Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 30
30 TÆKNI OG VÍSINDI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Bandaríska geimferðastofnunin
NASA skýtur á loft í júlílok sínu há-
þróaðasta Marsfari, sem er á stærð
við jeppa og hlotið hefur nafnið
Perseverance eða Þrautseigja. Hlut-
verk þess verður að skima eftir
hugsanlegum menjum forns örveru-
lífs á plánetunni. Leitarvettvangur-
inn er þriggja og hálfs milljarðs ára
gamlir árósar.
Ferðin til Mars tekur hálft ár og
gangi ekkert úr lagi í lendingunni
mun Þrautseigja strax hefja söfnun
og geymslu grjóts og jarðvegssýna
sem flutt verða til jarðar í öðrum
leiðangri 2031.
Rannsóknarfarið siglir í kjölfar
fjögurra bandarískra könnunarfara
en hið fyrsta var sent til Mars á tí-
unda áratug nýliðinnar aldar. Í sam-
starfi þeirra og gervitungla hefur
skilningur manna á reikistjörnunni
gjörbreyst frá því sem áður var. Í
ljós hefur m.a. komið að „rauða
reikistjarnan“ var ekki alltaf köld og
hrjóstrug. Þvert á móti var þar að
finna efni sem eru forsenda lífs, eins
og við þekkjum það: vatn, lífræn
efnasambönd og hagstætt loftslag.
Vísindamenn munu rannsaka sýn-
in sem Þrautseigja aflar og leita sér-
staklega eftir steinrunnum bakt-
eríum og öðrum örverum til að
reyna að fá staðfest hvort framandi
verur lifðu á grannplánetunni okkar.
Vegna kórónuveirunnar hefur
undirbúningur geimferðarinnar far-
ið fram í fjarvinnu. Veiran raskaði
þó ekki áætlunum NASA en kostn-
aður við leiðangurinn mun nema 2,7
milljörðum dollara, eða sem svarar
378 milljörðum króna. „Þessi leið-
angur var annar tveggja sem við
gættum sérstaklega til að tryggja að
geimskot ætti sér stað í júlí,“ sagði
talsmaður NASA, Jim Bridestine,
við AFP-fréttaveituna. Jörðin og
Mars eru sömu megin sólar á 26
mánaða fresti og því mikilsvert að
geta notað skotgluggann nú.
Bandaríkin ein hafa lent vélmenn-
um á Mars: fjórum kyrrstæðum
lendingarförum og könnuðum; Path-
finder, Spirit, Opportunity og Curi-
osity sem ferðast hafa um yfirborðið
í rannsóknum sínum. Af þeim er að-
eins Curiosity virkt; hin hafa bilað
eða samband við þau slitnað.
Það er aðeins á síðustu tveimur
áratugunum sem staðfest hefur
verið að fyrrum var að finna úthöf,
ár og stöðuvötn á Mars. Curiosity
fann þar flóknar lífrænar sameindir
en tæki farsins dugðu ekki til að
greina hvort þær hefðu orðið til í
lífrænu ferli. Fyrstu tvö Marsförin,
Víkingur eitt og tvö, leituðu óskipu-
lega vísbendinga um fornt líf allt
aftur til ársins 1976. „Á þeim tíma
voru tilraunirnar til að greina líf
taldar hafa mistekist hrapallega,“
sagði G. Scott Hubbard, sem hratt
núverandi rannsóknaráætlun af
stokkunum á fyrsta áratug aldar-
innar.
Skref fyrir skref
Með því að rannsaka jarðveginn,
greina sameindauppbyggingu grjóts
og kanna yfirborðið með gervitungl-
um hafa jarðfræðingar og geim-
líffræðingar smám saman áttað sig á
því hvar vatn rann og hvaða svæði
kunni að hafa stutt líf. „Skilningur á
því hvar á Mars líf hafi verið mögu-
legt forðum og hvers konar fingra-
förum lífs leita beri eftir var nauð-
synlegur undanfari þess að
heimsækja þetta vel valda svæði,
sem ætti að skila okkur þessum sýn-
um,“ sagði Hubbard einnig.
Steingerðar leifar
Hinn 18. febrúar næstkomandi,
árið 2021, ætti Þrautseigja að lenda
á botni Jezero-gígsins. Forn á rann
úr gígnum og myndaði stórt stöðu-
vatn fyrir um þremur til fjórum
milljörðum ára. Set úr ánni settist á
vatnsbotninum og skildi eftir sig
eðju, sand og jarðvegsefni.
„Í Jezero er að finna einhverja
best varðveittu árósa á yfirborði
Mars,“ sagði Katie Stack Morgan,
liðsmaður hóps vísindamanna sem
vinnur við Þrautseigjuverkefnið. Á
okkar eigin reikistjörnu hafa vís-
indamenn fundið margra milljarða
ára gamlar steinrunnar bakteríu-
leifar í sambærilegum fornum
óseyrum.
Marsfarið Þrautseigja er á sex
hjólum og þriggja metra langt.
Vegur eitt tonn og er búið samtals
19 myndavélum, tveimur míkrófón-
um og tveggja metra löngum stýran-
legum hreyfiarmi. Mikilvægustu
tækin eru tveir leysigeislar og rönt-
gengeislatæki sem geta greint efna-
samsetningu grjóts og numið tilvist
hugsanlegra lífrænna sambanda.
Einnig er um borð í Þrautseigju
örþyrlan Snilld sem vegur 1,8 kíló.
Gerir NASA sér vonir um að hún
verði fyrsta þyrlan til að hefja flug á
annarri plánetu en jörðu.
Hugsanlega verður Þrautseigja
ekki fær um að kveða upp úr um
hvort í grjóthnullungi sé að finna
fornar örlífverur. Til að komast
endanlega að því þarf að flytja sýnin
til baka til jarðar þar sem fleyga má
grjótið í næfurþunnar sneiðar.
„Til að ná fram almennu vísinda-
legu samkomulagi … um að líf hafi
forðum verið á Mars er óhjá-
kvæmilegt að flytja sýni til baka,“
sagði Ken Williford, aðstoðarvís-
indastjóri leiðangursins, við AFP.
Hann sagði að ekki skyldu menn bú-
ast við að sjá steinrunnar skeljar
eins og fólk getur fundið svo víða á
jörðu niðri.
Hafi líf verið á Mars hafði það að
líkindum ekki nægan tíma til að
þróast í flóknari lífverur eða líf-
rænar heildir áður en plánetan
rauða þornaði alveg upp.
Þrautseigja grannskoðar líf á Mars
Líf á Mars hafði að líkindum ekki nægan tíma til að þróast í flóknari lífverur eða lífrænar heildir
áður en plánetan rauða þornaði alveg upp Bandaríska geimferðastofnunin sendir rannsóknarfar
AFP/ NASA/JPL-Caltech
Far Verkfræðingar í Jet Propulsion-rannsóknarstofunni í Pasadena í Kalíforníu yfirfara Perseverance, geimbílinn sem verður sendur til Mars í lok júlí.
Lífvana og óbyggilegur.
Þar er hæsti fjallstindurinn
og dýpsta gilið í
sólkerfinu
J: 365
Mars
Heimild: NASA
Hæsti tindur
Olympus Mons
Hæð: 25 km
Þvermál: 624 km
Nærri þrisvar
sinnum hærra
en Everest
Dýpsta gilið
Valles Marineris
Lengd: 3.000 km
Breidd: 600 km
Dýpt: 8 km
Miklagljúfur í Bandaríkjunum:
800 km
30 km
1,8 km
MEÐALFJARLÆGÐ FRÁ SÓLU
Jörðin: 150 milljón km Mars: 229 milljón km
ÞVERMÁL
M��������
J: 14°C M: -63°C
ANDRÚMSLOFT
Yfir 100 x þykkara á jörðu en Mars
Jörðin:
ÞYNGDARAFL
J: 2,66 x Mars M: 0,375 x jörð
Ef maður vegur 45 kg
á
jörðu
DAGUR
J: 23 stundir, 56 mínútur M: 24 stundir, 37 mínútur
78%
köfnunarefni
21%
súrefni
96%
kol-
díoxíð
2% argon
2% köfnunarefni
J: 12.756 km
ÁR
M: 687 jarðardagar
vegur hann
17 kg
á Mars
Mars:
M: 6.791 km
AFP
Lendingarstaður Jezero-gígurinn á Mars þar sem Þrautseigja á að lenda.