Morgunblaðið - 03.09.2020, Síða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
Málað Veggjakrot er víða til ama, sér í lagi ef skortir
mjög á listfengi málarans. Hér er málað yfir slíkt
krot á veggnum utan um Hegningarhúsið.
Eggert
Á hverju hausti
fagnar kristið fólk um
allan heim uppskeru
sumarsins, þakkar fyr-
ir gjafir jarðar og
treystir og endurnýjar
tengslin við móður
jörð. „Season of Crea-
tion“ stendur frá
bænadegi sköpunar-
innar 1. september til
hátíðardags Frans frá
Assísí, verndardýrlings vistfræð-
innar, 4. október. Stef ársins er
gleðiboðskapur á viðsjárverðum tím-
um: Gleðjumst yfir jörðinni – í nýj-
um takti og með nýrri von (Jubilee
for Earth – New Rythms, New
Hope). Allar kirkjudeildir kristninn-
ar sameinast um Græna september
og því standa 2,2 milljarðar kristins
fólks að baki honum.
Athafnir fylgi orðum
Tímabil sköpunarverksins hef ég
kosið að kalla „græna mánuðinn
september“ hér á landi. Þá er sér-
stök áhersla lögð á lífshætti sem
samræmst geta um alla framtíð
heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóð-
anna í loftslags- og umhverfis-
málum.
Eins og áður eru prestar og söfn-
uðir þjóðkirkjunnar hvattir til að
vinna með umhverfi og náttúru á
þessu tímabili í helgihaldi sínu og
með því að gera starf sitt umhverf-
isvænt og sjálfbært með ýmsu móti.
Nú þegar hafa 12 söfnuðir og starfs-
stöðvar á vegum kirkjunnar fengið
viðurkenningu „á grænni leið“ vegna
umhverfisstarfs og tveir söfnuðir
öðlast rétt til að kallast „grænir
söfnuðir“.
Stefnt er að því að
hið skemmtilega verk-
efni Skírnarskógar fari
af stað með athöfn í
Skálholti 5. september
næstkomandi. Þar er
einnig ráðgert að hald-
in verði ráðstefna
Grænna safnaða 19.
september og haldið
áfram með helgun
lands þar sem söfnuðir
kolefnisjafna starfsemi
sína með skógrækt.
Kirkjuþing kemur
saman 10. september og þar liggur
fyrir að afgreiða framkvæmdaáætl-
un um endurheimt votlendis, skóg-
rækt og landgræðslu 2020-2030 á 30
kirkjujörðum. Útvarpsmessur um
umhverfismál verða í Dómkirkjunni
13. september og í Glerárkirkju á
Akureyri 20. september. Þar á milli
er Dagur íslenskrar náttúru, mið-
vikudaginn 16. september næstkom-
andi. Þá er þess að geta að Græna
stúdíóið svokallaða verður virkt í
hverri viku þar sem efnt verður til
umræðna um loftslagsmál og um-
hverfisvernd.
Fjölbreytt tengsl hafa myndast
Sá háttur hefur verið hafður á hér
að ljúka tímabili sköpunarverksins
að afstöðnu Hringborði norðurslóða
sem yfirleitt er efnt til í Hörpu um
miðjan október ár hvert. Vegna CO-
VID-19-faraldursins hefur Hring-
borði norðurslóða verið frestað til
næsta árs. Rétt er að minnast þess
hér að þjóðkirkjan hefur á liðnum
árum unnið með Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta Hringborðsins,
að því að bæta andlegri vídd við ár-
legt þinghald þess (Arctic Circle
Assembly) og meðal annars fengið
ýmsa merka trúarleiðtoga hingað til
lands í því skyni. Ávörp og samræð-
ur fulltrúa Alkirkjuráðsins, græna
patríarkans Bartholomews 1 og nor-
rænna höfuðbiskupa á þessum vett-
vangi, ásamt málstofum erlendra
gesta og innlendra fræðimanna á
vegum þjóðkirkjunnar, Stofnunar
Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræði-
stofnunar og Guðfræðideildar Há-
skóla Íslands, hafa vakið verðskuld-
aða athygli og leitt til margvíslegra
tengsla og nýrra verkefna.
Bandalag um trú með jörðinni
Í byrjun október í fyrra var haldin
í Skálholti alþjóðleg ráðstefna með
yfirskriftinni „Faith and Community
Engagement for the SDGs“ (Trú og
samfélag með sjálfbærnimark-
miðum Sameinuðu þjóðanna). Í sam-
ræmi við ákall þeirrar samkomu
hafa fulltrúar frá þjóðkirkjunni, Fé-
lagi Sameinuðu þjóðanna, Land-
græðslunni og Skógræktinni, ásamt
einstaklingum úr vísinda- og há-
skólasamfélagi og ýmsum trú-
félögum á Íslandi, unnið með full-
trúa Umhverfisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNEP) að því
að ná fram samfylgd allra trúar-
hreyfinga í baráttu fyrir heims-
markmiðum Sameinuðu þjóðanna.
UNEP hefur unnið markvisst að
þessu verkefni frá því 2017.
Skálholt II – heimsráðstefna
Nú er komið að Skálholti II, því
að í byrjun október verður þaðan
stjórnað heimsráðstefnu um stofnun
„Faith for Earth Coalition“ (Banda-
lag um trú með jörðinni) innan vé-
banda Umhverfisstofnunar Samein-
uðu þjóðanna. Sjálf ráðstefnan ber
yfirskriftina: „Faith for Nature –
Multi-Faith Action“ (Fjöltrúarlegar
aðgerðir með náttúrunni). Um er að
ræða einstakt framtak sem sameina
á helstu trúfélög um aðgerðir í þágu
heimsmarkmiðanna og umhverfis-
verndar almennt. Ennfremur verða
gerð drög að ályktun fyrir næsta
umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna
um hlutverk trúarinnar og gilda í
baráttunni fyrir heimsmarkmiðin.
Ráðstefnunni verður fylgt eftir
með sérstökum ályktunarfundi í
Reykjavík. Vonast er eftir heim-
sóknum og þátttöku fulltrúa ólíkra
trúarbragða hingað til lands en
einnig skipuleggja alþjóðlegu sam-
tökin „Religions for Peace“ (Trúar-
brögð með friði), sem reka skrif-
stofur í 90 löndum, vinnustofur í
öllum heimshlutum sem tengjast
munu ráðstefnunni í Skálholti á
skjáfundum. Samtökin „National
Religious Partnership for the Envi-
ronment“ (Alríkissamstarf trúfélaga
um umhverfismál) sjá um vinnustof-
una í Bandaríkjum Norður-
Ameríku.
Til ráðstefnunnar er boðið um 500
trúarleiðtogum, starfsfólki samtaka
með trúarlegan bakgrunn, fræði-
mönnum og náttúruvísindafólki.
Vegna COVID-19 og reglna um
sóttkví og skimun við komu til
landsins er nú líklegt að ráðstefnan
verði að mestu leyti í stafrænu
formi.
Trúin í verki með náttúrunni
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
Ísland verði vettvangur ráðstefn-
unnar og UNEP hefur gert hana að
lið í formlegu undirbúningsferli að 5.
umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna
sem haldið verður í febrúar á næsta
ári. Ríkisstjórnin, þjóðkirkjan og
Landgræðslan hafa þegar styrkt
verkefnið fjárhagslega. Umhverfis-
ráðherra og ráðuneyti hans hafa
fylgst vel með öllum undirbúningi.
Ég tel þetta sýna vel að öll getum
við lagt eitthvað af mörkum og jafn-
vel haft áhrif á framvinduna á al-
þjóðlegum vettvangi með þraut-
seigju og ákveðni. Það voru ekki
margir sem trúðu því að íslenskir
aðilar ættu erindi inn í þessa um-
ræðu en raunin hefur reynst önnur.
Öflugt landgræðslufólk á Íslandi
hefur í alþjóðlegu starfi sínu gert sér
grein fyrir því hve nauðsynlegt það
er að hafa samtök með trúarlegan
bakgrunn með sér í baráttu gegn
gróðureyðingu og eyðimerkur-
myndun. Þar hefur það verið á sömu
nótum og forystufólk Umhverfis-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Andleg gildi eru drifkraftur 80%
heimsbúa að sögn þeirrar stofnunar,
og þess vegna hafa leiðtogar trúar-
hópa einstaka möguleika til þess að
hafa áhrif á hegðun einstaklinga
gagnvart umhverfi sínu. Þess vegna
telur UNEP nauðsynlegt að hafa öll
helstu samtök með trúarlegan bak-
grunn á heimsvísu í verki með sér.
Það hefur verið sérstaklega ánægju-
legt og gefandi fyrir þjóðkirkjuna að
ljá þessu verkefni lið eftir mætti.
Grænn september og heimsráðstefnan Skálholt II
Eftir Agnesi M.
Sigurðardóttur » Landgræðslufólk á
Íslandi hefur í
alþjóðlegu starfi sínu
gert sér grein fyrir því
hve nauðsynlegt það er
að hafa samtök með
trúarlegan bakgrunn
með sér í baráttu gegn
gróðureyðingu og eyði-
merkurmyndun. Agnes M. Sigurðardóttir
Höfundur er biskup.
Grein mín í
Morgunblaðinu
þann 29. ágúst sl
virðist hafi valdið
nokkru fjaðrafoki.
Það er reyndar af
hinu góða því
markmiðið var að
opna umræðuna.
Það hefur hins
vegar gætt mis-
skilnings varðandi
sumt, og því vil ég fara betur yfir
nokkur atriði í þessari grein.
Fyrst vil ég kynna til sög-
unnar tvö mikilvæg hugtök sem
eru e.t.v. ekki á allra vörum; case
fatality rate (CFR) og infection
fatality rate (IFR). CFR sýnir
hversu margir sem hafa greinst
deyja. IFR gefur hins vegar
raunhæfari mynd, því það sýnir
hversu margir sem sýkjast
deyja. Ísland er í öfundsverðri
stöðu (takk DeCode) því við höf-
um mótefnamælt stærri hluta
þjóðarinnar en flestir og vitum
því nokkuð vel hversu margir
hafa raunverulega sýkst. Við höf-
um líka greinargóðar upplýs-
ingar um Covid-tengd andlát.
Það er sennilega einstakt á al-
þjóðamælikvarða. Vegna þess er
hægt að reikna út með nokkurri
vissu raunverulega dánartíðni
hérlendis (IFR), sem er eins og
áður sagði 0,21% (95% vikmörk
0,1025-0,39305). CFR hérlendis
er hins vegar 10/2107 (0,47%).
Glæný rannsókn Decode sýnir
reyndar Covid IFR upp á 0,3%,
en 0,1% hjá yngri en 70 ára.
WHO áætlaði 3,2% dánartíðni í
mars, sem var klárlega ofmat. Til
samanburðar er dánartíðni
(IFR) inflúensu 0,1-0,2% og er
það þrátt fyrir til-
vist bóluefnis. Co-
vid er meira smit-
andi en inflúensa
og með aðeins
hærra IFR og því
hættulegri sýking.
Það sem skiptir
mestu máli varð-
andi raunverulega
dánartíðni (IFR)
er samsetning þýð-
is m.t.t. aldurs og
áhættuþátta. Covid
er mjög alvarlegur
sjúkdómur hjá eldra fólki og við-
kvæmum hópum. T.d. sýnir ný-
leg rannsókn þar sem tekin eru
saman gögn frá mörgum löndum
(m.a. Íslandi) að IFR fyrir 0-34
ára er 0,01% (1/10.000) og 35-44
ára 0,06% (1/1.666). Hins vegar
er IFR fyrir aldurshópinn 75-84
ára 7,3% og fyrir 85 ára og eldri
27,1%. Þetta tekur ekki inn í
myndina áhættuþætti. Þannig
myndi hraustur ungur ein-
staklingar hafa enn lægri dán-
artíðni, en eldri einstaklingur
með undirliggjandi sjúkdóma
enn hærri dánartíðni.
Það er hlutfallslega fleira
yngra fólk að smitast í þessari
bylgju og það skýrir sennilega að
mestu að hún virðist vægari. Ný-
leg rannsókn frá Oxford-háskóla
byggð á gögnum Medical Rese-
arch Council Biostatistics Unit á
Englandi sýnir líka að IFR hefur
farið lækkandi í sumar, en á tíma-
bilinu júní til ágúst 2020 lækkaði
IFR úr u.þ.b. 0,7% niður í 0,3%
og virðist enn á niðurleið. Það er
ekki ólíklegt að þetta sé a.m.k. að
hluta vegna þess að nú séu hlut-
fallslega fleiri ungir og hraustari
einstaklingar að sýkjast.
Þetta gefur tilefni til ákveð-
innar bjartsýni og skýrir e.t.v. að
hluta þá staðreynd að á meðan
tíðni smita á heimsvísu hefur
verið í línulegum vexti, hefur
kúrfa dauðsfalla verið flöt. IFR
er einn af þeim þáttum sem þarf
að taka tillit til þegar teknar eru
ákvarðanir um samfélagslegar
aðgerðir út frá heildrænu sjón-
armiði. Vissulega eru afleiddir
kvillar Covid líka mikilvægir og
þarf að rannsaka það betur. Það
er hins vegar ekki heillavænlegt
að keyra á hræðsluáróðri til
lengdar því fólk á Íslandi er
skynsamt og vel upplýst og ef
gögn styðja ekki skilaboðin þá
fjarar smám saman undan sam-
stöðunni. Það er líka mikilvægt
að stjórnmálamenn taki ákvarð-
anir sínar byggðar á nýjustu og
bestu upplýsingum.
Það er áfram mjög mikilvægt
að halda áfram aðgerðum innan-
lands, þ.e.a.s. iðka smitvarnir,
vernda viðkvæma hópa o.s.frv.
Mér finnst raunar sums staðar
að ekki hafi verið nægilega langt
gengið, t.d. ættu þeir sem sinna
aðhlynningu á hjúkrunarheim-
ilum alltaf að vera með grímu í
vinnunni. Það var ekki gert lengi
vel en vonandi hefur það breyst.
Hins vegar þykja mér aðgerðir á
landmærum ekki í samræmi við
þá stöðu sem við erum í nú og ut-
an meðalhófs. Það gæti því miður
verið of seint að breyta um
stefnu þar því skaðinn er e.t.v. að
mestu skeður, en þó skora ég á
stjórnvöld að endurmeta þær
ákvarðanir. Ég tek það skýrt
fram að ég er ekki að tala fyrir
því að opna landamærin upp á
gátt, heldur að halda áfram með
tvöfalda skimun í bili og taka upp
heimkomusmitgát í stað sóttkví-
ar.
Loks vil ég að gefnu tilefni
taka fram eftirfarandi. Ég er alls
ekki fylgjandi því stefnuleysi
sem hefur verið uppi í Bandaríkj-
unum gagnvart Covid. Þvert á
móti er það víti til varnaðar. Þó
að lífið sé komið í nokkuð eðlilegt
horf í mínu umhverfi og hjá vin-
um og kollegum víðs vegar um
Bandaríkin á það alls ekki við alls
staðar og margir eiga um sárt að
binda þar enda eru Bandaríkin
stórt land með fólki sem býr við
misjafnar aðstæður.
Það er mikilvægt að litið sé
heildrænt yfir sviðið og að opna
umræðuna. Ég hef persónulega
engra hagsmuna að gæta, nema
það að ég vona að teknar séu
ákvarðanir sem eru heillavæn-
legar fyrir okkar frábæra land
og þjóð. Við vitum að það er
óraunhæft að við komum til með
að búa í veirufríu landi og nei-
kvæð umræða sem elur á ótta er
ekki heillavænleg til langframa.
Ég tel að nýjustu gögn bendi til
að dánartíðni Covid hafi verið of-
metin, en við erum nú að ganga í
gegnum eitt mesta efnahagsáfall
sögunnar og því afar mikilvægt
að hlúa að innviðum, andlegri
heilsu og lágmarka skaðann fyrir
sem flesta.
Hversu líklegt er að
deyja af völdum Covid?
Eftir Jón Ívar
Einarsson »Dánartíðni af
völdum Covid
hefur verið ofmetin,
þar sem fjöldi smita
hefur ekki verið
þekktur, hins vegar
eru vissir hópar í
mikilli hættu.
Jón Ívar Einarsson
Höfundur er prófessor við
læknadeild Harvard-háskóla.
jeinarsson@bwh.harvard.edu