Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 Hér í eina tíð voru einkunnir gefnarmeð orðum. Ágætt var best. Betraen gott sem okkur krökkunum þótti alltaf frekar undarlegt í ljósi þess að ágætt þótti ekkert sérstakt. Bara svona ágætt. Svo kom sæmilegt, ábótavant og óviðunandi. Ef ég man þetta rétt. Þetta tíðkast ekki lengur. Nú gefum við ein- kunnir í tölum frá einum og upp í tíu. Það er auðskiljanlegt og að sjálfsögðu töluvert ná- kvæmara. Það er meira að segja hægt að gefa í brotum og auðséð að sá sem fær 9,2 er með hærri einkunn en sá sem fær 8,8 þótt þeir endi mögulega báðir með 9. En sennilega er helsta ástæðan fyrir þess- ari breytingu að orð gengisfalla og tapa merk- ingu eða þau breytast á þann hátt að nýjar kynslóðir skilja ekki merkinguna á sama hátt og þær fyrri. Samanber dæmið um gott og ágætt. Það er meira að segja orðið þannig að fólk er beðið um að útskýra sársauka með tölum. Hversu slæmur verkurinn er á skalanum 1-10 og flestar kannanir sem við gerum notast við tölur á einhvern hátt til að setja hluti í sam- hengi. Þetta á náttúrlega líka við um daglegt mál. Góður verður frábær eða meiriháttar eða geggjaður eða eitthvað þaðan af merkilegra. Það er til dæmis merkilegt að hlusta á gamlar íþróttalýsingar þar sem lýsingarorðin voru kannski ekki alveg jafn afgerandi og þær eru nú. Það er sennilega vegna þess að með tím- anum hefur þótt þörf fyrir að bæta í lýsing- arnar til að tryggja að öll tilþrif og hughrif komist til skila. Mér varð hugsað til þessa þegar kona lýsti ónæði af fótboltavelli sem „ólýsanlegri mar- tröð“. Nú ætla ég ekki að efast um að þetta hafi verið frekar pirrandi, í það minnsta seint um kvöld. En ég á pínu erfitt með að trúa því að þetta hafi verið ólýsanleg martröð. Þetta hefur verið rammað inn á ensku með perception is reality, eða að skynjun sé raun- veruleiki þess sem lýsir. Konan lýsir upplifun sinni og það er einmitt það merkilega við orð. Þau lýsa því hvernig okkur líður og hvaða til- finningar við berum til ákveðins ástands eða hluta. Það er ekki mitt að segja hvernig henni leið og heldur ekki mitt að gera lítið úr við- brögðum hennar. En það er misjafnt hve sterkt við tökum til orða. Mér finnst til dæmis merkilegt að nánast aldrei er rætt um kjaramál án þess að einhver fái „blauta tusku í andlitið“. Ég á stundum erf- itt með að trúa því. Þess vegna fannst mér líka skemmtilegt að lesa viðbrögð framkvæmdastjóra rækju- vinnslu sem varð fyrir barðinu á þjófum sem stálu hvorki meira né minna en tveimur tonn- um af frosinni rækju. Hann sagði að þetta væri „svolítið leiðinlegt“. Og eiginlega voru viðbrögð lögreglumanns ekki síðri sem sagði að þetta hefði „sennilega verið vel skipulagt“. Ég held að flestir geti fallist á það. Þetta voru jú tvö tonn. Mögulega væri skýrara ef fólk lýsti upplifun sinni með tölum. Konan við fótboltavöllinn gæti sagt að þetta væri 10 óþolandi og fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar myndi senni- lega segja að þetta væri alveg 7 leiðinlegt. En auðvitað er það fáránleg hugmynd. Það er til nóg af orðum til að tjá líðan okkar, skoð- anir og upplifun. Alveg sama hvernig orð tapa merkingu, gengisfalla og gleymast. En senni- lega er betra að halda okkur bara við tölur þegar kemur að því að gefa einkunnir í námi. Frekar en að börnin okkar komi heim með truflað í ensku, sturlað í dönsku og farðu úr bænum í stærðfræði. ’En sennilega er helsta ástæð-an fyrir þessari breytingu aðorð gengisfalla og tapa merkingueða þau breytast á þann hátt að nýjar kynslóðir skilja ekki merk- inguna á sama hátt og þær fyrri. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ólýsanleg martröð eða svolítið leiðinlegt Fyrir fáeinum dögum átti égfróðlegt samtal við einn helstaforystumann lögreglumanna, fyrrum samstarfsmann frá þeim tíma sem ég gegndi formennsku í BSRB. Sitthvað bar á góma. Ósamið væri við lögreglumenn og liði hver mán- uðurinn á fætur öðrum án kjara- samnings. Enn einu sinni stæðu lög- reglumenn í þjarki við ríkisvald sem neitaði að virða eigin skuldbind- ingar um launaþróun stéttarinnar. Þá vék tali að óskemmtilegum frétt- um sem nú berast ítrekað vestan frá Bandaríkjunum af ofbeldi lögreglu gagnvart fólki svörtu á hörund. Viðmælandi minn kvað þetta ástand vera grafalvarlegt enda aug- ljóst að þarna væri til orðinn illur vítahringur ofbeldis og óvildar – og síðan ótta. Hann væri á báða bóga. Annars vegar ótt- aðist margt svart fólk ofbeldisfulla lögreglu og að sama skapi ótt- aðist lögregla of- beldi í sinn garð og þá væntanlega sumpart sam- kvæmt hinu gamalkveðna, sök bítur sekan. Víðs vegar um Bandaríkin vikjust lögreglumenn undan því að gegna næturvöktum í „erfiðum hverfum“, tilkynntu sig veika. Þeir sem mættu væru svo aftur með puttann á gikknum. Að sjálfsögðu væri ekki hægt að alhæfa um gervöll Bandaríkin að þessu leyti. Í sumum ríkjum þar vestra, borgum og bæjum, væri friður og spekt þótt ósætti og jafn- vel bein átök væru að færast í aukana. Sjálfum þótti mér það segja meira en orð fá lýst þegar þær fréttir fóru að berast frá Minneapol- is, þar sem kveikjan að fjöldamót- mælum varð til við morðið á George Floyd, og í kjölfarið frá fleiri borg- um, að svar almennings væri að krefjast niðurskurðar á fjár- framlögum til lögreglunnar, jafnvel að hún yrði lögð niður! Meira getur vantraust varla orðið – og uppgjöf, leyfi ég mér að bæta við. Leiðarahöfundur í íslensku lands- málablaði greip þetta á lofti og skrifaði eftirfarandi í blað sitt í júní síðastliðnum í tengslum við deilumál sem þá var uppi hér á landi: „Þegar að er gáð eiga hugmyndir banda- rískra mótmælenda sem arka um götur stórborga og kyrja „Defund the Police“, ekkert síður erindi hér hjá okkur.“ Þótt þetta hafi verið skrifað í hita baráttu og verði að skoðast í því samhengi þá var þetta engu að síður fært í letur og það eitt ætti að verða tilefni til umhugsunar. Illa mönnuð og fjárvana lögregla er hrædd lögregla. Og hrædd lög- regla leitar skjóls í valdi, vill helst vopn og beitir þeim þegar í nauðir rekur. Þetta sanna nú dæmin vestur í Ameríku. Á BSRB-árum mínum hlustaði ég mikið á hina vísu menn sem alltaf var að finna hjá Landssambandi lögreglumanna. Frá þeim komu varnaðarorð gegn vopnaburði og frá þeim kom hvatningin um að byggja upp lögreglulið til stuðnings sam- félaginu; hinum almenna manni til varnar gegn hvers kyns of- beldi. Þeir vildu með öðrum orð- um samfélags- væna lögreglu sem skipuð væri afbragðs- fólki. Í kjölfar efna- hagshrunsins fyrir rúmum tíu árum voru fjárveitingar til löggæslunnar í landinu skornar ótæpilega niður. Það var hugsað sem tímabundin ráðstöfun en varði of lengi. Að þessu stóð ég sem þáverandi dóms- málaráðherra ásamt þeirri rík- isstjórn sem þá sat. Mitt framlag var síðan að sundurgreina nið- urskurðinn og birta um hann ná- kvæmar upplýsingar með það fyrir augum að þetta yrði lagfært þegar borð yrði fyrir báru. Um þetta sam- mæltust stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi. Við þetta hefur ekki verið staðið. Lögreglan á það skilið að hennar hlutur verði að fullu bættur og að samið verði við lögreglumenn á for- sendum sem voru fastmælum bundnar þegar lögreglan illu heilli afsalaði sér verkfallsrétti sínum fyrr á árum. Þetta er brýnt lögreglumál sem varðar okkur öll. Lögreglumál af þessari stærðar- gráðu þolir ekki bið og ber að leysa. Morgunblaðið/Eggert Lögreglumál Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Í kjölfar efnahags-hrunsins fyrir rúmumtíu árum voru fjárveit-ingar til löggæslunnar í landinu skornar ótæpi- lega niður. Það var hugs- að sem tímabundin ráð- stöfun en varði of lengi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.