Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Síminn mun um næstu mánaðamót
kynna verðbreytingar á áskrift að
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
„Með þessu erum við að gera breyt-
ingar til að komast út úr hinu meinta
broti. Þá erum við einnig búin að
áfrýja dómnum,“ segir Magnús
Ragnarsson, framkvæmdastjóri af-
þreyingarmiðla og sölu hjá Síman-
um. Vísar hann í máli sínu til 500
milljóna króna sektar Samkeppnis-
eftirlitsins. Var fyrirtækið talið hafa
beitt skaðlegri undirverðlagningu
sem markaðsráðandi aðili. Í kjölfarið
ákváðu Nova og Vodafone að bjóða
aðgang að enska boltanum á 1.000
krónur það sem eftir lifði yfirstand-
andi keppnistímabils. Töldu fyrir-
tækin að dómur Samkeppniseftir-
litsins þýddi að fyrirtækin mættu
þannig bjóða umtalsvert lægra verð
en heildsöluverð Símans. Að sögn
Magnúsar skiptir það fyrirtækið
litlu hvað Vodafone eða Nova ákveða
að gera. Þau þurfi jafnframt að bera
kostnað af eigin ákvörðunum.
Undrast meint brot Símans
„Ef hin fyrirtækin ákveða að
niðurgreiða þetta tímabundið er það
þeirra mál. Það skiptir okkur ekki
máli hvað þeir gera á smásölustigi,“
segir Magnús sem undrast mjög
meint brot Símans í málinu. „Sam-
keppniseftirlitið gefur sér þessa þús-
und króna tölu sem okkur finnst al-
veg óskiljanlegt. Við skiljum ekki
þessa útreikninga,“ segir Magnús.
Aðspurður segir hann að áskrifta-
salan hafi lítið breyst frá því að málið
kom upp. Keppni í ensku úrvals-
deildinni hafi í raun verið að mestu
lokið. „Salan hefur ekki breyst nokk-
urn skapaðan hlut. Þetta er ekki
sjónvarpstímabil og svo var Liver-
pool búið að vinna deildina. Þeir sem
hafa áhuga voru nú þegar með
áskrift,“ segir Magnús.
Forstjóri Sýnar, Heiðar Guðjóns-
son, segir að allir sem eru með
áskrift að enska boltanum í gegnum
Vodafone fái hann á þúsund krónur.
„Það eru allir að fara í sama pakka.
Salan hefur aukist aðeins eftir
þetta,“ segir Heiðar og bætir við að
fyrirtækið muni greiða fyrir enska
boltann í samræmi við úrskurð Sam-
keppniseftirlitsins.
Verðbreytingar á enska boltanum
Sala á áskriftum breyst mjög lítið
eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins
Morgunblaðið/Hari
Síminn Vænta má breytinga á heildsöluverði enska boltans um næstu
mánaðamót. Óvíst er hvort verð mun hækka eða lækka.
Alexander Gunnar Kristjánsson
Björn Jóhann Björnsson
Frá og með deginum í dag bætast
ferðamenn frá Danmörku, Noregi,
Finnlandi og Þýskalandi á lista með
ferðamönnum frá Færeyjum og
Grænlandi sem eru undanþegnir
kröfum um skimun og sóttkví vegna
kórónuveirunnar.
Á vef Isavia má sjá að von er á 18
farþegavélum til landsins, sem er
svipað og síðustu daga. Búist er við
allt að 2.500 farþegum. Af þessum 18
vélum koma 11 frá fyrrnefndum
löndum, sem sóttvarnalæknir telur
örugg. Fyrsta slíka vélin kom reynd-
ar í nótt frá Kaupmannahöfn en hún
átti að koma seint í gærkvöldi.
Nýja fyrirkomulagið mun gilda
um vél EasyJet sem á að koma kl. 8
frá Luton, og síðan kemur hver vélin
á eftir annarri yfir daginn og fram á
kvöld. Þannig koma vélar SAS frá
Ósló og Kaupmannahöfn, ein Luft-
hansa-vél frá Frankfurt, Wizz Air
frá Vín og Varsjá, Norwegian frá
Ósló og vélar Icelandair koma frá
London, Kaupmannahöfn, París,
Amsterdam og Frankfurt. Engar
sérstakar ráðstafanir verða í Leifs-
stöð á vegum almannavarna eða
Landlæknis þótt nýtt fyrirkomulag
taki gildi í dag. Starfsfólk Isavia, lög-
reglan á Suðurnesjum og sýnatöku-
fólk verða á staðnum.
„Forskráningarskylda er fyrir alla
sem koma og ætti hún að beina fólki í
rétta átt eftir lendingu. Starfsmenn
munu svara spurningum á staðnum,“
segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýs-
ingafulltrúi almannavarna, í svari til
blaðsins.
Engin ein stofnun ábyrg
fyrir undanþágum
Beiðnir um undanþágur frá ferða-
takmörkunum stjórnvalda eru yfir-
farnar af sérstökum starfshópi sem í
sitja fulltrúar utanríkisráðuneytis-
ins, atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins og Íslandsstofu.
Utanríkisráðuneytið hefur tekið á
móti fyrirspurnum og beiðnum um
undanþágur vegna brýnna erinda-
gjörða og hefur Útlendingastofnun
leiðbeint þeim í samráði við lögreglu.
Því virðist engin ein stofnun ábyrg
fyrir undanþágunum og óvíst er hver
tekur endanlega ákvörðun.
Einhverjir Bandaríkjamenn hafa
komið hingað til lands á einkaþotum
síðustu daga og vikur þrátt fyrir
ferðabannið, en Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir sagði í fyrradag að
það væri gert með leyfi frá utanríkis-
ráðuneytinu.
Ættingjar EES-búa og náms-
menn á leið í nám á Íslandi eru meðal
þeirra sem geta sótt um undanþágu,
en einnig má sækja um undanþágu
fyrir einstaklinga „sem þurfa nauð-
synlega að ferðast vegna starfa sem
teljast efnahagslega mikilvæg og
störf þeirra geta ekki verið fram-
kvæmd síðar eða erlendis“. Ekki eru
þó veittar undanþágur fyrir ferða-
mennsku af neinu tagi.
Umsækjendur sem telja sig eiga
brýnt erindi hingað til lands,þurfa að
leggja fram gögn því til staðfesting-
ar, en ekki fást upplýsingar um það
hjá Útlendingastofnun hvernig lagt
er mat á þau gögn né heldur hvort
eftirlit er haft með því að einstak-
lingar sem koma hingað til lands séu
í raun hér í uppgefnum tilgangi.
Átján farþegavélar
lenda í Keflavík í dag
Allt að 2.500 farþegar Engar sérstakar aðgerðir
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð Um 2.500 farþegar eru væntanlegir til landsins í dag. Ellefu vélar koma frá öruggum löndum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mun sjaldnar hefur verið ekið á fé á
vegum landsins það sem af er ári en
á sama tíma undanfarin ár. Munar
tugum prósenta. Ástæðan er vænt-
anlega sú að færri erlendir ferða-
menn eru á ferðinni á bílaleigubílum.
VÍS hefur fengið á hverju ári 300
til 350 tilkynningar um tjón þar sem
ekið hefur verið á búfé. Ljóst er að
það verður ekki á þessu ári því síð-
astliðinn sunnudag hafði félagið
fengið tilkynningar um 89 slík tjóns-
tilvik. Er fjöldi tilkynninga það sem
af er ári því aðeins helmingur til
tveir þriðju af sams konar tilkynn-
ingum á undanförnum árum.
Átti ekki von á fækkun
Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sér-
fræðingur í forvörnum hjá Vátrygg-
ingafélagi Íslands, segist ekki endi-
lega hafa átt von á fækkun
tilkynninga um ákeyrslu á búfé.
Nefnir hún í því sambandi fréttir um
að girðingar hafi verið í slæmu
ástandi eftir snjóþungan vetur.
Margir bændur hafi þurft að girða
mikið upp og það taki tíma.
Nefnir hún færri erlenda öku-
menn sem skýringu og þótt Íslend-
ingar ferðist meira um eigið land sé
kannski von til þess að þeir vari sig
betur á búfénu.
Ábyrgð á tjóni þegar ekið er á
búfé á vegum er ávallt ökumanns
bifreiðarinnar, ef lausaganga búfjár
er leyfileg á þeim stað. Ef kaskó-
trygging er á bílnum getur hún bætt
skemmdir á bílnum, en sjálfsábyrgð
er þó oft hærri en því nemur. Ef
lausaganga er bönnuð á svæðinu og
bóndinn hefur ekki gætt nægilega
vel að fé sínu er ábyrgðin hans og þá
bætir ábyrgðarliður í landbún-
aðartryggingu bænda tjón á bifreið
og búfé. Ef búfénaður finnst dauður
eftir ákeyrslu og enginn gefur sig
fram getur bóndinn sótt í landbún-
aðartryggingu, ef hann hefur keypt
slíka tryggingu.
Tryggingafélögin eru með sam-
ræmdar bætur fyrir sauðfé sem
drepst. Greiddar eru 15.800 krónur
fyrir lamb og 44.800 kr. fyrir full-
orðið fé. Yfirleitt er keyrt á sauðfé
en dæmi eru einnig um að ekið sé á
hross og fleiri stórgripi.
Féð sleppur
betur á vegum
Færri erlendir ferðamenn á akstri
Kindur Ekki er færra fé við vegina
en ökumenn virðast gæta sín betur.