Morgunblaðið - 17.08.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.08.2020, Qupperneq 16
Morgunblaðið/Eggert Sólarlönd Mikið atvinnuleysi er á suðrænum slóðum vegna veirunnar. Margir Íslendingar flytja til Suður- landa og búa þar um lengri eða skemmri tíma. Láta vel af vistinni og þykir firn mikil hve allt sé þar ódýrt og sólin ókeypis í ofanálag. Þessum lofræðum fylgir oft gagnrýni á verðlag hér heima, en ekki er víst að menn geri sér grein fyrir hvernig almenningur hefur það þarna niðurfrá og hvernig gengur hjá unga fólkinu þar. Nýleg utanaðkomandi skýrsla sýnir nöturlegt ástand efnahags- mála með félagslegri óskilvirkni og mikilli fátækt. Atvinnuleysi reiknast 14,5% og yfir 30% hjá ungu fólki. Suður- Evrópa er enn að kljást við afleið- ingar kreppunnar 2008 og nú bæt- ist kórónuveiran við. Ferðaþjón- ustan, sem er láglaunamiðuð en fólkið reiðir sig á, hefur verið löm- uð síðan í mars, en nú eru menn af veikum kröftum að byrja að opna. Sumir núna, aðrir ekki fyrr en í september. Við skulum ekki bera okkur sam- an við þetta fólk, við höfum það miklu betra, en mættum hugsa oft- ar hlýlega til okkar félagslega kerf- is og fjölbreytts atvinnulífs í ríku landi. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. … sem við berum okkur saman við 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Flestir hafa heyrt af því þegar fellibyljir myndast yfir hitabelt- issvæði Atlantshafs, æða til norðvesturs og skella svo á Haítí, Kúbu eða Bahamaeyjum og valda þar gífurlegu tjóni á mönnum og mannvirkjum. Þessir fellibyljir vaða svo oft áfram í átt að Flórídaskaga, en þegar þeir koma þar að og skella þar á strönd og mannvirkjum hafa þeir oftast veikst mikið, mesta loftið er úr þeim og þeir eru komnir niður á skaðlítið eða skaðlaust stig storms eða stinnings- kalda. Sami fellibylurinn, með sama nafni. Á sama hátt er flest í þessum heimi breytilegt og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar að- stæður og skilyrði og eru flest verk manna stillt inn á að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja eðli og breytingum vandans. Þetta á við um veðurviðvörunar- og varnarkerfi okkar Íslendinga. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boð- að áföll og menn verða að sýna aðgát og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónuveiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mik- ill og hættan sem af henni stafaði mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í önd- unarvél og gjörgæslu og til allrar óhamingju létust tíu. Þetta var alvar- legt ástand, hátt hættustig; fellibylur eða rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórn- valda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana bönd- um, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðlilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna sam- gangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi. Fellibylurinn var orðinn að stormi eða stinningskalda, rautt ástand að appelsínugulu eða gulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæslu eða öndunarvél, svo ekki sé talað um að einhver hafi lát- ist. Nú í bili er reyndar einn sjúkling- ur (af um 100) á spítala og í gjör- gæslu, en hann er með undirliggj- andi sjúkdóm. 31. mars voru 11 sjúklingar á gjörgæslu, 7. apríl voru þeir 13. Af þeim 100 manns sem eru sýktir þarf enginn á sjúkrahús og flestir virðast vart finna fyrir sjúk- dómseinkennum eða alls ekki. Auðvitað hefur veiran, eðli hennar og styrkur gjörbreyst. Það þarf enga vísindamenn til að sjá það. Almenn skynsemi dugar. Myndi einhver heilvita maður und- irbúa sig eins og taka eins á vanda stinningskalda og fellibyls? Auðvitað ekki. Þetta eru tvö gjörólík viðfangs- efni þó að þau kunni að bera sama nafn. Kórónuveiran hefur greinilega veikst með afgerandi hætti - farið úr bráðalvarlegri flensu í milda kvef- pest, alla vega hér, á síðustu vikum og þarf því að aðlaga viðbrögð, úr- ræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt, yfirkeyrt og skaðlegt. Stýring þessara mála hér innan- lands varðar ekki aðeins ferðaþjón- ustuna – sem reif þjóðina út úr hrun- inu – heldur líka flesta aðra atvinnu- vegi, samskipti manna og samveru, félagsstarfsemi og íþróttir, skemmt- anahald, skólahald og nánast allt annað streymi og hræringar þjóð- félagsins. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel – reyndar ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki í það síðasta – en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“ og svo fyrir því, með mikilli fjölmiðlaviðveru og dúndrandi lúðrablæstri, að landa- mærunum skyldi lokað. Hugsaði skimunarpáfinn – sem reyndar hefur hrokkið nokkuð úr og í það hlutverk – um það hvað Ísland er feikilega háð alþjóðlegum sam- skiptum og viðskiptum? Að það er tæknilega ógerningur að stöðva eða útiloka veiru þar sem aðeins einn maður – og það væri aldrei hægt að halda þeim öllum frá – gæti komið með smit sem svo breiddist út? Þetta tal og þessi málflutningur er fyrir undirrituðum ekki gott tal, fremur snakkgleði en málefnaleg og yfirveguð málfærsla, en veiran hefur greinilega veikst með svipuðum hætti í Norður- og Mið-Evrópu og hér miðað við tölur um sjúkrahúsvist og dauðsföll þar, sem auðvitað vega miklu þyngra en tölur um meinlítil smit. Verður að viti undirritaðs að skilja með afgerandi hætti á milli landa og svæða þar sem veira er komin á milt og hættulítið stig og þeirra þar sem hún grasserar enn með skaðvæn- legum hætti. Allt sem ég hef heyrt til þríeykis- ins hefur virst yfirvegað og mál- efnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, og þá um leið á heilbrigðisráðherra og forsætisráð- herra, að íhuga hvort ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula við- vörun í Covid-19-málum hið fyrsta. Auðvitað þarf áfram að gæta aldr- aðra og veikra vel, án þess þó að gera þeim lífið of leitt. Annað mætti í mín- um huga nálgast fyrra far, þó með nýrri hreinlætis- og heilsuvernd- armenningu. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en ef til þess kæmi yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri ís- lensku heitir slíkt: Að haga seglum eftir vindi. Eftir Ole Anton Bieltvedt » Auðvitað hefur veir- an, eðli hennar og styrkur gjörbreyst. Það þarf enga vísindamenn til að sjá það. Almenn skynsemi dugar. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir Þegar fellibylur verður að stormi eða stinningskalda Undanfarin ár hef- ur staðið yfir for- dæmalaus ófræging á hendur enska knatt- spyrnufélaginu Man- chester City. Þar hafa farið fremst Knattspyrnusamband Evrópu UEFA og elítuklúbbar þess; hið svokallaða Rauða bandalag sem lætur sig sannleikann ekki varða, sbr. umfjöllun enska blaða- mannsins Martins Samuel. „Ekki hægt að sanna sekt,“ sagði í frétt og fréttaskýringu Morgunblaðsins í lok júlí þegar blaðamaður féll tvívegis í þá gryfju að virða að vettugi reglur réttarríkis. Blaðamaður lét slúður stjórna penna í kjölfar þess að enska félagið hafði verið sýknað fyrir Íþróttadómstól Evrópu, CAS og 2ja ára bann fellt niður og sekt lækkuð í 10M fyrir að neita sam- vinnu við ásakendur sína sem studdust við stolin gögn slitin úr samhengi. Skrifin komu í kjölfar leiðara blaðsins á svipuðum nótum 18. júlí uppfullum af fordómum og óvild í garð Manchester City algerlega úr stíl almennt við leiðaraskrif blaðs- ins. „Forráðamenn Manchester City láta eins og félagið hafi verið hvítþvegið,“ skrifar höfundur. Hvað meinar leiðarahöfundur? Þetta er sérstæð speki. Félagið var sýknað fyrir CAS og 2ja ára bann UEFA fellt niður. Grunn- regla réttarríkisins er að menn/ lögaðilar eru saklausir uns sekt er sönnuð. Aldrei í sögu Morgunblaðsins hef- ur slíkur málflutn- ingur verið viðhafður fyrr en nú. Þótt fé- lagið hafi verið sýkn- að tönnlast blaðið á því að ekki hafi verið hægt að sanna sekt. Gamalt mál Málatilbúnaður UEFA nú í ársbyrjun byggði á gögnum frá fyrir háttvísisreglur UEFA 2012 og úrskurði UEFA 2014 þegar félagið var sektað um 20M. Því máli var lokið. Der Spie- gel birti á síðastliðnu ári gamla stolna pósta frá því fyrir daga háttvísisreglna og málsins 2014, slitna úr samhengi vísvitandi til að sverta og rægja ManCity. Það var Der Spiegel til skammar og UEFA enn meiri skammar að nota til að úrskurða félagið í 2ja ára Evrópubann beinlínis til að knésetja félagið. Þegar ég vann á Mogganum þá baðst blaðið iðulega afsökunar á mistökum – ég endurtek iðulega – ef ekki var farið rétt með, meðal annars tvívegis í mínu tilviki. Þannig var það undir ritstjórn Matthíasar og Styrmis. Hafa skal það sem sannara reynist og okkur verður öllum á. Mogginn ber út ósannindi um félagslið og þótt í útlöndum sé þá ber að leiðrétta. Hér á landi eru mörg hundruð manns sem halda með félaginu og ég hef gert það frá unglingsárum. Blaðið hefur skrifað niður afrek ManCity á undanförnum árum og til dæmis sagði blaðið ekki frá 100 stiga meti ManCity fyrr en mörgum löngum mánuðum síðar. Inngrip í réttvísina Þegar ManCity leitaði til CAS þá gripu níu félög á Englandi til þess níðingslega úrræðis að skrifa dómstólnum og krefjast þess að máli ManCity yrði vísað frá og ólög UEFA stæðu. Þeirra á meðal voru Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea; rússneskir og amerískir eigendur þeirra sem tíðka vinnubrögð sem forðum sáust ekki í enska bolt- anum. Hefur blaðið sagt frá þessu útspili til að stöðva réttvís- ina? Mennirnir að baki ManCity eru sérstakir heiðursmenn; Kaldoon stjórnarformaður ásamt Spán- verjunum Txiki, Sorriano og Pep Guardiola. Spánverjarnir breyttu fótboltanum og gerðu Barcelona að stórkostlegasta liði knatt- spyrnusögunnar. Pep besti þjálf- ari sögunnar. Því er haldið fram að þessir menn séu skúrkar og svindlarar. Þeir fóru frá Barce- lona til Manchester til að byggja upp klúbbinn; knattspyrnulið í sérflokki sem unnið hefur 9 titla undanfarin ár; glæsilegustu ung- lingaakademíu heims, eitt besta kvennalið Englands, stærstu íþrótta- og sýningarhöll Evrópu og systurfélög um allan heim. Þetta er fordæmalaus uppbygg- ing knattspyrnufélags. Ég fer fram á að ritstjórn leið- rétti missagnir og málflutning blaðsins og haldi blaðamönnum sínum að sannleikanum líkt og Matthías og Styrmir. Morgunblaðið, réttarríkið og Manchester City Eftir Hall Hallsson »Mennirnir að baki ManCity eru sér- stakir heiðursmenn; Kaldoon stjórnarfor- maður ásamt Spánverj- unum Txiki, Sorriano og Pep Guardiola. Hallur Hallsson Höfundur er fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.