Morgunblaðið - 17.08.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.08.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Súrefnisbylting jarðarinnar hófst fyrir um 2.400 milljónum ára í hafinu þegar þörungar þróuðust frá bakt- eríum með því að byrja að nýta sér orku sólarinnar til að melta koltví- sýring og vatn og skila frá sér súr- efni. Þetta breytti lofthjúpi jarðar; hitastig lækkaði og grunnur var lagður að þróun fjölbreytilegs líf- heims jarðar og vistkerfa hennar. Orðið þörungar er samheiti yfir afar fjölbreyttan hóp ljóstillífandi lífvera sem oft er skipt upp í tvo meginflokka: smáþörunga og stórþörunga. Smáþörungar eru einfrumungar sem finna má nánast alls staðar þar sem raka og sólarljós er að finna. Stórþörungar eru margfrum- ungar sem vaxa í fjöruborðinu og á grunnsævi, í söltum sjó, um allan heim. Talið er að stórþörungar hafi þróast út frá smáþörungum fyrir um 1,2 milljörðum ára. Til eru meira en þrettán þúsundir ólíkra tegunda stór- og smáþörunga sem vaxa á ólíkan hátt við gífurlega mismunandi lífsskilyrði. Þörungar nota sérstök litarefni til að fanga sólarljósið, til að ljóstillífa. Magn og tegund litarefna stýrir því hvernig þörungar nýta sólarljósið, ákvarða vaxtarsvæði þeirra og lit. Litarefni þörunga hafa mikið verið rannsökuð á síðustu árum vegna margvíslegrar lífvirkni og heilsu- bætandi áhrifa þeirra. Þörungar eru almennt flokkaðir í þrjár meginfylk- ingar eftir lit: grænþörungar, rauð- þörungar og brúnþörungar. Í íslensku og hinum norrænu tungumálunum er almennt talað um þang og þara þegar rætt er um þör- unga, en í raun tilheyra þang og þari eingöngu fylkingu brúnþörunga. Rauð- og grænþörungar eru hvorki þang né þari, heldur einfaldlega rauð- og grænþörungar. Þara má þekkja á því að hann er með vel aðgreindan stilk sem á situr stórt blað. Stilkurinn festir sig við botninn með mörgum ávölum festu- sprotum. Þang er kvíslótt og festir sig með skífulaga festu. Þörungar vaxa þar sem vatn, nær- ingu og sólarljós er að finna. Flestar tegundir þörunga sem lifa í saltvatni eru hæfar til matar en þörungar sem lifa í ferskvatni eru síður nothæfir til neyslu. Stórþörunga er einungis að finna í söltum sjó þar sem þeir geta fundið sér fótfestu, en smáþörunga má finna í bæði söltu og fersku vatni. Stórþörungar vaxa á fjörusvæðum við öll heimsins höf, á hlýjum haf- svæðum við miðbaug sem og í ís- köldum sjónum við pólana. Fjaran er jafnan skilgreind sem það svæði sem nær frá stórstraums- fjörumörkum upp að stórstraums- flóðamörkum. Aðstæður í fjörunni eru á margan hátt sérstakar, þar sem sjávarföllin valda því að mikill munur getur verið á raka-, hita- og seltustigi. Þörungar sem vaxa í fjörum gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda efnajafnvægi hafsins og hreinleika þess. Það eru margir umhverfisþættir sem ráða því hvar hinar mismunandi þörungategundir vaxa í fjörunni. Þetta eru þættir eins og undirlag, brimasemi, sjávarföll, hiti sjávar og landhalli. Hinar ólíku tegundir vaxa ekki saman um alla fjöruna, heldur vaxa þær beltaskipt í fjörunni, allt eftir því hvaða aðstæðum hver teg- und hefur lagað sig best að. Sumar tegundir fjöruþörunga þurfa til að mynda mjög mikinn raka þar sem þær deyja ef þær þorna alveg upp. Aðrar tegundir, eins og dvergþang og klapparþang, þola þurrk í lengri tíma, jafnvel í nokkra daga. Við Ísland má finna sex þarateg- undir: stórþara (Laminaria hy- perborea), hrossaþara (Laminaria digitata), beltisþara (Saccharina lat- issima), marinkjarna (Alaria escu- lenta), ránarkjarna (Alaria pylai) og dílaþara (Saccorhiza dermatode). Þessar tegundir mynda stórkostlega þaraskóga í grunnsævinu rétt neðan fjöruborðs og vaxa einnig í fjörupoll- um ofar í fjörunni. Þeir þola illa að vera undir beru lofti og vaxa því ein- ungis allra neðst í fjörunni eða í fjörupollum. Af þessum tegundum er tiltölulega auðvelt að nálgast hrossaþara, beltisþara og mar- inkjarna nánast um allt land. Ránar- kjarni og dílaþari eru ekki sérlega algengir og stórþari vex alla jafna þar sem erfitt er að komast að hon- um nema á bát. Hér við land er einnig að finna sex þangtegundir: dvergþang (Pelvetia canaliculata), klapparþang (Fucus spirialis), bóluþang (Fucus vesiculo- sus), klóþang (Ascophyllum nodos- um), skúfaþang (Fucus distichus) og sagþang (Fucus serratus). Þessar tegundir vaxa beltaskipt í fjörunum og er flestar hægt að nálgast um allt land, nema dvergþang og sagþang sem aðeins er að finna við suðvestur- horn landsins. Grænþörungar - Chlorophyta Grænþörungar, eins og til dæmis maríusvunta, eiga auðvelt með að nýta sér beint sólarljós, en að sama skapi erfitt með að nýta sér óbeint sólarljós. Grænþörunga er því oft að finna þar sem ljós kemst auðveld- lega að, eins og í fjörupollum ofar- lega í fjörunni. Þeir innihalda mikið magn a- og b-blaðgrænu, beta caro- tene og xanthophyll, sem gefa þeim fagurgrænan lit. Litarefnin eru þau sömu og finnast í flestum land- plöntum, enda þróuðust landplöntur út frá grænþörungum. Grænþör- ungar eru því þróunarfræðilega séð nær landplöntum en rauð- og brún- þörungum í skyldleika. Grænþörungar hafa gríðarlega aðlögunarhæfni og eru oft mun harðgerðari en brún- og rauðþör- ungar. Ólíkt rauð- og brúnþör- ungum, er algengt að finna græn- þörunga á fjölbreyttum stöðum svo sem í fersku vatni, jarðvegi, á trjám og grjóti og því sem næst alls staðar þar sem raka og ljós er að finna. Þeir leita í næringarríkt vatn þar sem þeir vaxa oft í gríðarlegu magni og geta verið til mikilla vandræða. Meira en 6.000 tegundir grænþör- unga eru þekktar í heiminum, sem gerir þá að stærstu fylkingu þör- unga. Rauðþörungar - Rhodophyta Vitað er um yfir 5.000 tegundir rauðþörunga í heiminum. Þeir eru til í mörgum litbrigðum, allt frá ljós- bleikum, út í dökkrauð og fjólublá. Rauður litur þörunganna stafar einkum af litarefnunum phycoeryt- hrin- og phycocyanin sem þekja blaðgrænu þeirra. Rauðþörungar eru yfirleitt viðkvæmir fyrir beinu sólarljósi en nýta sér í stað þess óbeint sólarljós. Söl og fjörugrös sem vaxa berskjölduð fyrir sólarljós- inu missa oft lit og verða jafnvel al- veg hvít. Rauðþörunga er því oftast að finna neðarlega í fjörunni, sem ásætur á brúnþörungum, í skjóli undir öðrum þörungum eða þar sem er fremur skuggsælt. Fundist hafa rauðþörungar á 250 metra dýpi en við kjöraðstæður ná einungis 0,0005 prósent af sólarljósinu í gegn á slíku dýpi. Í rauðþörungafjörum vaxa söl oft í miklu magni norðan megin á stóru grjóti eða klettum í skugga fyrir sólinni. Almennt séð vaxa rauð- þörungar hægar en brún- og græn- þörungar og þeir eru algengari á heitari strandsvæðum en köldum. Rauðþörungar verða heldur ekki jafn stórir og brúnþörungar. Brúnþörungar - Phaeophyta Brúnþörungar finnast eingöngu í saltvatni og eru þeir algengari á köldum hafsvæðum. Brúni lit- urinn stafar af c-blaðgrænu og af því að þeir innihalda meira magn af brúna litarefninu xanthophyll en grænþörungar sem veldur því að brúnþörungar geta nýtt sér bæði beint og óbeint sólarljós. Til brúnþörunga teljast bæði þang og þarar og er um margar tegundir að ræða. Við Norður-Atlantshaf eru marinkjarni (Alaria esculenta) og hrossaþari (Laminaria digitata) al- gengar tegundir sem og beltisþari (Saccharina latissima) sem er oft kallaður sykurþari, þar sem hann er sætari á bragðið en hinar þarateg- undirnar. Mun minni brúnþörungur, en ekki síður gómsætur, er dverg- þang (Pelvetia canaliculata), sem er pínulítill stórþörungur. Hann er ein- stakur að því leyti að hann þrífst ein- ungis efst í fjöruborðinu og fer ekki undir sjó nema örfáa daga í mánuði. Talið er að til séu um 1.500 til 2.000 tegundir brúnþörunga í heiminum. Brúnþörungar eru almennt mun stærri en bæði græn- og rauðþör- ungar og sú tegund fjöruþörunga sem oft fer mest fyrir í fjörum. Ein stærsta tegund brúnþörunga er risaþari (Macro- cystis pyrifera) sem getur orðið meira en 60 metra langur og vex við strendur Kyrrahafsins. Fundist hef- ur eintak af honum sem var um 100 metrar að lengd. Brúnþörungar mynda oft gríðarlega stóra þara- skóga sem eru afar mikilvægir lífríki hafsins og binda mikið magn kol- efnis. Ofurfæða úr fjörunni Bókarkafli | Í bókinni Íslenskir matþörungar eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ell- ertsson, Karl Peterson og Silju Dögg Gunn- arsdóttur birtist alhliða fróðleikur um þá ofur- fæðu sem matþörungar eru. Ljósmyndir/Karl Petersson Í fjörumó Marinkjarni tíndur úr fjörupolli. Í bakgrunni má m.a. sjá klóþang og sjávartrufflur. Fagurgult Dvergþang í fjöru. Góðgæti Harðfiskur, söl og smjör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.