Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 42

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 ✝ Jónas IngólfurLövdal fæddist í Reykjavík 30. september 1982. Hann lést á heimili sínu 1. júlí 2020. Foreldrar Jón- asar eru Gunnar Ingi Lövdal, f. 25. febrúar 1964, d. 27. desember 2002, og Erla Hafdís Stein- grímsdóttir, f. 8. mars 1965. Uppeldisfaðir Jón- asar er Jóhannes Lúther Gísla- son, f. 16. ágúst 1945. Systkini Jónasar sammæðra eru 1) Hulda Ólöf Einarsdóttir, f. 1. apríl 1985, eiginmaður Huldu er Sig- fús Helgi Kristinsson og börn þeirra eru Pétur Jóhannes, Re- bekka Klara og Sigþór Draupn- ir. 2) Gísli Trausti Jóhannesson, f. 1. febrúar 1988. 3) Daníel Guðni Jóhannesson, f. 10. mars 1997, sambýliskona Daníels er Karlotta Rós Þorkelsdóttir. 4) Eygló Fjóla Jóhannesdóttir, f. 5. desember 1998, maki Eyglóar er Friðrik Páll Hjaltested. Systkini Jónasar samfeðra eru 1) Sonný Norðfjörð Gunnarsdóttir, f. 16. sinnti Jónas ýmsum störfum, þar með talið gróðurræktunar- störfum, sölumennsku, myndlist, verkamennsku, iðjuþjálfun, einkaþjálfun og kennslu. Jónas var í sambúð með Þórunni Ellu á árunum 2003 til 2006 og bjuggu þau saman í Reykjavík. Í lok árs 2007 urðu stór tímamót í lífi Jón- asar þar sem hann tilkynnti fjöl- skyldu og vinum með stolti að hann væri samkynhneigður. Þá taldi námsferillinn meðal annars myndlistanám, einka- þjálfaranám, háskólabrú og síð- ast landslagsarkitektúr við LbhÍ, en Jónas útskrifaðist þaðan í júní sl. Í kjölfarið fékk hann nýverið styrk til rannsókna á moltugerð orma og hafði verið boðið að hefja meistaranám tengt umhverfisbreytingum á norður- slóðum. Fjölbreyttur náms- og starfsferill lýsir einna best þeim kosti Jónasar að fara sína eigin leið í einu og öllu með þrjósku og vilja að vopni. Hans helsti kostur var þó næmni á fólk í kringum sig og sérstakur eiginleiki til að skapa sterka tengingu við þá sem stóðu honum næst – þá sem syrgja og kveðja hann nú. Jónas verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 16. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Erfidrykkja fer fram í Grafarvogskirkju að útför lok- inni. Meira: mbl.is/andlat maí 1991, unnusti Sonnýjar er Jón Karl Halldórsson og börn þeirra eru Krummi Júníus og Úlfrún Lilja. 2) Sunna Lind Lövdal, f. 4. ágúst 1992, unnusti Sunnu er Róbert Sigurðsson og börn þeirra eru Apríl Ósk Lövdal og Emilía Nótt Fitz- gerald. Jónas Ingólfur flutti ásamt móður sinni og systur að Bláfeldi í Staðarsveit árið 1986 og ólst þar upp alla sína barnæsku. Jón- as var orkumikið barn en jafn- framt sjálfum sér nægur. Hann fékk snemma ástríðu fyrir nátt- úru og lífríki jarðar og þekking hans á þessum sviðum þótti eftir- tektarverð í gegnum skólagöng- una í Lýsuhólsskóla og síðar. Jafnframt var Jónas einkar list- rænn, jafnt sem barn og á full- orðinsárum, og prýða málverk hans veggi fjölskyldumeðlima og annarra samferðamanna. Sam- hliða námi í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og síðar Elsku Jónas Ingólfur okkar. Elsku skrýtni, skemmtilegi, góðhjartaði og skilningsríki bróðir okkar. Við verðum æv- inlega þakklátar fyrir að hafa haft þig í okkar lífi. Þú kenndir okkur svo mikið, þá aðallega að bera virðingu fyrir náunganum og sýna öðru fólki skilning. Það var alltaf gaman að spjalla við þig þar sem húmorinn skein í gegn á sama tíma og alvara lífs- ins skipti máli. Með þér var ekk- ert yfirborðskennt eða vand- ræðalegt. Við gátum sagt þér allt og þú okkur. Þú passaðir svo vel upp á að við hefðum það gott og að börn- unum okkar liði vel, þá varstu sáttur. Þú varst líka svo dugleg- ur að segja okkur hversu stoltur þú værir af okkur, sem er okkur svo ómetanlegt. Við erum þakk- látar fyrir þessar minningar og alla þína væntumþykju. Við munum halda áfram að gera þig stoltan. Þínar systur, Sonný Norðfjörð og Sunna Lind Lövdal. Elsku Ingólfur, eða Gólsi eins og ég kallaði hann stundum, var yndislegur bróðir. Ingólfur var einkar litríkur einstaklingur sem var alltaf til staðar fyrir mig, sérstaklega ef ég þurfti að ræða einhver mál- efni eða ef mig vantaði annað álit. Við gátum setið saman stundum saman að ræða hvert einasta smáatriði í sértækum umræðuefnum og varð þá oft einhver vísindagrein eða heims- vandamál fyrir valinu. Hann var uppfullur af skemmtilegum stað- reyndum og hafði mikla þekk- ingu á mörgum málefnum sem hægt var að ræða daginn út og inn, það voru með skemmtileg- ustu og áhugaverðustu samræð- um sem ég hef átt um ævina. Sem dæmi um umræðuefni var það hvað gerðist eftir að við féll- um öll frá. Ég spáði sérstaklega mikið í þetta eftir að amma okk- ar lést en ég taldi þá að allt myndi hreinlega verða svart. Ingólfur taldi hinsvegar að við myndum verða að annarri orku sem hefði ekki sjálfsvitund en væri samt á sveimi í heiminum meðal okkar allra. Þannig væri til dæmis hægt að útskýra hvers vegna fólk missti einhver grömm eftir and- lát. Mér fannst þessi hugmynd áhugaverð, og finnst það enn, þar sem þetta hljómar eins og góð skýring og fallegri heldur en að allt verði einfaldlega svart. Í staðinn þá fljótum við um í heiminum sem orka án sjálfsvit- undar, ferðumst og fljótum með straumi lífsins. Ég fann oft fyrir því hvernig Ingólfi fannst hann þurfa að vernda mig og hugsa um mig þar sem ég var náttúrulega litla systir hans. Sem dæmi þegar ég var krakki, þá sátum við stund- um og máluðum mynd saman þar sem hann leyfði mér að gera meirihlutann á meðan hann lag- aði myndina aðeins til. Annað dæmi er þegar við fórum í langa fjallgöngu, þá átti ég erfitt með að halda sama hraða og hinir en hann var aftast með mér alla leiðina og gætti þess að ég væri ekki ein og að ég væri ekki að sprengja mig. Einnig var hann mikið á móti því að ég færi í nám í klínískri sálfræði þar sem hann taldi að greinin passaði engan veginn við mig auk þess að greinin væri í raun allt of erfið. Ég trúi því að hann hafi hreinlega viljað að ég færi í eitthvert nám sem ég gæti klárað, fyndist skemmtilegt og hefði gagn af, þar sem hann nefndi oft við mig á námsleiðinni að ég þyrfti að klára námið mitt svo ég yrði ekki jafn lengi að finna mig og hann var í lífinu. Hann gætti þess að hugsa um alla í kringum sig en virtist sjálf- ur loka sig svolítið af. Oft á tíðum sagði hann við mig að ég væri uppáhaldssystir hans þar sem honum fannst skemmti- legt að vera í kringum mig og þessa dagana finnst mér ótrú- lega vænt um þessi orð. Mér þótti, og þykir í raun enn, mjög vænt um hann og þessar minn- ingar sem við áttum saman. Hann var mér mjög kær og ég vildi óska þess að við hefðum getað eytt meiri tíma saman þar sem ég hefði getað lært mun meira af honum. Ég vona í stað- inn að hann hafi fengið svarið um það hvað gerist eftir dauðann og að hvar sem hann er, þá líði honum vel. Eygló Fjóla Jóhannesdóttir. Bróðir minn var yndisleg sál og var alltaf að finna leiðir hvernig hann gæti hjálpað náunganum. Góð minning úr barnæsku er þegar að ég var að leika mér með nýjan fjarstýrðan bát úti á Stórutjörn og heppni mín endar með því að báturinn sekkur. Ing- ólfur var mér við hlið og ákvað að vaða út í tjörnina án vand- kvæða því að ég þorði því ekki sjálfur. Þetta lýsir því vel hvernig hann var, hann vildi allt gera fyrir vini og fjölskyldu en gleymdi oft að huga að sjálfum sér. Við bjuggum saman í nokkur ár á fullorðinsárunum og áttum margar góðar stundir þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar. Hann var hugfanginn af vísindaskáldsögum og ræddi oft um Star Trek og Futurama, sem hann hafði horft á óendanlega oft. Ef maður minntist á eitt- hvert atriði úr þáttunum þá vissi hann nákvæmlega úr hvaða þætti það kom og hvar í þætt- inum það var. Á meðan á mínu frumgreina- námi stóð og ég var mikið í stærðfræði þá þótti honum fátt skemmtilegra en að spjalla við mig um stærðfræðina og hvernig hugtökin væru notuð til að leysa hinar ýmsu þrautir. Hann var sömuleiðis alltaf for- vitinn um dýpri kenningar í eðlisfræði og stærðfræði, sem gildir almennt um allt sem hann tók sér fyrir hendur, svo sem náttúru, dýr og annað tengt líf- ríkinu. Þegar að við fórum út á lífið saman var oft gaman, við sung- um saman í karíókí marga góða söngva og enduðum oftast á því að verða hásir en glaðir með ár- angurinn þó öðrum hafi kannski þótt hljóðin frá okkur vera annað en ánægjuleg. Við áttum líka stundir þar sem annar okkar hafði fengið sér aðeins of mikið og þá tók hinn það að sér að koma viðkomandi heim ósködd- uðum. Við spiluðum oft saman hin ýmsu spil og það var alltaf gam- an að sjá hversu ákveðinn Ing- ólfur var í því að vinna, reyndi allt sem hann gat til að komast fram fyrir og oftast náði hann því með því að vera alltaf nokkr- um skrefum á undan okkur hin- um. Hann hafði alltaf gaman af því að vera stjórnandi í D&D þar sem hann fékk að ráða ferðinni varðandi hvað við hinir þátttak- endurnir tókum okkur fyrir hendur í þeim ævintýrum. Við fórum oft saman á rúntinn til að spjalla saman og svo nokkrum sinnum til að fara í frí, meðal annars í hringferð og rúnt um hálendi Íslands, þar eftir rúnt um alla Vestfirðina þar sem honum þótti ég vera fullóvarkár þegar ég var að taka myndir fram af klettabrúnum. Eftir að ég flutti til útlanda þá minntist hann stundum á það að hann vildi endilega fá mig heim aftur og við myndum búa saman, hann spurði líka stundum hvort hann gæti ekki bara hoppað þarna út og byrjað upp á nýtt og spurði oft um verðlag á húsum og hinu og þessu. Við vorum ekki alltaf í miklu sambandi eftir að ég flutti út en í hvert skipti sem við töluðumst við þá var það bara eins og við hefðum heyrst í gær, við spjöll- uðum um hvað hann hafði verið að gera og hvernig gengi hjá okkur báðum og ræddum saman okkar vísindaskáldskaparáhuga- mál. Ég óska þess að hann sé nú á góðum stað og ég mun ávallt muna eftir honum sem góðum bróður og verndarvætti mínum. Gísli Trausti Jóhannesson. Elsku Ingólfur! Sársaukinn og söknuðurinn er ólýsanlegur. Þegar ég hugsa um þig núna er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann að þú varst „yang“-ið mitt. Og ég var „yin“- ið þitt. Við gátum rifist en sætt- umst alltaf fljótt og við gátum alltaf leitað hvort til annars og stutt hvort annað í einu og öllu. Samband okkar var einstakt og ótrúlega sterkt og þegar við misstum eina stærstu fyrir- myndina í okkar lífi, Sóleyju ömmu, þá stóðum við þétt saman og hjálpuðumst að í gegnum sorgina. Við gerðum það saman, eins og okkur einum var lagið. Þú varst kletturinn minn! Þegar ég hugsa aftur í tímann þá á ég margar minningar af uppátækjasömum stundum sem við deildum. Við vorum engin venjuleg börn saman, við fórum okkar eigin leiðir og höfðum allt- af eitthvað fyrir stafni. Við elsk- uðum þegar við fengum að fara á Hellissand til ömmu. Við vorum alger sumarbörn og fórum út um allt á tánum einum saman – hraun, fjöll eða fjöru – ekkert stoppaði okkur. Mér er minnis- stætt eitt sumarið þegar við átt- um að sækja beljurnar. Þá höfðu beljurnar náð að stinga af úr fló- anum, okkur var skutlað í átt til þeirra niður í Tjaldbúðir, tölu- vert langt frá bænum, og við gengum eftir fjöru til að reka þær heim. Þegar við komum að Bláfeldaránni var mikið vatn í ánni, enda búið að vera rigninga- samt. Beljurnar fóru á undan okkur og náðum við því ekki að hoppa á bak eins og við venju- lega hefðum gert þegar þær fóru yfir ána. Því gengum við með- fram ánni og reyndum að finna okkur leið, án þess að finna örugga leið. Eftir nokkra leit ákváðum við að synda yfir ána, en vorum meðvituð um að fara ekki of nærri sjónum svo við myndum ekki skolast út á sjó. Aðeins ofar var stór og djúpur hylur sem þó var ekki jafn straumharður að sjá og aðrir hlutar árinnar. Þú sagðir við mig að við þyrftum að fara úr föt- unum og skilja eftir á bakkanum, og að ég ætti að fara á bakið á þér svo þú gætir synt með mig yfir. Yfir komumst við og síðan syntir þú til baka og sóttir fötin okkar. Þessi minning er svo lýs- andi fyrir það hvernig persóna þú varst. Þú lagðir allt þitt að mörkum til að koma mér öruggri heim og ekki of kaldri. Þú varst ótrúlega næmur á fólk og þeir sem stóðu þér næst skiptu þig öllu máli. Þér var mik- ið í mun að okkur liði öllum vel. Ef eitthvað bjátaði á hjá ein- hverju okkar varst þú alltaf mættur til aðstoðar. Þegar ég, Sigfús og krakkarnir tókum þá ákvörðun að flytja til Bandaríkj- anna þá studdir þú okkur en sagðir mér líka að þér fyndist það erfitt. Við gættum þess samt alltaf að vera aldrei langt frá hvort öðru. Þú varst fyrstur til að koma út til okkar tveimur vik- um eftir að við fluttum, sem var dásamlegt. Fjarlægðin komst aldrei upp á milli okkar. Þú varst jafnframt dásamlegur frændi barnanna og þau voru heppin að eiga þig sem frænda. Ég sit hérna og kveð þig í dag með söknuði en þú munt samt lifa innra með mér og ganga lífs- veginn með mér í hjartanu. Regnboginn var í þér og þú varst regnboginn. Þú verður alltaf stóri bróðir minn, en líka minn besti vinur. Ég elska þig! Þín systir, Hulda Ólöf. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Þau verða þung og erfið skref- in í dag þegar ég kveð þig í hinsta sinn elsku Jónas Ingólfur minn. Veröldin verður svo litlaus og fátæk án þín því þú varst engum líkur, vildir öllum svo vel, svo hlýr, góður og skemmtilega sér- stakur. Við áttum ófá samtölin þegar þú svo hress og kátur sagðir mér hvað á daga þína hafði drifið og vildir fá fréttir af fjölskyldunni. Þú þreyttist aldrei á að reyna að koma vitinu fyrir frænku þína og snúa mér að Pí- rötum sem gekk ekki vel hjá þér og gerðum við samkomulag um að ef þú byðir þig fram á þing myndi ég kjósa Pírata. Það er svo ofboðslega sárt að hugsa til þess að ég fái ekki fleiri skemmtileg símtöl sem byrjuðu alltaf á „hæ Edda frænka“. Þú varst mikill listamaður og liggja mörg málverk eftir þig hvert öðru fallegra en ég fer ekki ofan af því að ég á falleg- asta málverkið sem þú málaðir fyrir mig árið 2015 og heitir Veðravald vindanna, fullkomið málverk í alla staði sem mér hef- ur alltaf þótt óendanlega vænt um og mun nú kalla fram minn- ingar um þig. Að koma til þín í heimsókn á Hvanneyri þar sem þú varst við nám var svo skemmtilegt, þú tókst svo vel á móti okkur og spjallaðir mikið. Í sumar upp- skarst þú eins og sáð var til þeg- ar þú útskrifaðist sem landslags- arkitekt með miklum sóma, mikið var ég stolt af þér þegar þú hringdir og svo glaður til- kynntir mér að útskrift væri fram undan. Það var svo gaman að fylgjast með þér og öllu því sem var fram undan hjá þér. Því var það mikið og þungt högg að fá símtal frá Huldu systur þinni um að þú værir látinn. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að þú sért ekki lengur með okkur en minning- arnar eru margar og munu ávallt vera ljós í mínu hjarta elsku Jónas Ingólfur minn og á ég eftir að sakna þín mikið elsk- an. Það er huggun harmi gegn að vita til þess að pabbi þinn hefur tekið vel á móti þér og nú eruð þið feðgar sameinaðir í Sumarlandinu. Ég sendi Erlu, Lúlla, systk- inum þínum og öðrum aðstand- endum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið Guð að vernda þau og styrkja í þeirra miklu sorg og söknuði eftir þér. Þín er og verður sárt saknað. Edda frænka. Jónas Ingólfur var ákaflega virkur, kraftmikill og skemmti- legur krakki og ef hann sá spennandi náttúrufyrirbæri held ég að fátt hefði getað komið í veg fyrir að hann skoðaði þau betur. Átta ára var hann alsæll á ættarmóti á Flúðum. Gróðurinn var meiri og öðruvísi en í Staðarsveitinni og skordýrateg- undirnar fleiri. Hann tíndi hun- angsflugur í krukku og sýndi grandalausum eldri frænkum við misjafnar undirtektir. Ungur braut Ingólfur saman gatastrimla af tölvupappír, not- aði þá fyrir vængi og „æfði flug“. Seinna klippti hann út alls konar skordýr og fjölda fuglategunda. Hann strauk svo fuglana og sveigði á réttum stöðum, lét þá fljúga í hendi sér, takturinn var eins og flug fuglanna í náttúr- unni, hann lét þá fljúga „alveg eins og þeir blökuðu vængjunum og létu sig svífa heima á Blá- feldi“. Hann klippti handa mér fugla og ég giskaði á tegund- irnar sem voru auðþekktar. Ég gleymi seint undruninni og gleðinni hjá honum þegar hann sá svo fuglana sína innrammaða uppi á vegg hjá mér. Náttúrulæsi Ingólfs var ein- stök náðargjöf sem kom snemma í ljós. Sjálfum fannst honum það bara eðlilegt. Hann naut góðs af því að alast upp í fallegu umhverfi þar sem hann, einfarinn í náttúrunni, gat drukkið í sig þekkingu, skilning og fegurð. Ingólfur var listrænn fagur- keri. Hann lærði á hljóðfæri, dansaði, málaði og eftir hann liggja margar fallegar myndir. Hann vann við heimilishjálp, kenndi myndlist, bæði í Ljósinu og á Reykjalundi, og svo vann hann tilfallandi störf úti á landi þar sem hann var frjáls og komst í nána snertingu við áhugamál sín. Þegar Ingólfur greindist með krabbamein nítján ára gamall flutti hann til Púmmu ömmu sinnar sem var honum bæði ein- Jónas Ingólfur Lövdal HINSTA KVEÐJA Elsku Ingólfur frændi, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú varst alltaf að kenna mér að skoða pöddur og veiða þær til þess að skoða þær. Líka plöntur og fugla. Ég á alltaf eftir að sakna þín. Ég elska þig mjög mikið. Þinn litli frændi, Sigþór Draupnir. Það sem ég hélt mest upp á við Ingólf var að hann var alltaf að kenna manni eitthvað nýtt og sérstak- lega um plöntur eða dýr. Sem dæmi sá hann einu sinni rosastóra könguló úti sem ég steig næstum á. Hann tók hana og lét í box og svaf með hana við hlið- ina á sér, sem var ógeðs- legt. Hann kom alltaf upp í rúm til mín til að spjalla eða sýna mér eitthvað nýtt og við spjölluðum oftast heil- lengi um hlutina. Ég leit mjög mikið upp til hans, sérstaklega hvað varðaði dýr og plöntur. Þinn frændi, Pétur Jóhannes. Það er kveðið að tilvera okkar sé undarlegt ferða- lag. Að við séum gestir og hótel okkar sé jörðin. En núna eins og oft áður væri ég þó svo innilega til í að þú mundir ekki fara alveg svona fljótt. Að samvera okkar mundi halda áfram að mála þann djúpa og marglitaða regnboga sem kom saman okkar á milli. Þú breyttir mér og okkur tveimur og það er svo sjald- gæft að fá að kynnast manneskju eins og þér eins fljótt, eins djúpt og eins merkilega og okkar kynni voru. Fyrir þig í mínu lífi verð ég innilega þakklát. Oktavía Hrund Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.