Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 LESBÓK UMDEILD Bandaríska söngkonan Cardi B hefur varið lag sitt WAP, sem hún flytur með söngkonunni Meghan Thee Stallion, en bæði lagið og ekki síður myndbandið hafa farið fyrir brjóstið á mörgum frá því það kom út í byrjun mánaðarins. Þær stöllur hafa þar kynferðislega tilburði í frammi. „Lagið fer fyrst og fremst í taugarnar á íhaldssömu og mjög trúuðu fólki en ég ólst á hinn bóginn upp við tónlist sem þessa. Öðrum kann að þykja þetta kynlegt og dónalegt en í mínum huga er þetta bara eðlilegt,“ sagði Cardi B í ástralska útvarpsþættinum The Kyle and Jackie O Show. Hún áréttaði þó að lagið væri ætlað fullorðnum og að hún myndi aldrei leyfa Kulture, tveggja ára gamalli dóttur þeirra rapparans Offset, að hlusta á lagið eða horfa á myndbandið. Cardi ekki á nálum MÁLMUR Málmgoðið Kerry King hefur ekki setið auðum höndum síðan hljómsveit hans, Slayer, lagði upp laupana seint á síðasta ári. „Ég hef verið mjög heppinn með riff á árinu 2020,“ sagði hann við YouTube-rás gítar- framleiðandans Dean. „Kannski er það vegna þess að maður kemst ekki spönn frá rassi en riffin hafa ekki látið á sér standa. Þetta er prýðilegt efni og ég er kominn með nóg til að fylla tvær plötur. Nú þarf ég bara að velja ellefu eða tólf bestu lögin. Fyrsta platan ætti að verða sjóðheit,“ bætti King við en ekki liggur enn fyrir hverjir muni spila með honum á téðum plötum. Riffin streyma fram hjá Kerry King Kerry King í ham á tónleikum með Slayer. AFP Breska leikkonan Sheridan Smith. Grínið kom við kaunin á henni ÁFALL Breska leikkonan Sheridan Smith kveðst hafa átt mjög bágt eftir að spéfuglinn Graham Norton gerði grín að henni á Bafta-verð- launahátíðinni fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í nýrri heimild- armynd á ITV. Leiksýningu, sem Smith tók þátt í, hafði þá verið af- lýst vegna „tæknilegra örðugleika“ en síðar kom í ljós að það var vegna þess að Smith var ekki allsgáð. „Við erum öll spennt að fá okkur drykki í kvöld eða eins og þeir segja í leik- húsinu, nokkur glös af tæknilegum örðugleikum,“ sagði Norton og Smith, sem var í salnum, kveðst hafa upplifað mikla niðurlægingu frammi fyrir kollegum sínum. Hún var háð kvíðalyfjum á þessum tíma og leið illa andlega. Hún hefur verið svikin ítryggðum, ekki bara einusinni, ekki bara tvisvar og ekki bara þrisvar. Því lýkur með skilnaði eftir tólf ára hjónaband og hún fær nokkuð óvænt í hendurnar knattspyrnufélagið sem bóndi henn- ar átti með miklu stolti, enska úr- valsdeildarliðið AFC Richmond. Hennar fyrsta verk er að reka knatt- spyrnustjórann vegna þess að hann klæðist alltof stuttum stuttbuxum á æfingum og svo bara vegna þess að henni hefur aldrei líkað við hann. Hún á og hún má og knattspyrnu- stjórinn yfirgefur sviðið bölvandi og ragnandi. Framkvæmdastjóra al- mannatengslasviðs félagsins bregð- ur álíka mikið og knattspyrnustjór- anum en býðst strax til að leggja fyrir hana lista yfir hugsanlega eft- irmenn hins brottrekna. „Nei, takk. Það er óþarfi. Ég er þegar búin að finna nýjan knattspyrnustjóra,“ seg- ir hún kotroskin. Og hver skyldi það nú vera? Jú, Ted Lasso. Hvaða Ted? Jú, Ted Lasso. Almannatengillinn er engu nær né heldur áhangendur liðsins. Ted Lasso er Bandaríkjamaður og fyrrverandi þjálfari áhugamannaliðs í ruðningi; raunar nýbúinn að vinna með þeim einhvern framrúðubikar. Og hvað? Hefur hann einhverja reynslu af knattspyrnu? Nei, alls enga. Hann hefur aldrei komið ná- Hvernig getur þjálfari bandarísks áhugaliðs í ruðningi orðið knattspyrnustjóri liðs í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu? Svarið fáið þið í nýj- um gamanþáttum í sjónvarpi. Nú, eða bara hér. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rebecca Welton, eigandi liðsins, ræður Ted Lasso á vafasömum forsendum. Apple TV+ „Happígó- lökkí“ gaur Maðurinn á bak við Ted Lasso, karakt- erinn og þættina, er bandaríski leik- arinn Jason Sudeikis, sem jafnframt leikur titilhlutverkið. Karakterinn mun fyrst hafa komið fram á sjónarsviðið í auglýsingum bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar NBC Sports vegna um- fjöllunar um ensku knattspyrnuna vestra. Sudeikis þróaði þættina í sam- vinnu við Bill Lawrence, Joe Kelly og Brendan Hunt og er einnig einn af framleiðendum þeirra. Sudeikis þekkj- um við úr gamanmyndum á borð við Horrible Bosses og Hall Pass. Breska leikkonan Hannah Waddingham leikur Rebeccu Welton en hún er jafnframt söngkona og er þekktust fyrir að hafa komið fram í söngleikjum á West End. Juno Temple leikur Keeley Jones, Nick Mohammed fer með hlutverk Nate og Brendan Hunt leikur Roy Kent. Af öðrum leikurum í Ted Lasso má nefna Brett Gold- stein, Phil Dunster og Jeremy Swift. Úr smiðju Jasons Sudeikis Jason Sudeikis. Cardi B hress að vanda. AFP Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.