Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 11
Óttast að batna aldrei Óttastu að verða aldrei góð? „Já. „Post Viral Fatigue Syndrome“ er þekkt afleiðing af vírusum og það er margt líkt með því og „Post Covid“-einkennum, en þó eru þar líka ný einkenni. Það er enn margt sem kemur læknum á óvart. Ég las það að ef fólk er ekki búið að jafna sig á vírus eftir nokkra mán- uði, gæti það setið uppi með einkennin til frambúðar. Það er eitthvað sem hræðir mig rosalega mikið,“ segir hún. „Það er oft sagt að kórónuveiran ráðist á undirliggjandi einkenni og magni þau upp, eins og í mínu dæmi varðandi hjartað. Ég er með alvarlegar hjartsláttartruflanir og þurfti að fá gangráð. Það jákvæða sem kom út úr Covid var að þá komst ég að því að hjartað var veikt fyrir. Annað, ég er með vefjagigt sem var alveg nógu slæm, en nú hef ég áhyggjur af því að hún verði verri. Það er svo fyndið að ég talaði alltaf um hversu erfið þessi vefjagigtarþreytuköst voru. En þau eru ekkert miðað við þessa ofsaþreytu sem ég hef upplifað í gegnum Covid. Það er bara eitt- hvað allt allt annað!“ segir hún og leggur áherslu á orð sín. „En ég er þakklát að finna að ég verð smátt og smátt betri því í langan tíma óttaðist ég að þetta yrði aldrei betra.“ Og hvað nú? Ása segir það vissulega hafa verið gott að fá að vita að hún hefði fengið Covid, en líðanin hafi ekkert batnað. Og ekki voru til nein lyf til að lina hennar þjáningar. „Og tíminn leið og mér hélt áfram að líða ömurlega. Þá talaði ég aftur við heimilislækn- inn og sagði: „Nú er ég búin að fá þessar niður- stöður, og hvað nú?“ Það er enginn að spá í fólk eins og mig sem er ekki batnað. Finnst læknastéttinni ekkert áhugavert að skoða hvað sé í gangi hjá fólki sem er búið að díla við þetta í langan tíma? Ég fékk svo sem engin svör þá en nú er aðeins farið að tala um þetta. Fólk er að fara í endurhæfingu á Reykjalundi, en þar er alltaf sami langi biðlistinn. Fyrir nokkrum vikum átti ég einn alveg ömurlegan dag og hringdi grátandi upp á læknavaktina. Ég sagði mína sögu og mér var tjáð að þau væru að heyra af svona svipuðum málum eins og mínum. Mér var sagt að það væri verið að setja upp annað endurhæfingarúrræði þar sem Reykjalundur annaði þessu ekki. Svo ég vona að það verði gert,“ segir Ása, en hún er nú á biðlista að komast á Reykjalund. „Auðvitað vonast ég til þess að þegar ég fái pláss verði ég orðin það góð að ég þurfi ekki að fara,“ segir Ása og segist stundum fara of geyst þegar hún eigi góða daga. Þá borgi hún fyrir það næstu daga. Einn góður dagur „Stundum kemur hrikalegur skellur. Þetta eru tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Ég verð bjartsýn þegar ég finn framfarir en verð svo svartsýn eftir kvöld eins og kvöldið í gær; ég hélt ég væri komin lengra. Ég var nýbúin að grobba mig að ég væri búin að eiga þrjá níutíu prósent daga. Ég er farin að tala í prósentum. Í staðinn fyrir að útskýra alltaf hvernig mér líður, segi ég kannski að dagurinn sé áttatíu prósent. Á þessum sex mánuðum er ég búin að eiga einn hundrað prósent dag. Það var himna- ríki!“ segir hún og segist vera 85% daginn sem viðtalið var tekið. „Í dag finn ég fyrir höfuðverk og titringi. Stundum sést titringurinn en stundum víbra ég bara að innan. Það er rosa skrítið, en þetta er einkenni sem margir tala um. Þetta er svo óþægilegt,“ segir Ása og bendir á að oft sést ekki utan á fólki að það þjáist. „Maður getur verið að þjást af öndunarerf- iðleikum eða verið allur að hristast inni í sér, eða verið með höfuðverk. Annað sem margir tala um eru ósjálfráðir kippir. Skrokkurinn byrjar bara að kippast til, þannig að Covid hef- ur klárlega áhrif á taugakerfið,“ segir hún. „2020 er auðvitað hryllingur fyrir alla. Mér fínnst þetta hafa verið ónýtt ár,“ segir Ása sem segir að það eina góða við það að vera með mótefni sé að geta ferðast án áhyggja. Hún segist vera flökkukind sem njóti þess að fara ein að flakka um heiminn, og ákvað hún því, þegar henni fannst sér líða sæmilega, að skella sér í helgarferð til Brighton. Ekki ferðafær „Ég hvíldi mig vel fyrir ferðina og lagði svo af stað. Fyrsta sjokkið var að þurfa að vera með grímu. Þar sem ég átti erfitt með öndun var hræðilegt að vera með grímu, en ég hafði ekki vitað það því ég hafði ekki þurft að nota grímu áður. Það sem átti að vera æðisleg helgi í Brighton var í raun bara helvíti. Ég þurfti að vera með grímu í flugi og lest og öll- um búðum. Ég fór á föstudegi og átti að fara heim á mánudegi, en á laugardegi fékk ég til- kynningu um að búið væri að fella niður flug- ið mitt og að ég gæti flogið heim á sunnudegi. Venjulega hefði maður orðið pirraður, en ég var guðslifandi fegin. Mig langaði bara heim,“ segir hún. „Ég sá það þarna að ég er ekki ferðafær. Ég get ekki ferðast með grímu og get ekki ferðast ein. Ég er ekki í neinu standi.“ Við förum að slá botninn í samtalið. Ása seg- ist alls ekki hafa rætt öll þau furðulegu einkenni sem hún hefur fengið á þessum sex mánuðum. „Núna er svo margt komið í ljós sem læknar vissu ekki um í byrjun. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið Covid á Íslandi því þótt heilbrigðis- kerfið sé ekki fullkomið, þá höfum við hér ein- hver úrræði. Ég heyri það í bandaríska Face- book-hópnum að það er ekkert hlustað á fólk þar og margir deyja. Það virðist vera bara villta vestrið þarna og hræðilegt heilbrigðis- kerfi. Þó ég vorkenni sjálfri mér oft þá er ég þakklát fyrir að vera á Íslandi.“ Við kveðjumst í anddyrinu og áður en ég held út í haustið, segir Ása: „Farðu varlega. Þú vilt ekki fá þetta!“ „Á þessum sex mánuðum er ég búin að eiga einn hundrað prósent dag. Það var himna- ríki!“ segir Ása M. Ólafs- dóttir, sem glímir við slæm eftirköst af kórónuveirunni. Morgunblaðið/Ásdís ’Og tíminn leið og mér héltáfram að líða ömurlega. Þátalaði ég aftur við heimilislækn-inn og sagði: „Nú er ég búin að fá þessar niðurstöður, og hvað nú?“ Það er enginn að spá í fólk eins og mig sem er ekki batnað. 30.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.