Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 18
Heilbrigð húð gerir farðann mun fallegri Ég veit að það ríkir mikið óöryggi hjá Íslendingum þegar kemur að því aðvelja sér húðvörur svo ég vil að bloggið mitt sé vettvangur þar semhægt sé að lesa sér frekar til og fræðast nánar um húðina, húðumhirðu og snyrtivörur. Ég er meðal annars að skrifa um ólíkar húðgerðir og hvaða vörur ber að varast og hvað ætti að nota. Ég hef einnig skrifað mikið um sýrur en notkun á þeim velkist mikið fyrir mörgum. Í hverri færslu lærir lesandinn ólíka hluti um húðina og hvernig sé best að hugsa um sitt stærsta líffæri, húð- ina,“ segir Kristín. Er full vinna að vera með bloggið eða starfar þú eitthvað annað? „Ég starfa sem „account manager“ hjá Ghostlamp en eins og er er ég í fæð- ingarorlofi með einn þriggja mánaða. Það er mikil vinna sem fer í að skrifa blogg, mynda fyrir það og halda uppi síðunni. Húðin, húðumhirða og snyrtivör- ur eru mitt helsta áhugamál og að veita öðrum fróðleik á þessu sviði er mikil ástríða hjá mér. Með þolinmóðri fjölskyldu og góðu skipulagi gengur þetta vel upp,“ segir hún. Hvað drífur þig áfram á því sviði? „Ég sjálf var í miklum bardaga við bólur á húðinni í mörg ár. Þetta hafði gríðarleg áhrif á sjálfstraustið og öryggið. Þegar ég hafði aflað mér frekari fræðslu og þekkingar í húðumhirðu fór ég að fá margar fyrirspurnir á Inst- ragram-aðganginum mínum. Ég hafði svo gaman af að miðla minni reynslu og fróðleik til annarra að ég ákvað að gera meira. Með tímanum eykst þörfin til að miðla áfram öllu því sem ég hef lært til að geta mögulega hjálpað öðrum sem er óöruggir með sína húðumhirðu.“ Hver er þín rútína þegar kemur að húðumhirðu? „Ég byrja mína húðrútínu alltaf á góðri andlitshreinsun en hrein húð er það mikilvægasta í húðrútínunni. Ef húðin er ekki hrein þá mun restin af húðrút- ínunni bera takmarkaðan árangur. Nokkrum sinnum í viku nota ég AHA-sýrur eftir hreinsun en það er ótrúlegt hvað slíkar sýrur geta gert mikið fyrir húðina. Þær hreinsa burt dauðar húðfrumur, jafna yfirborð húðarinnar og búa til greiðari leið fyrir kremin okkar. Gott og virkt serum er lykillinn í minni húðrútínu en mitt mest notaða serum er Double Serum frá Clarins, það vinnur á öllum vandamálum sem húðin getur haft og hentar því öllum. Serumið vinnur gegn ótímabærri öldrun, mýkt, raka og er stútfullt af andoxunarefnum. Ég enda svo rútínuna yfirleitt með góðu rakakremi sem inniheldur góðan raka. Rakinn er afar mikilvægur fyrir húðina en án hans fer húðin okkar að missa teygjanleika sinn og ljóma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? „Dagurinn minn byrjar aldrei fyrr en ég er búin að bursta tennur og þrífa á mér húðina. Á nóttunni svitnum við og ým- is óhreinindi úr loftinu leggjast á húðina okkar svo það er mikilvægt fyrir okkur að ganga ekki út í daginn með þessi óhrein- indi föst á húðinni.“ En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa á kvöldin? „Kvöldin eru minn tími en þegar börnin eru sofnuð finnst mér ekkert betra en að dekra vel við húðina mína fyrir svefn. Ég nota gjarnan andlitsolíur í lok húðrút- ínunnar minnar á kvöldin. Fyrir nokkrum árum hélt ég að andlitsolíur stífluðu húðina enn frekar og forðaðist þær. Eftir frekari fræðslu komst ég að því að andlitsolíur innihalda marga góða eiginleika og núna get ég ekki verið án þeirra. Skemmtilegt að segja frá því að andlitsolíur hjálpuðu húðinni minni gríðarlega þegar ég var í mikilli baráttu við bólurnar.“ Hvernig farðar þú þig dagsdaglega? „Ég legg mest áherslu á húðina og vil ég að hún hafi fallegan ljóma. Ég vel mér því alltaf farðagrunn sem inniheldur léttan ljóma. Ég nota alltaf fljótandi farða og léttan hyljara undir augun. Mér finnst fallegar augabrúnir gera svo mikið fyrir andlitið en ég nota bæði Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills og Urban Decay Brow Blade. Ég elska kinnaliti en mér finnst gaman að nota þá í létta skyggingu á augun líka, ég hef verið að nota mikið kremkinnaliti und- anfarið. Fallegt sólarpúður fyrir sólkyssta húð og létt gloss.“ Hver er þín uppáhaldssnyrtivara? „Ég verð að segja NARS Natural Radiant Longwear farðinn en hann gerir áferð húðarinnar svo fallega og endist ótrúlega vel. Einnig verð ég að nefna SOS-farðagrunninn frá Clarins í litnum Peach. Grunnurinn gerir húðina svo bjarta og veitir henni léttan ljóma. Ég nota hann einnig oft bara einan og sér fyrir náttúrulegri lúkk.“ Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar förðun er annars vegar? „Undirbúningur húðarinnar. Falleg og heilbrigð húð getur gert heildarförð- unina mun fallegri. Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem vilja farða sig fallega en finnst þeir hafa litla hæfileika? „Mér finnst ég læra heilmikið nýtt af að horfa á fróðleg kennslumyndbönd. Það er til hafsjór af myndböndum á YouTube þar sem allskonar hæfileikaríkt fólk kennir öðrum ýmisleg trix. En það er þó mikilvægt að bera sig ekki saman við aðra og þeirra förðun. Við erum öll ólík, með ólík andlitsföll og ólík augu. Æfingin skapar meistarann sagði einhver, það er ekki eitthvað eitt rétt í förð- un. Æfðu þig þar til þér líður vel með það sem þú ert að gera.“ Á hverju ætti slík manneskja að byrja? „Til að ná fram fallegri förðun þarf fyrst og fremst að byrja á húðinni. Falleg og heilbrigð húð gerir farðann mun fallegri, hann mun einnig endast mun betur. Góð- ir burstar geta einnig gert gæfumuninn bæði í andlitsförðun og augnförðun.“ Hvað er uppáhaldið í hausttískunni? „Ég er afar hrifin af því að ljómandi húð heldur áfram að vera vinsæl. Mér finnst ljómandi húð tákna heilbrigða húð. Ég er sífellt að sjá meira af rósableik- um kinnalitum sem paraðir eru saman með fallegri augnförðun í sama lit. Einnig held ég að létt brúnt „smokey“ verði mjög vinsælt í haust.“ Double Serum frá Clarins. SOS farða- grunnurinn frá Clarins í litnum Peach. Kristín elskar góða farða og er þessi farði frá NARS í miklu uppá- haldi hjá henni. Kristín Samúelsdóttir, förðunarfræðingur og áhugaljósmyndari, er með mikla þörf til að skrifa og mynda allskyns snyrtivörur. Hún heldur úti bloggsíðunni kristinsam.- com þar sem lögð er áhersla á fróðleik varðandi húðumhirðu og snyrtivörur. Marta María mm@mbl.is Hún notar Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills mjög mikið til að móta augabrúnirnar og gera þær fallegar. Hér má sjá hvernig hausttískan verður í ár þegar kemur að förðun. Í hausttískunni má sjá fallega rósa- bleika kinnaliti sem eru paraðir saman við heillandi augnförðun. Kristín Samúelsdóttir heldur úti vinsælu snyrtivörubloggi undir nafninu kristinsam.com. Brow Blade frá Urban Decay er hið mesta þarfaþing í augabrúnirnar. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.