða sál í
hraustum líkama.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert upp á þitt besta og hefur já-
kvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika
þínum. Vertu öruggur með þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hugaðu að hjartanu. Pening-
arnir flæða til þín úr öllum áttum, líka
óvæntum. Jafnvægi skapast þegar þú
leyfir loftinu að endurnæra þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vinsældir þínar fara vaxandi á
næstunni. Gerðu ráð fyrir lagfæringum
og viðgerðum heima fyrir og taktu frá
tíma fyrir mikilvæg fjölskyldumál.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hver jákvæð niðurstaða felur í sér
tiltekin óþægindi. Nú þarf að taka af
skarið og komast að niðurstöðu í pen-
ingamálum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samband þitt við vini þína og
kunningja á eftir að batna mikið á næstu
vikum. Endurfundir ættingja veita þér
tækifæri til þess að rifja upp æskuminn-
ingar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu með allar klær úti við að auka
menntun þína og tækifæri til þess að
læra eitthvað nýtt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Besta leiðin til að sýna ást
þína núna er að treysta. Góðlátlegt grín
er í lagi, en ekki að niðurlægja einhvern
með gamanseminni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Aflaðu þér upplýsinga um
yfirmanninn eða fyrirtækið, þú færð
stöðuhækkun með því að sýna frum-
kvæði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétti tíminn til þess að
taka upp heilsusamlegra líferni. Sambönd
við maka og aðra koma þér að gagni
núna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stundum er erfiðara að skapa
jafnvægi milli ástar og atvinnu en í þjóð-
arfjárlögum. Gefðu þér tíma til að sinna
ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Forðastu rifrildi við maka og nána
vini í dag. Nú er rétti tíminn til að ganga
að samningaborði.
og golf. Við fórum eftirminnilega
siglingu frá Ameríku til Rómar á 50
ára brúðkaupsafmælinu. Við höfum
líka nokkrar skólasystur úr Kenn-
araskólanum ferðast saman, t.d. til
Barselóna á 50 ára kennaraafmæl-
inu. Við hjónin eignuðumst sumar-
bústað með dóttur okkar og sam-
býlismanni hennar fyrir þremur
fremur í bæjarstjórn Neskaupstaðar
nokkur ár sem vara- og aðalmaður
og var formaður skipulagsnefndar
og jafnréttisnefndar Neskaup-
staðar.
Helstu áhugamál Steinunnar eru
ferðalög og golf og hún stundar líka
sund og jóga. „Við hjónin höfum ver-
ið dugleg að sameina Spánarferðir
S
teinunn Lilja Aðalsteins-
dóttir er fædd 15. júní
1945 í Neskaupstað og
ólst þar upp. „Tólf ára
gömul var ég farin að
vinna á fullu í frystihúsinu til 16 ára
aldurs öll sumur, stundum frá 8 á
morgnana til 23 á kvöldin. Við vor-
um keyrð úr og í vinnu á vörubíls-
palli. Opið var að aftan og það var
mest spennandi að sitja þar.“
Steinunn gekk í Barnaskóla Nes-
kaupstaðar og lauk landsprófi frá
Gagnfræðiskólanum þar. Hún lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands 1965 og hóf kennslu við
Barnaskólann í Neskaupstað. Hún
var eitt ár við nám við Kennarahá-
skólann í Kaupmannahöfn frá útibúi
í Óðinsvéum 1982-1983. Hún lauk
sérkennaranámi og meistaranámi
frá KHÍ 2004. „Ég tók fyrsta hluta
sérkennaranáms frá Hallormsstað
vor og haust í tvö ár. Það var upp-
hafið að fjarnámi undir stjórn Berit
Johnsen á Hallormsstað.“
Steinunn var aðstoðarskólastjóri
við Nesskóla frá 1983-97, en nem-
endur voru þá yfir 200 í skólanum.
Hún var kennsluráðgjafi við Skóla-
skrifstofu Austurlands 1997-2007,
sem er á Reyðarfirði og heimsótti
skóla á öllu Austurlandi. „Ég þurfti
því að keyra yfir Oddsskarð, það var
ekki alltaf blíðan þar og ég fór
stundum út af. Þetta er allt annað líf
eftir að göngin komu.“ Steinunn
lauk starfsævinni sem sérkennari
við Verkmenntaskóla Austurlands
og var þar í tvö ár við stofnun sér-
deildar við skólann.
Steinunn skrifaði grein í riti Delta
Kappa Gamma, Þekking – þjálfun –
þroski, sem var um einstaklings-
miðað lestrarnám í 1. bekk í Nes-
skóla. Hún hefur einnig ritað
nokkra pistla á vef Skólaskrifstof-
unnar.
Steinunn hefur starfað mikið að
félagsmálum. Hún var formaður í
nokkrum félögum s.s. Kvenfélaginu
Nönnu, Kennarasambandi Austur-
lands, Zetadeild Delta Kappa
Gamma (félags kvenna í fræðslu-
störfum) og er nýhætt sem formað-
ur Mæðrastyrksnefndar kven-
félagsins Nönnu. Hún sat enn
árum í Eyjólfsstaðaskógi á Fljóts-
dalshéraði sem var ekki alveg tilbú-
inn og höfum við eytt miklum tíma
þar. Fjölskyldan ætlar að hittast þar
um helgina og fagna afmælinu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Steinunnar er Krist-
inn Ívarsson, f. 17.6. 1946, fyrrver-
Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir, sérkennari og kennsluráðgjafi – 75 ára
Fjölskyldan Steinunn og Kristinn ásamt börnum og tengdabörnum árið 2013.
Ekki alltaf blíðan í Oddsskarði
Skólasystur Í Napóli 2019 á slóðum bókarinnar Framúrskarandi vinkona. Hjónin Í golfferð á Spáni.
30 ára Bryndís er úr
Grafarvogi en býr í
Hveragerði. Hún er
með MA-gráðu í fé-
lagsráðgjöf frá HÍ og
er félagsráðgjafi hjá
Barnavernd Árborgar.
Maki: Kjartan Smári
Jóhannsson, f. 1986, lögfræðingur og
vinnur á Bílaverkstæði Jóhanns og er
meðeigandi þar.
Börn: Guðmundur Logi, f. 2016, og Júlía
Hrafney, f. 2019.
Foreldrar: Guðmundur Guðfinnsson, f.
1959, bakari og eigandi Brauðhússins í
Grímsbæ, og Lena María Gústafsdóttir, f.
1961, vinnur í Brauðhúsinu. Þau eru bú-
sett í Grafarvogi.
Bryndís
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Hveragerði Júlía Hrafney fæddist 11.
desember 2019 kl. 23.08 á Landspít-
alanum. Hún vó 3.725 g og var 51 cm á
lengd. Foreldrar hennar eru Bryndís
Guðmundsdóttir og Kjartan Smári
Jóhannsson.
Nýr borgari