Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2020 Þættirnir Í góðri trú – saga íslenskra mormóna í Utah segja áður ósagða sögu fyrstu vesturfaranna, íslenskra mormóna sem fluttu til fyrirheitna landsins í Utah-ríki í Bandaríkjunum á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þeirr- ar 20. Mormónatrú var á 19. öld álitin villutrú á Íslandi og máttu iðkendur hennar sæta ofsóknum af hendi yfir- valda fyrir trúarskoðanir sínar. Framleiðendur eru hjón- in Birna Pétursdóttir, sem jafnframt er leikstjóri og handritshöfundur, og Árni Þór Theodórsson, sem einnig annast kvikmyndatöku og klippingu. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Ríkissjónvarpsins í kvöld, sunnudagskvöld, og hinir tveir næstu sunnudagskvöld. „Á árunum 1854-1914 er talið að um 400 íslenskir mor- mónar hafi flutt vestur um haf, eini hópur vesturfara sem fór af trúarlegum ástæðum,“ segir í kynningu. „Suma þeirra má jafnvel kalla trúarlega flóttamenn. Lít- ið hefur verið fjallað um þennan sérstæða hóp vestur- fara, en afkomendur þeirra, mormónar í Utah dagsins í dag, hafa varðveitt sögu forfeðra sinna og íslenska arf- leifð, sem er í þeirra huga algjörlega samofin trúnni.“ Skjáskot Saga trúarlegra flóttamanna Í góðri trú – saga íslenskra mormóna í Utah eru nýir íslenskir heimildar- þættir í þremur hlutum sem hefja göngu sína í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Úr þáttunum Í góðri trú – saga íslenskra mor- móna í Utah. „Fáar konur hafa lifað við breyti- legri æfikjör, en Eugenia ekkja Napoleons þriðja, er lést í síð- asta mánuði 94 ára gömul.“ Með þessum orðum hófst and- látsfrétt í Morgunblaðinu fyrir réttum eitt hundrað árum, sunnudaginn 29. ágúst 1920. „Faðir hennar var spanskur aðalmaður. Hún ólst upp í París og í hinu mesta gleðskaparlífi með móður sinni í baðstöðunum í Frakklandi. Vakti hún alstaðar aðdáun og athygli fyrir dæmafáa fegurð sína, klæðaskart og lífs- gleði,“ sagði enn fremur. „Veturinn 1847-48 hitti hún Boneparte prins sem síðar varð Napoleon þriðji í fyrsta skipti og hryggbraut hann þá. Þau hittust aftur fjórum árum síðar og gekk þá saman með þeim og árið 1853 tók hann hana sér fyrir drotningu. Unga drotningin fékk brátt orð á sig fyrir skart og skemtanafíkn og sérstaklega hvað hún var ötul að finna nýja „móða“, en jafnframt þessu vann hún mikið að líknar- starfsemi og kom á fót líknar- stofnunum fyrir börn, sjúklinga og ellihruma. Þau hjónin áttu að- eins eitt barn; það var sonur og fæddist 1856.“ GAMLA FRÉTTIN Dæmafá fegurð Eugenia eiginkona Napóleóns þriðja eða María Eugenia Ignacia Agustina de Palafox-Portocarrero de Guzmán y Kirkpatrick, eins og hún hét fullu nafni. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari María Pálsdóttir leikkona og stofnandi Hælisins Meg Ryan kvikmyndaleikkona ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.