Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 Þ au taka saman á móti mér, Dóra Ein- arsdóttir og tónlistin sem flæðir út af heimili hennar á Seltjarnarnesi. Vel fer á því enda hafa þau fylgst að alla tíð. „Tónlist er mjög stór þáttur í mínu lífi; frá því ég man eftir mér hef ég alltaf vaknað við tónlist. Og svo dansa ég til að vekja líkamann áður en ég mala kaffibaunirnar,“ trúir hún mér fyrir þegar við höfum komið okkur fyrir í borðstofunni með rjúkandi nýlagað kaffi í boll- um og brakandi fersk rúnstykki á disk. „Ég hlusta á allskonar tónlist,“ heldur hún áfram þegar ég spyr. „Rokk, pönk, rapp, djass, klassík, allt mögulegt. Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að fara yfir lagalistann minn og velja það sem hæfir best og mig langar að hlusta á þann daginn. Þetta færir mér hugarró og gleði og virkar sem hver önnur hugleiðsla. Ég gef mér líka tíma til að þakka fyrir hvern einasta dag; þakka fyrir að vera til með kærleikann í hjartanu. Það er ekkert sjálfgefið að fá að vakna hraust og glöð á hverjum morgni. Ég hef alltaf gert þetta en hef sérstaklega lagt áherslu á að byrja daginn svona undanfarin 25 ár eða svo.“ – Ertu trúuð? „Já, ég er alin upp við að fara með bænirnar mínar, kvölds og morgna. Mér þykir vænt um mína barnatrú en er alls engin öfgamanneskja; kann þvert á móti illa við öfgar í trúmálum og hugnast ekki sértrúarsöfnuðir. Það skortir nefnilega gjarnan á umburðarlyndið á þeim bænum og við þurfum að kunna að virða trú annarra, burtséð frá því hvort við skiljum hana eða ekki. Við eigum að lifa í kærleika og þakk- læti en ekki tortryggni og hatri.“ Fallegasti tími dagsins Í ljós kemur að Dóra er árrisul, svokölluð A- manneskja. Eftir langan dag finnur hún stund- um löngun til að sofa út en hreinlega getur það ekki. Vaknar yfirleitt ekki seinna en klukkan 6.15 og er þakklát fyrir það enda sé morguns- árið, frá klukkan 6 til 9, fallegasti tími dagsins – þegar allt er að vakna til lífsins. – Ég heyri að þú ert rútínumanneskja. „Já, það er ég. Og mjög skipulögð. Annars hefði ég aldrei getað unnið þessa vinnu sem ég hef unnið í yfir fjörutíu ár. Þegar maður þarf að gera tvö til þrjú hundruð búninga fyrir eina kvikmynd verður maður að vera skipulagður. Foreldrar mínir kenndu mér ungri að agi, skipulag og dugnaður væru dyggðir hjá fólki og höfðu svo sannarlega lög að mæla. Án þess- ara þátta er útilokað að ná sínum markmiðum í lífinu. Fyrir vikið á ég óskaplega erfitt með að höndla leti hjá fólki. Latt fólk er mestu orku- sugur sem hægt er að hugsa sér. Maður missir alla sína orku, alla sína gleði innan um fólk sem er latt, neikvætt og alltaf á vælunni.“ Dóra hélt ung út í hinn stóra heim. Sextán ára dvaldist hún sumarlangt í Kaupmannahöfn og sigldi heim með Gullfossi um haustið. „Ég náði að upplifa það, hugsaðu þér. Það var erfitt í sjóinn og flestir mjög sjóveikir. Ógleym- anlegt ferðalag.“ Með tárin í augunum á Live Aid Ári síðar kom röðin að London, þar sem hún lagði stund á enskunám. „Þetta var 1971 og London heitasta borg í heimi, gríðarleg gróska í tónlist, menningu og listum almennt; algjör suðupottur og staðir eins og Carnaby Street, Kensington Market og tískuverslunin Biba nafli alheimsins. Freddie Mercury var með bás á Kensington Market áður en hann varð heimsfræg rokkstjarna.“ – Kynntistu Freddie? „Nei, ég hitti hann bara einu sinni. Það var eftir Live Aid-tónleikana frægu sumarið 1985, þar sem hann stal senunni. Ég hitti hann bæði baksviðs og svo í partíinu á eftir en Bob Geldof, sem átti hugmyndina og skipulagði tónleikana, er góður vinur minn. Live Aid var stórkostlegt framtak hjá Bob sem smalaði flestum helstu tónlistarmönnum samtímans saman á Wem- bley-leikvanginum í London og úr urðu ein- hverjir merkilegustu rokktónleikar sögunnar. Ef ekki þeir merkilegustu. Ég var þarna allan daginn og lengst af með tárin í augunum innan um sjötíu þúsund áhorfendur. Allir gáfu sína vinnu í þágu góðs málefnis, en markmiðið var að safna fé handa sveltandi fólki í Afríku, og samkenndin var ólýsanleg. Það leystist rosaleg orka úr læðingi þarna enda voru allir staðráðnir í að leggja sig fram. Ég hef sótt ófáa tónleikana um dagana en þessir standa algjörlega upp úr.“ Dóra var raunar alvön að umgangast stærstu stjörnur heims á þessum tíma en strax um tvítugt var hún í samkvæmum með mönn- um á borð við David Bowie og Iggy Pop í Berl- ín, þar sem hún nam búningahönnun. „Það er best að hafa sem fæst orð um þau partí – þau voru skrautleg,“ segir hún hlæjandi. Jagger elskar hör og silki – Hvernig kynntistu Bob Geldof? „Ég kynntist honum í gegnum Ronnie Wood í Rolling Stones en þáverandi kærasti minn vann mikið með þeim. Fyrir vikið umgekkst ég þá mikið, sérstaklega Ronnie og þáverandi eig- inkonu hans, Jo. Ég kom að búningagerð fyrir Stones á tímabili og Mick Jagger vildi alltaf vera í silkiskyrtum. Gamla ljónið elskar hör og silki. Ég kann mjög vel við Mick sem er holdgervingur dyggðanna sem ég gat um áðan, það er skipu- lags, aga og dugnaðar. Án hans væri Rolling Sto- nes löngu hætt. Mick stjórnar öllu og er límið í hópnum. Hann er týpan sem stundar pilates, dans og leikfimi og fer út að hlaupa klukkan 6 á morgnana, jafnvel þótt hann hafi verið í partíi langt fram á nótt. Mick hefur alltaf verið agaður, meira að segja á sínum villtustu árum. Annars eru þeir löngu hættir að sukka, meira að segja Keith [Richards]. Hann fær sér í mesta lagi bjór í dag. Það er eins gott enda var hann orðinn mjög leiðinlegur með víni og dópi á tímabili. Þessi ann- ars yndislegi maður. Ronnie hætti alveg fyrir tuttugu árum og hefur aldrei liðið betur.“ Dóra var mikið í samkvæmum hjá Ronnie Wo- od á tímabili og segir það gott dæmi um hjarta- þel Stonesaranna að þeir hafi reglulega boðið „Við eigum að lifa í kær- leika og þakklæti en ekki tortryggni og hatri,“ segir Dóra Einarsdóttir. Búningahönnun er ekki fyrir barbídúkkur Dóra Einarsdóttir búningahönnuður hefur lifað ævintýralegu lífi; ferðast vítt og breitt og unnið með mörgum helstu stjörn- um heims á sviði tónlistar og kvikmynda. Í samtali við Sunnudagsblaðið talar hún um líf sitt sem búningahönnuður en einnig æsku sína, brennandi áhuga sinn á skipulags- málum, starf sitt með fíklum í Svíþjóð og þegar hún tapaði um tíma gleðinni en fann sig sem betur fer aftur. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.