Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2020, Blaðsíða 29
lægt knattspyrnu og raunar aldrei stigið fæti á enska grund. Þegar Lasso er beðinn á blaðamannafundi að útskýra rangstöðuregluna vísar hann í afstöðu hæstaréttar Banda- ríkjanna til kláms árið 1964. „Það er erfitt að skilgreina það en um leið og menn sjá það vita þeir hvað það er.“ Annað er eftir þessu. Leikmenn AFC Richmond eru agndofa og áhangendurnir trúa ekki sínum eigin augum. Til allrar hamingju hefur Lasso enga hugmynd um hvað orðið „wanker“ merkir en því rignir yfir hann, innan vallar sem utan. Þannig liggur landið í glænýjum bandarískum gamanþáttum, Ted Lasso, sem frumsýndir voru á efnis- veitunni Apple TV+ um miðjan þennan mánuð. Sú eina sem gleðst er hinn nýi eig- andi liðsins, Rebecca Welton, en það er einlægur ásetningur hennar að keyra AFC Richmond í þrot enda sé liðið það eina í þessum guðsvolaða heimi sem mörðurinn fyrrverandi eiginmaður hennar kann að meta og þykir vænt um. Í hennar huga er það því snilldarbragð að ráða í starf knattspyrnustjóra mann sem kann ekki neitt, veit ekki neitt og getur ekki neitt. Og við fyrstu sýn stendur Ted Lasso fyllilega undir vænt- ingum. Hann er alveg ofboðslega amerískur á alla lund, blaðrar út í eitt og finnst ekkert eðlilegra en að mæta á morgni hverjum með öskju af smákökum inn á skrifstofu eig- andans sem hefur auðvitað allt ann- að við tíma sinn að gera. Maðurinn virðist ekki þekkja nokkur einustu mörk í mannlegum samskiptum. En hvað er a’tarna, hann er líka bara helvíti viðkunnanlegur. Algjör „happígólökkí“ Kani sem hefur margfalt meiri áhuga á mannlegu eðli og að laða fram það besta í fólki en að vinna einhverja bjánalega íþróttaleiki. Fyrir vikið veit Rebecca ekki alveg hvar hún hefur hann. Það vita skærustu stjörnur liðsins ekki heldur. Fyrirliðinn, sem heitir því ágæta nafni Roy Kent, hefur marga fjöruna sopið og meðal ann- ars unnið Meistaradeildina með Chelsea. Hann er hins vegar kominn af léttasta skeiði og nýtur ekki sömu virðingar lengur. Lasso þarf að fá hann til að taka betur utan um mannskapinn og gefur honum meðal annars bók með leyndum boðskap um leiðtogahæfileika. Kent starir opinmynntur á hann. „Bók!!!?“ Þeir reiða ekki beinlínis vitið í þverpok- um, sparkendurnir í þessum þáttum. Moldríkir en einfaldir. Síðan er það markahrókurinn og aðalstjarna liðsins sem ber það kostulega nafn Jamie Tartt. Hann er uppfullur af hæfileikum en jafnframt uppfullur af sjálfum sér og gæti ekki staðið meira á sama um konseptið liðsheild. Lasso þarf að fá hann til að gefa meira af sér og vinna með hin- um tíu inni á vellinum. Óttast gulu pressuna Ástkona Jamies er fyrirsætan Kee- ley Jones sem jafnframt vinnur fyrir AFC Richmond. Þegar hún var átján ára sló hún sér upp með 23 ára göml- um knattspyrnumanni og núna þeg- ar hún er að verða þrítug er hún enn þá að slá sér upp með 23 ára gömlum knattspyrnumanni. Og ekki getur hún hugsað sér að svíkja hann. Það myndi þýða frétt í gulu pressunni undir fyrirsögninni: Jamies Tart Breaks Tartts Heart! Þetta er auð- vitað útilokað að þýða á íslensku. Ég er ekki að rugla í ykkur; hún óttast þetta í raun og veru meira en allt annað í þessu lífi. Lasso rekur upp stór augu þegar hann áttar sig á því að leikmennirnir eru ekki allir enskir og uppaldir í næstu götu; þvert á móti eru þeir hvaðanæva úr heiminum, eins og Nígeríumaðurinn ungi Sam Obi- sanya sem er að koma undir sig fót- unum þar um slóðir. Ekki má heldur gleyma búninga- piltinum. Hvað heitir hann nú aftur? Jú, Nate. Lasso er fyrsti maðurinn sem ávarpar hann að fyrra bragði og kemur fram við hann af virðingu. Nate til mikillar skelfingar og gleði í senn. Þegar á reynir kemur í ljós að Nate veit eitt og annað um knatt- spyrnu og Lasso og aðstoðarþjálfari hans, Beard, leita fyrir vikið kinn- roðalaust í smiðju til Nate the Great, eins og þeir kalla hann upp frá því. Nokkuð sem vekur undrun hins tor- tyggna blaðamanns The Independ- ent, Trent Crimm, þegar hann kem- ur í opinbera heimsókn á æfingasvæði AFC Richmond. Hvernig ætli greinin verði? Ted Lasso fer fyrir sínum mönnum í AFC Richmond. Apple TV+ 30.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVARSEMÞÚERT SAMSTARFSAÐILI Öryggiskerfi 15:04 100% VIRÐING Málmbandið Zakk Sab- bath, sem stofnað var til heiðurs goðunum í Black Sabbath, sendir í næstu viku frá sér breiðskífuna Vertigo sem er óður til fyrstu plötu Black Sabbath, sem bar nafn sveit- arinnar og fagnar fimmtugsafmæli sínu í ár. Platan var tekin upp í einni lotu, eins og tíðkaðist árið 1970, og verður aðeins fáanleg á ví- nyl. Í Zakk Sabbath eru gítarleik- arinn og söngvarinn Zakk Wylde, bassafanturinn Rob „Blasko“ Nic- holson og trymbillinn Joey Castillo. Zakk Sabbath gefur út plötu Zakk gamli Wylde í essinu sínu. AFP BÓKSALA 19.-25. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Stærðfræði 1 Gísli Bachman/Helga Björnsd. 2 Verstu kennarar í heimi David Walliams 3 Þín eigin saga – risaeðlur Ævar Þór Benediktsson 4 Þín eigin saga – Knúsípons Ævar Þór Benediktsson 5 Randafluga Ýmsir höfundar 6 Focus on Vocabulary Diane Schmitt 7 Maxímús músíkús – þrautabók Hallfríður Ólafsdóttir o.fl. 8 Inquiry into Life Sylvia Mader 9 Curious Incident Of The Dog In the Night Time Mark Haddon 10 Essentials of Chemistry Ýmsir höfundar 1 Stormboði Maria Adolfsson 2 Sjóræninginn Jón Gnarr/Hrefna L. Heimisd. 3 Sumar í París Sarah Morgan 4 Ýmislegt um risafurur og tímann Jón Kalman Stefánsson 5 Tíbrá Ármann Jakobsson 6 Gegnum vötn gegnum eld Christian Unge 7 Korku saga Vilborg Davíðsdóttir 8 Glæpur við fæðingu Trevor Noah 9 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 10 Þerapistinn Helene Flood Allar bækur Íslenskar kiljur Ég á margar bækur, en les of fáar. Þótt ég eigi að vita betur er ég lík- lega að vonast eftir því að einhver þekking flögri í hausinn á mér ef ég hangi nógu lengi í sama herbergi. Ég hef þó lesið þrjár óskáldaðar bækur að undan- förnu, sem verð- skulda meðmæli. Tvær þeirra fjalla öðrum þræði um baráttu fólks fyrir mannsæmandi lífi. Önnur heitir Communal Lux- ury, eftir hina amerísku Kristin Ross. Bókin segir frá Parísar- kommúnunni 1871, rótum hennar og áhrifum. Anarkistar eru besta fólk upp til hópa og Evrópubúar nútímans eiga Parísar- kommúnunni margt að þakka. Það er líka skemmtilegt að lesa um ís- landsför William Morris sumarið 1871. Hann dáist að almennu læsi Íslendinga (fyrir tíma PISA- kannana) og líkir hrauninu við götu- vígi í París. Hin bókin er eftir Didier Eri- bon og heitir Ret- urning to Reims á ensku. Eribon segir frá því hvernig hann gekk menntaveginn á enda án þess að líta um öxl til að vinna úr uppvexti sínum sem sam- kynhneigður og bókhneigður í samfélagi sem var honum andsnú- ið í flestu. Bókin fjallar ekki síst um eitur stéttaskiptingar og þá for- dóma sem hún elur á. Ég komst við nokkrum sinnum. Sú þriðja heitir The Unin- habitable Earth eftir David Wal- lace-Wells. Eins og titillinn gefur til kynna tíundar hún hvernig mann- fólkið er búið að þjösnast á jörðinni síðastliðna áratugi. Wallace-Wells reynir að telja lesandanum (og lík- lega sjálfum sér) trú um að ekkert sé um seinan, en ég held að maður hljóti að vera nokkuð efins eftir lesturinn. Úps! Ég las Kristnihald undir Jökli eftir Hall- dór Laxness í fyrsta skipti um dag- inn. Hún kom mér til að hlæja upp- hátt nokkrum sinnum og ég rakst á mörg orð sem gott væri að blanda saman við chiafræ og setja út á hafragraut. Milkman eftir Anna Burns er fín skáldsaga. Hún snertir á þöggun, með- virkni og því sem kallað hefur verið „gaslighting“. Burns tekst að láta lesandanum líða mjög óþægilega, sem er kúnst. Kári, vinur minn, var að flytja og bauð mér að taka nokkrar af sínum bókum í tímabundið fóstur. Hann er langtum betur lesinn en ég og virðist aðeins umgangast góðar bækur. Á meðan ég hef sankað að mér einhverju af bókum um hvíta karlmenn að gorta sig af því að hafa klifið fjall fjarri heimabyggð, myndskreyttum ferðabókum og léttmeti eftir vel klippta Skandin- ava, þá eru aðeins úrvalsrit í þess- um safnkosti og ég vona að mér takist að lesa eitthvað í Aiskýlosi, Georges Bataille og allt þar á milli. Ég er byrjaður að stara á kilina á sumum og styttist kannski í að ein- hver þeirra stígi dansinn milli nátt- borðs, sófa og hillunnar þar sem bækur í lestri enda stundum í mikl- um ólestri. EIRIK SÖRDAL ER AÐ LESA Stari á kilina Eirik Sördal er þýðandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.