Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Meiriháttar ehf.
er vel tækjum búið alhliða
jarðverktakafyrirtæki
Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is
í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is
Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir
þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er
í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að
fleyga.
Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér finnst mikilvægt aðsegja frá, ekki aðeinsfyrir mig heldur líkafyrir aðra, því margir
eiga við svipuð vandamál að etja en
fela það, burðast með það í þögninni.
Ég finn hvað það léttir mikið á mér
að skrifa um sjúkdóm minn og líðan
og vona að það verði öðrum hvatn-
ing,“ segir Jóna Heiðdís Guðmunds-
dóttir, sem búsett er í Ásgerði í
Hrunamannahreppi, en hún hefur
tjáð sig opinskátt á bloggsíðu sinni
og á Facebook um þunglyndi og
kvíða sem hún hefur lengi glímt við.
„Ég kalla bloggið mitt Hugs-
anaflækjur geðveikrar konu, því
þetta eru jú hugleiðingar mínar.
Kannski stuðar þetta suma sem ég
skrifa, en mér finnst það ekki vera
neitt leyndarmál eða feimnismál að
vera geðveikur. Nú orðið taka allir
þessu vel, en hér áður fór fólk undan
í flæmingi og fannst óþægilegt ef ég
talaði um þetta. Nú er fólk farið að
spyrja hvernig ég hef það, en yfir-
leitt þorir enginn að spyrja þá sem
eru geðveikir hvernig þeim líði. Mér
finnst áhugavert að skrif mín hafi
þannig opnað fólk gagnvart mér, því
ef ég væri með krabbamein væru all-
ir að spyrja hvernig ég hefði það í
veikindunum og hvernig batinn
gengi. Við sem erum andlega veik
þurfum að auðvelda fólki að spyrja
með því að vera opin sjálf.“
Þá hélt ég að ég gæti allt
Jóna segist hafa verið með
kvíða og þunglyndi frá því hún var
barn.
„Ég veiktist fyrst alvarlega
þegar ég var um þrítugt, gerði mína
fyrstu sjálfsvígstilraun og var lögð
inn á geðdeild. Þá tók ég þann pól í
hæðina að vera opin með minn geð-
sjúkdóm, því þegar ég kom heim af
geðdeildinni leið mér eins og það
hefði orðið andlát, fólk hvíslaði. Ég
vildi ekki að þetta væri leyndarmál,
af því geðveiki er ekkert öðruvísi en
hvaða annar sjúkdómur sem getur
verið lífshættulegur, þótt hann sjáist
ekki utan á fólki.“
Jóna segir að viðspyrnan eftir
fyrstu innlögn á spítala hafi verið að
ná sér aftur upp.
„Ég fór í skóla og kláraði stúd-
entinn og í framhaldi af því fór ég í
nám í iðjuþjálfun. Ég náði mér vel á
strik og þegar ég kláraði iðjuþjálf-
ann hélt ég að ég væri búin að sigra
heiminn og gæti allt framvegis. Ég
setti á fót geðræktarmiðstöð á Sel-
fossi og lagði allt í það, en ég vann yf-
ir mig og veiktist aftur, lenti í
kulnun. Ég hef verið að vinna í að ná
mér upp úr því og fór í djáknanám í
fyrra og nú er ég djáknakandídat, af
því ég er ekki búin að fá vígslu. Ég
var verktaki sem djákni hjá Hruna-
prestakalli í vetur þar sem ég var
með kirkjuskóla fyrir börnin í sveit-
inni, sem hefur verið virkilega gam-
an og gefandi,“ segir Jóna sem fór að
vinna í haust í leikskóla í hlutastarfi.
„Ég tók líka að mér afleysingar
og var komin í áttatíu prósent starf,
en það reyndist of mikið fyrir mig og
ég veiktist aftur. Ég má ekki við
miklu og ég þarf að sætta mig við að
geðveiki mín setur mér takmark-
anir.“
Heilbrigð skynsemi hverfur
Í bloggi Jónu kemur fram að
hún hafi oftar en einu sinni gert til-
raun til að svipta sig lífi og er ófeimin
við að tala um það.
„Mitt nánasta fólk, maðurinn
minn og börnin okkar, þau finna
strax ef ég er orðin alvarlega veik og
þá er meira utanumhald og stuðn-
ingur. Mér finnst erfitt þegar mað-
urinn minn þorir varla að skilja mig
eina eftir heima af ótta við að ég geri
mér eitthvað. Sú hugsun hefur sótt á
mig að ég geti ekki lagt meira á
fólkið mitt, að ég sé orðin slík byrði
að þau eigi skilið að ég sé ekki lengur
til staðar. Þegar ég er svona mikið
veik verð ég alveg blind á hvað ég
myndi leggja mikið á þau ef ég tæki
líf mitt. Þegar líðan mín er svona
slæm hverfur öll heilbrigð skynsemi.
Mér líður eins og einhver annar taki
yfir og mér verður ekki sjálfrátt, því
ég sé ekkert ljós í myrkrinu. Þetta er
stöðug vinna, að láta þunglyndið og
kvíðann ekki yfirtaka líf mitt,“ segir
Jóna og bætir við að það besta sem
hún geri sé að hreyfa sig, koma
orkunni í einhvern annan farveg.
„Ef ég hreyfi mig ekki finn ég
strax að það hefur slæm áhrif á líðan
mína. Ég bæði geng mikið og hjóla
og eftir að ég eignaðist rafmagnshjól
get ég hjólað langar leiðir. Maður
kemst hraðar yfir á hjóli en í göngu
og sér meira en í bíl. Ég hjóla í vinn-
una og heim aftur, sem eru 24 kíló-
metrar samtals, sem er mjög góð
hreyfing fyrir mig yfir daginn. Þetta
heldur mér í formi, bæði andlega og
líkamlega. Oft bjargar það alveg
deginum hjá mér að komast út og
hreyfa mig. Mörgum sem eru veikir
á geði finnst niðurlægjandi að vera
sagt að fara út að ganga, en þótt fólk
læknist vissulega ekki við það hjálp-
ar hreyfingin mjög mikið við að bæta
líðan,“ segir Jóna og bætir við að
geðveiki eins sé ekkert verri eða
betri en geðveiki annars.
„Ef þér líður illa þá skiptir ekki
máli hvað það heitir.“
Segir mér til syndanna
Jóna segir að séra Óskar í
Hruna hafi verið henni gríðarlega
mikill stuðningur í veikindunum.
„Þegar allt er komið í hræri-
graut í hausnum á mér fer ég til Ósk-
ars og tala í klukkutíma og hann
þýðir það svo fyrir mig. Hann er far-
inn að þekkja mig svo vel að hann
segir mér til syndanna ef þess þarf.
Hann segir kannski: „Nei, ég ætla
ekki að vorkenna þér neitt með
þetta,“ ef ég er að kvarta yfir ein-
hverju sem honum finnst ekki
ástæða til. Hann er alveg einstakur.
Séra Eiríkur, forveri Óskars, var
mér líka stoð og stytta,“ segir Jóna,
sem er trúuð kona.
„Trúin hefur hjálpað mér mikið.
Mér hefur frá því ég var barn fundist
gott að fara í kirkju. Besta sem ég
geri er að fara í messu, fyrir mér er
það gæðastund, hlusta á falleg orð,
njóta fallegs söngs og tónlistar. Þar
er engin truflun, engir símar að pípa,
þetta er ákveðin tegund af hug-
leiðslu. Ég mæti alltaf í messu hjá
Óskari, þau hjónin, hann og Una,
hafa bæði reynst mér vel. Þvílíkur
fengur sem það er fyrir okkur að fá
svona fólk í sveitina. Óskar tekur
prestsstarfið líka mátulega alvar-
lega, hann er ekki hofmóðugur eða
of hátíðlegur, heldur alþýðlegur og
hlýr.“
Ekki leyndarmál eða feimnismál
„Geðveiki er ekkert öðruvísi en hvaða annar sjúkdómur sem getur verið lífshættulegur, þótt hann sjáist ekki utan á fólki,“ segir Jóna
Heiðdís, sem tjáir sig opinskátt um þunglyndi sitt, kvíða og sjálfsvígstilraunir á bloggi sem hún kallar Hugsanaflækjur geðveikrar konu.
Morgunblaðið/Eggert
Jóna „Nú er fólk farið að spyrja hvernig ég hef það, skrif mín hafa þannig opnað fólk gagnvart mér.“
Lesa má blogg Jónu á slóðinni:
www.jonaheiddis.com
Þeir Hjörleifur Valsson fiðluleikari
og Jónas Þórir, píanóleikari og
organisti, ættu að vera búnir að
spila sig vel saman því þeir hafa
starfað saman í tónlistinni í 25 ár.
Þeir leika reglulega saman við ým-
is tækifæri, tónleika, athafnir og
aðra viðburði. Þeir piltarnir eru
þekktir fyrir leikandi spil og fjöl-
breytt efnisval og nú eru þeir
komnir saman eina ferðina enn í
spilamennskunni og kunna því vel.
Þeir hafa verið með röð tónleika
víða um land undanfarið. Næstu
tónleikar verða í Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag, fimmtudag 16.
júlí, kl. 20 og þeir halda svo vest-
ur á firði og verða með aðra tón-
leika í Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 18. júlí kl. 17.
Hjörleifur og Jónas Þórir bjóða
á sínum tónleikum upp á notalega
stund í tónum og tali, þeir flytja
fjölbreytta tónlist úr ýmsum átt-
um en segja líka sögur þess á
milli og varpa fram fróðleiks-
molum. Á tónleikunum leggja þeir
piltar áherslu á að gestir njóti
huggulegrar stemningar þar sem
tónlist margra af höfuðskáldunum
mun hljóma, en einnig minna
þekktir gullmolar.
Áheyrendur ættu ekki að verða
sviknir af slíkum samkomum og
miðasala er við innganginn, en
tekið skal fram að ekki er hægt að
greiða með greiðslukortum.
Notaleg stund í tónum og tali í Fríkirkjunni og í Ísafjarðarkirkju
Vinir Hjörleifur og Jónas Þórir hafa leikið saman í 25 ár við ýmis tækifæri.
Hjörleifur og Jónas Þórir á flakki um landið