Morgunblaðið - 16.07.2020, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
✝ Sigurósk Ey-land Jónsdóttir
(Nanný) fæddist á
Patreksfirði 8. maí
1937. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 6. júlí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Bjarni
Ólafsson, f. 1903, d.
1987, bóndi á Fífu-
stöðum, og Sigríð-
ur Kristjana Sigurðardóttir, f.
1916, d. 1996.
Nanný ólst upp á Patreksfirði
hjá ömmu sinni, Kristínu
Angantýsdóttur, f. 1893, d.
1973, og stjúpföður, Jóhannesi
Gíslasyni, f. 1896, d. 1970. Systk-
ini hennar samfeðra eru Vilborg
Kristín, Ólafur Einar, Valdís
Ingibjörg, Jóhanna, Guðrún
Jóna, Lilja Sigrún og Inga Dóra.
Bróðir hennar sammæðra var
Sigurður Arnaldur Ísleifsson.
Nanný giftist Gísla Þóri Vic-
torssyni, f. 11.10. 1934, múrara-
meistara frá Reykjavík, þann
23. október 1957. Þau skildu ár-
ið 2003. Foreldrar hans voru
Victor Kristinn Helgason, f.
1897, d. 1955, vegg-
fóðrunarmeistari og kaupmaður
Börn Victors a) Monika Dröfn,
b) Tinna Holt, maki Guðmundur
Orri Arnarson. 5) Jóhanna, f.
1970, aðalbókari, maki Geir
Gestsson, f. 1967. Börn a) Vic-
toría Kristín, maki Berglind
Muller, b) Gabríel Már. Dóttir
Geirs er Guðríður Hlín. Lang-
ömmubörnin eru sex, Embla
Alexandra, Freyja Cecilia, Vic-
tor Emil, Ville Gísli, Baldur
Marinó og Eric Ás.
Nanný lauk unglingaprófi frá
Patreksfirði árið 1952 og starf-
aði síðan á skrifstofu Vatneyrar-
verslunarinnar þar til hún fór til
Reykjavíkur 1954 í Gagnfræði-
skóla verknámsins.
Nanný og Gísli hófu búskap í
Reykjavík árið 1957 og þar
starfaði hún í versluninni Feld-
inum. Þau fluttu til Patreks-
fjarðar árið 1963 þar sem Nanný
vann ýmis störf, m.a. á sýslu-
skrifstofunni og á pósthúsinu
þar sem hún vann til starfsloka.
Árið 1989 fór hún í Póst- og
símaskólann. Nanný var virkur
þátttakandi í starfi Kvenfélags-
ins Sifjar og Slysavarnadeild-
arinnar Unnar auk þess sem hún
starfaði með Leikfélagi Pat-
reksfjarðar í fjöldamörg ár og
var gerð að heiðursfélaga þess
árið 1996. Í Reykjavík vann hún
sem sjálfboðaliði í verslun
Rauða krossins.
Útför Nannýjar fer fram frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 16.
júlí 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
í Reykjavík, og Pál-
ina Eygló Gísla-
dóttir, f. 1890, d.
1966, húsfrú.
Nanný og Gísli
eignuðust fimm
börn: 1) Eygló, f.
1958, umsjónar-
maður fasteigna,
maki Olle Bergh, f.
1953. Börn Eyglóar
eru Eva Lotta
Stanleysdóttir,
maki Arne Forsström, b) Gísli
Patrik Stanleysson, maki Anna
Fernqvist. Börn Olle eru a)
Jenný, b) Evelina, c) Jimi. 2)
Kristín, f. 1960, íþróttakennari,
maki Gunnlaugur Úlfar Gunn-
laugsson, f. 1958, d. 2019. Dóttir
Kristínar er Sunna Sigurósk
Gísladóttir, maki Gylfi Gígja
Geirsson. Börn Gunnlaugs Úlf-
ars eru a) Eva Rut, maki Þor-
björn Sigfússon, b) Þorfinnur,
maki Ágústa Jóna Heiðdal, c)
Gunný. 3) Gerður, f. 1964, píanó-
kennari, maki Sigurður Borgar
Guðmundsson, f. 1965. Börn
þeirra eru a) Karitas, b) Guð-
mundur Gauti, maki Svala
Björgvinsdóttir. 4) Victor Krist-
inn, f. 1966, sjómaður, maki
Julia Karen Kubowic, f.1991.
Elskuleg móðir okkar Sigur-
ósk Eyland Jónsdóttir, Nanný,
var bráðkvödd þann 6. júlí sl. á
heimili sínu. Mamma var
skemmtileg kona og í minningu
okkar var hún alltaf eitthvað að
bralla með okkur. Hún var mikill
leikari, var endalaust að setja
upp leikrit með okkur og klæddi
sig og okkur í búninga. Þá var
dagskrá barnaafmælanna alltaf
skipulögð í þaula. Mamma elsk-
aði ljóð og kvæði og þuldi upp
heilu ljóðabálkana sem hún hafði
lært sem barn. Mörg kvöldin
lágum við með henni upp í rúmi
og fórum í leikinn, Komdu nú að
kveðast á. Hún var einstaklega
lagviss og söng okkur gjarnan í
svefn þegar hún var búin að láta
okkur fara með bænirnar. Henni
var mjög umhugað um að við
myndum standa okkur vel í skóla
og eyddi ómældum tíma í að lesa
með okkur námsefnið og hlýða
okkur yfir.
Mamma var mikill náttúru-
unnandi, elskaði fjallgöngur og
útivist og ósjaldan sáum við á
eftir henni hátt upp í fjall að ná
sér í plöntur í fallega garðinn
sinn sem hún lagði mikla rækt
við. Mamma var mikill sóldýrk-
andi og notaði hvert tækifæri til
að fara í sólbað. Hún var dýra-
vinur og átti bæði ketti og
hunda.
Mamma var sem fyrr segir
mikill leikari og góður penni,
skrifaði ófáa leikþætti sem settir
voru upp á skemmtunum hjá
kvenfélaginu og slysavarna-
deildinni á Patró og auðvitað var
hún leikstjórinn. Hún starfaði
með Leikfélagi Patreksfjarðar í
yfir 20 ár, lék í fjöldamörgum
leikritum og var gerð að heiðurs-
félaga þar árið 1996. Eftir að hún
flutti til Reykjavíkur starfaði
hún með leikfélaginu Snúði og
Snældu og einnig lék hún auka-
hlutverk í nokkrum sjónvarps-
þáttum og bíómyndum þar sem
hún naut sín í botn. Mamma var
mikil Kvennalistakona og fór
m.a. á kvennaráðstefnu í Osló og
Turku. Henni fannst gaman að
ferðast, fór oft til Svíþjóðar til að
heimsækja Eygló og barnabörn-
in og svo fór hún oft í ferðir með
Bændaferðum, m.a. til Kanada
þar sem hún var fjallkona í Gimli
17. júní. Lestur góðra bóka var
hennar líf og yndi og las hún
margar bækur á viku. Undir það
síðasta var orðið mjög erfitt að
finna bækur fyrir hana á bóka-
safninu sem hún var ekki búin að
lesa. Hún var mikill snillingur í
að ráða krossgátur og hafði mjög
gaman af því að spila og leggja
kapal. Mamma var mjög glæsileg
kona, klæddi sig alltaf stelpulega
og það kom ekki til greina að fara
með hana í einhverjar kerlinga-
búðir þegar hana vantaði föt.
Það var alltaf gott að koma til
mömmu. Hún vildi alltaf vera að
gefa okkur mat og ef hún vissi að
einhver var á leiðinni var hún
ekki lengi að galdra fram veislu-
borð. Þótt mamma og pabbi
hefðu skilið árið 2003 þá voru þau
alltaf mjög góðir vinir og héldu
góðu samband. Elsku mamma,
við söknum þín mikið og þess að
geta ekki komið við í kaffi hjá þér
og barnabörnin sakna ömmu og
langömmu sem var þeim einstak-
lega hlý og góð. Minningin um
þig mun lifa í hjörtum okkar
elsku mamma,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Þín börn
Eygló, Kristín, Gerður,
Victor og Jóhanna.
Elsku amma, það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin.
Minningarnar um stundir okkar
saman eru margar og skemmti-
legar. Þú passaðir mig iðulega
þegar við bjuggum á Patró og við
krakkarnir máttum alltaf koma
og vera hjá þér. Það var enginn
staður bannaður í stóra húsinu
ykkar afa. Við stelpurnar dund-
uðum okkur tímunum saman inn í
herbergi með slæðurnar þínar,
hálsfestarnar, veskin og skóna
eða vorum í eltingaleik út um allt
hús. Oft lékum við okkur úti í
garði og þegar það hafði snjóað
mikið þá klifruðum við upp á þak-
ið á bílskúrnum og hoppuðum of-
an í skafl. Þú keyrðir ekki bíl,
tókst að vísu einhverntíman bíl-
próf en keyrðir samt aldrei sjálf.
Ég held samt að þú hafir innst
inni notið þess því þá hafðirðu
góða og gilda ástæðu til að
hringja í okkur krakkana ef þú
þurftir að komast eitthvað og
alltaf vorum við tilbúin. Ég fékk
fallega nafnið þitt, Sigurósk, og
hef ég alltaf borið það með stolti
og virðingu og ég er ekki lengi að
leiðrétta fólk þegar það ber það
vitlaust fram. Í dag er ég sú eina í
fjölskyldunni sem ber þetta nafn
og það er mikill heiður fyrir mig,
elsku amma mín. Mér þykir
óskaplega vænt um að hafa gist
hjá þér síðustu nóttina í lífi þínu
og þakka fyrir stundina okkar
saman. Ég elska þig amma mín,
minning þín lífir í hjarta mínu.
Þín
Sunna Sigurósk.
Elsku amma Nanný, þú varst
ekki bara amma mín heldur líka
vinkona mín, við vorum nefnilega
mjög nánar. Við áttum yndislegt
samband, einstakt og skemmti-
legt var það og mun ég alltaf vera
þakklát.
Ég man þegar þú bjóst á
Patró. Það var alltaf svo gaman
að keyra vestur til ömmu og afa,
hitta ykkur og Prins hundinn
ykkar og þegar ég tók bestu vin-
konu mína í ferðalag vestur
tókstu svo vel á móti okkur. Við
fórum í berjamó og hjálpuðum
þér að búa til sultu.
Þegar ég hugsa til baka þá
koma margar minningar upp í
hugann sem ég mun geyma í
hjarta mínu. Eftir að þú fluttir
ein til Reykjavíkur þá vorum við
enn meira saman, ég og mamma í
kaffi til ömmu, bókasafnið að
velja fyrir þig bækur og þegar ég
fór með þig að versla snyrtidót,
þú varst alltaf svo vel til fara og
klæddir þig svo björtum og skær-
um litum, þú elskaðir bleikan og
það var þinn litur, amma mín.
Síðasta sumar, þegar ég kom til
þín og gisti, tókum við algjört
trúnó saman og þú sagðir: „Við
skulum nú ekkert vera að segja
mömmu þinni,“ sem var svo bara
á milli okkar og bréfið sem þú
gafst mér síðustu jól, þú hafðir
sko húmor. Ég mun sakna þess
að eyða næstu jólum með þér
amma mín, þú eyddir alltaf jól-
unum og áramótunum þínum hjá
okkur í Mosó og þau verða sko
ekki eins án þín. Þú fékkst lang-
flestu pakkana og flæddu þeir út
fyrir tréð, þú varst okkur öllum
svo kær og elskum við þig svo
mikið. Ég og Gauti bróðir mun-
um sakna þess að hafa ömmu hjá
okkur á jólunum. Ég vildi óska
þess að ég hefði komið fyrr heim
til Íslands svo ég hefði getað séð
þig, það var svo margt sem ég
hefði viljað segja þér, en við tök-
um trúnó seinna, ég veit það vel.
Ég elska þig og sakna þín elsku
amma mín.
Þín ömmustelpa,
Karitas.
Þann 6. júlí síðastliðinn fékk
ég upphringingu. Kristín, dóttir
elskulegrar og yndislegrar vin-
konu minnar, Nannýjar, tilkynnti
mér andlát móður sinnar og var
það henni mjög þungbært.
Við Nanný töluðumst við í
síma tveimur dögum fyrr, þá var
hún sárþjáð. Hún spurði mig þó,
hvernig hefur þú það elskan mín.
Hún hafði alltaf hjartarúm og
svona var hún alltaf við vini sína.
Stuttu eftir að ég flutti til
Reykjavíkur kynntumst við úti á
tröppum hjá mér. Hún var líka
nýflutt að vestan. Svo ég geri 15
ára sögu okkar stutta, þá gátum
við spjallað endalaust saman.
Hún á svo stórkostlega fjöl-
skyldu. Börnin hennar báru for-
eldrana á höndum sér. Þau héldu
þeim veislur og samfögnuði og
þau voru í daglegu sambandi.
Við bárum saman bækur og
áttum svo margt sameiginlegt.
Skemmst er að minnast bænda-
ferðar sem við fórum saman í til
Ítalíu. Það var auðséð hvaða
mann Nanný hafði að geyma og
allir tóku henni opnum örmum
þar sem og hér heima. Við fórum
í ótal margar skemmtiferðir í bæ-
inn, t.d. á 17. júní og Menning-
arnótt með regnhlífar og í ljósum
sumarfötum. Við fórum í Kola-
portið saman og fengum okkur
kakó og vöfflur og tókum með
okkur nesti í Grasagarðinn þar
sem við settumst á teppi og létum
sólina baða okkur kerlurnar. Við
tókum strætó og ferðuðumst um
með leið 14 með léttum leik.
Síðast fórum við saman á
konukvöld í Blómavali. Í and-
dyrinu, sem var þéttsetið af fólki,
tók Sigga Kling á móti okkur.
Hún faðmaði Nanný að sér og
hrópaði að hún væri fallegasta og
yndislegasta manneskjan á
staðnum. Hún brosti breitt og
dansaði dátt af gleði við hana
undir tónlist Helga okkar Björns.
Svona var allt í kringum Nanný.
Ég sakna hennar mjög og sím-
tölin, sem voru nánast dagleg,
björguðu mér oft í einsemd
minni. Í dag eiga fjölskyldur okk-
ar nóg með sig og sína og margt
er í boði fyrir þær.
Ég kveð elskulega vinkonu
mína með þakklæti í huga og
söknuði. Yndislega fjölskylda, ég
samhryggist ykkur.
Kærar kveðjur,
Steingerður Axelsdóttir
og börn.
Sigurósk Eyland
Jónsdóttir
Kær móðir okkar og tengdamóðir,
BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR,
sem lengst af bjó á Laugarásvegi 63
í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund 9. júlí. Hún verður jarðsungin frá
Áskirkju föstudaginn 17. júlí klukkan 15.
Dagný Helgadóttir Gunnar H. Egilson
Árni B. Helgason Rósa Guðný Jónsdóttir
Guðrún Helgadóttir Atli Rúnar Halldórsson
Þorsteinn Helgason Jónína Á. Steingrímsdóttir
og fjölskyldur
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VALUR JÚLÍUSSON
læknir,
Hrafnistu, Sléttuvegi,
lést 5. júlí. Útför hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir
Hrefna Lilja Valsdóttir
Hafsteinn Valsson Hallfríður Karlsdóttir
Hörður Valsson Ingibjörg Lilja Halldórsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
HANNA BJÖRK HÁLFDÁNARDÓTTIR,
Kristnibraut 85,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá
Guðríðarkirkju þriðjudaginn 21. júlí klukkan 13.
Bjarni Sigurðsson
Dagbjört Rut Bjarnadóttir Daði Hafþórsson
Sigurður Freyr Bjarnason Silja Dögg Andradóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR
fv. útibússtjóri,
Ársölum 3,
lést á Hrafnistu DAS í Boðaþingi
föstudaginn 10. júlí. Útför fer fram frá
Lindakirkju þriðjudaginn 21. júlí klukkan 13.
Sigurður Sigurðsson
Unnur Guðbjargardóttir
Laufey Sigurðardóttir Jón Bjarki Sigurðsson
Sigurður Björn Bjarkason Sigurbjörg Ósk Kristjánsdóttir
Arnór Ingi Bjarkason Lina Marija Bal■i■nait■
Elmar Trausti Sigurðsson
lč ū ė
Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur,
GUNNAR M. ERLINGSSON,
löggiltur endurskoðandi,
Hæðarseli 14, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 11. júlí umvafinn ástvinum sínum.
Útför verður auglýst síðar.
Lilja Guðjónsdóttir
Kolbrún F. Gunnarsdóttir Sigurður Dagur Sigurðarson
Andri Örn Gunnarsson Dagný Jónsdóttir
Gunnar Örn Sigurðarson Björgvin Logi Sigurðarson
Lilja Kristín Sigurðardóttir Birkir Úlfar Sigurðarson
Kolbrún Gunnarsdóttir Erling J. Sigurðsson
Sigfríður Runólfsdóttir
systkini og fjölskyldur þeirra
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Helga Guðmundsdóttir,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna