Morgunblaðið - 15.06.2020, Side 26
FÓTBOLTI KONUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Stórar yfirlýsingar geta komið
mönnum (og konum) í koll. Selfoss-
konur tilkynntu að þær ætluðu sér
að verða Íslands- og bikarmeist-
arar eftir sigurinn á Val í Meist-
arakeppni KSÍ um fyrri helgi en
voru skotnar niður á jörðina í Ár-
bænum á laugardaginn þegar
Fylkir sigraði Selfoss, 1:0, í fyrstu
umferð Íslandsmótsins.
Eva Rut Ásþórsdóttir, ein af
mörgum ungum og efnilegum leik-
mönnum sem Fylkir fékk til sín í
vetur, skoraði sigurmarkið. Magda-
lena Anna Reimus gat jafnað fyrir
Selfyssinga undir lokin en skaut
framhjá Fylkismarkinu úr víta-
spyrnu.
Jóhann Ingi Hafþórsson skrifaði
á mbl.is: „Það hefur kannski
gleymst í umræðunni að Fylkir
vann alla sjö leiki sína á undirbún-
ingstímabilinu og fékk aðeins á sig
eitt mark. Varnarleikur liðsins er
virkilega góður og Cecilía þar fyrir
aftan einn besti markvörður deild-
arinnar. Það má því alls ekki af-
skrifa Fylki, en liðið vann bæði
Selfoss og Val í vetur.“
„Geggjað að geta þaggað niður í
þessu liði,“ sagði Sólveig J. Larsen
kantmaður Fylkis og það segir sitt
um stemninguna í Árbænum.
Vesna Elísa Smiljkovic kom
inn á hjá Fylki og lék með sínu
fimmta félagi í efstu deild. Hún er
leikjahæsti erlendi leikmaðurinn á
Íslandi, og er jafnframt komin í
13.-14. sæti yfir leikjahæstu leik-
menn deildarinnar frá upphafi með
215 leiki fyrir Fylki, Val, ÍBV, Þór/
KA og Keflavík.
Bið þrátt fyrir yfirburði Blika
Breiðablik var 90 mínútur að
brjóta niður nýliða FH þrátt fyrir
mark Berglindar Bjargar Þor-
valdsdóttur á annarri mínútu og
tryggði ekki 3:0-sigur fyrr en í
uppbótartíma með mörkum Alex-
öndru Jóhannsdóttur og Sveind-
ísar Jane Jónsdóttur.
Kristófer Kristjánsson skrifaði
m.a. um leikinn á mbl.is að þrátt
fyrir yfirburði og verðskuldaðan
sigur verði Blikar að spila enn bet-
ur í næsta leik þegar liði heimsæk-
ir Selfoss. Vandamál FH sé sókn-
arleikurinn og liðið eigi erfitt
sumar fyrir höndum, og sennilega
botnbaráttu.
Svandís Jane Jónsdóttir náði
að skora í fyrsta leik með Breiða-
bliki. Hún skoraði sjö mörk fyrir
Keflavík í fyrra og var besti leik-
maður Íslandsmótsins samkvæmt
M-gjöf Morgunblaðsins.
Sigríður Lára Garðarsdóttir
landsliðskona lék sinn fyrsta
deildaleik með FH og er strax orð-
in fyrirliði liðsins.
Sannfærandi norðankonur
Karen María Sigurgeirsdóttir
skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA sem
vann sannfærandi sigur á Stjörn-
unni, 4:1, á Akureyri á laugardag-
inn. Þar sem bæði lið hafa misst
mikið af leikmönnum frá því í
fyrra var rennt blint í sjóinn fyrir
þessa viðureign en Akureyringar
mæta með ferskt og frískt lið í
slaginn.
„Yfirburðir Þórs/KA voru miklir
og Stjörnukonur sáu í raun aldrei
til sólar,“ skrifaði Baldvin Kári
Magnússon um leikinn á mbl.is.
Sjö mörk en lítill varnarleikur
ÍBV og Þróttur, liðin sem flestir
hafa spáð falli, buðu upp á bráð-
fjörugan leik í Vestmannaeyjum
þar sem Eyjakonur unnu nauman
sigur, 4:3, eftir að hafa komist í
3:0.
Miyah Watford hjá ÍBV og
Stephanie Ribeiro eru í hópi tólf
nýrra erlendra leikmanna hjá þess-
um tveimur liðum. Þær skoruðu
tvö mörk hvor og virðast líklegar
til að láta að sér kveða í deildinni.
ÍBV tefldi fram gjörsamlega
nýju byrjunarliði, átta nýjum út-
lendingum og tveimur ungum láns-
stúlkum ásamt einni sextán ára
heimastúlku. Nýliðar Þróttar sóttu
sig mjög eftir því sem leið á leik-
inn en pressa þeirra undir lokin
skilaði ekki jöfnunarmarki.
„Búast má við að bæði þessi lið
fái mörg mörk á sig í sumar ef
þjálfararnir ná ekki að bæta varn-
arleik sinna liða,“ skrifaði Arnar
Gauti Grettisson um leikinn á
mbl.is.
Þessar léku í fyrsta sinn í
deildinni um helgina: Hafrún Rak-
el Halldórsdóttir og Vigdís Edda
Friðriksdóttir (Breiðabliki), Kayl-
an Marckese og Tiffany McCarty
(Selfossi), Gabriela Guillén, Rakel
Sjöfn Stefánsdóttir og Snædís Ósk
Aðalsteinsdóttir (Þór/KA), Katrín
Mist Kristinsdóttir og Sædís Rún
Heiðarsdóttir (Stjörnunni), Inga
Laufey Ágústsdóttir (KR), Arna
Sigurðardóttir og Elísa Lana Sig-
urjónsdóttir (FH), Miyah Watford,
Kristjana Sigurz, Danielle Tolma-
is, Olga Sevcova, Karlina Mik-
sone, Grace Hancock, Hanna
Kallmaier og Eliza Spruntule
(ÍBV), Friðrika Arnardóttir, Je-
lena Tinna Kujundzic, Laura Hug-
hes, Andrea Rut Bjarnadóttir,
Stephanie Ribeiro og Mary Vig-
nola (Þrótti).
Hefði verið
betra að spara
stóru orðin?
Gleymdust Fylkiskonur í umræðunni
um bestu lið deildarinnar?
Morgunblaðið/Eggert
Efnileg Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis,
gómar boltann af öryggi án þess að Tiffany McCarty framherji Selfyssinga
eigi möguleika í viðureign liðanna í Árbænum á laugardaginn.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020
Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik – FH........................................ 3:0
Þór/KA – Stjarnan ................................... 4:1
Fylkir – Selfoss......................................... 1:0
ÍBV – Þróttur R........................................ 4:3
Staðan:
Þór/KA 1 1 0 0 4:1 3
Breiðablik 1 1 0 0 3:0 3
Valur 1 1 0 0 3:0 3
ÍBV 1 1 0 0 4:3 3
Fylkir 1 1 0 0 1:0 3
Þróttur R. 1 0 0 1 3:4 0
Selfoss 1 0 0 1 0:1 0
Stjarnan 1 0 0 1 1:4 0
FH 1 0 0 1 0:3 0
KR 1 0 0 1 0:3 0
Pepsi Max-deild karla
Valur – KR ................................................ 0:1
ÍA – KA ..................................................... 3:1
HK – FH ................................................... 2:3
Breiðablik – Grótta .................................. 3:0
Staðan:
Breiðablik 1 1 0 0 3:0 3
ÍA 1 1 0 0 3:1 3
FH 1 1 0 0 3:2 3
KR 1 1 0 0 1:0 3
Fjölnir 0 0 0 0 0:0 0
Fylkir 0 0 0 0 0:0 0
Stjarnan 0 0 0 0 0:0 0
Víkingur R. 0 0 0 0 0:0 0
HK 1 0 0 1 2:3 0
Valur 1 0 0 1 0:1 0
KA 1 0 0 1 1:3 0
Grótta 1 0 0 1 0:3 0
Mjólkurbikar karla
2. umferð:
Þróttur R. – Vestri ................................... 3:1
Vængir Júpíters – Víðir ........................... 2:1
Stokkseyri – Reynir S.............................. 2:8
KFG – Afturelding ................................... 0:5
Leiknir F. – Einherji................................ 3:1
Haukar – Fram ................................ (frl.) 1:2
Njarðvík – Árborg........................... (víti) 4:5
Þróttur V. – Víkingur Ó ........................... 1:2
Grindavík – ÍBV ....................................... 1:5
Tindastóll – Samherjar ............................ 1:2
Höttur/Huginn – Fjarðabyggð ............... 2:1
KF – Magni ...................................... (víti) 8:9
Mjólkurbikar kvenna
2. umferð:
ÍR – ÍA....................................................... 0:7
Tindastóll – Völsungur............................. 4:1
Fjarð/Hött/Leiknir– Sindri..................... 5:0
Haukar – Víkingur R ...................... (víti) 5:4
Augnablik – Grindavík............................. 5:0
Keflavík – Afturelding ............................. 2:0
Þýskaland
Darmstadt – Hannover ........................... 3:2
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt í 5. sæti í B.deild.
Úkraína
Kolos Kovalivka – Shakhtar Donetsk... 0:1
Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 52 mínút-
urnar með Kolos sem er í sjötta sæti.
Tyrkland
Yeni Malatyaspor – Kasimpasa ............. 1:2
Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 68
mínúturnar með Yeni Malatyaspor.
Búlgaría
Arda – Levski Sofia ................................. 1:3
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Levski sem er í fjórða sæti.
Grikkland
Panathinaikos – PAOK........................... 0:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK sem er í þriðja sæti.
Danmörk
AaB – Midtjylland.................................... 0:2
Mikael Anderson lék allan leikinn með
Midtjylland sem er með 11 stiga forystu.
Bröndby – AGF ........................................ 0:0
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby. Jón Dagur Þorsteinsson lék
fyrstu 67 mínúturnar með AGF.
SönderjyskE – Lyngby ........................... 1:0
Eggert Gunnþór Jónsson lék fyrstu 68
mínúturnar með SönderjyskE.
Svíþjóð
Örebro – AIK............................................ 0:2
Kolbeinn Sigþórsson kom inná hjá AIK á
70. mínútu í fyrstu umferð deildarinnar.
Hammarby – Östersund ......................... 2:0
Aron Jóhannsson kom inná hjá Hamm-
arby á 66. mínútu.
Þýskaland
Úrslitakeppnin, B-riðill:
Vechta – Alba Berlín......................... 72:102
Martin Hermannsson skoraði sex stig
fyrir Alba, átti fjórar stoðsendingar og tók
eitt frákast á 17 mínútum.
Staðan: Alba Berlín 6, Ludwigsburg 6,
Bamberg 2, Frankfurt 2, Vechta 0.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – Fjölnir ....... 18
Samsungvöllur: Stjarnan – Fylkir...... 19.15
Í KVÖLD!
Spjótkastarinn og heimsmethafinn
Helgi Sveinsson átti lengsta kast
ársins í heiminum í flokki F63 hjá
fötluðum á kastmóti Hattar sem fór
fram á Egilsstöðum á laugardag.
Helgi kastaði 51,77 metra á Vil-
hjálmsvelli en hann átti þrjú köst
yfir fimmtíu metrana. Það eru rúm
þrjú ár síðan Helgi kastaði 59,77 en
þá keppti hann í flokki F42 og á
heimsmetið þar. ÍR-ingurinn Dag-
bjartur Daði Jónsson kastaði 71,11
metra á Egilsstöðum en besti
árangur hans er 78,30 metrar sem
er aldursflokkamet 20-22 ára.
Helgi með besta
heimskastið í ár
Ljósmynd/IFsport.is
Spjótkast Helgi Sveinsson stefnir á
Ólympíumót fatlaðra á næsta ári.
Bandaríski bakvörðurinn Mike Di
Nunno hefur gert tveggja ára
samning við körfuknattleiksdeild
KR. Di Nunno er 29 ára bakvörður
og er með bæði bandarískt og
ítalskt vegabréf. Hann kom fyrst til
KR á síðasta ári og varð Íslands-
meistari með liðinu 2019. Hann fór
til Leyma Coruna í spænsku B-
deildinni og lék þar framan af vetri,
áður en hann samdi aftur við KR í
byrjun þessa árs. Di Nunno lék hins
vegar lítið með liðinu þar sem tíma-
bilinu var aflýst í mars vegna kór-
ónuveirunnar.
Áfram tvö ár í
Vesturbænum
Morgunblaðið/Hari
Samdi Michele Di Nunno var öfl-
ugur með KR-ingum vorið 2019.
BREIÐABLIK – FH 3:0
1:0 Berglind B. Þorvaldsdóttir 2.
2:0 Alexandra Jóhannsdóttir 90.
3:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 90.
M
Agla María Albertsdóttir (Breiðab.)
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðab.)
Berglind Björg Þorvaldsd. (Breið.)
Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breiðab.)
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðab.)
Aníta Dögg Guðmundsdóttir (FH)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH)
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH)
Dómari: Gunnþór S. Jónsson – 7.
Áhorfendur: 485.
ÞÓR/KA – STJARNAN 4:1
1:0 María C. Ólafsd. Gros 16.
2:0 Karen María Sigurgeirsd. 32.
3:0 Hulda Ósk Jónsdóttir 51.
3:1 María Sól Jakobsdóttir 53.
4:1 Karen María Sigurgeirsd. 57.
MM
Karen M. Sigurgeirsd. (Þór/KA)
M
Berglind Baldursdóttir (Þór/KA)
María C. Ólafsd. Gros (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
María Sól Jakobsdóttir (Stjörn.)
Birna Jóhannsdóttir (Stjörnunni)
Dómari: Sveinn Arnarsson – 8.
Áhorfendur: 186.
FYLKIR – SELFOSS 1:0
1:0 Eva Rut Ásþórsdóttir 54.
M
Cecilia Rán Rúnardóttir (Fylki)
Katla María Þórðardóttir (Fylki)
María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki)
Sólveig J. Larsen (Fylki)
Margrét Björg Ástvaldsd. (Fylki)
Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Karitas Tómasdóttir (Selfossi)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfossi)
Clara Sigurðardóttir (Selfossi)
Dómari: Birkir Sigurðarson – 5.
Áhorfendur: 349.
ÍBV – ÞRÓTTUR R. 4:3
1:0 Miyah Watford 6.
2:0 Miyah Watford 36.
3:0 Danielle Tolmais 53.
3:1 Stephanie Ribeiro 68.
3:2 Laura Hughes 78.
4:2 Fatma Kara 84.
4:3 Stephanie Ribeiro 85.
M
Miyah Watford (ÍBV)
Karlina Miksone (ÍBV)
Daniella Tolmais (ÍBV)
Olga Sevcova (ÍBV)
Stephanie Riberio (Þrótti)
Laura Hughes (Þrótti)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti)
Dómari: Ásmundur Sveinsson – 6.
Áhorfendur: 179. Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.