Morgunblaðið - 24.06.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.06.2020, Qupperneq 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hátíðin HönnunarMars hefst í dag, 24. júní, og stendur til 28. júní. Þetta er í tólfta sinn sem Hönn- unarMars fer fram en vegna að- stæðna hefur margt breyst á stutt- um tíma. Það kemur þó ekki í veg fyrir fjölbreytta og umfangsmikla dagskrá. Á hátíðinni í ár verða um áttatíu sýningar og hundrað viðburðir. Á dagskránni verður boðið upp á vöruhönnun, fatahönnun, arki- tektúr, grafíska hönnun, gull- smíði, keramík og textíll ásamt fleiru. Áhersla er lögð á nýsköpun, tækni og ekki síst sjálfbærni. „Það er ótrúlegt róf sem þetta spann- ar,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar. „Um- hverfismálin eru alltaf í forgrunni. Svo erum við að vinna með viðskipti og framleiðslu, alls kyns hráefni og skynjun.“ Þórey nefnir einnig að ýmsir fjölskylduvænir viðburðir séu á dagskrá. Hátíðin teygir anga sína um allt höfuðborgarsvæðið, allt frá Sel- tjarnarnesi til Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Skeifan, Kópavogur og Garðabær koma einnig við sögu. „Miðbærinn er alveg ótrúlega öfl- ugur í ár,“ segir Þórey. Hafnartorg verði til dæmis í stóru hlutverki að þessu sinni. Nýjar fréttir daglega HönnunarMars, eins og nafnið gefur til kynna, hefur hingað til ver- ið haldinn í mars, en var sem von er frestað vegna faraldursins. „Þegar við vorum að skipuleggja dagskrána vorum við að bregðast við nýjum fréttum daglega. Þá fæddist þessi hugmynd um að færa hátíðina um þrjá mánuði. Í versta falli hefði enn verið samkomubann.“ Þórey segist hafa tekið eftir því að fólk væri mik- ið á ferðinni í kófinu. „Það jákvæða við þetta ástand var kannski að fólk var meira úti. Það var mannlíf í hverfunum og niðri í bæ“. Skipu- leggjendur hátíðarinnar sóttu inn- blástur í það og ákváðu að nýta auð rými sem fólk gengur fram á á leið sinni um borgina. Hönnun í gegnum glerið Undirbúningurinn að hátíðinni sem halda hefði átt í mars var auð- vitað langt kominn þegar fregnir fóru að berast af faraldrinum Co- vid-19. „Það var búið að leggja of- boðslega mikla vinnu í sýningar og viðburði sem voru bara tilbúnir.“ Það vöknuðu spurningar um það hvernig hægt væri að miðla viðburð- unum í verstu sviðsmyndinni; í óbreyttu ástandi með tilheyrandi samkomubanni, tveggja metra reglu og banni við því að koma við hluti. „Þá varð til þessi hugmynd um verkefni sem Signý Jónsdóttir vöru- hönnuður leiðir. Það leiða hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun í gegnum glerið. HönnunarMars hefur fengið að- gang að rýmum við göngugötuna við Hafnartorg meðan hátíðin stendur yfir. „Við lögðum upp með það frá byrjun, áður en allt skall á, að vinna með klasa. Tíminn er ofboðslega dýrmætur og fólk getur kannski ekki tekið sér fimm daga frí til þess að fara á HönnunarMars,“ segir Þórey. Þeim fannst sjálfsagt að bjóða upp á þá lausn að safna saman ólíkum sýningum á sama stað. „Fólk getur farið í Norræna húsið, Ás- mundarsal, á Hönnunarsafnið í Garðabæ eða Hafnartogið, þar sem þessar fjölbreyttu sýningar eru og sótt sér ólíkan innblástur.“ Innblásin af kófinu Þórey sendir sínar bestu þakkir til hönnunarsamfélagsins, sem hún segir hafa brugðist vel við ástand- inu. „Þetta er ótrúlega magnaður hópur, að geta hugsað svona í lausn- um, frestað sinni vinnu og sínum sýningum um þennan tíma. Margar sýningarnar hafa tekið gríðarlegum breytingum.“ Nokkur verk á hátíðinni eru inn- blásin af kófinu. Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður brást til dæmis þannig við að hann hóf að framleiða handspritt fyrir alla þátt- takendur hátíðarinnar úr bönunum. Verkefnið ber heitið Catch of the day: Limited Covid-19 edition. Björn nýtir aflögu ávexti frá mat- vælainnflytjendum sem annars hefði verið sóað í framleiðsluna. Vegna forsetakosninganna sem fara fram á laugardaginn missir há- tíðin rými sitt í Ráðhúsinu, þar sem sýning um borgarlínuna, Næsta stopp, hefur verið undanfarna daga. Fréttir þess efnis að hluti sýningar- innar verði flutt á bókasafnið í Kópavogi bárust í dag, svo enn er verið að finna lausnir við þessar breyttu aðstæður. Miðla hátíðinni erlendis Kófið hafði ekki aðeins áhrif á sýningartíma og staðsetningar held- ur einnig á aðkomu erlendra gesta að hátíðinni. „Við tókum erfiða ákvörðun um það að vera ekki með erlenda gesti á hátíðinni í ár. Óviss- an og áhættan var bara allt of mikil. En við bjóðum þetta fólk hjartan- lega velkomið á næsta ári auk þess sem þeir geta tekið þátt í annarri mynd. Þessir einstaklingar verða ekki staddir hér í eigin persónu, en við verðum í góðu og djúpu samtali við þá og erum að miðla efni af há- tíðinni til erlendra aðila.“ Ein þeirra lausna sem varð til í samtali við hönnunarsamfélagið þegar ljóst var að hátíðina yrði að halda með breyttu sniði og erlenda gesti vanti var verkefnið Studio 2020. „Það er tilraunavettvangur hátíðarinnar,“ segir Þórey. Þetta er tilraunavettvangur sem ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. Markmiðið er að veita inn- sýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Efn- inu verður miðlað til ólíkra hópa, al- mennings sem og fagfólks, innan- lands og erlendis. Nánari upplýsingar um viðburði hátíðarinnar má nálgast á vefnum honnunarmars.is. Þar geta gestir sett saman sína eigin dagskrá og skoðað kort af sýningarstöðunum í Reykjavík. „Ótrúlega magnaður hópur“ Miðlun HönnunarMars hefur fengið afnot af rýmum við Hafnartorg, meðal annars undir verkefnið Studio 2020 sem mun miðla hátíðinni erlendis.  Hátíðin HönnunarMars haldin 24.-28. júní  Skipuleggjendur og listamenn hafa þurft að bregðast vð breyttum aðstæðum  Nýta auð rými í miðborginni Þórey Einarsdóttir Hin bandaríska Danielle Allen, sem er stjórnmálafræðingur og sér- fræðingur í klassískum fræðum við Harvard-háskóla, hlýtur Kluge- verðlaunin í ár. Stofnað var til verðlaunanna árið 2003 á sviði fé- lagsvísinda og húmanískra fræða, sviða sem ekki eru veitt Nóbels- verðlaun fyrir. Nemur verðlauna- féð hálfri milljón dollara og eru verðlaunin veitt af Library of Con- gress í Washington DC. Kluge hefur skrifað um fjöl- breytileg efni, allt frá bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingunni til við- bragða við Covid-19. Í tengslum við verðlaunin mun hún leiða verkefni sem miðar að því auka samfélags- legan styrk og meðvitund borgara um samfélagsleg málefni. Verðlaunahafinn Danielle Allen. Allen hreppti Kluge-verðlaunin Árni Beinteinn Árnason hefur verið ráðinn til að leika Benedikt búálf í uppsetn- ingu Leikfélags Akureyrar á ævintýralega fjölskyldusöng- leiknum um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Söngleikurinn var valinn í netkosningu þar sem áhorf- endur fengu að velja næstu fjöl- skyldusýningu Leikfélags Akureyr- ar og verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í febrúar 2021. Leikkonan Þórdís Björk Þorfinns- dóttir leikur einnig stórt hlutverk, Dídí mannabarn. Mun leika Bene- dikt búálf hjá LA Árni Beinteinn Árnason Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Aðrar Christopher Nolan myndir: The Dark Knight, The Dark Knight Rises

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.