Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 2
Fjallavinir, hvað er það? Fjallavinir eru fyrirtæki okkar hjóna. Ég og maðurinn minn, Þórður Marelsson, stofnuðum Fjallavini fyrir tæp- um áratug og höfum verið að ganga allar götur síðan. Það hefur verið vaxandi áhugi fólks á útiveru og heilsu- eflingu almennt undanfarin ár og það er frábært, því ekkert er í raun mikilvægara en heilsa okkar. Mark- mið okkar Fjallavina er einmitt heilsuefling á fjöllum. Við verðum að huga að heilsunni og þetta er okkar leið til að leggja inn í heilsubankann, ekki síst andlegu hlið- ina. Hver ert þú? Ég er alin upp í Reykjavík, menntuð sem íþrótta- og heilsufræðingur. Sem barn ferðaðist ég með fjölskyld- unni innanlands og fór með afa mínum á fjöll, sem mér fannst frábært. Þar byrjaði líklega náttúruáhuginn. Fara börnin ykkar fimm með ykkur á fjöll? Já, þau hafa gert það síðan þau voru lítil og aldrei neitt mál. Fyrst í burðarpoka á baki okkar en oftast vildu þau bara ganga sjálf. Þegar við förum með börn á fjöll þá er farið á þeirra for- sendum og á þeirra hraða. Svo þau hafa alist upp við þetta. Hvernig er haustdagskrá Fjallavina? Við erum alltaf með Esjuverkefni á haustin; það hefst 17. sept- ember og stendur til 17. nóvember. Farnar verða nítján ferðir á Esjuna. Þetta er hugsað sem góð heilsuefling sem stutt er að komast í. Við göngum alla fimmtudaga, annan hvern laugardag og annan hvern þriðjudag. Eruð þið með Esjuna á heilanum? Ha, ha, já, Esjan er frábært fjall! Morgunblaðið/Kristinn Magnússon FRÍÐA HALLDÓRSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Lagt inn í heilsubankann Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 Það eru kóvitar víða. Alls staðar er fjandans veiran rædd, fram og tilbaka. Fólk slær um sig og vitnar í fólk og greinar á netinu og sitt sýn-ist hverjum. Og það er ekkert skrýtið að við ræðum málin frá öllum hliðum, hlustum á sérfræðinga og myndum okkur skoðanir. Þó það nú væri. En ekki er öll vitleysan eins. Samkvæmt frétt á BBC héldu 20% manna í Bretlandi í maí að tilvist veirunnar væri gabb, á einn eða annan máta. Og á meðan flestir Bretar héldu sig heima í vor, flykktust þeir vantrúuðu út á göt- ur og mótmæltu 5-G, sem átti að vera sökudólgurinn. Ráðist var á starfsfólk símabúða og kveikt var í um hundr- að símamöstrum. Jafnvel er talið að Bill Gates sé heilinn á bak við þetta allt saman. Galið, ekki satt? Enn aðrir trúa því að þegar bólu- efnið verði komið muni Gates nota tækifærið og sprauta í fólk litlum tölvukubbum. Þá gæti hann greini- lega fylgst með ferðum allra jarðar- búa, kannski stýrt þeim á einhvern hátt? Um 30% Bandaríkjamanna trúðu því í mars að veiran væri búin til í til- raunastofu. Af þeim eru 25% sem trúa því að hún hafi verið búin til viljandi; hinir óvart. En hverju trúum við Íslendingar? Í umræðunni hér eru fæstir að velta fyr- ir samsæriskenningum, þó það væri áhugavert að einhver gerði skoðana- könnun og athugaði þessi mál. Því fleiri sem trúa ekki á tilvist veirunnar, eða telja sig sjálfa hólpna, því meiri hætta er á að við hin smitumst. Ég fór að íhuga þessi mál eftir að ég hitti um daginn mann sem var sann- færður um að veiran væri búin til í tilraunastofu í Kína, kostuð af hópi Bandaríkjamanna. Hann var algjörlega sannfærður, eftir að hafa lesið „lærð- ar“ greinar á netinu. Hann taldi ástæðuna vera til þess að lítill hópur ill- menna gæti grætt á bóluefninu. Og vílaði ekki fyrir sér að setja allan heiminn á hliðina til þess að græða. Sjálfur var maðurinn ekki hræddur um að smitast þar sem hann tæki sel- eníum og C-vítamín, og lyfjablöndu sem hann blandaði sjálfur heima. Skot- helt gegn veirunni! Skemmst er frá því að segja að hakan á mér datt niður á bringu við þetta samtal. Ég spurði manninn hvort hann tryði því þá kannski líka að Banda- ríkjamenn hefðu sjálfir sprengt Tvíburaturnana. Ég hefði svo sem getað giskað á svarið hans. „Það er alveg klárt mál!“ Skothelt gegn veirunni! Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Sjálfur var maðurinnekki hræddur um aðsmitast þar sem hanntæki seleníum og C- vítamín, og lyfjablöndu sem hann blandaði sjálfur heima. Inga Sigurðardóttir Já. Ég er með stjörnur, akkeri, friðarmerki og texta. Ég held ég fái mér ekki fleiri. SPURNING DAGSINS Ertu með húðflúr? Davíð Fannar Stefánsson Já, bara eitt. Nafnið á syni mínum. Hekla Guðrún Þrastardóttir Nei. Ég lofaði pabba að ég myndi ekki gera það. Hrafn Hjartarson Nei. Og ætla ekki að fá mér. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Fjallavinir bjóða upp á skipulagðar fjallgöngur með það að markmiði að bæta líkamlega og andlega heilsu og njóta um leið. Allar upplýsingar eru á Fjallavinir.is á Facebook. úr silki LEIKFÖNG Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Ný og endurbætt netverslun Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.