Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Heyrnarþjónusta í alfaraleið Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum. Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki. Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs. Hugmyndir eru uppi hjá SÁÁum að reisa nýtt sjúkrahúsá Kjalarnesi, sem þá kæmi í stað Vogs. Við blasir að nýtt nafn þarf á nýja sjúkrahúsið, enda stæði það ekki lengur við neinn vog. Þar hlýtur nafnið Kjölur að koma sterk- lega til greina, enda markmiðið það að koma fólki á réttan kjöl. Bændasamtökin drógu fram að samkvæmt upplýsingum frá hag- stofu Evrópusambandsins (Euro- stat) sé kjötverð á Íslandi hið næst- hæsta í Evrópu, en aðeins í Sviss er ketið neytendum dýrkeyptara. Af- urðaverð til bænda sé hins vegar hvergi lægra.    Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hún lýsti viðhorfum sínum til aðsteðjandi vanda af völdum kór- ónuveirunnar, ekki þá síst hvað varðar efnahagsáhrif hans og áhöld um borgararéttindi vegna sóttvarn- araðgerða. Benti hún á að miðað við reynslu nágrannaþjóða þyrftu hert- ar sóttvarnir ekki að leiða til meiri samdráttar en linkulegri aðgerðir, nýjustu sóttvarnaraðgerðir miðuðu að því að halda veirunni í skefum en einnig þannig að hagkerfi og sam- félag yrðu fyrir sem minnstri trufl- un, þó ferðaþjónustan væri ekki svipur hjá sjón. Þá rifjaði hún upp að í vor hefðu aðgerðirnar um margt verið harkalegri, t.d. hvað áhrærði atvinnufrelsi fólks, og sagði fimm daga töf í sóttkví við komu til landsins ekki skerða borgararétt- indi. Efnahagsáhrif komu skýrt í ljós af fréttum um að ríflega 9.300 færri bílaleigubílar hefðu verið í umferð í júlí í sumar en gerðist í sama mán- uði í fyrra. Talið er að á næstu vik- um og mánuðum megi búast við því að um 4.500 bílaleigubílar muni fara í sölu, sem vafalítið mun hafa veru- leg áhrif á markað notaðra bíla í landinu. Blankheitin hafa þó meiri áhrif á bílaumferðina í landinu, því talið er að um 2.600 ótryggð ökutæki séu í umferð í landinu og tugmilljóna króna tjón af þeim árlega, sem erf- itt getur reynst að fá bætt. Það eru þó ekki nema 0,7% allra ökutækja í landinu, því þau voru rúmlega 382 þúsund um liðin áramót. Í landinu búa um 360 þúsund manns. Það segir kannski sína sögu um þrengingar í efnahagslífinu, að jafn- vel á Seltjarnarnesi var rekið upp ramakvein þegar verðhækkun á skólamáltíðum var kunngerð þar í þorpinu. Þar mun skólamáltíðin kosta 655 kr. Maður stórslasaðist í Heiðmörk eftir að hann bar eld að tívolíbombu, sem hann kvaðst hafa gengið fram á. Vinstri hönd og framhandleggur tættust af honum. Síðari skimun á ráðherraliðinu leiddi í ljós að enginn þeirra var smitaður af kórónuveirunni eftir ríkisstjórnarfund á Hellu vikunni áður, þar sem fjöldasmit kom upp. Sluppu þeir því úr sóttkví og gátu haldið áfram að stjórna landinu. Var því fagnað víða um land. Helstu vandlætarar landsins af- réðu um leið að fella talið um vin- kvennahitting Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, enda ófært að halda uppi hrópum að nema einni stjórnmálakonu í einu. Var þess í stað ákveðið að úthrópa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa þegið far með þyrlu Landhelg- isgæslunnar, án þess að hún hafi átt frumkvæði að og baðst þó forláts á þeim mistökum að hafa þegið farið. Hinir ofvirku í athugasemdum þögnuðu ekki fyrr en daginn eftir þegar framhaldsleikritið um Kveik & Samherja hélt áfram.    Frægasta Excel-skjal landsins kom í leitirnar við grams hjá Verð- lagsstofu skiptaverðs, en það fannst á afviknum diski í afvikinni skúffu í afvikinni geymslu hjá þessu óvenju- lega fáliðaða stjórnvaldi. Skjalið var ekki skýrsla og í því fólst ekki efn- islegt mat og raunar virðist Kveikur Ríkisútvarpsins hafa vitnað nokkuð naumlega til þess, sem þar kom þó fram. Kveiksmenn hrósuðu því sigri og Samherjamenn líka. Kveinkuðu svo hvorir sér undan hinum um hríð. Velta innlendra greiðslukorta í gistiþjónustu jókst um 1½ milljarð króna fyrstu sjö mánuði ársins. Það var þó skammgóður vermir fyrir hótelhaldara landsins, því á sama tíma minnkaði erlenda kortaveltan í greininni um 22,6 ma.kr. Á sama tímabili dróst erlend kortavelta í veitingageiranum saman um 10,5 ma.kr. Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, upplýsti það í viðtali við Morgunblaðið að félagið hefði engar skuldir afskrifað í samningum við lánardrottna. Hann var brattur og taldi félagið vera í sterkri stöðu þegar áhrifa kórónuveirunnar hætti að gæta, aðeins þó ef hlutafjárútboð þess og lánasamningar gengi upp. Í umróti á ferðamarkaði fælust marg- vísleg tækifæri þegar fárviðrinu slotaði. Endi var bundinn á „ólýsanlega martröð“ íbúa við Skaftahlíð í vik- unni þegar Reykjavíkurborg afmáði battavöll við Ísaksskóla, sem þar var í óleyfi. Aftur væri kominn á friður og ró þar í hverfinu eftir 50 ára óöld.    Sértækar sóttvarnaraðgerðir hafa víða verið teknar upp, til dæmis í skólum sem óðum taka til starfa. Það á einnig við um göngur og rétt- ir, þar sem nokkur hefð hefur verið fyrir nánum samskiptum, jafnvel nánum kynnum. Af því tilefni var þeirri leiðbeiningu komið til áhuga- manna um sauðfé að virða tveggja kinda regluna hvað varðaði fé- lagsnánd á og af fjalli. Annars er samdráttur í þeirri grein, sem svo mörgum öðrum. Tal- ið er að um 16.000 færra fjár sé í landinu en í fyrra, en ekki hefur verið færra fé í landinu um hálfrar aldar skeið. Af því leiðir að um 19.000 lömbum færra verður í slát- urtíðinni í ár, svo talið er að um 300 t. minna verði af lambaketi á boð- stólum í haust en í fyrra. Efnahagsafleiðingar kórónuveir- unnar koma víða fram. Þannig bár- ust af því fregnir að veiking ís- lensku krónunnar að undanförnu hefði komið hart niður á íslenskum lífeyrisþegum á Spáni, sem þar sóla sig og sötra suðræna aldindrykki. Um 700 Íslendingar eiga lögheimili á Fölu ströndinni sem við þá er kennd, Costa Blanca, en verður héð- an í frá nefnd Kostar blanka.    Þingstubburinn svonefndi hófst á fimmtudag, en þar verður nær að- eins fjallað um breytingar á fjár- málastefnunni í ljósi breyttra að- stæðna vegna kórónuveirunnar. Brýn veirumál má þó taka fyrir, svo sem frumvarp ríkisstjórnarinnar um 2 mánaða framlengingu hluta- bótaleiðarinnar, að tekjutengdar at- vinnuleysisbætur fari úr 3 mán- uðum í 6, auk ríkisábyrgðar á lánalínu handa Icelandair. Í um- ræðum kom fram að útlit væri fyrir mesta efnahagssamdrátt í heila öld. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að- gerðir ríkisstjórnarinnar lágum rómi. Á fimmtudagsmorgun fór fram fjarfundur í Efnahags- og við- skiptanefnd þingsins, þar sem dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var gestur. Smári McCarthy, þingmað- ur Pírata, spurði út í samgöngu- fjárfestingar en seðlabankastjóri drap meðal annars á að furðu gegndi að Reykjavíkurborg hefði ekki látið verða af gerð Sundabraut- ar. Þingmaðurinn lét vera að svara Ásgeiri, heldur sagði það á Face- book að svarið væri eiginlega galið, enda væri Ásgeir ekki sérfræðingur í vegagerð, borgarþróun, umhverf- ismálum eða álíka. Ekki dygði að fjárfesta í steinsteypu og samöngu- mannvirkjum. Smári hefur sem kunnugt er fengið Óskarsverðlaunin í stærðfræði. Í öðrum fréttum var að Reykja- víkurborg ætlar að reisa nýja mal- bikunarstöð, vafalaust í viðleitni sinni til þess að „útrýma fjöl- skyldubílnum“, líkt og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, orðaði það svo skýrt á dögunum. Ekki eru það aðeins ferðamenn, sem ekki skila sér til Íslands, því jafnvel makríllinn virðist tregari til þess að synda inn í íslenska lögsögu en verið hefur undanfarin ár. Göng- urnar eru raunar með mesta móti, en hlutfall makríls sem kemur inn fyrir íslenska lögsögu hið minnsta. Árið 2017 var þannig sjö sinnum meira af makríl í lögsögunni en nú.    Varaseðlabankastjóri taldi rétt að benda á það að ef stýrivextir skyldu einhverntímann þokast upp á við aftur myndi greiðslubyrði óverð- tryggðra lána með breytilegum vöxtum hækka verulega og snögg- lega. Afborganir og vextir gætu þannig skyndilega hækkað um helming. Grunur margra um að allt væri að fara til Helvítis styrktist þegar brennisteinsfnykurinn af heita vatn- inu á höfuðborgarsvæðinu jókst skyndilega. Ástæðan reyndist þó aðeins vera bilun í Hellisheiðar- virkjun. Er okkur sagt. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra skipaði starfshóp sem á að skila reglulegum greiningum á efna- hagslegum áhrifum sóttvarnar- kosta, með tilliti til hagsmuna ólíkra samfélagshópa og geira hagkerf- isins. Í starfshópnum situr m.a. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, sem er örugg vísbend- ing um að ráðherra muni fleygja greiningum hópsins ólesnum. Helvíti og Costa Blanca Munið tveggja kinda regluna. Morgunblaðið/Árni Sæberg 23.8.-28.8. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.