Morgunblaðið - 03.09.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 03.09.2020, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Tómlegt um að litast á Tenerife Guðrún Vala Elísdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Borgarnesi, átti bókaða ferð til Tenerife á árinu, sem nokkrum sinnum hafði verið færð til út af Covid. Loks var farið 8. ágúst en Guðrún Vala segir stemninguna hafa verið sérstaka; ferðamenn fáir og margir staðir lokaðir. Hinn 14. ágúst var innleidd almenn grímuskylda á eyjunni og fregnir bárust frá Íslandi um hertar reglur. Síðasta heimflug í bili var boðað 19. ágúst og nýtti Guðrún Vala sér það, auk fjölda Íslendinga. Í ferðinni tók hún nokkra Íslendinga tali sem búa á Tenerife, til að forvitnast um lífið á eyjunni. Ég kem ekki til Íslands fyrren tryggt er að kórónu-veirufaraldrinum sé lok-ið. Þangað til vil ég njóta þess að búa í Paradís,“ segir Anna Kristjánsdóttir, sem fullyrðir að ferðaþjónustan á Tenerife sé hrunin, greinin hafi í raun hrunið strax í mars og nái sér ekki á strik fyrr en ástandinu lýkur. Hins vegar sé gott að vera á Tenerife og smitin fá. Vandamálin byrji þegar komið er til Evrópu og til Íslands. Anna flutti til Tenerife fyrir rúmu ári og segir ástæðu flutninganna ein- falda; hún elski gott veður sem ekki sé verra að njóta í 30 gráðu hita. Anna, sem er vélfræðingur að mennt, fór á eftirlaun á síðasta ári og sá fram á að geta lifað sæmilegu lífi á Íslandi en lúxuslífi á Tene. „Ég elska þetta líf og ætti erfitt með að flytja heim aftur. Hér er næstum alltaf gott veður og fjöllin gefa Torfajök- ulssvæðinu ekkert eftir hvað litafeg- urð snertir auk þess að íbúarnir hér á suðurhluta Tenerife eru yndis- legir.“ Anna segir að verðlag á Tenerife sé allt annað en heima og kemst auð- veldlega af á sínum „lélegu eftir- launum frá Íslandi“ en viðurkennir að hún sé ekki búin að setja sig nægilega vel inn í heilbrigðiskerfið þar, það sé í vinnslu. Anna segir ávallt mikinn fjölda Ís- lendinga á Tenerife, kannski einhver hundruð, en eftir Covid hafi þeim fækkað verulega og hún telur að nú séu þeir kannski í kringum 50. Sem dæmi nefnir hún að einungis 26 manns hafi greitt atkvæði í forseta- kosningunum í vor. Aftur smit þegar opnað var Í upphafi kórónuveirufaraldursins flúðu flestir Íslendingarnir heim og þeir sem eftir urðu einangruðust, enda var sett á útgöngubann í 10 vik- ur. Anna segir að fyrsta smitið sem uppgötvaðist á Spáni hafi verið á litlu og dásamlegu eyjunni La Gom- era sem er örstutt frá Tenerife. „Daginn eftir að smitið uppgötv- aðist héldum við fjögur saman til La Gomera og nutum ferðarinnar þótt engan fyndum við vírusinn. Nokkru síðar fannst smit á hóteli hér í La Caleta. Yfirvöld tóku mjög hart á þessu og útgöngubann var sett á að kvöldi 14. mars. Þegar banninu var aflétt var ekkert smit á suðurhluta Tenerife og ekkert nýtt smit kom fyrr en í ágúst þegar opnað var fyrir ferðamenn frá meginlandi Spánar og víðar að. Þá var sett á grímuskylda sem er mjög óþægileg fyrir fjölda fólks. Sjálf hef ég reynt að skemmta mér og öðrum með skemmtilegum margnota grímum þar sem ég spila trúð og fæ bros eða hlátur á móti.“ Sá fólk róta í ruslatunnum Hún tók þá ákvörðun í upphafi kórónuveirufaraldursins að líta á út- göngubannið frekar eins og túr á frystitogara og reyna að sjá hið já- kvæða í hræðilegum aðstæðum. Það reyndist henni vel en áhrifin voru ekki eins góð hjá öðrum. Hún segir að fólk hafi jafnvel gengið í sjóinn og hræðilegt hafi verið að fylgjast með fréttum. „Margir þeirra sem höfðu atvinnu hérna unnu á svörtu og fengu þá engar atvinnuleysisbætur. Ég horfði á fólk róta í ruslatunnum að leita sér að mat svo ekki sé talað um ungt fólk betlandi til að komast heim til sín á meginland Evrópu.“ Vil njóta þess að búa í Paradís  Anna Kristjánsdóttir segist elska lífið á Tenerife og er ekki á heimleið Flugvöllur Hópur Íslendinga rétt slapp heim til Íslands 19. ágúst þegar ferðatakmarkanir voru settar á að nýju en myndin er tekin á flugvellinum. Tómlegt Fáir ferðamenn eru á Tenerife og veitingastaðir tómir. Tenerife Anna Kristjánsdóttir nýtur lífsins á eyj- unni og er ekki á heimleið í bráð. Íslendingar á Tenerife Slökun eftir langan dag! Hefur þú settmagnesíum flögur í heita pottinn? Það er einstaklega slakandi og róandi fyrir sál og líkama. Magnesíum slær á þreytuverki og getur linað harðsperrur. Magnesíum er líka tilvalið í baðkarið eða fótabaðið og getur bæði slegið á fótapirring og bætt svefn. Settu magnesíumflögurnar frá Better You út í vatnið og njóttu kærkominnar slökunar. Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.