Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 LÍFSSTÍLL Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Við höfum alltaf verið mikið áskíðum og ég æfði og kepptifrá því ég var smákrakki,“ segir Ásmundur Þórðarson, mark- aðsstjóri Fjallakofans. „Ásmundur er gamall keppnis- maður,“ segir Harpa Þórðardóttir sálfræðiráðgjafi. „Ég kenndi lengi og þjálfaði. Við erum bæði úr miklum skíða- fjölskyldum,“ segir hann. „Ég var mikið á skíðum sem barn en svo tók ballettinn öll völd. Á með- an mamma og pabbi voru uppi í fjöll- um var ég í Þjóðleikhúsinu að dansa,“ segir Harpa. „Mamma var rosa góð skíðakona en hún er af miklu skíðafólki. Bróðir hennar keppti eitt sinn á Ólympíu- leikunum,“ segir hún. „Við vorum KR-ingar í Skálafelli en Hörpu fjölskylda Ármenningar í Bláfjöllum. Frændum hennar Hörpu leist ekkert á það þegar Harpa var komin með einhvern helvítis KR- ing,“ segir hann og hlær. Hundrað dagar á ári Harpa og Ásmundur eru bæði Garðbæingar. Þau voru átján og tuttugu ára þegar þau kynntust en bæði voru þá í Fjölbraut í Garðabæ. „Við kynntumst í skíðaferðalagi í skólanum. Við fórum í Skálafell og það var gist í nokkrar nætur og þar kynntumst við. Við kynntumst á skíðum,“ segir Harpa. „Þetta hefur alltaf verið okkar helsta áhugamál,“ segir Harpa en þau hjón eiga dætur yfir tvítugt og tólf ára gamlan son sem er heltekinn af skíðamennskunni, enda nánast al- inn upp í skíðabrekkunni. „Hann er að æfa skíði og eftir að það byrjaði er þetta orðið að lífsstíl hjá okkur. Við erum á skíðum allar helgar,“ segir hún. „Við höfum verið að fara yfir hundrað daga á ári á skíði,“ segir Ásmundur. Sprenging í Covid Fyrir nokkrum árum byrjuðu hjónin að fara á fjallaskíði, en þá er gengið á fjöll á sérstökum skíðum. Skinn eru sett undir skíðin en skíði, skíða- skór og bindingar eru öðruvísi og léttari en venjulega. „Við byrjuðum á fjallaskíðum á Siglufirði og er Tröllaskaginn æð- islegur. Þar eru miklir möguleikar. Þá fékk ég bakteríuna og sá að ég gæti þetta,“ segir Harpa. Þau segja fjallaskíðasportið hafa farið vaxandi með árunum. „Sértaklega hafa margir farið á fjallaskíði í vetur eftir að öllum skíðastöðum var lokað. Þá varð sprenging,“ segir Ásmundur og seg- ir sportið samt ekki glænýtt. „Það voru einhverjir örfáir nördar að gera þetta fyrir þrjátíu árum þannig að þetta er ekki nýtt af nál- inni. En þetta er nýorðið vinsælt. Skíðasvæðin eru svo takmörkuð á Íslandi. En það er frábær aðstaða til Ljósmyndir/Úr einkasafni Hundrað dagar á skíðum Harpa Þórðardóttir og Ásmundur Þórðarson kynntust í skólaskíðaferð fyrir 35 árum. Síðan þá hafa þau arkað saman æviveginn, oftar en ekki á skíðaskónum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is. 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.