Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS 1. Stelton Click ferðamál 40 cl Verð 5.990,- 2. Stelton Click ferðamál 20 cl Verð 4.590,- 3. Stelton Keep It Cool vatnsflaska Verð 5.990,- 4. Rig Tig plastflöskur Verð 2.490,- 5. Rig Tig ferðamál Verð 3.890,- Skemmtilegir ferðafélagar 2 1 3 4 5 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eldi Fiskeldis Austfjarða á laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði gengur vel. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að fjörðurinn virðist vera mjög góður til að ala lax. Fiskeldi Austfjarða hóf starfsemi í Fá- skrúðsfirði í júní á síðasta ári með útsetningu seiða. Þar eru nú fjórtán sjókvíar sem þjónað er af öflugum fóðurpramma. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þarna virðast vera mjög góð- ar aðstæður til að ala lax,“ segir Guðmundur Gíslason stjórnarformaður. Burðarþol fjarðarins er metið 15 þúsund tonn og hefur Fiskeldi Austfjarða leyfi til eldis 11 þúsund tonna. Guðmundur segir að fyrir- tækið muni fullnýta leyfi sitt á næstu árum og raunar fari þau seiði sem þar eru í eldi langt með það. Byrjað verður að slátra upp úr kvíun- um um eða eftir næstu áramót. Fiskeldi Austfjarða á aðild að Búlandstindi á Djúpavogi og þar er öllum laxi frá fyrirtækinu og Löxum fiskeldi í Reyðarfirði slátrað. Þar hefur verið hlé undanfarnar vikur en slátrun á laxi úr Berufirði hefst einhvern næstu daga. Verður nokkuð jöfn slátrun næstu mánuði, að sögn Guðmundar. Megnið af afurðunum fer á Bandaríkjamark- að, til Whole Foods-verslanakeðjunnar. Munu fara að meðaltali um 100 tonn á viku með skip- um í gegn um Evrópu þar sem fiskurinn er flakaður eða skorinn í bita. Verð á almennum markaði er frekar lágt, eins og oftast á þessum tíma árs, en Guðmundur segir að fyrirtækið selji fiskinn til Bandaríkjanna samkvæmt fyrirframgerðum samningum og geti vel unað við verðið. Tilraun með ófrjó seiði Aðaleldisstöð Fiskeldis Austfjarða hefur til þessa verið í Berufirði. Þar hefur fyrirtækið leyfi til að framleiða 10 þúsund tonn af laxi, í samræmi við metið burðarþol fjarðarins, og mun fullnýta það á næstu árum. Þá eru leyfi fyrir eldi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði í umsókn- arferli. Fyrirtækið á hlut í stórri seiðastöð í Þorlákshöfn og er að byggja upp seiðastöðvar í Kelduhverfi og á Kópaskeri undir nafni Rifóss. Fiskeldi Austfjarða hefur sótt um leyfi til að framleiða sjö þúsund tonn af laxi í Stöðvarfirði, í samræmi við burðarþol fjarðarins. Þá hefur það sótt um eldi á 10 þúsund tonna framleiðslu í Seyðisfirði. Vegna áhættumats Hafrannsóknastofnunar þarf allur laxinn sem alinn verður í Stöðvar- firði að vera ófrjór og 3.500 tonn af laxinum sem alinn verður í Seyðisfirði. Bæði áformin eru vitaskuld háð leyfum. Þótt leyfi hafi ekki enn fengist fyrir eldi í þessum fjörðum er Fiskeldi Austfjarða byrj- að að búa sig undir að geta nýtt þau. Seiða- stöð sem fyrirtækið er að byggja upp á Kópa- skeri verður skipulögð með þeim hætti. Nú þegar eru ófrjó seiði í eldi og vegna þess að leyfi hafa ekki fengist í Stöðvarfirði og Seyðis- firði verða þau væntanlega sett út í Berufirði, til að afla reynslu. Verður þetta fyrsti ófrjói laxinn sem fer í eldi hér á landi. „Við teljum okkur geta gert þetta með góðum árangri og verður spennandi að sjá hvernig eldið kemur út,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fáskrúðsfjörður Fiskeldi Austfjarða er með fjórtán laxeldiskvíar í Fáskrúðsfirði og mun framleiða þar ellefu þúsund tonn af laxi í fyllingu tímans. Burðarþol fjarðarins er ekki fullnýtt með því. Þorpið sem áður var nefnt Búðir eða Búðaþorp er innar í firðinum og sést til þess á myndinni. Laxinn dafnar vel í Fáskrúðsfirði  Fiskeldi Austfjarða setur fyrstu ófrjóu laxa- seiðin í sjó næsta vor Afurðaverð á markaði 14. júlí 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 351,09 Þorskur, slægður 446,61 Ýsa, óslægð 352,95 Ýsa, slægð 296,60 Ufsi, óslægður 51,21 Ufsi, slægður 82,61 Gullkarfi 182,95 Blálanga, slægð 260,22 Langa, óslægð 132,70 Langa, slægð 156,42 Keila, óslægð 13,02 Keila, slægð 15,47 Steinbítur, óslægður 97,91 Steinbítur, slægður 213,84 Skötuselur, slægður 640,60 Grálúða, slægð 332,00 Skarkoli, slægður 357,96 Þykkvalúra, slægð 365,18 Sandkoli, slægður 51,00 Skrápflúra, óslægð 15,64 Blágóma, slægð 11,00 Bleikja, flök 1.443,00 Hlýri, óslægður 111 ,07 Hlýri, slægður 239,26 Lúða, slægð 781,85 Lýsa, óslægð 42,48 Stórkjafta, slægð 154,00 Undirmálsýsa, óslægð 136,22 Undirmálsþorskur, óslægður 92,01 Undirmálsþorskur, slægður 136,34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.