Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.07.2020, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 Aðför Kría undirstrikaði yfirburði sína á Tjörninni þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði á dögunum. Hafmeyjunni gafst ekki færi á að bera hönd fyrir höfuð sér. Bót er í máli að rigningu er spáð. Eggert Það er furðulegt að fylgjast með árásum skipulagsyfirvalda í Reykjavík á bíleig- endur. Skrif formanns skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavík- ur í Morgunblaðið 13. júlí voru af þessu tagi, allt var fundið einka- bílnum til foráttu. Bíl- greinasambandið hef- ur ekki lagst gegn eflingu almenningssamgangna en það er undarlegt að verða aftur og aftur vitni að því að skipulags- yfirvöld í Reykjavík telja sig geta beitt öllum meðulum gegn not- endum einkabílsins og þannig geng- ið freklega á rétt þeirra sem hafa valið þann samgöngumáta. Er það hlutverk þeirra? Ættu skipulags- yfirvöld ekki að vera að huga að hags- munum allra í sam- félaginu í stað þess að fjandskapast við þann samgöngumáta sem langflestir landsmenn hafa valið sér? Þessi fjandskapur birtist meðal annars í lang- varandi og viðvarandi framkvæmdastoppi umferðarmannvirkja í Reykjavík sem virðist miða að því að torvelda þeim sem hafa valið einkabílinn að nota hann. Er nú svo komið að ónauðsynlegar þrengingar torvelda umferð og bílastæðum í miðborg Reykjavíkur fækkar hratt. Þetta veldur fjölda fólks miklum óþægindum og erfiðleikum. Heildarfjöldi skráðra ökutækja í landinu var 385.448 um síðustu ára- mót og hafði þá fjölgað um 86.750 síðan árið 2011. Á sama tíma fjölg- aði fólki með búsetu á Íslandi um 45.682. Ökutækjum hefur því fjölgað næstum tvöfalt meira en einstakl- ingum með fasta búsetu hérlendis. Fólksbílar á skrá við lok árs 2019 voru alls 269.825 og þar af voru 223.999 skráðir í umferð. Nýskráðir bílar árið 2019 voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Hvað segir þetta okkur? Jú, þeg- ar fólk getur valið þá velur það einkabílinn. Þannig hefur það verið frá því bíllinn kom fyrst til landsins fyrir rúmri öld og breytti sam- göngum og lífi fólks í okkar dreif- býla landi. Einkabíllinn hefur þann- ig auðveldað líf fólks og gert því kleift að sigrast á þeim hindrunum sem við var að búa og öðru fremur stuðlað að aukinni hagsæld og betra lífi almennings. Sem sést auðvitað best af því að langflestir kjósa að eiga og reka einkabíl þegar þeir geta valið um það. Eins og áður sagði þá er ekkert að því að skipulagsyfirvöld í Reykja- vík styðji við almenningssamgöngur en það verður að vera einhver skyn- semi og sanngirni í ferlinu. Það er óeðlilegt að skipulagsbreytingar hafi það helst að markmiði að gera þeim erfitt fyrir sem vilja nota bíl- inn sem samgöngumáta en þegar á reynir kjósa langflestir höfuðborg- arbúar að nota einkabílinn. Ljóst er að almenningssamgöngur verða ekki byggðar upp nema með gríðar- legum framlögum frá skattgreið- endum, meðal annars bíleigendum, sem eru skattlagðir um ríflega 80 milljarða króna á hverju ári. Áhugaverðar breytingar fram undan Miklar breytingar hafa orðið á einkabílum undanfarin ár og ekkert lát er á því. Nýir orkugjafar og betri nýting þeirra sem fyrir eru hafa dregið stórlega úr eldsneytisnotkun og mengun. Fram undan eru spenn- andi tímar þar sem nýting einkabíls- ins mun batna enn frekar með til- komu gervigreindar og deilikerfis. Allt eru þetta áhugaverð áform sem munu gera einkabílinn enn áhuga- verðari kost fyrir almenning í land- inu. Það er illt til þess að vita að þröngsýni og ofstæki skipulags- yfirvalda í Reykjavík vinni gegn þessu. Eftir Maríu Jónu Magnúsdóttur » Fram undan eru spennandi tímar þar sem nýting einkabílsins mun batna enn frekar með tilkomu gervi- greindar og deilikerfis. María Jóna Magnúsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Almenningur velur einkabílinn Hugbreytandi efni má finna í ýmsum um- búðum og formum. Þau eiga það sameig- inlegt að við inntöku hafa þau áhrif á tauga- kerfið og einstakl- ingurinn finnur fyrir áhrifum bæði andlega og líkamlega. Talið er að um 20% þeirra sem prófa þessi efni ánetj- ist fíkninni, þrói með sér fíkn, og að 20% hafi það í genunum að verða fíklar. Þau 80% sem ekki ánetjast fíkn- inni geta verið manneskjur sem prófa aldrei (húrra fyrir þeim) eða þeir sem höndla það að neyta efna án þess að missa tökin á lífinu. Áfengi getur flokkast sem fíkni- efni og er selt í ríkisverslunum hér- lendis þeim sem eru orðin tvítugir. Flest læknalyf sem eru ávanabind- andi eru lyfseðilsskyld. Svo eru það efnin (fíkniefnin) sem eru ólögleg, þau ganga kaupum og sölum á bak við tjöldin (í undirheimum). Oft hef ég rifjað upp í umræðu um fíkn árin frá 1920 til 1935 þegar áfengi var „ólöglegt“ víða um heim, einnig hér á landi, þá var verslað með það á bak við tjöld laga og reglna. Þetta grasseraði í undir- heimum þeirra ára og laganna verðir réðu ekki við verkefnið. Margar bíómyndir frá þeim tímum lýsa því stríði. Síðar var áfeng- ið gert löglegt aftur og þá breyttust handritin í stríð lag- anna varða við undirheimana. Margar bíómyndir í dag fjalla um stríð lögreglu við kaupmenn undir- heimanna sem höndla með ólögleg fíkniefni. Bannárin 1920 til 1935 höfðu mik- il áhrif en einmitt á þeim árum varð mikil framþróun í glímunni við alkóhólisma (Bakkus konung) og AA-samtökin urðu til. Í sinni ein- földustu mynd ganga þau út á að tveir eða fleiri alkóhólistar sem þrá að losna frá viðjum fíknarinnar finna „friðinn“ í samtali sín á milli. Við að samhæfa reynslu sína, styrk og vonir hefur náðst árangur vítt um heiminn sem margir telja kraftaverk. 12 reynsluspor samtak- anna eru hryggjarstykkið sem þau byggja á. Fíkniefnin eru marg- vísleg og fíknin af ýmsum toga, samt virka sporin og hjálpa þeim sem þau vinna. Þróun er í heimi hugbreytandi efna sem geta valdið aukinni fíkn. Þróunin er gríðarleg og hefur fíkn- arþáttur efnanna í mörgum til- fellum verið aukinn í framleiðslu til að flækja fleiri einstaklinga í net fíknarinnar. Það kemur meðal ann- ars fram í aukningu geðhvarfasýki hjá þeim sem nota kannabisefni og reyndar fleiri efni. Mikil umræða hefur verið um neysluskammta fíkniefna og þar hefur undirritaður tekið til máls í ræðum og riti á vettvangi stjórn- málanna eða frá árinu 2013 og þar á undan á öðrum vettvangi. Einstaklingur sem hefur í fórum sínum fíkniefni til eigin neyslu og er tekinn af lögreglu getur lent á sakaskrá, sem hefur ófyrirséðar af- leiðingar. Þannig getur myndast gjá á milli þeirra sem eiga í vand- ræðum með líf sitt vegna neyslu og óttans við yfirvaldið. En hvað er neysluskammtur? Þeir sem neyta fíkniefna þróa með sér þol fyrir „skammtastærðum“. Neysluskammtur af einhverju efni sem „hentar“ einum getur drepið annan. Varla getur það verið boð- legt ef gera á neysluskammta fíkni- efna „löglega“ eða refsilausa ef þetta er staðreynd. Það að börn undir lögaldri séu í þessum hópi gerir málið enn flóknara og því þarf að vanda til verka til að fást við þennan vanda enn frekar. Meðferðarúrræði hérlendis eru á heimsmælikvarða, en barátta þeirra til að ná árangri hefur kost- að blóð, svita og tár og samstarfið við ríkið ekki gengið sem skyldi. Það sést best á biðlistunum, sem hafa verið um 600 hundruð manns um árabil. Reynsla annarra landa sem tekið hafa skref í afglæpavæðingu efna leiðir í ljós að taka verður á vand- anum heilt yfir. Það er að segja: meðferðarúrræði þurfa að standa opin þeim sem þangað leita, oft þarf sjúklingur fleiri en eina meðferð til að ná bata. Eftirfylgni sjúklinga eftir meðferð þarf að vera í lagi. Húsnæðismál sjúklinga eru oft í ólestri og þar þarf að bæta úr á fag- legan hátt eftir meðferð. Félags- og sálfræðiþjónusta auk forvarna- starfsemi eru þættir sem sífellt eru í framþróun. Fjölmargar leiðir geta verið til úrlausna og eru bæði kostir og gallar við þær flestar. Vandlega þarf að meta aðstæður og velja hvaða leið eða stefna hentar best ís- lenskum aðstæðum. Ég hef stundum sagt að þau lönd sem vilja ná tökum á þessum mál- um komi saman og samhæfi reynslu sína, styrk og vonir til lausnar vandanum. Einmitt núna á heim- urinn í glímu við veiru sem kallast Covid-19 og sú veira fer ekki í manngreinarálit frekar en fíkn- sjúkdómurinn. Og hvað gerum við jarðarbúar þá? Jú, við samhæfum reynslu okkar, styrk og vonir til að ná árangri og vinnum úr málum miðað við aðstæður í hverju landi. Eftir Sigurð Pál Jónsson »Neysluskammtur af einhverju efni sem „hentar“ einum getur drepið annan. Sigurður Páll Jónsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. sigurdurpall@althingi.is Hvað er fíkniefni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.