Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 14
Dóra og Tinna Gunnlaugsdóttir við tökur á kvikmyndinni vinsælu Með allt á hreinu. ’Ég varð fljótt þekkt í bæjarlíf-inu enda að jafnaði með tutt-ugu poka og töskur á hjólinu.Þess utan var ég með símboða sem pípti stanslaust á mig. Myndin fræga sem Anton Corbijn tók af Grace Jones í Almannagjá á Þingvöllum. Hönnun eftir Dóru undir merkjum fyrirtækis hennar, Doris Day & Night. Dóra og Ronnie Wood úr Rolling Stones í hljóðveri hans í Lundúnum. Eftir að Kvikmyndasjóður kom til sögunnar þá reis annað vandamál – klíkurnar. Það fer nefni- lega ekki alltaf eftir ágæti verkefnisins hverjir fá styrk heldur hver þekkir hvern og hver smjaðr- ar mest. Þeir sem berast mest á fá gjarnan styrki meðan hinir sem vinna í hljóði fá ekki neitt. Leikurinn gengur í raun og veru út á það hver hrópar hæst. Smæðin háir okkur ennþá hvað þetta varðar; heiðarlegum mönnum er hafnað meðan kennitöluflakkararnir eru styrktir aftur og aftur. Ég er sennilega ein af fáum sem þora að segja þetta; reiðin kraumar í mörgum en þeir þora ekki að opna munninn af ótta við að fá aldrei aftur vinnu. Klíkurnar eru svo rótgrónar.“ Einmitt það. Fallegt og gott uppeldi Við vendum kvæði okkar í kross og ég spyr næst um ræturnar. Hvaðan er Dóra Einars- dóttir? „Ég fékk mjög fallegt, gott og traust uppeldi í Garðabænum, foreldrar mínir, Einar Bergmann Arason og Iðunn Vigfúsdóttir, voru meðal frum- byggja á Flötunum. Faðir minn var kaupmaður, rak matvöruverslun á horninu á Þórsgötu og Baldursgötu, og hafði líka brennandi áhuga á skipulagsmálum. Við erum fjögur systkinin og fjölskyldan hafði nóg til hnífs og skeiðar en samt lögðu foreldrar mínir ríka áherslu á að við fengj- um ekkert upp í hendurnar. Við urðum öll að vinna með skólanum í versluninni. Við systkinin vorum líka látin vinna á sumrin. Ég var eina barnið sem vildi fara sérleiðir, var alltaf orku- mikil og þegar mamma rak okkur Helgu systur inn í herbergi að læra gegndi hún en ég fór út um gluggann að leika mér úti í hrauninu.“ – Hvaðan kemur þessi áhugi á listum og hvers vegna lagðir þú búningahönnun fyrir þig? „Ég byrjaði snemma að mála herbergið mitt og sauma. Fékk gluggatjaldaprufur gefins og saumaði úr þeim fimmtíu púða. Ég var líka dugleg að hanna herbergi vina minna, þannig að hönnunaráhuginn kom snemma. Síðan vissi ég fátt skemmtilegra en að rölta upp í safn Einars Jónssonar sem var rétt hjá verslun pabba á Skólavörðuholtinu. Þegar ég kom þar inn fannst mér ég vera komin heim; litirnir á veggjunum og allir þessir skúlptúrar. Ég elska þennan stað enn þá og fer þangað mjög oft.“ Klippti alla sundbolina Á sumrin var Dóra send í sveit, eins og tíðk- aðist, með mjólkurbílnum. Farið var í Geysi og keyptir á hana strigaskór og hún látin hafa bréfpoka með nesti til að maula á leiðinni. Haldið var til Ólafsvíkur, þar sem amma henn- ar og afi, Friðdóra Friðriksdóttir, kölluð Dóra, og Ari Bergmann Einarsson tóku á móti henni. „Eitt sumarið, ætli ég hafi ekki verið átta ára, var ég nýbúin að sjá mynd frá Hollywood í Gamla bío áður en ég kom vestur, þar sem allar konurnar voru í bikiní. Það þekktist ekki hér heima, bara sundbolir. Ég tók mig því til og klippti sundboli allra vinkvenna minna í pláss- inu í sundur; þessa líka fínu boli sem pantaðir höfðu verið frá Reykjavík og afhentir með við- höfn í versluninni Láru í Ólafsvík. Þetta var mín fyrsta hönnun. Teygjan var saumuð a la sláturkeppasaumur sem var það eina sem ég kunni. Það kom auðvitað lykkjufall í þetta allt saman og amma fékk allar mæðurnar í plássinu yfir sig, bálvondar. Við amma sváfum saman í rúmi til tólf ára aldurs og ég man að hún lét mig sitja óvenju lengi á ísköldum koppnum þetta kvöld áður en ég fór að sofa. Hún var svo reið.“ Hún hlær. Næsta hönnun voru pils sem Dóra gerði úr burknum sem Auður frænka hennar lét stelp- urnar tína í gjótum í hrauninu á Búðum. „Við stelpurnar vorum allar myndaðar í burknapils- unum. Ég gat verið uppátækjasöm.“ Dóra á bara góðar minningar frá Ólafsvík. „Amma var mikill dugnaðarforkur. Þau voru með skepnur og við heyjuðum saman. Afi smíð- aði meira að segja litla hrífu fyrir mig svo ég gæti verið með. Þarna undi ég hag mínum vel enda er ég í grunninn alltaf venjuleg sveitastelpa.“ Kynntist Elvis í Ólafsvík Líf og fjör var í Ólafsvík og allt hverfðist um sjó- inn. „Frændur mínir, Friðrik og Garðar Eyland, Fiddi og Gæi, voru miklir sægarpar; mokveiddu og voru heitustu piparsveinar landsins á þessum tíma. Allar konur á eftir þeim. Þeir óku á amer- ískum köggum á sveitaböllin og við Jóhanna frænka mín vorum ráðnar til að bursta támjóu bítlaskóna þeirra áður en lagt var í’ann. Ég fékk að sjálfsögðu borgað, fimm krónur í bréfseðli, sem dugði fyrir bíóferð. Ekki nóg með það, þeir áttu líka plötuspilara, sem var alls ekki sjálfgefið á þessum tíma, og við fengum að spila plöturnar þeirra. Þarna kynntist ég Elvis og hef spilað hann síðan. Eins Motown og fleiri góða.“ Menningin var raunar alltumlykjandi. Dóra segir ömmu sína og nöfnu til dæmis hafa hald- ið mikið upp á Hallgrím Pétursson, Pass- íusálmarnir voru lesnir og allur aukapeningur hafi verið sendur suður í Hallgrímskirkjusjóð. „Amma vildi sjá þá kirkju verða til og pabbi hélt þessu áfram eins lengi og ég man eftir. Seinna söfnuðum við systkinin fyrir pípum í orgelið til minningar um ömmu.“ Æskuheimili móður hennar, Gimli á Hellis- sandi, var enn meira menningarheimili. „Tónlist var í hávegum höfð og Jóhanna Vigfúsdóttir móðursystir mín var um áratuga skeið organisti í Ingjaldshólskirkju. Það var forfaðir minn, Jens Sigurðsson (1852-1933) úr Rifi, sem byggði hana; dró aðföng á sleðum að vetri til upp á hól- inn frá Rifi og Hellissandi. Kirkjan er skráð í sögur evrópskrar byggingarlistar sem sú fyrsta sem byggð er með þeirri tækni. Afi minn, Vigfús Vigfússon, var húsasmíðameistari og byggði ófá húsin á svæðinu. Amma mín, Kristín Jónsdóttir, var mikil saumakona og sérsaumaði allt á heim- ilinu. Þar var líka að finna handmálaða blóma- potta, basthúsgöng, appelsínugult postulíns te- sett frá Asíu og Guð má vita hvað. Manni þótti þetta sjálfsagt þá en í seinni tíð velti ég oft fyrir mér hvaðan öll þessi menning kom í þessu litla sjávarplássi úti á landi en þangað lá til dæmis varla nokkur vegur. Það voru mikil forréttindi að kynnast þessu blómlega menningarlífi í æsku og maður býr að þessu alla tíð.“ Fékk útrás í kvikmyndum Eftir að hún kom heim frá námi í Berlín réð Sveinn Einarsson Dóru til starfa sem bún- ingahönnuð í Þjóðleikhúsinu. Henni líkaði starfið en segir allt hafa verið í helst til föstum skorðum fyrir unga og metnaðarfulla konu. „Ég þurfti mikið að spyrja og fá leyfi enda voru margir að passa plássið sitt og inniskóna.“ Dóra fékk meiri útrás á sumrin þegar hún vann við kvikmyndir. „Ég fékk strax mörg til- boð og mun meira frelsi til að gera það sem ég vildi en í leikhúsinu,“ segir Dóra en meðal mynda sem hún hannaði búninga fyrir er hin goðsagnakennda mynd Stuðmanna, Með allt á hreinu. „Það var rosalega skemmtilegt verk- efni en ég vann mikið með Stuðmönnum á þessum árum. Kynntist þeim gegnum Tinnu Gunnlaugsdóttur sem ég hafði unnið með í Þjóðleikhúsinu. Þetta voru langir vinnudagar og Stuðmenn byrjuðu að kalla mig Doris Day & Night af þeim sökum. Það festist við mig og varð síðar nafnið á fyrirtækinu mínu.“ Hún hlær. – Margir af þessum Stuðmannabúningum eru goðsagnakenndir, ekki satt? „Jú, láttu mig þekkja það. Hvar sem ég er stödd í heiminum þá bregst það ekki að ég fæ símtal á vorin. „Heyrðu, þetta er Jón á Grund- arfirði hérna. Við erum að steggja hann Palla og getum við fengið lánaða hjá þér fiskabún- ingana?“ Það halda allir að ég geymi alla mína búninga en það geri ég ekki. En mér þykir allt- af jafn vænt um þessi símtöl.“ Aðrir ekki síður frægir búningar eftir Dóru eru þeir sem Icy-tríóið klæddist í Björgvin þegar Ísland steig fyrst á svið í Júróvisjón- keppninni. Hún sýslaði sitthvað í poppinu á þessum tíma; hannaði til dæmis umslagið á Egóplötunni Breyttir tímar og leikstýrði myndbandinu við Stórir strákar fá raflost. „Steinar Berg réð mig í það. Einnig má nefna Björn Björnsson leik- myndahönnuð, Jón Þór Hannesson og fleiri. Það var vissulega kúltúrsjokk að koma heim; stand- ardinn var þó þegar orðinn hár hjá Sagafilm. Þá er ég að tala um fagmennskuna, græjur, stúdíó og annað. Allt eins og best verður á kosið.“ Með 20 poka á hjóli Árið 1981 var Dóra ráðin til starfa hjá Íslensku óperunni sem þá var nýstofnuð. Hún segir það hafa verið mjög skemmtilegt verkefni enda þurfti að byggja allt upp frá grunni; hvorki var til nál né VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.