Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 17
komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferðin í Flór- ída stæðist ekki. Þófið hafði gengið margoft til Hæstaréttar Flórída sem heimilaði hvert afbrigðið af öðru til að tryggja að demókratar gætu haldið áfram að láta telja atkvæði aftur í hagfelldum kjördæmum Flórída. Voru frægar myndir til af því þegar rýnt var á kjörseðlana, sem gataðir voru af kosningavélum, til að kanna hvort lufsa eftir götunina héldi enn svo fella mætti það af frambjóðandanum sem áður hafði verið talið að hefði fengið það, þótt lufsan gæti engu breytt um vilja kjósandans! Af sjö dómurum í Flórída voru 6 opinberlega skráðir sem flokksbundnir demókratar og einn sem óháður! Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði á fyrri stigum þófsins hafnað því að láta til sín taka, en nú þegar mánuður var liðinn frá kosningum fékk hann enn beiðni um að stöðva skrípaleikinn sem var mjög niðurlægjandi fyrir Bandaríkin, sem virtust ófær um að birta úrslit forsetakosninga! Fimm dómarar af 9 samþykktu þá að stöðva talninguna á meðan beðið væri efnislegrar meðferðar. Málflutningur fór fram og málið gekk í dóm og þá úrskurðaði Hæsti- réttur, sjö dómarar af 9 (!), að úrslitin í Flórída skyldu standa. Það var ótvíræð ákvörðun æðsta dóms landsins. Óvæntustu bandamenn án þess að vita það Fyrir fjórum árum voru skoðanakannanir lengi hag- stæðar demókrötum og höfðu sannfært þá um að úr- slit kosninganna 2016 væru í hendi. Reyndar töldu þeir sigurstundina upp runna þegar Donald Trump var valinn sem frambjóðandi repúblikana. Trump væri algjörlega óhefðbundinn frambjóðandi og margt það sem hann léti út úr sér á fundum vegna prófkjörs repúblikana myndi koma flokknum í koll. Þetta mat varð til þess að stöðvarnar sem styðja demókrata ákaft ákváðu að sýna beint frá öllum fjöldafundum sem Trump héldi. Það þýddi þá um leið að Donald Trump varði sáralitlu fé til kosningabaráttu sinnar. Fréttastöðvarnar áttuðu sig ekki á í sjálfumgleði sinni að Trump blés í herlúðra til að vekja þá sem höfðu gefist upp á að gera upp á milli hefðbundnu frambjóðendanna sem allir voru steyptir í sama mót. Þeim, sem fylgdust með úr fjarlægum löndum, varð ekki alltaf um sel þegar þessi frambjóðandi tók flugið í prófkjörsbaráttunni. Hann uppnefndi menn af litlu tilefni og hann sagði álit sitt á hinum „frægu frétta- mönnum“ sem horfðu hlakkandi á hann verða sér til skammar, að þeirra mati. Þeir birtu hvert orð sem féll af vörum hans, sannfærðir um að fíflið færi sjálf- viljugt á foraðið og þeir þyrftu ekki annað en að senda allt út og endursenda svo næstu daga bestu bit- ana. Þórðargleðin reyndist þeim dýrkeypt. Vissulega vorum við mörg, vel siðað þunglamalegt Norður-Evrópufólk, ekki móttækileg fyrir töktum og tiktúrum frambjóðandans. Það gekk t.d. á ýmsu í prófkjöri repúblikana: „Ljúgandi Ted“ var einn þar. „Úr sér bræddur Bush“ var annar (Jeb forsetasonur og bróðir). Bréfritara, sem kynnst hafði Jeb sem við- kunnanlegum heiðursmanni, var óneitanlega brugðið. Hvað eftir annað sagði hann við sjálfan sig, þegar mest gekk á: „Þar fór hann með það.“ „Nú gæti hann verið búinn.“ En Trump vildi umtal sem skæri hann frá öðrum í fjölmennum hópi í prófkjörinu og illt umtal væri mun betra en ekkert. Forsetinn hefur dregið úr svona ein- kunnagjöf, en á þó spretti. Enn að slást um 4 ára gömul úrslit Demókratar ákváðu í raun að viðurkenna ekki kjör Trumps. Og óhugnanlegast var að valdamenn í stofn- unum, sem verja eiga Bandaríkin gegn hættulegustu óvinum, misnotuðu þær til að koma forsetanum frá. Spurning er um það hvort og þá hve stóran þátt fráfar- andi forseti og varaforseti tóku í athæfinu. Það tókst að telja nýjum dómsmálaráðherra trú um, að hann yrði að víkja til hliðar svo skipa mætti sérstakan saksóknara með her manna með sér til að kanna „ásakanir“ um að Rússar hafi komið Trump í Hvíta húsið. Af hverju átti Pútín að vera svona hræddur við Hillary? Alls konar fólk lagði trúnað á þessa vitleysu, jafnvel þeir sem ætla mátti að seint myndu glepjast. Málið var ekki aðeins byggt á sandi heldur á „leyniskýrslu“ sem verktakar á vegum kosninganefndar demókrata höfðu látið semja og ekki var heil brú í, eins og ljóst er nú. Fullyrt var, þegar málið var blásið upp, að færustu hakkarar Rússa hefðu náð að hakka sig inn í tölvu John Podesta, formanns kosningastjórnar. Það þurfti ekki ofurmenni til því á daginn kom að aðgangsorð hans var „password“!! Og af því að orðrómi um að Trump hefði stolið kosningunum hafði verið komið af stað töldu demó- kratar sig hafa rétt til að sýna honum og þjóðinni dónaskap og mæta ekki við innsetningu nýs forseta. Upplýst hefur verið að frambjóðandi demókrata hafði samband við Bush yngri til að ýta á að hvorugt þeirra myndi mæta til þessarar miklu athafnar. Bush yngri tók ekkert slíkt í mál. Kannski hætta menn nú loks að tala um dellukenn- ingarnar og horfa til framtíðar. Það gæti verið tíma- bært. Löngu tímabært. Morgunblaðið/Eggert 30.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.