Morgunblaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Forseti Frakklands, Emmanuel
Macron, hét í gær áframhaldandi
stuðningi Frakka við Írak í baráttu
þeirra gegn vígamönnum Ríkis ísl-
ams og öðrum vopnuðum hópum
sem herjað hafa á Íraka að undan-
förnu. Lagði forsetinn sérstaklega
áherslu á að ekki mætti sofna á vakt-
inni þegar kemur að aðgerðum gegn
öfgasinnuðum íslamistum.
„Við erum til staðar og munum
áfram styðja Írak,“ sagði Macron
Frakklandsforseti á sameiginlegum
blaðamannafundi hans og Barham
Salih, forseta Íraks, í Bagdad.
Íraksforseti sagði mikilvægt að
land hans verði ekki að vígvelli fyrir
ólíkra hópa og ríki í framtíðinni.
Stöðugleiki og öryggi sé mikilvægt.
„Írak er fullvalda ríki sem vill
koma á góðum samskiptum við öll
sín nágrannaríki,“ sagði hann. „Við
viljum ekki að Írak verði að vígvelli
fyrir átök annarra ríkja. Við viljum
að aðrir taki þátt í að koma á stöð-
ugleika innan landamæra Íraks og
virði fullveldi þess.“
Stjórnuðu eitt sinn stóru svæði
Bandamönnum hefur tekist að
vinna sigur á stærstum hluta Ríkis
íslams, sem eitt sinn stjórnaði um
þriðjungi af landsvæði Íraks. Víga-
menn samtakanna stunda þó enn
dráp, sprengjuárásir og tilræði.
„Stríðinu gegn Ríki íslams er ekki
lokið. Við munum halda áfram að
berjast við hlið ykkar,“ sagði Macron
Frakklandsforseti.
Styðja við bakið á Írökum
Vígasamtök Ríkis íslams eru enn ógnandi innan landamæra Íraks þrátt fyrir
verri stöðu en áður Stöðugleiki og góð samskipti við nágrannaríki mikilvægt
AFP
Írak Frakklandsforseti (t.v.) átti einnig fund með forsætisráðherra landsins.
Þess var minnst í gær að 75 ár voru
þá liðin frá því að Japanir undirrit-
uðu uppgjafarskilmála banda-
manna um borð í bandaríska orr-
ustuskipinu USS Missouri.
Var efnt til mikilla hátíðahalda af
því tilefni í Bandaríkjunum, bæði
um borð í orrustuskipinu, sem statt
var í Havaí, og auk þess hélt Donald
Trump Bandaríkjaforseti sérstaka
heiðursathöfn í hafnarborginni
Wilmington í Norður-Karólínuríki,
þar sem orrustuskipið USS North
Carolina liggur við höfnina, en
Trump gerði borgina að sérstakri
heiðursborg um minningu styrjald-
arinnar. Þessi fyrrverandi hermað-
ur úr seinna stríði var í Wilming-
ton, en vegna kórónuveirunnar
voru færri uppgjafahermenn úr
stríðinu viðstaddir hátíðahöldin en
gert var ráð fyrir.
75 ár liðin frá uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöld
Afmælis
stríðsloka
minnst víða
AFP
Bandaríska
alríkislögreglan
(FBI) hefur nú til
rannsóknar
tilkynningu
tveggja flug-
manna til
flugumferðar-
stjórnar um ein-
stakling á flugi
með þotupakka
við alþjóðaflug-
völlinn í Los Angeles (LAX). Banda-
rískir miðlar hafa birt samskipti
flugmanna við flugumferðarstjórn.
Flugmaður: „Flugturn, American
1997. Við vorum að mæta manni
með þotupakka.“ Flugturn: „Am-
erican 1997, uu … allt í lagi. Var
hann þér á vinstri eða hægri hlið?“
Flugmaður: „Vinstri hlið, kannski
270 metrar og í sömu flughæð.“
Fáeinum sekúndum síðar kom til-
kynning frá annarri farþegaþotu.
Flugmaður: „Við sáum rétt í
þessu manninn með þotupakkann
fljúga fram hjá […] Svona gerist
hvergi annars staðar en í Los Ang-
eles.“ Bandaríska flugmálastjórnin
(FAA) segir mál þetta alvarlegt.
BANDARÍKIN
Maður á þotupakka
sást á flugi við LAX
Þotupakki Atvik-
ið er í rannsókn.
Þýsk stjórnvöld
segjast hafa
óhrekjanlegar
sannanir fyrir
því að eitrað var
fyrir rússneska
stjórnarandstæð-
ingnum Alexei
Navalní í ágúst
er hann var á
ferð frá Síberíu
til Moskvu. Navalní veiktist skyndi-
lega um borð í farþegaþotu og hef-
ur honum verið haldið sofandi síð-
an. Samkvæmt niðurstöðum
eiturefnaprófs á sýnum úr Navalní
var honum byrlað eitur úr hópi No-
vichock-taugaeiturs, en eitrið var
þróað í Sovétríkjunum á 8. og 9.
áratug síðustu aldar. Fundað verð-
ur um niðurstöðuna og hugsanleg
viðbrögð á vettvangi NATO og Evr-
ópusambandsins.
ÞÝSKALAND
Sovéskt taugaeitur
fannst í Navalní
Alexei Navalní
Nærri 200 liðsmönnum vígasveita
talibana í Afganistan hefur verið
sleppt úr haldi í von um að liðka
fyrir friðarviðræðum milli talibana
og stjórnvalda í Kabúl. Voru þeir
hluti af 400 manna sveit sem rót-
tækir íslamistar mynduðu.
„Ríkisstjórn Afganistans hefur
sleppt úr haldi öðrum hópi talib-
ana,“ hefur fréttaveita Reuters eft-
ir talsmanni forseta landsins. Var
föngunum sleppt sl. mánudag og í
fyrradag, þriðjudag. Á sama tíma
var sex afgönskum sérsveitar-
mönnum sleppt úr haldi talibana.
Talibanar hafa sett fram kröfu
um frekari fangaskipti og hafa lagt
fram lista sem inniheldur alls 120
nöfn. Á listanum eru minnst sex
einstaklingar sem vestræn ríki vilja
alls ekki sjá lausa úr haldi. Þrátt
fyrir andstöðu Vesturlanda segir
heimildarmaður Reuters líklegt að
talibönunum verði sleppt úr haldi
og kunni það jafnvel að gerast
strax í þessari viku.
AFP
Í steininum Afgönsk stjórnvöld vilja reyna að liðka fyrir friðarviðræðum.
Afganar sleppa
vígamönnum
Útsalan
hefst í dag!
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is
• Undirföt • Samfellur
• Náttföt • Náttkjólar
• Sundbolir
50% afsláttur
af öllum útsöluvörum