Morgunblaðið - 15.06.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.06.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020  Englendingurinn Gary Martin, markakóngur úrvalsdeildar karla í fót- bolta 2019, hóf tímabilið með þrennu fyrir ÍBV gegn Grindavík þegar Eyja- menn unnu stórsigur á útivelli, 5:1, í leik liðanna í 2. umferð bikarkeppn- innar í Grindavík á laugardaginn. Telmo Castanheira skoraði hin tvö mörk Eyjamanna.  ÍBV fær fjórðudeildarlið Samherja úr Eyjafirði í heimsókn í 32 liða úrslit- unum. Önnur lið sem mætast þar eru Fjölnir – Selfoss, Breiðablik – Keflavík, SR – Valur, Kórdrengir – ÍA, KA – Leiknir R., Þór – Reynir S., Vængir Júpíters – KR, Stjarnan – Leiknir F., ÍH – Fylkir, Fram – ÍR, Magni – HK, Þrótt- ur R. – FH, Grótta – Höttur/Huginn, Afturelding – Árborg og Víkingur Ó. – Víkingur R.  Í bikarkeppni kvenna mætast í 16- liða úrslitum ÍA – Augnablik, KR – Tindastóll, Haukar – Fjarðabyggð/ Höttur/Leiknir, Stjarnan – Selfoss, Fylkir – Breiðablik, Þróttur R. – FH, Þór/KA – Keflavík og Valur – ÍBV.  Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eru nánast búnir að bjarga sér frá falli í þýska fótboltanum eftir 1:0-útisigur á Mainz í mikilvægum leik í botnbaráttunni. Alfreð lék síðasta hálftímann. Samúel Kári Friðjónsson var á bekknum hjá Paderborn sem er nánast fallið eftir skell gegn Werder Bremen á heimavelli, 1:5.  Sara Björk Gunnarsdóttir er aðeins einum sigri frá þýska meistaratitlinum í knattspyrnu eftir að lið hennar vann Essen 3:0 á útivelli á laugardaginn. Sandra María Jessen er hinsvegar komin í bullandi fallslag með Lever- kusen eftir 1:5-skell gegn Turbine Potsdam. Landsliðskonurnar léku báð- ar allan tímann með liðum sínum.  Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger stóð uppi sem sigurvegari á Chall- enge-mótinu í PGA-mótaröðinni í golfi, því fyrsta í þrjá mánuði. Leikið var á Colinial Country-vellinum í Texas. Berger hafði betur gegn landa sínum Collin Morikawa í bráðabana. Berger og Morikawa voru báðir á 15 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Í bráða- bananum hafði Berger betur strax á fyrstu holu. Sigurinn var sá fyrsti hjá Berger síðan hann vann FedEx St. Jude Classic árið 2017 og þriðji sig- urinn á PGA-mótaröðinni.  Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er einn fimm leikmanna sem hafa verið leystir und- an samningi hjá rússneska félaginu UNICS Kazan, samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Haukur spilaði eitt tímabil með UNICS sem lék í Evrópubikarnum í vetur, sem og í VTB-deildinni þar sem bestu lið fyrr- verandi Sovétríkjanna spila. Hann skoraði 5,9 stig að meðaltali í VTB- deildinni og 4,4 stig að með- altali í leik í Evr- ópubikarnum. Báðum keppn- um var hætt í mars vegna kórónuveiru- farsóttarinnar en samningar allra þessara leikmanna áttu að renna út í sumar. Eitt ogannað FÓTBOLTI KARLAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ríkjandi Íslandsmeistarar geta varla sent frá sér sterkari yfirlýs- ingu í fyrsta leik á Íslandsmóti en að sækja þrjú sig á útivöll þess liðs sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum. KR-ingar gerðu það með sigr- inum á Hlíðarenda á laugardags- kvöldið, 1:0, en Valsmenn hafa í öll- um spám fyrir Íslandsmótið verið settir fram sem líklegustu meist- araefnin, á undan Breiðabliki og KR. Eins og markaskorari leiksins, Óskar Örn Hauksson, sagði við mig eftir leik vannst ekkert eða tapaðist hjá liðunum tveimur með þessum úrslitum. Íslandsmótið væri rétt að byrja, Valsliðið væri hrikalega öfl- ugt og mikil vinna væri fram undan. Hárrétt hjá Óskari sem var aðeins 39 mínútur að skora fyrsta mark deildarinnar í ár og tryggja að hann væri búinn að skora á 17 tímabilum í röð í deildinni. Einstakt afrek hjá leikmanni sem er smám saman að skásetja einstakan feril.  Óskar er annar leikjahæsti leik- maður deildarinnar frá upphafi, spil- aði sinn 310. leik í fyrrakvöld, og að- eins Birkir Kristinsson á fleiri leiki að baki, 321.  Óskar er kominn með 76 mörk í deildinni og er 14. markahæsti leik- maður hennar frá upphafi. Hann á bæði leikjamet (258) og markamet (64) KR í deildinni.  Þá náði Óskar þeim magnaða áfanga á laugardagskvöldið að leika sinn 100. leik í röð fyrir KR í deild- inni en hann hefur ekki misst af leik síðan í júlí 2015. Hann er þrettándi leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær 100 leikjum í röð.  „Þetta var yndisleg byrjun á hinsta dansinum,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, KR-ingurinn reyndi, sem hóf sitt 21. tímabil í meistaraflokki. Gæti verið það síðasta, miðað við þessi orð hans.  Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Tómas Pálmason og Pálmi Rafn Pálmason úr KR og Rasmus Christiansen úr Val fóru meiddir af velli og Eiður Aron Sigurbjörnsson úr Val meiddist undir lokin og haltr- aði um völlinn í uppbótartímanum.  Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði eins gott að leyfðar væru fimm skiptingar á lið á þessu móti, það veitti ekki af þeim.  „Við áttum ekki meira skilið,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals sem nú er kominn aftur í deild- ina eftir tvö ár í Færeyjum. Glæsimörk Stefáns Teits Stefán Teitur Þórðarson skoraði tvö glæsileg mörk, sem margir í hans miklu fótboltaætt gætu verið stoltir af, þegar Skagamenn lögðu KA 3:1 á sannfærandi hátt á Akra- nesi í gær. „Eftir fínan stundarfjórðung eða svo var KA-mönnum hreinlega ýtt úr leiknum af áræðnum og bar- áttuglöðum Skagamönnum,“ skrif- aði Kristófer Kristjánsson um leik- inn á mbl.is.  Allir fjórir erlendu leikmenn lið- anna voru fjarverandi vegna meiðsla, Rodrigo Gómez, Mikkel Qvist og Jibril Abubakar hjá KA og Marcus Johansson hjá ÍA.  Ingi Þór Sigurðsson, 16 ára bróðir Arnórs Sigurðssonar lands- liðsmanns og sonur Margrétar Áka- dóttur fyrrverandi landsliðskonu, kom inn á sem varamaður hjá ÍA. Lennon uppfyrir markahróka Steven Lennon er orðinn fimm- tándi markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar hérlendis eftir að hafa skorað tvö fyrri mörk FH í sigri á HK í Kórnum í gær, 3:2. Þá átti hann stóran þátt í þriðja mark- inu sem var sjálfsmark HK-inga. Lennon, markahæsti erlendi leik- maðurinn frá upphafi, er kominn með 73 mörk, 60 þeirra fyrir FH, og fór uppfyrir tvo mikla markahróka á listanum. Þeir Pétur Pétursson frá Akranesi (og KR) og Steinar Jó- hannsson frá Keflavík gerðu 72 mörk á sínum tíma. Jóhann Ingi Hafþórsson skrifaði m.a. um leikinn á mbl.is að gæði FH- inga hefðu verið of mikil fyrir HK- inga þegar upp var staðið. HK ætti þó hrós skilið fyrir að neita að gefast upp eftir að hafa misst tvo menn af velli og lent undir.  Bjarni Gunnarsson framherji HK og Arnar Freyr Ólafsson mark- vörður fóru báðir af velli á fyrstu 15 mínútum. Báðir tognuðu þeir aftan í læri og missa af næstu leikjum.  Guðmann Þórisson miðvörður FH lék sinn 200. deildaleik á ferl- inum. Þar af eru 155 á Íslandi og 45 í Noregi og Svíþjóð. Langþráð mark Kristins Breiðablik vann frekar þægilegan sigur á nýliðum Gróttu, 3:0, á Kópa- vogsvelli í gærkvöld og Óskar Hrafn Þorvaldsson lagði því að velli liðið sem hann hafði farið óvænt með upp um tvær deildir á tveimur árum. „Getumunurinn á liðunum var mikill en skynsamlegra verður að fella dóma yfir Gróttuliðinu eftir nokkra leiki,“ skrifaði Kristján Jóns- son m.a. í grein um leikinn á mbl.is.  Thomas Mikkelsen sendi bolt- ann fjórum sinnum í mark Seltirn- inga en þrjú þau fyrstu voru öll dæmd af vegna rangstöðu.  Kristinn Steindórsson skoraði langþráð mark þegar hann innsigl- aði sigurinn í lokin. Þetta er hans fyrsta deildamark á ferlinum frá 2014, þegar hann skoraði fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Kristinn er eftir sem áður marka- hæstur í sögu Blika í efstu deild en hann gerði 34 mörk fyrir liðið á ár- unum 2007-2011.  Arnar Helgason, hávaxinn mið- vörður Gróttu, fékk sitt annað gula spjald fyrir brot eftir 60 mínútuna leik og var þar með rekinn af velli. Hann verður í banni gegn Val um næstu helgi.  Grótta var með í byrjunarliði sínu tvo leikmenn sem höfðu spilað í efstu deild, samtals sjö leiki.  Þessir léku í fyrsta sinn í deild- inni um helgina: Magnús Egilsson og Birkir Heimisson (Val), Gísli Laxdal Unnarsson og Ingi Þór Sig- urðsson (ÍA), Sveinn Margeir Hauksson, Gunnar Örvar Stef- ánsson og Adam Örn Guðmundsson (KA), Hákon Rafn Valdimarsson, Kristófer Melsted, Halldór Kristján Baldursson, Arnar Þór Helgason, Bjarki Leósson, Kristófer Orri Pét- ursson, Óskar Jónsson, Gabríel H. Eyjólfsson, Pétur Theódór Árna- son, Axel Freyr Harðarson, Sig- urvin Reynisson og Gunnar Jónas Hauksson (Gróttu). Firnasterk yfirlýsing  Óskar Örn Hauksson heldur áfram að skrifa söguna með sigurmarki á Hlíðar- enda  Skagamenn, FH-ingar og Blikar skoruðu þrjú mörk hverjir í sigurleikjum Morgunblaðið/Eggert Ánægðir Óskar Örn Hauksson og félagar fagna stuðningsmönnum KR í leikslok á Hlíðarenda í fyrrakvöld. VALUR – KR 0:1 0:1 Óskar Örn Hauksson 39. MM Kennie Chopart (KR) M Beitir Ólafsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Pablo Punyed (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Hannes Þór Halldórsson (Val) Orri Sigurður Ómarsson (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7. Áhorfendur: 1.200 – uppselt. ÍA – KA 3:1 0:1 Nökkvi Þeyr Þórisson 5. 1:1 Stefán Teitur Þórðarson 56. 2:1 Stefán Teitur Þórðarson 56. 3:1 Tryggvi Hrafn Haraldsson 70. MM Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) M Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Jón Gísli Eyland (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Hrannar Björn Bergmann (KA) Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Dómari: Pétur Guðmundsson – 7. Áhorfendur: 720. HK – FH 2:3 0:1 Steven Lennon 19. 1:1 Valgeir Valgeirsson 45. 1:2 Steven Lennon 85. 1:3 Sjálfsmark 87. 2:3 Ásgeir Marteinsson 90. MM Steven Lennon (FH) M Leifur Andri Leifsson (HK) Birkir Valur Jónsson (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Hörður Ingi Gunnarsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Daníel Hafsteinsson (FH) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7. Áhorfendur: Um 500. BREIÐABLIK – GRÓTTA 3:0 1:0 Viktor Karl Einarsson 19. 2:0 Thomas Mikkelsen 56. 3:0 Kristinn Steindórsson 90. MM Hákon Rafn Valdimarsson (Gróttu) M Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Davíð Ingvarsson (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Thomas Mikkelsen (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðab.9 I Rautt spjald: Arnar Helgason(Gróttu) 61. Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 7. Áhorfendur: 2.114 – uppselt.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.