Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 13
bandarískum blúsgoðsögnum, Bo Diddley og fleirum, til London, þar sem þeir borguðu flug, uppihald og hvaðeina, til þess að geta spilað með þeim sér til yndisauka. „Ronnie var með sitt eigið stúdíó í bakgarði sínum í London þar sem ósjald- an var djammað og tekið upp með þessum mönn- um sem þeir báru mikla virðingu fyrir og litu á sem sína mentora. Það var ofboðslega gaman að fylgjast með þessu; eitthvað svo fallegt.“ Stundir sem þessar eru ómetanlegar enda getur líf stórstjörnunnar á löngum stundum verið einmanalegt, að því er Dóra bendir á. „Það getur fylgt því mikill drungi og jafnvel innilokunarkennd að geta sig hvergi hrært án þess að allt fyllist af fólki og ljósmyndurum allt í kringum þig. Ég upplifði það til dæmis marg- oft með Rolling Stones að fara með vörulyftu niður á hótelum þar sem við bjuggum og gegn- um eldhús á hótelum og út um vörugeymsludyr til að sleppa við æstan múginn. Þetta er mjög íþyngjandi og erfiður heimur og menn þurfa að hafa sterk bein til að lifa þetta hreinlega af. Það getur nefnilega verið kalt á toppnum.“ Hún bendir á að það sé heldur ekkert sæld- arlíf að túra mánuðum og árum saman um heiminn. „Fólk fær með tímanum ofnæmi fyrir hótelum og hótelmat. Fer að þrá soðna ýsu. Þú skilur hvað ég meina?“ Bara fólk eins og ég og þú Sjálf var Dóra á ferð og flugi um heiminn á ní- unda áratugnum, Amsterdam, London, New York, Miami, Karíbahafið, Goa í Indlandi og eyðimerkur í Marokkó, svo fátt eitt sé nefnt, og vann með mörgum af stærstu nöfnunum í tónlist og kvikmyndagerð. Dóra segir það skipta sig engu hversu frægt fólkið er sem hún vinni með, hún geri engan mun á prinsessum, milljónamæringum eða öðrum. „Af öllu því fræga fólki sem ég hef hitt, leikurum, tónlist- armönnum fyrirsætum og öðrum, eru kannski fimm sem hafa verið með stæla. Hinir eru bara eðlilegt fólk, eins og þú og ég.“ – Hverjir voru með dólg og vesen? „Ég get til dæmis nefnt söngvarann í Simply Red, Mick Hucknall. Hann var mikill dóni og kunni sig ekki, alla vega ekki á þessum tíma. Oft- ast stafar slík hegðun þó fyrst og fremst af per- sónulegri vanlíðan og lítilli sjálfsvirðingu. Það er eitthvað að. Flottasta stjarna sem ég hef hins vegar unnið með á heimsvísu er Egill Ólafsson.“ Af öðrum vinsælum hljómsveitum sem Dóra hannaði búninga fyrir má nefna Depeche Mode. „Ég hannaði þessi fínu vesti fyrir söngvarann, Dave Gahan, en hann reif sig hins vegar alltaf fljótt úr þeim. Líður best þegar hann er ber að ofan. Ég keypti líka rauð támjó stígvél á hann með hæl sem hann féll fyrir.“ ur: Treystir þú þér til að standa í 20 stiga frosti uppi á jökli eða í 40 stiga hita úti í eyðimörk í fjórtán til sextán tíma á dag? Það er ekki óal- gengur vinnutími hjá búningahönnuðum. Þegar leikstjóri kvikmyndar mætir klukkan 8 þarf allt að vera klárt sem þýðir að við þurfum að vera komin tveimur til þremur tímum fyrr. Hver mínúta í kvikmyndagerð kostar milljónir króna og enginn tími fyrir kæruleysi og hangs. Þess vegna er ekkert sem heitir að vera veikur í þessum heimi. Á það er ekki hlustað. Menn standa sína plikt, í blíðu og stríðu. Þess vegna líki ég okkur við sjómenn sem standa vaktina á dekkinu sama hvernig þeim líður eða hvernig viðrar. Búningahönnun er starf fyrir jaxla.“ Dóra hefur líka leikstýrt og framleitt enda þótt hún búi ekki að formlegri menntun á því sviði. „Ég var skuggi bæði Snorra Þórissonar, sem stofnaði Sagafilm á sínum tíma, og Egils Eðvarðssonar, leikstjóra. Það sem ég kann í kvikmyndagerð lærði ég af þeim. Þetta eru ekki bara tveir af okkar hæfileikaríkustu mönnum á sviði kvikmynda- og auglýs- ingagerðar, heldur jafnframt okkar bestu fag- menn fram í fingurgóma. Fólk heldur að það sé nýtt að hingað komi fagfólk að taka upp er- lendar kvikmyndir og auglýsingar en við vor- um byrjuð á þessu fyrir þrjátíu árum. Egill og Snorri voru mínir mentorar og mér finnst ég vera með meistaragráðu í kvikmyndagerð eftir að hafa unnið svona mikið með þeim.“ Ekki allir heiðarlegir Þess utan voru þeir áreiðanlegir; meira en Dóra getur sagt um alla í faginu hér á landi. „Allt sem Snorri og Egill sögðu stóðst og maður fékk allt- af greitt fyrir sína vinnu. Það var alls ekki sjálf- gefið á þessum árum. Fyrir kom að maður átti að fá greitt eftir frumsýningu en fékk svo ekki neitt vegna þess að framleiðandinn var farinn á hausinn, búinn að skipta um kennitölu og svar- aði engu. Þá stóð maður bara uppi auralaus eft- ir margra mánaða vinnu. Það var sárt og beit í. Sumir stunduðu þessi vinnubrögð.“ – Eins og hverjir? „Æ, ég vil ekki nefna nöfn. Þeir taka það til sín sem vilja. En það var gremjulegt að frétta af þessum mönnum úti að borða, reykjandi „big cig- ar“ og drekkandi koníak á meðan enginn fékk greitt og þeir létu ekki ná í sig. Ég heyri að enn sé sama bullið hjá þekktum aðilum í bransanum.“ – Hefurðu lent í þessu erlendis? „Nei, aldrei nokkurn tíma. Þetta er sér- íslensk íþrótt sem kallast kennitöluflakk. Alls staðar erlendis myndu menn lenda í fangelsi fyrir að hegða sér svona.“ – Viðgengst þetta enn þá? „Já, því miður. Þekkt nöfn stunda þetta enn. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Foreldrar mínir kenndu mérungri að agi, skipulag og dugn-aður væru dyggðir hjá fólki oghöfðu svo sannarlega lög að mæla. Án þessara þátta er útilokað að ná sínum markmiðum í lífinu. 30.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Dóra hefur verið heima á Íslandi í sumar og er hugsi yfir ýmsu sem hér er á seyði. „Ég fékk mér göngutúr niður Laugaveginn um dag- inn og brá dálítið þegar ég sá hrunið sem þar hefur orðið; ég taldi 29 tóm verslunarrými. Það er eins og verið sé að loka á allt sem heitir verslunarstarfsemi þarna. Blómin og skreytingar í útikerjum eru alltaf jafn fallega unnar en á hinn bóginn er búið að mála mal- bikið heilmikið; komnar hlaupabrautir, parísarleikur til að hoppa í og annað slíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta svolítið sjoppulegt. Það er allt í lagi að hluti Laugavegarins sé göngugata á sumrin en gatan á að vera opin fyrir bílaumferð á veturna.“ Hún er heldur ekki hrifin af áformum um Borgarlínu. „Sú hug- mynd er barn síns tíma; hefði verið ágæt fyrir þrjátíu árum fyrir milljónaborgir en ekki stórt þorp eins og Reykjavík. Borgarlínan er eins og fegurðarsamkeppni, úrelt fyrirbæri. Framtíðin felst í raf- magnsskutlum, bílstjóralausum bílum, sem koma átta til sextán manns hratt og örugglega um þröngar götur í miðborgum. Allar borgir eru að fjárfesta í þessu. Þar á eftir fáum við flugbíla og þurf- um hvorki spor né teina lengur. Ég óttast að Borgarlínan sé bara óútfylltur víxill sem falla mun á ríkið og sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu. Þau gætu öll farið í gjaldþrot, held ég. Þetta er skelfileg óstjórn og erfitt að horfa upp á þetta.“ Rétta leiðin, að dómi Dóru, er að fá skipulagsfræðinga sem fyrsta póst, síðan verkfræðinga og eftir það koma hönnuðir að borðinu. „Skipulagsfræði byggir á félagsfræði, samgöngutækni, hagfræði og mörgu öðru. Hér ráða menn bara strax hönnuð, vin sinn, og aðrir virðast ekkert hafa um málið að segja. Þetta nær engri átt. Hér fá menn bara einhver pungapróf en hafa í reynd hvorki þekkingu né getu til að vinna risaverkefni af þessu tagi. Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum.“ Dóra tekur skýrt fram að hún hafi aldrei verið í neinum stjórn- málaflokki og hvorki þegið laun né bitlinga frá þeim. „Ég á hins vegar vini í öllum flokkum og ber virðingu fyrir öllum skoðunum, jafnvel þótt ég sé þeim ósammála. Heiftin í hinni pólitísku umræðu getur verið skelfileg og ég á mjög erfitt með að höndla illmælgi. Við erum að kafna í smákóngum sem hafa tekið sér vald sem þeir hafa engan rétt á. Maður á að virða skoðanir annarra, hvort sem það er í pólitík, klæðaburði, lífsstíl eða öðru. Allir hafa jafnan rétt á að lifa.“ Trump skuldbundinn mafíunni Dóra hefur ekki síður skoðun á pólitíkinni í Bandaríkjunum, ekki síst New York sem er henni afar kær. „Það er vitað mál að á átt- unda og níunda áratugnum stjórnuðu fimm mafíur New York. Trump Tower var til dæmis byggt af mafíunni og altalað í New York að Trump hafi skuldað henni allar götur síðan og geri enn. Hann sé og verði skuldbundinn mafíunni. Hvaðan komu peningar Trumps og vinar hans Jeffreys Epstein? Fólk í mínum bransa hefur lengi haft varann á gagnvart þessum mönnum og forðast að koma nálægt þeim, þó aldrei hafi verið hægt að sanna neitt.“ Dóra bjó í Kaupmannahöfn á fyrsta áratugi þessarar aldar og fékk þá reglulega fréttir af því, gegnum nágranna sinn sem rit- stýrði Berlingske Tidende, að Epstein væri að þvætta peninga á Ís- landi gegnum Kaupþing og rússnesku mafíuna. „BT var með rann- sakendur í New York, Lúxemborg, Kaupmannahöfn og Reykjavík, þar sem fimm rannsóknarblaðamenn unnu við það að skoða bank- ana og viðskiptalífið. Ég held að það sé engum vafa undirorpið að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu vegna upplýsinga sem hefðu komið sér illa fyrir mjög valdamikla menn. Ghislaine Maxwell sætir nú öryggisgæslu í 24 tíma á sólarhring enda er hún örugglega með sannanir líka og fyrir vikið í bráðri lífshættu.“ Borgarlína er eins og fegurðarsamkeppni Dóra á vinkonurnar í Ólafsvík í burknapilsunum góðu sem voru ein af hennar fyrstu hönnunum. Hún hlær. Verandi á valdi tónlistarinnar kom fyrir meðan Dóra hafði hvað mest umleikis að hún gaf ungum og upprennandi tónlistarmönnum, kvikmyndaleikstjórum og hljómsveitum vinnu sína til að auðvelda þeim að koma sér á framfæri. Ein af þessum sveitum var hin ís- lenska Jet Black Joe. „Ég hafði mikla trú á þeim enda var Jet Black Joe besta hljómsveit sem komið hafði fram á Íslandi síðan Trúbrot. Ofboðslega hæfileikaríkir strákar; flottir tón- listarmenn og frábær söngvari. Stjarna þeirra reis líka hratt og að því kom að þeir fóru til Los Angeles þar sem þeim stóðu allar dyr opnar. Því miður klúðruðust málin. Það vantaði skipulag, aga og dugnað. Þetta er sorglegasta dæmið sem ég þekki frá Íslandi. Ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um hvað hefði getað orðið úr þessum strákum. Ég er ekki í neinu sambandi við þá í dag en hugsa reglulega til þeirra og er enn þá með Jet Black Joe á lagalistanum mínum.“ Treystirðu þér á sjóinn? Það er ekki nóg að hafa hæfileikana, vinnusem- in skiptir ekki minna máli. „Það koma stundum til mín einhverjar barbídúkkur sem halda að búningahönnun sé eitthvert glimmerstarf og reka upp stór augu þegar ég spyr hvort þær treysti sér til að fara á sjóinn? „Sjóinn, hvað áttu við?“ spyrja þær bláeygar. Þá spyr ég aft-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.