Morgunblaðið - 02.09.2020, Side 20

Morgunblaðið - 02.09.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 50 ára Óðinn ólst upp í Reykjavík til 12 ára ald- urs en býr í Stykk- ishólmi. Hann er sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykk- ishólmi og sjálfstætt starfandi kerfisfræðingur. Maki: Rhiannon Mary Helgason, f. 1990, viðskiptamarkþjálfi. Börn: Brimrún Eir, f. 2001, Jósúa Helgi, f. 2016, og Eva Rós, f. 2019. Foreldrar: Helgi Eiríkur Kristjánsson, f. 1946, d. 2016, tónlistarmaður, og Brim- rún Vilbergsdóttir, f. 1947, sjúkraliði, bú- sett á Akranesi. Óðinn Burkni Helgason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvert mál, sem þú hélst að þú værir búinn að leysa, vaknar upp aftur og heimtar afskipti þín. Gættu þess að missa ekki sjónar á því. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er enginn eldri en honum finnst hann vera. Taki menn höndum saman má ná ótrúlegum árangri. Nákominn ættingi þarf á stuðningi þínum að halda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna sem og að rækta samböndin við gömlu félagana. Innra með þér er fögnuður, sem best er að miðla líkamlega og deila opinberlega. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þrá þín til þess að leggjast í ferða- lög fer vaxandi um þessar mundir. Heim- boðunum mun hreinlega rigna yfir þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gagnrýni á að vera mild. En þegar upp er staðið ert það þú sem þarft að vega og meta hvað þér er fyrir bestu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru ýmsar nýjungar að banka upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim öllum í einu. Hver er sinnar gæfu smiður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það verður sífellt erfiðara að fela til- finningar þínar. Mundu bara að gera allt hreint fyrir þínum dyrum áður en þú held- ur áfram. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gefur góðgerðar- samtökum eigur þínar eða fjármuni í dag. Gerðu það sem í þínu valdi stendur til að þetta verði þér til framdráttar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Forðastu deilur og frestaðu því að ræða erfið málefni. Reynslan segir þér eitt en Pollýannan innra með þér segir annað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur unnið vel undanfarið þótt þú eigir erfitt með einbeitinguna. Næmi og þægilegheit eru kostir sem allir virða í fari þínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Innibyrgð spenna í fjölskyld- unni gæti fengið útrás í dag. Vertu opin/n fyrir því fólki og þeim tækifærum sem koma inn í líf þitt á næstunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt ekki halda svo aftur af þér að þér verði ekkert úr verki. Skoðaðu sam- band þitt við eigur þínar. besta samrýmist svo mörgu í störfum hjúkrunarfræðinga sem sýna þjónandi forystu í heilbrigðiskerfinu.“ Yngsti sonur minn, Kjartan, er fæddur með Down’s-heilkenni. Það hefur auðvitað mótað mín fullorðinsár að eignast fatlað barn því það eru margar áskoranir því tengdar. Því fylgdi að ég gat ekki í nokkur ár verið eins virk í atvinnulífinu og ég hefði ella verið. Umönnun Kjartans hefur alltaf verið forgangsmál hjá mér. Eftir að Kjartan stálpaðist fór ég að vinna hjá hjúkrunarheimilinu Eir. Samtals urðu árin hjá Eir 15, þar af þrjú ár sem deildarstjóri dagdeildar heilabilaðra og sjö ár sem staðarhaldari öryggis- íbúða Eirar í Spönginni eins og vinur minn heitinn sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson forstjóri Eirar kallaði starf- ið með réttu. Á Eir unnu á þeim tíma báðir eldri synir mínir mörg sumur, annar sem starfsmaður í umönnun, hinn í þjónustu og viðhaldi, og ég held að sú starfsreynsla með öldruðum hafi gert þá báða að betri mönnum.“ Árið 2014 fór Ragnheiður í MPM- nám í HR og lauk því 2016. „Ég var elst í hópnum og naut hvers dags og frá 2017 hef ég starfað í hlutastarfi á endurhæfingar- og útskriftardeildinni á Landakoti. Samhliða stofnaði ég ráð- gjafarfyrirtækið Efri ár, sem veitir Ragnheiður á Snæfellsnesi, fyrst í Grundarfirði og svo í Stykkishólmi, ásamt fjölskyldu sinni. „Á þeim árum tengdist ég Morgunblaðinu órjúfan- legum böndum sem fréttaritari í Grundarfirði og svo lausapenni til margra ára.“ Hluta þess tíma sem Ragnheiður bjó á Snæfellsnesi gegndi hún stöðu hjúkrunarforstjóra á heilsu- gæslunni í Stykkishólmi. Þá var sjúkrahúsið enn rekið af nunnum St. Fransiskusreglunnar. „Kynnin af systrunum voru mér mjög dýrmæt, sú lífssýn þeirra að þjóna og gera sitt R agnheiður Gunnarsdóttir fæddist 2. september 1960 í Reykjavík. Hún ólst upp í Vestur- bænum, á Seltjarnar- nesi og síðar í Laugarneshverfi. „Fað- ir minn varð bráðkvaddur í september 1970, ég var þá nýorðin 10 ára. Við það urðu afdrifaríkar breytingar á högum mömmu og okkar systranna. Sumarið eftir var ég send í sveit norður í Skagafjörð, en ég var mjög heppin, fjölskyldan á Starrastöðum var ein- stakt fólk og næsta sumar gat ég ekki beðið eftir að komast aftur til þeirra. Þegar ég kom aftur í bæinn eftir fyrra sumarið vorum við mæðgur fluttar í Laugarnesið, fljótlega eignaðist mamma nýja mann og í honum eign- aðist ég mjög góðan stjúpa. Rúmu ári eftir að pabbi dó andaðist föðuramma mín Kristjana Blöndahl kaupmaður. Við höfðum verið nánar, en hún bjó á Sóleyjargötu 29 ásamt Göggu sem var vinnustúlka hjá henni í 40 ár og ég heiti í höfuðið á. Gagga, sem hét Ragnheiður, flutti á heimili mömmu minnar og stjúpa eftir að amma dó. Andlát ömmu var annað þungt högg á stuttum tíma, missir hef- ur sjálfsagt mótað mig mikið. En sorg barna var ekki mikill gaumur gefinn á þeim árum. Það er sem betur fer að breytast.“ Ragnheiður gekk í Laugarnesskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1980 og sumarvinnan á menntaskólaárunum var í kirkjugarðinum í Fossvogi þar sem hún var flokksstjóri. Sumarið fyr- ir stúdentspróf var hún í París sem au pair hjá franskri fjölskyldu og sótti frönskunámskeið hjá Alliance fran- caise. Leiðin lá svo í hjúkrunar- fræðideild HÍ eftir stutt stopp í sjúkraþjálfun sem henni líkaði ekki við. „Að námi loknu fór ég ekki að stunda hjúkrun heldur fékk ég starf hjá Einari Birni lyfjaheildsala. Það var góður skóli og gaman að kynnast Ein- ari. Hann spurði mig hvað ég vildi fá í laun. Ég sagðist vilja hærri laun en byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga, sem voru þá rétt liðlega 20 þús. kr. Hann spurði hvernig mér litist á tvöföld þau laun. Ég að sjálfsögðu var mjög ánægð með það.“ Í rúman áratug bjó eldri borgurum og/eða aðstandendum þeirra ráðgjöf og upplýsingar. Ráðgjöf um hvernig megi undirbúa efri árin sem best, hvernig styðja megi aldraða fjölskyldumeðlimi til að halda sínu sjálfstæði. Síðast en ekki síst upplýs- ingar um hvaða úrræði og lausnir eru í boði ríkis og sveitarfélaga og hvað hægt er að kaupa til viðbótar af einka- fyrirtækjum á heilbrigðissviði. Þörfin fyrir slíka ráðgjöf er mikil og á eftir að fara vaxandi.“ Ragnheiður hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum. Hún var um skeið í stjórn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, þ.á m. varaformaður, einnig setið í nefndum fyrir hjúkr- unarfræðinga. Hún var í sex ár í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og formaður stjórnarinnar um tíma. Þá var Ragnheiður formaður Félags áhugafólks um Down’s-heilkenni, sat í ferlinefnd Reykjavíkurborgar, í stjórnum heilsugæslustöðvarinnar í Grundarfirði og í stjórn ST Frans- iskusspítalans í Stykkishólmi og í stjórn Ljósmyndasafns Jóhanns Rafnssonar í Stykkishólmi. „Efst á listanum yfir áhugamál mín er að fá að fylgjast með lífi sona minna á hliðarlínunni, fá að hvetja þá og styðja í leik og starfi og vera þátttak- andi þegar þeir vilja. Mig langar líka að sjá meira af heiminum, þar er saf- aríferð til Tansaníu eða Namibíu efst á listanum sem og Ástralíuferð með Kjartani, sem elskar ferðalög.“ Fjölskylda Synir Ragnheiðar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Ólafs H. Sverr- issonar viðskiptafræðings, eru: 1) Gunnar Dofri, f. 13.4. 1988, lögfræð- ingur, sérfræðingur í samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu, býr í Reykjavík. Sambýliskona hans er Stella Rún Guðmundsdóttir lækna- kandidat; 2) Sverrir Ingi, f. 21.2. 1993, viðskiptastjóri hjá Öryggismiðstöð- inni, býr í Garðabæ. Unnusta hans er Bryndís Ósk Birgisdóttir, sjúkraliði og BS í sálfræði. Dóttir þeirra er Heiðdís María, f. 3.11. 2019; 3) Kjartan, f. 12.1. 1997, starfsmaður á vinnustofu Styrktarfélagsins Áss, býr í Reykja- vík. Systir Ragnheiðar er Jóhanna Ragnheiður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur – 60 ára Mæðginin Ragnheiður og synirnir Kjartan, Sverrir Ingi og Gunnar Dofri. Veitir ráðgjöf um efri árin Vinnufélagarnir Ragnheiður og séra Bjarni Karlsson. Garðabær. Heiðdís María Sverrisdóttir fæddist 3. nóvember 2019 á Land- spítala. Hún vó 3.045 g og var 50 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Bryndís Ósk Birgisdóttir og Sverrir Ingi Ólafsson. Nýr borgari 40 ára Heimir er Akureyringur og býr þar. Hann er söng- kennari í Tónlistar- skólanum á Akureyri og er í hljómsveitinni Volta. Maki: Anna Rósa Friðriksdóttir, f. 1981, grunnskólakennari í Þelamerkurskóla. Börn: Breki Ingimar Chang, f. 2013, og fósturbörnin eru tvíburarnir Alda Karen og Unnur Arna, f. 2017. Foreldrar: Kristín Svavarsdóttir, f. 1947, fyrrverandi matráður, búsett á Akureyri, og Ingimar Harðarson, f. 1946, d. 2012, kjötiðnaðarmaður. Heimir Bjarni Ingimarsson Til hamingju með daginn SÉRSMÍÐI Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.