Morgunblaðið - 02.09.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 02.09.2020, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2020 12. UMFERÐ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Við erum mjög ánægðar. Við höfum lagt mikið á okkur í sumar og það var gott að geta loksins fagnað. Þetta var risastór sigur fyrir okkur og eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði kát Stephanie Ribeiro í samtali við Morgunblaðið. Ribeiro skoraði sigur- mark Þróttar í óvæntum 2:1-sigri á Fylki á heimavelli í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar og fékk 2 M fyrir frammistöðu sína í leiknum. Var að- eins um annan sigur Þróttar í sumar að ræða, þrátt fyrir heilt yfir fína spilamennsku í sumar. Með sigrinum fóru nýliðarnir upp fyrir KR og upp úr fallsæti. „Við héldum áfram allan tímann og gáfumst ekki upp. Við reyndum eins og við gátum að pressa á þær og við leyfðum þeim ekki að hafa boltann og stjórna leiknum. Við náðum svo að sækja mikið og vorum stórhættu- legar fram á við. Við fengum á okkur mark, en við héldum áfram, skor- uðum tvö mörk og héldum út. Við vörðumst virkilega vel og allir lögðu sitt af mörkum til að sigla þessu heim,“ sagði Ribeiro, en sigurmark hennar kom á 42. mínútu. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki yfir á 14. mínútu og Ólöf Sigríður Krist- insdóttir jafnaði á 38. mínútu. Eiga meira skilið Sóknarmaðurinn er ánægð með frammistöðu Þróttar til þessa í sum- ar, þótt sigrarnir til þessa hafi staðið á sér. „Við höfum verið inni í öllum leikjunum, sama hver andstæðing- urinn er, en við höfum ekki alltaf náð í úrslitin sem við eigum skilið. Það var virkilega gott að ná öllum pakkanum á laugardag; spila vel og ná í sigurinn. Ég er klárlega ánægð með okkar spilamennsku heilt yfir, en við viljum meira. Við viljum halda þessu áfram og ná í fleiri góð úrslit, sem við eigum skilið. Við höfum nokkrum sinnum hugsað til baka og verið ánægðar með frammistöðuna þrátt fyrir að ná ekki að vinna. Þegar upp er staðið skiptir það hins vegar ekki máli ef þú vinnur ekki.“ Ribeiro er 26 ára og lék hún með Avaldsnes og Grand Bodø í Noregi áður en leiðin lá til Íslands. Þar á und- an var hún á mála hjá Seattle Reign í bandarísku atvinnumannadeildinni og þótti mjög efnileg eftir góð ár í bandarísku háskóladeildinni með University of Connecticut. Erfið meiðsli hafa hins vegar sett strik í reikninginn hjá þeirri bandarísku, sem varð til þess að ferilinn fór ekki á það flug sem hún vonaðist til. Fékk ranga greiningu „Ég spilaði með Avaldsnes á síð- ustu leiktíð og undirbúningstímabilið í Noregi er mjög langt og líkaminn á mér réð ekki við álagið. Ég meiddist illa í mjóbaki, fékk vitlausa greiningu frá lækni og fékk svo ranga meðferð í kjölfarið. Ég náði því ekki að jafna mig á meiðslunum svo ég fór aftur til Bandaríkjanna að lokum. Þegar ég var hjá Seattle var ég svo að glíma við erfið meiðsli í hné. Ég jafnaði mig á meiðslunum og hér er ég nú og hér líður mér vel. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég var í háskólanum sem ég er alveg heil heilsu, en meira að segja þar var ég stundum að glíma við meiðsli. Núna líður mér mjög vel og er alveg heil í fyrsta skipti síðan at- vinnumannaferillinn byrjaði.“ Ribeiro, sem er uppalin í Banda- ríkjunum en á brasilíska foreldra, hef- ur verið einn besti leikmaður Þróttar á tímabilinu og skorað sex mörk í tíu deildarleikjum. Hún er ánægð með líf- ið og tilveruna hjá Þrótti. Er hún ein fjögurra erlendra leikmanna félagsins en Morgan Goff og Mary Vignola frá Bandaríkjunum og Laura Hughes Ástralíu leika einnig með liðinu. Auk þeirra er lið Þróttar að mestu skipað ungum íslenskum leikmönnum og var meðalaldurinn í byrjunarliðnu gegn Fylki aðeins 19,7 ár. Fullkomið veður í sumar „Þetta er virkilega góð blanda og ég elska þessar stelpur. Það er virkilega gott að vera með aðrar stelpur frá Bandaríkjunum hérna og svo Lauru frá Ástralíu. Við náum mjög vel saman og mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ís- lensku stelpurnar eru svo mjög við- kunnanlegar og almennilegar. Þær buðu mig velkomna um leið og ég kom og mér líður vel. Við náum all- ar virkilega vel saman bæði á vell- inum og utan hans. Það var örlítið erfitt að koma beint inn í tímabilið og fá ekki undirbúningstímabil, en við erum að gera vel,“ sagði Ribeiro og viðurkenndi síðan að hún vissi lítið um Ísland áður en hún kom til landsins. „Eina sem ég vissi um Ísland áður en ég kom var að hér væri mjög kalt. Ég kom seint til Íslands vegna Covid og ég var ekki hérna í vetur. Sumarið hefur verið fullkomið og veðrið full- komið til að spila fótbolta. Það er mjög fallegt hérna og ég get í hrein- skilni sagt að ég elska að vera á Ís- landi. Ég nýt þess virkilega. Fólkið er æðislegt og ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Ribeiro. Eins og staðan er núna leikur Þróttur síðasta leik sinn á tímabilinu á útivelli gegn Þór/KA 17. október. Gæti bandaríski framherjinn því fundið fyrir íslensku vetrarveðri áður en hún snýr aftur heim. „Vonandi verður ekki oft kalt áður en ég fer heim en ef svo verður þá sjáum við til hvernig ég ræð við íslenskt vetrar- veður,“ sagði Ribeiro ennfremur og hló. Gott að geta loksins fagnað Ljósmynd/Sigfús Gunnar Sigurmarkið Stephanie Ribeiro er í liði umferðarinnar eftir að hafa tryggt Þrótti sigurinn á Fylki.  Stephanie Ribeiro afar ánægð eftir óvæntan sigur Þróttar á Fylki  Lék áður í Noregi  Finnur sig vel í leikmannahópi Þróttar  Lið 12. umferðar birt 12. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2020 3-5-2 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Erin McLeod Stjörnunni Stephanie Ribeiro Þrótti Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA Anna Björk Kristjánsdóttir Selfossi Hallbera Guðný Gísladóttir Val Elín Metta Jensen Val Dagný Brynjarsdóttir Selfossi Shameeka Fishley Stjörnunni Jasmín Erla Ingadóttir Stjörnunni Andrea Rut Bjarnadóttir Þrótti Maddy Gonzalez FH 3 2 2 2 4 4 Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu mæta eistnesku meist- urunum í Flora frá Tallinn í 2. umferð undankeppni Evr- ópudeildarinnar en leikurinn fer fram 17. september en dreg- ið var í aðra umferðina í höfuðstöðvum UEFA í Nyon á mánudag eins og fram kom í blaðinu í gær. Í hádeginu í gær var svo dregið í 3. umferð undankeppn- innar en takist KR að leggja Flora að velli í Eistlandi fer KR annaðhvort til Norður-Írlands eða Möltu. Sigurliðið úr leik KR og Flora mætir annaðhvort Linfield frá Norður-Írlandi eða Floriana frá Möltu en sá leikur fer fram 24. september. Það yrði því þriðji útileikur KR í Evrópukeppninni á tíma- bilinu en vegna kórónuveirufaraldursins er ekki leikið heima og heiman eins og tíðkast hefur heldur er einungis spilaður einn leikur. Sigurliðið úr 3. umferð undankeppninnar fer svo í umspil um laust sæti í riðla- keppni Evrópudeildarinnar. bjarnih@mbl.is Ljóst hvað gæti beðið KR Rúnar Kristinsson Íslenska félagaskiptaglugganum í knattspyrnunni var lokað á miðnætti í gærkvöldi og eru því öll fé- lagaskipti nú óheimil, bæði innanlands og til landsins Þó nokkrir leikmenn skiptu um lið á síðasta deginum. Reynsluboltinn Málfríður Erna Sigurðardóttir skipti úr Íslandsmeistaraliði Valsara yfir í Stjörnuna. Varnarmaðurinn er 36 ára og á 207 leiki með Völs- urum í efstu deild en þann fyrsta spilaði hún fyrir 20 árum. Hún hefur hins vegar ekki átt fast sæti í liðinu í sumar. Þá endurtóku Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík leikinn þegar Kwame Quee, landsliðsmaður Síerra Leóne, fór til þess síðarnefnda að láni, rétt eins og um mitt tímabil í fyrra. Hann hefur spilað tíu leiki fyrir Breiðablik í sumar en ekki skor- að. Quee spilaði 12 leiki og skoraði fjögur mörk fyrir Víkinga í fyrra og er nú aftur mættur í Fossvoginn. Búið að loka glugganum Málfríður Erna Sigurðardóttir 2. deild karla Þróttur V. – Njarðvík............................... 2:3 Kórdrengir – Kári .................................... 1:1 Staðan: Kórdrengir 13 8 4 1 26:9 28 Selfoss 12 8 1 3 19:12 25 Haukar 12 8 0 4 25:16 24 Njarðvík 13 7 3 3 23:16 24 Þróttur V. 13 6 4 3 20:15 22 Fjarðabyggð 12 6 3 3 22:16 21 KF 12 6 1 5 22:22 19 Kári 13 4 4 5 20:17 16 Víðir 13 4 0 9 15:33 12 ÍR 12 3 1 8 20:24 10 Dalvík/Reynir 12 2 2 8 14:26 8 Völsungur 13 1 1 11 16:36 4 3. deild karla Einherji – Höttur/Huginn ....................... 1:1 Reynir S. – Elliði ...................................... 1:4 Ægir – Sindri ............................................ 2:2 Tindastóll – Álftanes ................................ 3:2 Augnablik – Vængir Júpíters.................. 3:2 Staðan: Reynir S. 13 9 2 2 41:23 29 KV 12 9 0 3 33:17 27 Augnablik 13 6 4 3 30:25 22 Tindastóll 13 5 5 3 25:27 20 KFG 12 5 3 4 25:22 18 Ægir 13 4 4 5 22:26 16 Sindri 13 4 4 5 25:32 16 Vængir Júpiters 13 4 3 6 17:21 15 Elliði 13 4 2 7 24:28 14 Einherji 13 4 2 7 21:32 14 Höttur/Huginn 13 3 3 7 20:24 12 Álftanes 13 2 4 7 22:28 10 2. deild kvenna ÍR – HK..................................................... 1:4 Staðan: HK 11 9 0 2 39:5 27 Grindavík 10 6 2 2 23:10 20 Fjarð/Hött/Leikn. 9 5 1 3 19:18 16 Hamrarnir 10 4 2 4 15:15 14 Álftanes 8 4 1 3 14:22 13 ÍR 11 2 4 5 22:27 10 Hamar 8 3 1 4 13:21 10 Sindri 9 2 0 7 12:22 6 Fram 10 1 3 6 18:35 6 Danmörk Bikarkeppni, 1. umferð: Glamsberg – Esbjerg .............................. 0:8  Andri Rúnar Bjarnason lék fyrstu 61 mínútuna fyrir Esbjerg og skoraði þrennu. Ólafur H. Kristjánsson þjálfar liðið. Sydvest – Fredericia ............................... 2:0  Elías Rafn Ólafsson var ekki í leik- mannahópi Fredericia. Slóvakía Bikarkeppni, 2. umferð: Kalinkovo – Senica.................................. 0:7  Nói Snæhólm Ólafsson lék fyrstu 71 mínútuna fyrir Senica. KNATTSPYRNA Danmörk Meistarabikarinn: Aalborg – GOG..................................... 37:31  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg.  Viktor Gísli Hallgrímsson var í marki GOG.  Aalborg er meistari meistaranna. Ribe-Esbjerg – Tvis Holsterbro......... 32:37  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 3 og Daníel Þór Ingason ekkert.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk fyrir Tvis Holstebro. Herning-Ikast –Aarhus United ..........30:18  Thea Imani Sturludóttir skoraði ekkert fyrir Aarhus. HANDBOLTI NBA-deildin Úrslitakeppnin, 2. umferð: Milwaukee – Miami .......................... 104:115  Staðan er 1:0 fyrir Miami. Úrslitakeppnin, 1. umferð: Oklahoma –Houston .........................104:100  Staðan er 3:3. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Lengjudeild karla: Grenivík: Magni – Afturelding.............17:30 Olísvöllurinn: Vestri – Þór....................17:30 Hásteinsvöllur: ÍBV – Leiknir R .........17:30 Nettóvöllurinn: Keflavík – Grindavík .17:30 Framvöllur: Fram – Víkingur Ó. .........19:15 Eimskipsv.: Þróttur R. – Leiknir F.....20:30 Lengjudeild kvenna: Vivaldivöllurinn: Grótta – Víkingur R.19:15 2. deild karla: Hertz-völlurinn: ÍR – Víðir...................17:30 Jáverks-völlurinn: Selfoss – Haukar...17:30 Eskjuvöllur: Fjarðab. – Völsungur .....17:30 Ólafsfjörður: KF – Dalvík/Reynir .......17:30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.