Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
✝ Erla Dís Arn-ardóttir fædd-
ist 13. janúar 1982 í
Reykjavík. Hún lést
6. júlí 2020 á Land-
spítalanum í Foss-
vogi.
Foreldrar Erlu
Dísar eru Sigríður
Ósk Jónsdóttir, f. 7.
mars 1960, maki
Ólafur S. Björns-
son, f. 10. apríl
1946, og Örn Geirsson, f. 6.
nóvember 1959, maki Steinunn
Hreinsdóttir, f. 20. nóvember
1960.
Eiginmaður Erlu Dísar er
Reynar Kári Bjarnason, f. 13.
janúar 1982. Foreldrar hans eru
Jóhanna Einarsdóttir, f. 11.
nóvember 1952, og Bjarni
Reynarsson, f. 5. janúar 1948.
og Egill Ólafur Strange, f. 18.
nóvember 1986.
Erla Dís ólst upp í Hafnarfirði
en flutti á unglingsárum til
Reykjavíkur. Hún bjó í Dan-
mörku og stundaði nám við
lýðháskóla en flutti síðan aftur
til Reykjavíkur. Erla Dís útskrif-
aðist af hönnunarbraut Iðnskól-
ans í Hafnarfirði árið 2008. Hún
stundaði kennaranám við Há-
skóla Íslands og útskrifaðist með
B.Ed.-gráðu árið 2011. Árið 2013
útskrifaðist hún með M.Ed.-
gráðu og fékk þá kennararétt-
indi sín. Erla Dís var textílhönn-
uður og stundaði nám við Mynd-
listarskóla Reykjavíkur og
útskrifaðist þaðan árið 2014.
Erla Dís var textílkennari við
Háaleitisskóla. Hún sat í stjórn
Félags textílkennara og þróaði
verkefnið Handaband á Vita-
torgi þar sem unnið er með efni
sem fellur til við framleiðslu ým-
issa fyrirtækja á Íslandi og efnið
þannig endurnýtt.
Erla Dís verður jarðsungin frá
Háteigskirkju í dag, 16. júlí
2020, klukkan 13.
Erla Dís og Reyn-
ar Kári hófu sam-
band sitt hinn 1.
apríl árið 2005 og
gengu í hjónaband
11. maí 2019. Þau
eiga þrjár dætur:
Ísafold Evu, f. 3.
september 2009,
Halldóru Móeyju,
f. 30. janúar 2014,
og Bjarneyju Ósk,
f. 27. október
2015.
Systkini Erlu Dísar eru
Lovísa Arnardóttir, f. 29.
desember 1985, Hafdís Arnar-
dóttir, f. 3. ágúst 1987, Ólafur
Snær Ólafsson, f. 8. september
1993, Örn Geir Arnarson, f. 9.
október 1996, Eygerður Sunna
Arnardóttir, f. 15. janúar 2001,
Birgitta Strange, f. 5. júlí 1980,
Elsku besta Erla mín. Aldrei
bjóst ég við því að þurfa kveðja
þig svona snemma. En hér er-
um við nú samt. Það eru engin
orð sem geta lýst því hvernig
mér líður, en ég ætla að reyna.
Þú myndir að sjálfsögðu bilast
smá innan í þér yfir allri væmn-
inni sem hér fylgir, en það verð-
ur bara að vera svo. Þú átt alla
væmnina og meira til skilið.
Ég veit ekki hvernig ég á að
fara að því að halda áfram án
þín, hvernig lífið hreinlega held-
ur áfram án þín. Ég hef beðið
fyrir því frá því á mánudaginn
fyrir viku að tíminn standi í
stað eða spólist til baka. En svo
gerir hann það ekki og þú ert
alltaf áfram farin. Ekki hér til
að sturlast með mér yfir þess-
um sturluðu aðstæðum sem við
erum allt í einu í. Þetta er svo
óraunverulegt, ósanngjarnt og
bara hreint út sagt, ömurlegt.
En það hjálpar að þú ert í
hverju herbergi heima hjá mér.
Í hekluðu skífunum sem ég nota
á hverju kvöldi til að þrífa af
mér augnfarðann, í púðanum í
svefnherberginu sem ég nota til
að styðja við bakið meðan ég
gef Birtu Karítas brjóst, í borð-
tuskunum sem þú heklaðir og
svo í listinni sem prýðir bæði
veggi og í hillur í stofunni. En
það er bara dót. Það sem meira
skiptir máli er eru allar minn-
ingarnar okkar, sem ég á, og þú
vonandi líka þar sem þú ert.
Minningar nærri 35 ára. Allt frá
því að ég dáðist að þér sem
barn og unglingur, þar til í dag
sem vinkonur, og alltaf systur.
Þú ert og verður alltaf hjá mér
í hjarta og huga. Það mun aldr-
ei breytast, elsku stóra systir
og vinkona mín.
Ég mun eyða ævinni í að
segja Birtu Karítas frá stór-
kostlegu, yndislegu, kláru,
fyndnu, metnaðarfullu,
skemmtilegu, ákveðnu, einlægu,
glæsilegu og fallegu systur
minni sem var svolítill prakkari,
mjög mikill töffari og elskaði
allt fallegt. Sem gerði líf mitt og
allra í kringum sig fallegra og
skemmtilegra en það var áður.
Það verður aldrei neitt eins án
þín, elsku besta Erla mín. Ég
er þakklát fyrir allt sem við eig-
um saman, en ég er mjög reið
og leið að þú sért ekki hér til að
eiga meira með.
Mér er sagt að tíminn lækni
öll sár, en ég trúi því ekki að
það sé hægt að lækna sárið sem
er á hjartanu mínu og ég get
ekki ímyndað mér hversu mörg
tár þyrfti eiginlega til að
hreinsa burt sorgina. Það bara
er ekki hægt.
Við áttum eftir að bralla svo
margt saman og ég átti eftir að
læra svo margt af þér um móð-
urhlutverkið sem þú sinntir allt-
af svo vel. Þú vonandi leiðbeinir
mér eftir einhverjum öðrum
leiðum og svo lít ég til stelpn-
anna þinna. Þær verða minn
vegvísir og ég þeirra, að þér.
Alltaf.
Elsku Erla Dís, Erla systir
mín, Erla mín, ég mun sakna
þín að eilífu. Þú ert í hjarta
mínu, huga mínum, á heimili
mínu og orðum mínum. Ég vona
að þú bíðir eftir mér sama hvar
þú ert, því ég mun alltaf þarfn-
ast stóru systur minnar.
Þín systir,
Lovísa.
Erla, góða Erla. Dýrmæta
systir mín.
Mér líður eins og ég þurfi að
læra að anda upp á nýtt. Ég sé
ekki hvernig raunveruleikinn á
að ganga upp án þín.
Þú gerðir heiminn stærri, lit-
ríkari, öruggari og fallegri. Ég
gæti setið með þér að eilífu að
tala um allt og ekki neitt.
Hversdagsleikinn með þér og
fallegu fjölskyldunni okkar eru
heimsins bestu ævintýr. Sum
systkini hittast einstaka sinnum
og finnst það nóg, ég hefði helst
viljað að við byggjum öll í sömu
blokk og myndum standa hlið
við hlið í gegnum lífið. Ég þurfti
enga vakningu, ég hef alla tíð
vitað hversu dýrmæt systkini
mín eru. Ég fékk bestu systur
heims í vöggugjöf og fyrir mér
erum við heild sem gengur ekki
upp án hvor annarrar. Þú ert
mitt fyrsta símtal í gleði og
sorg, minn helsti ráðgjafi,
stuðningurinn minn í einu og
öllu, öryggisnetið mitt, uppá-
haldskennarinn minn og fyrir-
myndin mín. Mínar fyrstu
minningar snúast allar um að
elta þig og Lovísu með stjörnur
í augunum og ég sit hér 33 ár-
um síðar enn með stjörnur í
augunum og trúi ekki að ég
þurfi að halda áfram án þín.
Máttvana, ósanngjarnt, óbæri-
legt og óraunverulegt eru orð
sem næst ná þessum raunveru-
leika.
Að fá að kalla þig stóru syst-
ur mína og vinkonu er lukka lífs
míns. Þegar ég stóð ekki í lapp-
irnar hjálpaðir þú mér að
ganga, þú hafðir trú á mér þeg-
ar ég gat það ekki sjálf og
sýndir mér að við getum gert
allt sem okkur langar til. Það er
svo margt sem við eigum eftir
að tala um og gera saman. Hver
einasta minning er dýrmæt
perla og fæðingarorlofsárin
okkar saman eru mér ómetan-
leg. Ég lofa að hlúa að fallegu
samböndunum, sem stelpurnar
okkar eiga, alla ævi.
Einstakur og risastór karakt-
er í gullfallegum pínulitlum
pakka. Það þyrfti að vera til
Erluorðabók sem héldi utan um
alla dásamlegu frasana þína. Ef
allir kynnu jafn vel og þú að
hlusta til að fá aðra til að heyra
myndu málefni komast betur til
skila og heimurinn væri fallegri
staður. Þegar aðrir sáu beinar
gráar línur sást þú fegurðina í
óreglulegum formum og óhefð-
bundnum litum. Það er svo
merkilegt að allir tala um þig
sem bestu vinkonu sína, það
lýsir þér svo vel, þú tókst öllum
opnum örmum og tókst þér
tíma til að læra á og um fólk.
Þú varst yndislega réttsýn,
ólýsanlega hæfileikarík og sjúk-
lega klár. Þú gast skapað feg-
urð úr engu, fannst leið til að
endurnýta ótrúlegustu hluti og
skynjaðir fólk á einstakan hátt.
Hvernig maður á að halda líf-
inu áfram þegar grunnstoðum
lífsins er kippt undan manni
veit ég ekki, en ég mun gera
mitt allra besta til að læra að
anda upp á nýtt, muna að gleðj-
ast, læra og vaxa áfram. Ég lofa
að vanda mig og vernda stelp-
urnar alla tíð. Ég mun eyða æv-
inni í að reyna að finna réttu
orðin til að útskýra fyrir þeim
hvað mamma þeirra var mögn-
uð kona.
Elsku Erla mín, þú ert hluti
af mér.
Ég verð aldrei tilbúin að
kveðja þig, systur eru að eilífu.
Ég elska þig meira en orð fá
lýst, þú ert mér ómissandi og
án þín verð ég aldrei aftur heil.
„Og mætist hendur okkar í nýjum
draumi, skulum við reisa annan loft-
kastala á himnum“.
(Kahlil Gibran)
Þín litla systir og einlægur
aðdáandi,
Hafdís.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku hjartans Erla Dís.
Ég man í mínu hjarta er þú
sagðir á þinn mjúka og fallega
hátt: Gaman að sjá þig elsku afi
minn. Röddin þín var ávallt svo
mjúk og hlý.
Lífið er óútreiknanlegt, getur
verið svo ljúft og einnig svo
óskaplega hart og miskunnar-
laust. Hvað getur maður sagt,
þegar lífið er svona grimmt,
eins og í þínu tilfelli, þú ert tek-
in frá eiginmanni og þremur
fallegum ungum dætrum.
Þú varst fyrsta barnabarnið
okkar ömmu Boggu, mikið vor-
um við alltaf glöð að sjá þig
með þína léttu lund og fallega
bros. Við glöddumst heitt með
þér þegar þú svo eignaðist þína
eigin fjölskyldu. Takk fyrir allar
yndislegu samverustundirnar á
Smyrló þar sem við stórfjöl-
skyldan komum saman á merk-
um tímamótum.
Minning þín mun lifa áfram í
hjörtum okkar, ég vona að þér
líði vel í sumarlandinu og veit
að amma Bogga tekur vel á
móti þér þar.
Hinsta kveðja frá afa Nonna.
Jón Kristinn Óskarsson.
13. janúar 1982 fæddist lítil
stúlka, elsta barn Siggu systur,
mitt fyrsta systkinabarn, og það
bara gerðist eitthvað svo undur-
fallegt. Hún einfaldlega stal
hjarta mínu. Ekki veit ég
hvernig hægt er að koma orðum
að því hvað Erla Dís var mér,
hún var mér hreinlega allt frá
fyrstu stundu.
Mjög fljótlega var ég byrjuð
að passa hana hvenær sem mér
gafst stund til þess, ekki endi-
lega vegna þess að foreldrarnir
þyrftu þess, ég sóttist eftir því
sjálf svo innilega. Það má segja
að frá því að hún fæddist og
þar til ég varð sjálf mamma
tvítug hafi mín sumarvinna
nánast verið sú að passa fyrir
stóru systur. Þótti mörgum
skrýtið að þegar vinirnir fóru í
fisk til að vinna sér inn pening
þá valdi ég að passa.
Þarna í byrjun leitaði ég
allra leiða til að vera nálægt
henni, bjó mér til alls konar af-
sakanir til að fara í heimsókn á
Þrastahraunið. Gerðist meira
að segja svo gróf að henda
lyklunum mínum af Smyrló inn
um lúguna heima og var þar
með læst úti og neyddist því til
að fara til þeirra.
Árin liðu, við urðum báðar
eldri, systkini hennar bættust í
hópinn en milli okkar var eitt-
hvað sérstakt og strengurinn
slitnaði aldrei. Þegar ég tvítug
átti mitt fyrsta barn var Erla
Dís 9 ára og hélt á honum und-
ir skírn. Hún tók þetta hlut-
verk mjög alvarlega, mætti á
fæðingardeildina með nafna-
lista fyrir litla frænda og hafði
skoðanir. Ætla ekki að fullyrða
en mig minnir að fyrra nafnið
hans hafi verið hennar val og
það seinna mitt.
Elsku hjartans Erla Dís
mín. Hjartað mitt er í þúsund
molum núna, veit ekki hvernig
við fjölskyldan sem elskuðum
þig skilyrðislaust komumst í
gegnum þetta. En einhvern
vegin munum við gera það og
halda þinni fallegu minningu á
lofti. Svo stutt síðan við kvödd-
um elsku ömmu Boggu og ég
ætla að trúa því að þið saman
vakið yfir okkur.
Þú átt hjarta mitt að eilífu.
Þín
Sigurbjörg (Sibba).
Móðir, kona, meyja.
Elsku Erla Dís, þú varst
þetta allt og svo miklu miklu
meira.
Lífsglöð, opin, kraftmikil,
hjartahlý þriggja barna móðir.
Eiginkona, listamaður,
textílhönnuður, kennari, femín-
isti, umhverfisverndarsinni og
kvenskörungur.
Það er svo ótrúlega sárt að
sjá á eftir þér, allt of ung til að
falla frá. Almættið gerði mis-
tök. Eftir sitja þrjár móður-
lausar ungar dætur. Listræna,
duglega Ísafold, Halldóra Mó-
ey sem hlakkar til að byrja í
fyrsta bekk í haust og Bjarney
Ósk sem er ennþá í leikskóla.
Elsku Erla Dís, það eru ótal
margir sem eftir sitja með
djúpan söknuð en þú átt mjög
stóra fjölskyldu og hóp ástvina
sem mun hjálpast að svo fram-
tíð stelpnanna ykkar Reynars
verði sem farsælust. Við mun-
um öll reyna að létta þeim lífið
á þessum erfiðu tímum sem
framundan eru.
Við, frændfólk þitt í Þýska-
landi, erum svo þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast ykkur
fjölskyldunni allri enn betur
þegar þið voruð hjá okkur sum-
arið 2018 í Hochheim. Takk
kærlega fyrir komuna, minning-
ar um góðar stundir lifa.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Móðir kona meyja
af hverju þurftir þú að deyja?
Elsku Erla Dís, sofðu rótt
Ásdís Stefanía Jónsdóttir
og fjölskylda, Þýskalandi.
Á einum fegursta degi sum-
arsins kvaddi hún Erla Dís
tengdadóttir okkar þetta jarðlíf.
Ólýsanleg sorg og söknuður
nístir hjarta okkar. Ung eig-
inkona og móðir þriggja barna
er hrifin burt í blóma lífsins.
Hún Erla Dís var hluti af lífi
okkar í hartnær 20 ár. Þau
Reynar Kári fóru að vera sam-
an um tvítugt og bjuggu í kjall-
aranum hjá okkur á meðan þau
voru í námi. Það var gott ná-
býli, enda var Erla einstakur
gleðigjafi, með sérgáfu í sam-
skiptum. Það var ánægjulegt að
fylgjast með unga parinu undir-
búa framtíðina saman,
metnaðarfullir háskólastúdentar
með trú á lífið. Erla var hæfi-
leikarík og listræn og valdi
textílmennt sem sérgrein í
kennaranáminu. Að námi loknu
naut hún sín í starfi sem textíl-
kennari. Hún var skapandi og
hugmyndarík og lagði áherslu á
sjálfbærni og náttúruvernd í
starfi sínu. Hún hafði unun af
því að vinna með börnum og
unglingum. Hún stofnaði fyrir-
tækið Handaband og leigði
vinnustofu með öðrum lista-
konum þar sem hún vann að
listsköpun sinni og hélt nám-
skeið fyrir börn og eldri borg-
ara. Eftir hana liggja mörg fal-
leg textíllistaverk.
Dæturnar Ísafold Eva, Hall-
dóra Móey og Bjarney Ósk
fæddust ein af annarri, okkur
öllum til ómældrar gleði. Þær
eru ótrúlega duglegar og vel
gerðar systur, hver á sinn hátt.
Listræna Ísafold, foringinn og
sáttasemjarinn Halldóra Móey
og litla sjarmatröllið Bjarney
Ósk. Foreldrarnir umvöfðu þær
ást og kærleika. Lífið snerist
um velferð þeirra. Ísafold fædd-
ist þegar þau bjuggu hjá okkur,
sannkölluð prinsessa. Við dáð-
umst að þeirri natni og um-
hyggju sem ungu foreldrarnir
sýndu frumburðinum. Hún Erla
kunni að elska og hún veitti
Reynari sínum og dætrunum
ást sína skilyrðislaust.
En lífið fór ekki eingöngu
mjúkum höndum um hana Erlu
Dís. Óveðursský hlóðust upp og
erfiðir tímar fóru í hönd hjá
ungu hjónunum. Síðustu miss-
erin voru fjölskyldunni erfið.
Við eigum góðar minningar
um einstaka stúlku, tengdadótt-
ur og móður barnabarna okkar.
Hún auðgaði líf okkar á svo
margan hátt. Við yljum okkur
við góðar minningar um allar
ánægjulegu samverustundirnar,
hversdagslegar samræður við
borðstofuborðið jafnt sem gleði-
og hátíðarstundir. Við varðveit-
um minningar um öll fjölskyldu-
ferðalögin innan lands og utan.
Hún var skemmtilegasti og já-
Erla Dís
Arnardóttir
HINSTA KVEÐJA
Dís
Fíngerð og fögur
konan spann.
Sagði sögur,
ann og vann.
Úr fegurstu þráðum
vann frá grunni.
Við hana dáðum,
allt hún kunni.
Vefstólinn batt
með systraböndum.
Óf hún glatt
með sterkum höndum.
Þú lífsins kraftur
strenginn vast,
aftur og aftur
svo voðin brast.
Með tíma og tíð
höndin bætir.
Minningin blíð
um síðir kætir.
Í minningunni
saman komum.
Frá djúpum grunni
vinnum, vonum.
Fíngerður, fagur
vefurinn rís.
Senn kemur sá dagur
fallega Dís.
(Andrea Fanney Jónsdóttir)
Andrea Fanney Jónsdóttir.