Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2020 LÍFSSTÍLL Við sjóinn í Garðabæ, nálægt Sjálands-hverfinu, er kominn glænýr veitinga-staður, Sjáland, sem var opnaður í byrj- un sumars, nánast mitt í kórónuveiru- faraldrinum fyrri, en þrátt fyrir það hefur verið fullt út úr dyrum. Garðbæingar og nærsveit- arfólk hafa tekið vel í þessa viðbót og segir Almar Yngvi Garðarson, einn eigenda stað- arins, að viðtökurnar hafi farið fram úr björt- ustu vonum. „Aðsóknin sprengdi allar væntingar. Gest- irnir okkar eru aðallega Íslendingar og sérstak- lega fáum við mikið af Garðbæingum. Þeir eru duglegir að koma, bæði í hádegismat, kaffi og kvöldmat. Eldra fólkið kemur í kaffið og yngri kynslóðin sækir meira í kvöldin,“ segir hann. „Við erum með pítsur allan daginn, hádegis- seðil og kvöldseðil og svo er hér bröns um helg- ar. Við höfum þurft að fækka aðeins borðum vegna tveggja metra reglunnar,“ segir Almar og segir að auk þess leigi þau út veislusal sem hefur verið þéttbókaður, þótt afbóka hafi þurft nokkuð vegna veirunnar. Þá er fólk duglegt að bóka fram í tímann. „2021 er orðið fullbókað og það er búið að bóka eina fermingarveislu árið 2026.“ Horfum á björtu hliðarnar Almar segir Sjáland vera eins konar bistró, en í fínni kantinum. „Við erum með flott starfsfólk í eldhúsinu sem er með mikla reynslu og hafa einhver þeirra ferðast um heiminn og unnið á Michelin- stöðum,“ segir hann. Á góðvirðisdögum er hægt að borða utan- dyra. „Það er allt fullt hér úti á pallinum þegar það er sól. Við erum oft með viðburði þegar vel viðrar; grill, plötusnúð eða lifandi tónlist,“ segir hann. „Fyrir seinni bylgju kórónuveirunnar vorum við með flotta tónlistamenn hér og var það mjög vinsælt. Sérstaklega slógu Stebbi og Eyfi í gegn,“ segir hann. Almar segist vera bjartsýnn á veturinn. „Við horfum á björtu hliðarnar. Við erum komin með fastakúnna sem koma aftur og aftur. Svo vonum við innilega að geta haldið hér hlað- borð um jólin.“ Garðbæingar ánægðir Almar segir kokkana leita í norræna eldhúsið þegar kemur að matargerðinni. „Þeir leita mikið út í náttúruna og tína bæði ber, jurtir og blóm sjálfir. Fiskurinn er mest pantaður í hádeginu og á kvöldin er vinsælt að fara í þriggja rétta matseðil,“ segir hann og bætir við að pítsurnar séu alltaf vinsælar. Ólafur Ágústsson, kallaður Óli Gústa, er yfir- kokkur á Sjálandi. „Ég elda íslenskan og skandinavískan mat og reyni að nota alíslensk hráefni,“ segir hann. Spurður um uppáhaldsréttinn hugsar hann sig lengi um. „Mér finnst margt gott en nefni rauðrófu- carpaccio. Við setjum í það andalifur sem gerir það mjög sérstakt.“ Morgunblaðið/Ásdís Bjart framundan á Sjálandi Kokkarnir Víðir Erlingsson, Rúnar Pierre Heriveaux og Ólafur Ágústsson standa vaktina á Sjálandi. Á Sjálandi í Garðabæ er eðal- matur og útsýni út á haf. Kokkarnir bjóða upp á norræna matargerð og ekta ítalskar pítsur. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Á góðviðris- dögum er hægt að sitja utandyra. Staðurinn er smekklega innréttaður. Fyrir 4 HVÍTT SÚKKULAÐI BÚÐINGUR 500 g rjómi 80 g sykur 30 g hvítt súkkulaði 3 stk. matarlímsblöð Sjóðið rjómann og sykurinn saman og setjið matarlímið út í. Hellið heitri blönd- unni yfir súkkulaðið og blandað vel sam- an. Búðingnum er svo hellt í fallega skál þar sem hann fær að stífna yfir nótt í kæli sé þess kostur, eða allavega í fjórar klst. JARÐARBERJA- SÓSA 250 g jarðaber 10 g flórsykur 7,5 g ylliblómaedik Setjið allt saman í blandara og maukið í fína sósu. KRISTALLAÐ HVÍTT SÚKKULAÐI 175 g hvítt súkkulaði 275 g sykur 100 g vatn Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og setjið í hrærivél. Sjóðið syk- ur og vatn saman upp í 140°C og hellið ró- lega saman við súkkulaðið á meðan hrærivélin gengur hægagang. Raðið öllu fallega ofan á rjómabúðing- inn með ferskum jarðarberjum. Skreytið með ferskri, villtri myntu og kryddið ríflega með svörtum pipar. Íslensk jarðarber og hvítt súkkulaði Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.