Morgunblaðið - 17.08.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 17.08.2020, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 ✝ Stefanía JennýVídalín Val- garðsdóttir fæddist á Ísafirði þann 21. ágúst árið 1944. Hún lést á Hrafn- istu við Sléttuveg 29. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Hrefna Ví- dalín Stefánsdóttir og Valgarður Magnússon. Fyrri eiginmaður Stefaníu var Þórður Jóhannesson og seinni eig- og Guðný Hrefna. 4) Edilon, börn Edilons eru Stefanía Diljá, Ísak Ingi og Edilon Örn. 5) Heiða Jenný, börn Heiðu Jenný- ar eru Elín Boamah, Stefanía Adele, Magdalena Ýr, Írena Rós og Karmen Morena. Barna- barnabörn Stefaníu eru tólf. Stefanía ólst upp á Þingeyri, en flutti ung til Reykjavíkur og bjó lengst af á Brávallagötu 4 með seinni eiginmanni sínum, Hreini Edilonssyni. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. inmaður Stefaníu var Hreinn Edilons- son. Börn Stefaníu eru 1) Guðrún, sem er látin, börn Guð- rúnar eru Hreinn Vídalín og Atli Freyr. 2) Jóhanna, börn Jóhönnu eru Tinna, Ari Páll, Nanna Dögg, Edda Sól og Leó Máni. 3) Elísabet Dýrleif, börn Elísabet- ar eru Aldís Líf, Albert Leifur Elsku amma Stebba. Fyrir nokkrum vikum fórst þú að finna fyrir veikindum og fannst þú ekki vera eins og þú átt- ir að þér. Ekki hvarflaði það að okkur, að þetta væri upphafið á ferðalaginu sem við öll eigum fyr- ir höndum. Það var ekki tímabært – þú 75 ára gömul, sem varla telst til nokkurs aldurs í dag. Þú hafðir áður veikst – en alltaf staðið veik- indin af þér og þannig átti það líka að vera í þetta skiptið. En veikindin ágerðust. Því fór sem fór og þú kvaddir okkur, kvaddir okkur í bili. Það er svo margt, sem upp í hugann kemur, á tímamótum sem þessum. Leifturskot minninga, orð, athafnir, allar samveru- stundirnar, það sem var og það sem aldrei varð eða verður. Minningaperlurnar eru marg- ar. Stundirnar saman í eldhúsinu á Brávallagötunni – þar sem við hlustuðum saman á þátt Gests Einarssonar í útvarpinu, „Hvíta máva“, og sungum saman, á með- an þú varst eitthvað að bardúsa, gera eða græja. Jólin, með öllum sínum fallegu hefðum, komu ekki fyrr en kirkjubjöllur Dómkirkjunnar höfðu slegið og þulurinn í útvarp- inu hafði lokið við orðin „Útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík – Gleðileg jól“. Svo var borðað kar- bonaði með tilheyrandi að hætti ömmu Stebbu. Handavinnan og hannyrðirnar – sem veittu þér svo mikla gleði. Ég minnist hekluðu kerta- hringanna, eldhústusknanna, jólasokkanna og annars hand- verks – sem þú gafst okkur. Símhringingarnar frá þér – undantekningalaust á hverjum degi og stundum oft á dag, þannig að maður var oft og tíðum í stök- ustu vandræðum að finna upp á einhverju til að segja frá – af því að búið var að segja allt það frétt- næma og það sem var í gangi þann daginn og þá stund. Elsku amma Stebba, þetta varst bara þú sem vildir heyra rödd ástvina þinna og vita hvern- ig okkur liði. Þessara samtala mun ég sakna, en við höldum þeim áfram í draumalandinu. Lífið er hverfult og við vitum aldrei hvenær jarðvist okkar lýk- ur. Það sem lífið hefur þó kennt okkur er hversu óskaplega og óhemjustutt það er. Elsku amma Stebba, þú varst engill í mannsmynd. Þú tókst öll- um opnum örmum. Þú fylgdist svo vel með okkur og varst svo stolt af okkur, eins og við vorum stolt af þér. Þú hallmæltir aldrei nokkrum manni, vildir öllum vel, hugsaðir fallega til allra, spurðist alltaf fyrir um fólkið okkar og gleymdir engum. Hugarfar þitt og umburðarlyndi var einstakt og til eftirbreytni. Þú varst meira en bara mamma og amma – þú varst sannur vinur okkar allra. Það verða fagnaðarfundir hjá ykkur afa Hreini, mömmu, ömmu Hrefnu og öðrum ástvinum og ég veit að það er vel tekið á móti þér. Minningarnar og samveru- stundirnar eru dýrmætar – það sem þó stendur upp úr öllu frem- ur er sú gæfa, forréttindi og heið- ur að hafa átt þig að. Þú varst og heldur áfram að vera hluti af lífi okkar og það sem þú kenndir okkur. Elsku hjartans amma – takk fyrir allt og allt. Góða ferð og þangað til við hittumst aftur í austrinu eilífa – megi ljós þitt skína að eilífu. Hreinn Vídalín. Amma mín ég trúi ekki að þú sért bara farin og ég geti ekki heimsótt þig eða talað meira við þig. Ég mun sakna þess amma mín þú varst svo góð og falleg með rauða varalitinn og fallega brosið, svo var gaman að heyra þig syngja, þú varst alltaf að syngja eða raula og varst alltaf að hringja í mömmu, dóttur þína, alla daga til að vita hvernig við hefðum það og gleymdir aldrei neinum, hugsaðir til allra, meira að segja hundsinsokkar. Sakna þín amma mín, þú verður alltaf í hjarta mínu. Þín Magdalena Ýr. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið, langar svo að heyra þig syngja og sjá fallega rauðu varirnar brosa. Elsku amma mín, þú varst svo góð, hringdir alltaf í mig til að spyrja hvað væri að frétta og við töluðum, ég á eftir að sakna þess, elsku amma mín. Ég á svo margar minningar um þig, amma mín, fallega sönginn, næt- urgistingarnar hjá þér og afa, að borða með ykkur, halda jólin með ykkur, koma í kjötbollur alla þriðjudaga og fá ömmu- og afaís, ég elskaði það. Allar fallegu gjaf- irnar sem þú gerðir fyrir okkur, þú vast svo dugleg að hekla og föndra alls konar á eftir og ég á eftir að sakna allra skrítnu litlu gjafanna. Elsku amma mín, elska þig og mun alltaf gera. þín nafna, Stefanía Adele. Elsku amma Stebba. Nú þegar þú ert farin langar okkur til þess að minnast þín með nokkrum orðum. Það var alltaf skemmtilegt að koma til ykkar afa á Brávallagöt- una. Steikja fisk í raspi, ganga með afa í bakaríið og koma til baka með bleikan snúð og rún- stykki og gæða okkur á þessu með ykkur. Það voru góðar stundir í eldhúsinu þegar þú söngst hástöfum og föndraðir. Eitt af mörgu voru jólasokkar sem þú saumaðir fyrir okkur og eru þeir settir upp um hver jól og verður það gert um ókomna tíð. Við höfðum gaman af því þegar þú gafst fólki og dýrum viður- nefni. Pési, kötturinn okkar, fékk viðurnefnið pensill og þú spurðir oft eftir Pésa pensli og hvað væri að frétta af honum. Edilon fékk viðurnefnið Donni dúkkulísa og meira að segja afi fékk sitt við- urnefni en hann var Ponsinn þinn. Það rifjast upp margar góðar minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Við munum sakna þessara stunda sem við áttum með ykkur afa. Stefanía Diljá og Ísak Ingi Edilonsbörn. Amma mín mikið á ég eftir að sakna þín elsku engillinn minn, ég veit að þú munt vaka yfir mér. Ég gleymi ekki hversu falleg þú varst með fallegan rauðan varalit og fallega brosið þitt alltaf syngj- andi. Ég er svo heppin að vera með þína hæfileika í höndum, takk fyrir það amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, heklið og föndrið og takk fyrir að hugsa alltaf til okkar systranna, alltaf að spyrja um okkur. Amma mín, ég mun alltaf geyma þig og afa í hjarta mínu, ég elska ykkur. Þín, Írena Rós. Ég á eftir að sakna þín amma mín, ég ætla að passa vel upp á allt sem þú hefur heklað eða föndrað fyrir mig og varðveita minningar um þig í hjarta mínu, elska þig amma mín. Þín, Karmen Morena. Elsku amma mín það var alltaf svo æðislegt að koma að heim- sækja þig, þú alltaf svo fín með þinn rauða varalit og syngjandi. Alltaf að hrósa mér og segja hvað ég væri frábær. Ég mun sakna allra símtalanna okkar og að segja þér frá deginum mínum. Takk elsku amma fyrir að hafa trú á mer, ég mun halda áfram að gera þig stolta. Elska þig út af lífinu, þú verður alltaf í hjarta mínu. Þín, Elín B. Stefanía Jenný Vídalín Valgarðsdóttir ✝ GuðlaugurLaufkvist Guðmundsson fæddist í Sand- gerði 13. desem- ber 1925. Hann andaðist á Land- spítalanum v/ Fossvog 31. júlí 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Eyjólfs- son sjómaður og verkamaður, f. 16. nóvember 1888, d. 16. nóvember 1942, hann var frá Fuglavík í Miðneshreppi, og Guðrún Sveinsdóttir, f. 10. september 1893, d. 31. ágúst 1973, frá Breiðagerði á Vatnsleysuströnd. Systkini Dalasýslu. Börn hennar eru Helena, f. 1961, maki Mary Hawkins. Linda, f. 1964, og Pétur, f. 1966, maki Ída Guð- rún. Afabörn Guðlaugs eru 5 og barnabarnabörn eru 9. Guðlaugur og Anna bjuggu alla tíð á Njálsgötu 92. Guðlaugur lærði til kokks og stundaði sjóinn, var kokk- ur á hinum ýmsu bátum frá Sandgerði, Keflavík og Reykjavík. Ásamt því að leysa af sem bryti hjá Eim- skip. Árið 1977 fór hann í land og réð sig hjá Hafskip, starfaði þar sem vörubílstjóri þangað til Hafskip hætti starfsemi 1985. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðlaugs voru Björgvin Helgi, f. 1917, d. 2005, Elí- as Eyjólfur, f. 1919, d. 1987, Ólafía Laufey, f.1921, d. 2005, Guðrún Sigurrós, f. 1925, d. 1925, og Anna Engilrós, f. 1931, d. 1965. Guðlaugur kvæntist 1955 Ás- laugu V. Jónsdóttur, f. 1924, d. 2003. Þau eignuðust tvo syni, Guðmund, f. 1955, og Róbert, f. 1956. Guðlaugur og Áslaug slitu samvistir 1969. Seinni kona Guðlaugs er Anna Guðjónsdóttir, f. 1933 í Nú hefur síðasti klakinn verið brotinn. Síðasta strokan verið strokin með kústinum fyrir utan Njálsgötu 92, já og oft teygði það sig yfir að 102. Alltaf verið að snyrta umhverf- ið. Engu skipti hvort það var í hans verkahring eða annarra. Verkin urðu að vinnast og þá voru þau gerð. Þrátt fyrir að tíundi áratugurinn gægðist fyrir hornið var ekki slegið slöku við. Pásurn- ar urðu bara aðeins lengri. Alltaf að, alltaf iðinn. Aldrei mátti hætta verki fyrr en því var lokið. Ýmislegt var að stússast í geymslunni í kjallaranum.Ýmsu verið sankað að sér þar og var það heill ævintýraheimur þegar barnabörnin fóru með honum þangað að brasa. Ef hlutur sem þurfti var ekki til var honum mix- að saman með einhverju því sem hafði verið sankað að sér. Gulli stjúpi minn kom inn í líf mitt þegar ég var á ellefta aldurs- ári þegar hann og mamma rugl- uðu saman reytum.Vorum við systkinin þrjú og ekki hefur alltaf verið auðvelt að koma inn í fast- mótaða fjölskyldu. Aldrei man ég eftir árekstrum eða að skugga hafið borið á í okkar samskiptum. Þvílíkur ljúflingur sem hann var og skipti aldrei skapi. Hann starf- aði á vörubíl hjá Hafskip þegar við kynnumst og var það ósjaldan að ég fékk að sitja með honum í bílnum þegar hann var við störf á bryggjunni.Var það mikið ævin- týri. Sérstaklega þar sem ekki hafði verið til bíll á heimilinu. Utanlandsferðir þeirra mömmu voru þeim hugleiknar- .Varð Spánn oftast fyrir valinu. Gulli var mikill sóldýrkandi og gat legið í sólinni tímunum saman svo þeirri gömlu þótti oft nóg um. Þar gat hann slakað á. Ótrúlegt fannst okkur börnunum hvað þau gátu bjargað sér á erlendri grundu án nokkurrar tungumála- kunnáttu. Hvort sem var hjá lækninum eða að kaupa eina ákveðna tegund af takkaskóm sem urðu að vera neongulir að ósk barnabarns. Alltaf gekk það. Þeirra viðkvæði var: Þeir vilja selja, við viljum kaupa. Svo málin voru bara kláruð með handapati og leikrænni tjáningu. Hann elskaði barnabörnin og vildi allt fyrir þau gera. Sá maður glampann í augunum á honum og prakkarasvipinn á andlitinu þeg- ar hann lék sér við þau. Átti hann jafnvel til að fara í kollhnís eða standa á haus þrátt fyrir að kennitala hans segði að hann ætti frekar að orna sér við bóklestur, en það gerði hann þó einnig þegar tími gafst til. Alla tíð var hann í góðu formi og hélt hann sér þann- ig fram á síðasta dag. Voru það dans og göngur sem héldu honum við. Síðustu mánuðir voru Gulla mínum þungbærir. Mamma búin að missa heilsuna og honum fannst hann vera kominn í hlut- verk sem hann gat ekki skilað fullkomlega frá sér, það að annast hana. Fann hann þá fyrir van- mætti sínum. En þegar mamma fór á stofnanir í hvíldarinnlagnir gat hann ekki á heilum sér tekið því að þá hafði hann ekki Önnu sína til að annast og hugsa svo fal- lega um eins og hann hafði alltaf gert. Smám saman dró af honum blessuðum. Lífsneistinn dofnaði og glampinn í augunum hvarf. Var hann orðinn mjög þreyttur og saddur lífdaga þegar hann kvaddi eftir stutta sjúkrahúslegu. Elsku Gulli, takk fyrir mig og mína. Farðu í friði. Sjáumst. Þinn Pétur Magni. Elsku Gulli. Ég horfi út um gluggann og bíð eftir að sjá þig labba fram hjá, eða að þú bankir upp á hjá mér til að spjalla. En ég veit að það er ekki að fara að gerast því þú ert búinn að kveðja í hinsta sinn. Ég hugsa til þín oft á dag og á eftir að gera það um ókomin ár. Ég kynntist Gulla, eins og hann var alltaf kallaður, fyrir rúmum 40 árum, þegar hann kynntist mömmu minni og fór að búa með okkur. Hef oft hugsað til þess að það hafi nú ekki verið auðvelt fyr- ir hann að koma inn á heimili með þremur börnum, sem voru á erf- iðum aldri fyrir svona breytingar. En hann vann hjörtu okkar fljót- lega, og var einn af yndislegustu mönnum sem ég hef kynnst. Og er ég honum ævinlega þakklát fyrir að hafa komið inn í líf okkar. Hann var duglegasti maður sem ég hef hitt, sat aldrei auðum höndum, og var alltaf að. Ég hef búið í sama stigagangi með Gulla og mömmu síðustu 28 árin. Hann var alltaf fyrstur til að hjálpa mér ef ég var að laga eitthvað í íbúð- inni minni. Og alltaf gat ég fengið góð ráð hjá honum. Hann var mikill göngumaður, labbaði með ferðafélagi á yngri árum og fór í sund á hverjum degi. Hann fór síðustu gönguferðina upp á Helgafell þegar hann var 80 ára. Eftir að hann fór að eldast gekk hann oft á dag um hverfið. Í áttræðisafmælisgjöf gáfum við honum reiðhjól sem hann hjólaði á út um allan bæ. Hann spilaði fótbolta með Reyni í Sandgerði og urðu þeir knattspyrnu- meistarar Suðurnesja 1952. Hann var mikill dansari hér áður fyrr, og fór hann vikulega að dansa með sínum jafnöldrum hin síðari ár. Síðustu danssporin dansaði hann við hjúkkurnar á Landspítalanum, tveimur vikum áður en hann lést. Ég er honum svo þakklát fyrir hvað hann hugs- aði vel um mömmu þegar hún gat það ekki sjálf. Það var ekki fyrr en í apríl sem honum fór að hraka, og það gerðist allt of hratt undir það síðasta. Ég veit að hann var sáttur við að fá að fara þessa hinstu ferð, og það ætti að vera einhver huggun í því, fyrir okkur, en það er það ekki. Alltaf erfitt að kveðja þá sem maður elskar. Það verður ekkert eins á Njallanum eftir að hann er farinn. Pönnukökuilmurinn sem maður fann stundum á ganginum á morgnana, eftir að hann var búin að gera einar bestu pönnukökur, finnst ekki lengur. Dætur mínar eru svo þakklátar fyrir að hafa fengið að vera svo nálægt afa sín- um, þegar þær voru að alast upp. Þegar þær eignuðust börn þá var byrjað að fara niður til langafa og fengið kex. Hann átti alltaf kex í dós fyrir þau. Honum fannst gaman að fá barnabörnin og lang- afabörnin í heimsókn. Þau sóttust eftir að fara til hans, því hann var með eindæmum barngóður. Allt- af voru þau velkomin niður til afa. Hvíldu í friði, elsku Gulli minn. Þín Linda. Elsku afi, á tímamótum eins og þessum þá eru margar minningar sem fljúga um hausinn á mér. Ég man vel eftir því þegar ég var lítil, þá varst þú alltaf til í að spjalla og leika með okkur barnabörnunum. Eins og þú gerðir einnig með langafabörnunum þínum allt þar til þú kvaddir. Þolinmæðin sem þú hafðir fyrir þessum litlu krökkum sem öll fengu að djöfl- ast og hnoðast með þér var ótrú- leg. Þegar það var sól og blíða á Njallanum þá varst þú kominn út með okkur að leika eða fékkst okkur með þér í einhver verkefni. Ég á líka aldrei eftir að gleyma fiskisúpunni sem þú eldaðir ein- stöku sinnum og var svo svaka- lega góð. Ef eitthvað þurfti að græja eða gera þá varst þú fyrstur á staðin til að aðstoða og varst alltaf með lausn á öllu. Þið amma áttuð heima í sama húsi og ég í 20 ár og var maður vanur að koma við nokkrum sinnum og ná sér í kex sem þú passaðir upp á að væri alltaf til. Þú varst svo ótrúlega hjartahlýr og það var alltaf svo gott að fá knús frá þér. Þú sagðir mér einu sinni frá því að þú værir tvíburi og tvíburasystir þín hefði látist mjög ung úr erfiðum sjúk- dómi sem þið bæði voruð með. Þegar systir þín dó þá hresstist þú og alla tíð varstu hress. Núna hafi þið sameinast aftur og ertu eflaust að þakka henni fyrir lífs- gjöfina. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Þín Melkorka. Gulli kom inn í líf mitt þegar ég var á táningsaldri og í fyrstu var ég ekki mjög ánægð með nýja fjölskyldumeðliminn. Ég skipti þó fljótt um skoðun þegar ég átt- aði mig á því hve hamingjusöm móðir mín var og komst að hrifn- ingu Gulla af öflugum amerískum bílum, sem hann leyfði mér iðu- lega að aka. Gulli var eins og faðir okkar systkinanna og hann tók afa- og langafahlutverkið með stæl þegar litlu börnin fóru að koma í heiminn. Ég get enn þá séð hann fyrir mér hoppandi yfir grillborð uppi í sumarbústað til að skemmta litlu barnabarninu sínu og fara um á öllum fjórum úti í garði með lítil langömmubörn á bakinu á sólríkum sumardegi. Gulli var einn sá handlagnasti maður sem ég hef þekkt, það var ekkert sem hann gat ekki smíðað og lagað, eða jafnvel endurhann- að. Hann nýtti hæfileika sína frá dögum sem kokkur á sjó vel í eld- húsinu, lúðusúpan hans sú besta í heimi. Gulli var afar iðjusamur, sat sjaldan kyrr – nema þegar hann var að lesa – labbaði og hjól- aði um alla Reykjavík á hverjum degi; ekki margir sem fá reiðhjól í 80 ára afmælisgjöf. Gulli, þú hef- ur gefið fjölskyldunni svo mikið og við eigum öll yndislegar minn- ingar um þig og allt það sem þú gafst okkur. Það hefur verið erfitt fyrir mig að geta ekki verið viðstödd til að kveðja þig, en þú lifir áfram í hjarta mínu. Elsku Gulli, þakka þér fyrir allt. Helena Önnudóttir. Guðlaugur Laufkvist Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.