Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 K annanir vestur í Bandaríkjunum ýta undir að margir telja nú líklegt að Joe Biden vinni forsetakosning- arnar. Og það þótt frambjóðandinn virðist ekki vera viss um það sjálf- ur að hann sé í framboði. Kjallaraafbrigðið Eftirminnilegt er að í prófkjörsbaráttunni gekk hann sæmilega rösklega í ræðustól og sagði: „Ég er Joe Bi- den og hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til öldungadeildarinnar!“ Þá voru tæp 12 ár síðan hann hætti þar. Við eðlilegar aðstæður hefðu fundarmenn talið þetta djúpt glens hjá frambjóðandanum og skellt rækilega upp úr. En enginn hló og þögnin var pínleg. Enda hafði hann skömmu áður snúið sér að aðstoðarmönnum sínum og spurt: „Í hvaða ríki erum við núna?“ Fjölmiðlafólk í kippum festi furðuverkið á mynd. Vissulega gera menn sér stundum upp fákunnáttu öðrum til skemmtunar. Bob Hope heilsaði myndar- legri frú og spurði á skjön við hefðbundna háttvísi, hvað hún væri gömul. „Ég er að nálgast fimmtugt,“ sagði frúin. „Úr hvorri áttinni, frú?“ spurði Hope. Bob Hope var talinn með í saknaðarorðum Ronalds Reagans í baráttunni gegn sitjandi forseta: (Before, we had Nixon, Johnny Cash and Bob Hope. Now we have Carter, no cash and no hope). Eftir óþægilega mörg víxlspor af framangreindu tagi er passað að sem minnst heyrist frá Biden annað en það sem hann les af spjöldum og er ekki spurður út í af neinum. Segja hinn kosningaþjóf Margir gætu af þessu tilefni gripið ákafir inn í og sagt að þessir meintu annmarkar Bidens væru smá- munir hjá hættunum sem stafi frá „hinum“. En það er ekki málið. Demókratar höfðu fjögur ár til að finna verðugan mann á móti Trump í kosningum og þeir enda með Biden sem aldrei hefur gáfumaður verið eða garpur og nú bætist við að það litla sem var, er laskað orðið. Það skrítna er að andstaðan við Trump þessi fjögur ár snýr ekki að verkum hans eða stefnu í innanland- eða utanríkismálum. Frá upphafi var gengið út frá því að Trump hefði með einhverjum dularfullum hætti stolið forsetaemb- ættinu frá Hillary! Og hvernig gerði hann það? Með aðstoð Rússa! Með því að leika á óreyndan dómsmálaráðherra tókst að setja í gang risavaxna rannsókn sem stóð í tvö ár og átti að leiða til málshöfðunar þingsins gegn forsetanum. Eftir tvö ár hrópaði innistæðuleysa rús- safársins á alla. Þá var kúvent á nokkrum vikum og Trump stefnt til embættismissis vegna „leyni“símtals hans við forseta Úkraínu sem á þriðja tug manna hlustaði á og þingið fékk útskrift af þegar það bað um, sem er fordæmalaust. Málshöfðun þingsins rann út í sandinn eftir þennan málatilbúnað. Hættir að trúa könnunum? Skoðanakannanir hafa að undanförnu bent til þess að það fólk sem hefur verið við það að ganga af göflunum af hatri út í Trump sé um það bil að sjá ljósið. En það fólk er tekið að efast um að kraftaverkið sé að gerast. Ein nýjasta vending í óbeinum spám um úrslit kosn- inganna í nóvember birtist úr mjög óvæntri átt. Frú Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og frambjóð- andi, sendi frá sér einkennilega áskorun: Joe Biden má alls ekki gefa yfirlýsingu að kvöldi kjördags um að hann hafi tapað kosningunum fyrir Donald Trump! Varla telur frú Hillary að raunveruleg hætta sé á því að Joe Biden kunni óvænt að gefa frá sér yfirlýs- ingu um að hann hafi tapað kosningunum, þótt aðrir standi þá í þeirri meiningu að Biden hafi unnið þær. Jú, vissulega er verið að tala um Joe Biden, en ein- hvers staðar hljóta mörkin að liggja. Trump heldur augljóslega enn vöku fyrir Hillary. En þetta gæti bent til að Hillary telji nú að það hafi verið taktísk mistök af sinni hálfu að láta undan þrýstingi sinna nánustu og játa sig sigraða. Má vera að hún telji að andófið gegn Trump, á þeim gundvelli að hann sé ólögmætur forseti, hefði gengið betur ef hún sem frambjóðandi hefði haldið öllu opnu. Það er athygl- isvert en um leið hæpið og hættulegt. Grátklökkt beið það En þetta útspil minnir á að demókratar hafa í nýlegri sögu haft undarlegt háttarlag við að viðurkenna ósig- ur í forsetakosningum. Það er þekkt að þúsundir manna biðu með grátstafinn í kverkunum í salnum þar sem Hillary Clinton hafði ætlað að lýsa yfir sigri sínum 2016. Fólkið beið þótt fjölmiðlarnir væru í raun búnir að horfast í augu við raunveruleikann og voru þó sumir þeirra ótrúlega lengi að viðurkenna sigur Trumps í einstökum kjördæmum, þótt næsta augljós væri orðinn. Loks birtist John Podesta, stjórnandi kosningabar- áttu demókrata og allir töldu víst að hans erindi væri það eitt að kynna frambjóðandann. Podesta var mjög vandræðalegur og sagði að frambjóðandinn kæmi ekki að sinni, enda væru menn víða að telja atkvæði hér og hvar um landið! Svo hjalaði hann um að Hillary elskaði þau öll og elskaði þau óendalega mikið og að þau elskuðu hana einnig mikið og væru þakklát fyrir allt sem hún hefði gert fyrir þau. En Hillary myndi sem sagt ekki tala við þau fyrr en á morgun, enda væri enn þá verið að telja atkvæði! Ekki löngu síðar hafði eiginmaðurinn loks fengið konu sína til að hringja í Trump og óska honum til hamingju. Auðvitað var Hillary Clinton úrvinda eftir harðan slag og nú bættust við stærstu vonbrigði lífsins. Yfirgengileg framkoma En augnablikið þegar forsetaframbjóðandi í áhrifa- mesta ríki veraldar játar sig sigraðan var þó skrít- nast í tilviki Al Gore. Forsetakosningarnar árið 2000 á milli George Bush yngri og Gore varaforseta voru harðar og jafnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu gefið sér og birt að Flórída hefði fallið Bush í skaut hringdi Al Gore í keppinautinn, viðurkenndi ósigur sinn og ósk- aði verðandi forseta heilla í starfi. Hálftíma síðar eða svo var hringt og sagt að vara- forsetinn þyrfti strax að ná í Bush. Gore sagði að sér þætti það leitt en óhjákvæmilegt væri að hann aftur- kallaði uppgjöf sína og árnaðaróskir vegna nýrra upplýsinga sem honum hefðu borist frá Flórída. Bush trúði ekki sínum eigin eyrum. Í framhaldinu hófst mikill skrípaleikur sem stóð í meira en mánuð! Hundruð lögfræðinga og ímyndar- fræðinga fylltu hótelin, ásamt fjölmiðlahernum. Ruglið endaði ekki fyrr en Hæstiréttur Bandaríkj- anna stöðvaði það og átaldi ólögmætar aðgerðir Hæstaréttar Flórída sem heimilað hafði eftir á að beita mætti mismunandi aðferðum og mati í ein- stökum kjördæmum Flórída-ríkis! Hæstiréttur grípur inn í Hinn 8. desember stöðvaði Hæstiréttur Bandaríkj- anna talninguna endalausu. Það ákvað 5 manna meirihluti réttarins. Fjölmiðlager sjónvarpsstöðv- anna, þar sem um 80% virðast ganga erinda demó- krata, hefur það enn sem „sögulega niðurstöðu“ að flokksdrægur Hæstiréttur hefði með minnsta meiri- hluta, 5 af 9 dómurum, útnefnt Bush sem forseta á vafasömum forsendum. Ekki var þess getið að minni- hluti dómaranna, sem hafði haldið fast saman um dómsúrlausnir, sem gjarnan falla demókrötum vel í geð, hafi verið flokksdrægur. Ekki hefur verið talið nauðsynlegt heldur að miða við meginstaðreyndir í þeim efnum. Í rauninni voru það 7 dómarar af 9 sem Taka tvö? ’ Demókratar ákváðu í raun að viður- kenna ekki kjör Trumps. Og óhugnan- legast var að valdamenn í stofnunum, sem verja eiga Bandaríkin gegn hættulegustu óvinum, misnotuðu þær til að koma forsetanum frá. Spurning er um það hvort og þá hve stóran þátt fráfarandi forseti og varaforseti tóku í athæfinu. Reykjavíkurbréf28.08.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.