Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Það er kunnara en frá þurfi að segja að minnisvarðar eru reistir til að halda við þekkingu á við- burðum eða fólki sem mótað hefur mikilvæg spor í sögu þjóða. Þannig er þeim líka helst valinn staður þar sem mannfjöldi á leið hjá, ella ná þeir ekki tilgangi sín- um. Styttan af þjóðskáldinu ástsæla Jónasi Hallgrímssyni stóð í upp- hafi við Lækjargötu á horni Amt- mannsstígs, afhjúpuð árið 1907 til að minnast þess að öld var liðin frá fæðingu Jónasar. Einar Jóns- son myndhöggvari mótaði styttuna 1905, hún sýnir Jónas í frakka að sinnar tíðar sið, skáldið stingur hægri hendi inn undir frakkann og heldur á blómi í þeirri vinstri. Styttan var reist fyrir forgöngu Stúdentafélags Reykjavíkur og með þátttöku Stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn að tillögu Vil- hjálms Jónssonar 1897, bróður þeirra Klemensar landritara og Finns prófessors. Fé var safnað hjá almenningi. Afhjúpun styttunnar var mikill viðburður í bæjarlífinu og segir svo frá henni í blaðinu Hugin 21. nóvember 1907: „ Stúdentafélagar komu í skrúðgöngu og var borinn fyrir þeim íslenski fáninn, síðan komu skólasveinar úr lærða skól- anum og ungmennafélagar. Þessir flokkar gengu inn á völlinn og skipuðu sér í hring umhverfis lík- neskið. Þar utanum, og á næstu götum, hafði safnast múgur og margmenni svo mikið að trauðla munu dæmi til slíks mannsafn- aðar.“ En svo leið tíminn. Þrjátíu árum síðar (1937) lagði Félag íslenskra myndlistarmanna fram tillögu um að styttan yrði færð í Hljóm- skálagarðinn úr Lækjargötu í tilefni af 100 ára dánarafmæli skáldsins (dó 1845). Á þessum tíma munu menn hafa séð fyrir sér að garðurinn yrði í framtíðinni meiri samkomustaður en orðið hefur. Tillagan var samþykkt árið 1945 og styttan flutt tveimur árum síðar. Í ljósi sögunnar hefur þetta ekki reynst farsæl ráð- stöfun, þótt ugglaust hafi verið gerð af góðum hug. Nú líða dagar án þess að styttan – reist til að halda minningu Jón- asar á lofti – minni í fáförnum Hljómskálagarðinum nánast nokk- urn mann á að þjóðin hafi átt þetta ástsæla skáld sem greiddi stúlkunni lokka við Galtará, eggj- aði til endurreisnar Alþingis – og lýsti atvikinu svo ljóslifandi að okkur finnst við hafa verið við Gunnarshólma þegar Gunnar sneri aftur. Það er reyndar býsna langt síðan fram kom að ekki væru allir sáttir við þetta staðarval. Um það sagði Haf- liði Jónsson garð- yrkjustjóri, sem lengi vann að fegrun borg- arinnar með lofs- verðum árangri: „ Ár- ið 1947 var verkið svo loks komið á þann stað sem það nú stendur á hulið flestum vegfar- endum borgarinnar. – Og enn sagði garðyrkjustjórinn: „ Jónasi Hallgrímssyni hefur verið troðið niður í eiði milli trjánna í lund- inum sunnan Hljómskálans.“ Við svona búið má ekki standa lengur. Liggur ekki beint við að nú, þegar hillir undir að frjótt starf hefjist í Húsi íslenskunnar, verði styttan af Jónasi Hallgrímssyni, sem ort hefur fegurst um „ást- kæra ylhýra málið“, færð í um- hverfi Húss íslenskunnar og Þjóð- arbókhlöðunnar á Degi íslenskunnar, fæðingardegi Jón- asar? Það ágæta fólk, sem sinnir minnisvarðamálum höfuðborg- arinnar og hefur margt gott gert, hefur hér verk að vinna í samstarfi við þau sem ráða áðurnefndum menningarstofnunum. Stytta Jónasar Eftir Sigurð E. Þorvaldsson Sigurður E. Þorvaldsson » Stytta Jónasar Hallgrímssonar er mörgum ókunn í Hljómskálagarðinum. – Myndi sóma sér vel við Hús íslenskunnar og Þjóðarbókhlöðuna, umhverfinu til prýði. Höfundur er læknir. siggijona@simnet.is Teikning af Húsi íslenskunnar, séð frá Suðurgötu. Stytta Jónas Hallgrímsson í Hljómskálagarðinum. Morgunblaðið/Kristinn Margt er nú öðruvísi en var fyrir einu ári. Ég gekk niður Skóla- vörðustíginn um dag- inn og fáir voru á ferli. Á margan hátt nota- legt, fannst sem ég væri á heimavelli. Í fyrra var gatan full af ferðmönnum, ys og þys og þá fannst mér svolít- ið eins og ég væri gest- ur í þessari götu sem ég hélt einu sinni að héti Skólavöru- stígur af því að neðst í henni voru seldar skólavörur hjá Lárusi Blöndal á haustin. Maður lærir. Þótt kyrrðin væri sumpart notaleg var samt allt einhvern veginn hægara og öðruvísi en í gamla daga eins og eitthvað lægi í loftinu, spenna. Margir segja að veiran sé mara yfir okkur og í fjölmiðlum eru fregnir af aukinni andlegri vanlíðan og vanda. Fólk daprast þegar vinnan minnkar og jafnvel hverfur. Slík staða skapar ótta, sérstaklega ef bankinn eða aðrir eiga inni hjá manni. Svo dofnar líka yfir þeim er búa við nálægð sjúkdóms sem mörgum er lífshættulegur. Þegar við stöndum frammi fyrir miklum vanda eða okkur líður illa er mikilvægt að finna leið til þess að okkur líði betur. Miklu skiptir þá að einangrast ekki heldur leita sér að- stoðar og stuðnings hjá þeim sem við treystum. Margir finna sér jafnvel eitthvað til dundurs, að búa eitthvað til, skrifa, teikna, lesa, prjóna, hreyfa sig – allt er betra en að sitja með hendur í skauti og bíða í vonleysi. Trúin hjálpar mörgum af því að hún er mjög sterkt afl. Að fara til guðsþjónustu er trú- ariðkun, athæfi sem get- ur byggt upp. Í kirkj- unni heyrum við nærandi orð Guðs, för- um með bænir okkar og syngjum fallega sálma. Flestum líður betur eftir messuna en áður en þau gengu til kirkjunnar. Í kristinni trú skynjum við að líf hvers okkar og eins er óendanlega mik- ils virði. Kristin trú felur í sér bjartsýni og von. Og í bjartsýni þess einstaklings sem er í erfiðri stöðu en öðlast von fæðast stundum einfaldar, snjallar eða góðar lausnir. Mér varð hugsað til trúarinnar og bænarinnar í þessum þönkum af því að það hefur reynst mér sjálfum mjög vel á erfiðum dögum lífs míns. Kannski líka vegna þess að Hall- grímskirkja stendur á Skólavörðu- holtinu þar sem skólavarðan stóð. Kirkjan sem flestir ferðamenn koma í til að skoða eða að setjast niður til að hvíla lúin bein og biðja Guð að leiða sig áfram í lífinu. Svo ganga þeir út og horfa glaðir niður Skólavörðustíginn. Á Skólavör(ð)u- stígnum Eftir Karl V. Matthíasson Karl V. Matthíasson » Trúin hjálpar mörg- um af því að hún er mjög sterkt afl. Að fara til guðsþjónustu er trú- ariðkun, athæfi sem get- ur byggt upp. Höfundur er sóknarprestur og fyrrverandi alþingismaður. karlvmatt@gmail.com Var það matarsóun þegar við vor- um látin eta maðkað mjöl frá Dön- um í móðuharðindum? Líklega ekki, frekar matarnýting. Hins veg- ar var það matarsóun í krakkinu, þegar skipsförmum af saltaðri síld var siglt út í hafsauga til förgunar vegna ýldu undir danskri sól. Auðvitað verðum við vör við mat- arsóun á hverjum degi. Eitthvað fer í tunnuna daglega sem væri ætt eða hefði verið það. Svo eru vörur misjafnlega ferskar í búðum og mætti passa betur upp á það. En orsakir matarsóunar eru ekki flókn- ar. Í fyrsta lagi gæti verið tíma- bundin offramleiðsla á viðkvæmri vöru. Í öðru lagi of mikill innflutn- ingur á viðkvæmri vöru og í þriðja lagi of lítið samráð milli framleið- enda og seljenda. Svo getur varan líka verið of dýr og neytendur auralausir. Komum stýringu á innflutning, skipuleggjum innlenda framleiðslu á viðkvæmri matvöru og látum að- eins ferska vöru vera í boði fyrir hæstvirta neytendur sem alltaf hafa síðasta orðið, en láta ekki bjóða sér óæti á hálfvirði í nafni matar- sóunar. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Matarsóun, hvað er það? Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóun Ætti að banna að henda mat? Varðveittu minningarnar áður en þær glatast Bergvík ehf - Nethyl 2D - Sími 577 1777 - www.bergvik.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.