Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.09.2020, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 ✝ Jón BirgirJónsson fædd- ist 23. apríl 1936 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Jón S. Benja- mínsson, hús- gagnasmíða- meistari, f. 4. maí 1903, d. 1. sept. 1985, og Kristín Karólína Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. des. 1906, d. 25. ágúst 1974. Systur Jóns Birgis eru Guð- rún Ingveldur, f. 23. apríl 1936, maki Ásgeir Karlsson, f. 11. júní 1936, d. 10. sept. 2013, og Jórunn, f. 26. febrúar 1938, maki Guðmundur Oddsson, f. 20. júní 1936. Jón Birgir kvæntist 8. júlí 1967 eftirlifandi eiginkonu sinni Steinunni K. Norberg, f. 2. maí 1943. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Norberg, rit- símastjóri, f. 26. janúar 1917, d. 19. desember 1975, og Ása Norberg hárgreiðslukona, f. 10. apríl 1908, d. 26. janúar 1999. Börn þeirra eru: 1) Að- isins árið 1962, varð umdæm- isverkfræðingur Vegagerðar- innar á Norðurlandi vestra 1964-65, umdæmisverkfræð- ingur á Suðurlandi og sam- hliða því deildarverkfræðingur vegadeildar 1966-74. Hann var yfirverkfræðingur framkvæmdadeildar frá 1974 og forstjóri tæknideildar frá 1987. Jón Birgir varð aðstoð- arvegamálastjóri 1. febrúar 1992, en var settur ráðuneyt- isstjóri í samgönguráðuneytinu síðla árs 1993 og hlaut skipun árið 1994, þar sem hann starf- aði til ársins 2003. Jón Birgir hafði mikinn áhuga á skógrækt og var for- maður Skógræktarfélags Reykjavíkur 1979-87. Hann var félagi í Frímúr- arareglunni á Íslandi og í æðstu stjórn hennar um árabil. Jón Birgir bjó til æviloka í húsi þeirra hjóna á Seltjarn- arnesi, sem þau byggðu árið 1979. Frítíma sínum varði hann að mestu í náttúruperlu þeirra í Grímsnesi. Útför Jóns Birgis fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 3. september 2020,kl. 15, að við- stöddum nánustu aðstand- endum. Streymt verður frá athöfn- inni á www.utforjbj.is. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https://www.mbl.is/andlat. alsteinn, f. 20. júní 1968. Börn hans og Guðrúnar Jóns- dóttur, fyrrum eig- inkonu, eru Jón Birgir, f. 22. des- ember 1996, og Ingvar, f. 18. maí 2008. 2) Jón Birg- ir, f. 9. júní 1971, maki Ásta S. Ein- arsdóttir, f. 16. september 1971. Börn þeirra eru Einar Örn, f. 3. júlí 1996, Kristín María, f. 12. desember 2001, og Helga Margrét, f. 6. nóvember 2004. 3) Kristinn Karl Jónsson, f. 29. september 1978, maki Íris Halldórsdóttir, f. 25. janúar 1979. Börn þeirra eru Einar Karl, f. 9. september 2009, og Benjamín Steinn, f. 18. febrúar 2012. Jón Birgir lauk prófi í verk- fræði frá Háskóla Íslands árið 1959 og prófi í byggingaverk- fræði frá Danska tækniháskól- anum (DTH) árið 1962. Hann stundaði framhaldsnám við há- skólann Berkeley í Kaliforníu og síðar bæði við DTH og Bath-háskóla á Englandi. Hann hóf störf sem verk- fræðingur hjá Vegagerð rík- Elsku afi, ég man eftir að skjót- ast austur í bústaðinn með þér þegar ég var lítill. Þú hafðir svo gaman af að hafa mig með, þegar þú varst að stússa eitthvað, sem var eiginlega alltaf. Ég man sjald- an eftir að þú hafir ekki haft eitt- hvað fyrir stafni. Laga húsið og garðinn á Sólbraut og í bústaðn- um að bæta við stíginn í skóginum og pönnukökubekkurinn var í sér- stöku uppáhaldi. Þú hafðir gaman af að fara í göngu með okkur í skóginum og hvert tré var mik- ilvægt og átti sögu. Þú fannst þér alltaf nýtt verkefni og varst alltaf að gera eitthvað fyrir alla í kring- um þig. Þú hugsaðir svo vel um ömmu alla tíð, passaðir vel upp á að synir þínir væru í góðum og reglulegum samskiptum og þú hittir systur þínar í hverri viku og varst svo stoltur af öllum barnabörnunum þínum. Þú vildir hafa röð og reglu á hlutunum. Til dæmis fórstu í sund á hverjum laugardags- og sunnu- dagsmorgni, fórst síðan í bakarí, keyptir rúnstykki, fórst aftur á Sólbraut og sauðst egg, helltir upp á kaffi, hitaðir rúnstykkin, blandaðir saman sultu sem við áttum það sameiginlegt nafnarnir að vilja mikið af. Þetta gerðirðu allt fyrir ömmu og við hin fengum að njóta góðs af. Þetta var líka venjan í bústaðnum nema þú fórst ekki í sundið. Við Ingvar munum sakna þín mikið elsku afi. Ingvar var svo heppinn að þú sóttir hann í golf og box undanfarið og það var orðin ný regla hjá ykkur sem ég veit að hann á eftir að sakna. Takk fyrir allt elsku afi okkar. Jón Birgir og Ingvar. Í dag kveð ég yndislega tengda- pabba minn. Jón Birgir var ein- staklega hjartahlýr, ljúfur og já- kvæður maður sem tók mér strax opnum örmum þegar ég byrjaði að koma inn á heimili þeirra hjóna fyrir rúmum þrjátíu árum. Jón Birgir var góður afi og naut þess að fá sofandi ungabörnin í fangið þar sem hann gat kysst þau og knúsað af mikilli ást. Hann rifj- aði oft upp þær stundir með mikilli væntumþykju í röddinni. Þegar börnin urðu eldri var hann alltaf áhugasamur um þeirra líf og nám, fylgdist vel með og var boðinn og búinn að aðstoða ef þörf var á. Samverustundir með fjölskyld- unni voru Jóni Birgi mikilvægar og þótt við Jónbi höfum búið lengi erlendis við nám og störf þá nýtt- um við tímann vel þegar þær gáf- ust bæði á Íslandi og á ferðalög- um. Ein eftirminnilegasta minningin er ferð til Egyptalands þar sem Jón Birgir upplifði gaml- an draum og sá Pýramídana í Kaíró og sigldi á Níl. Sumarbústaðurinn er endalaus uppspretta góðra minninga og ljúfrar samveru. Börnin elskuðu að fara til ömmu og afa í sveitina, leika í pottinum og ekki má gleyma pönnukökubekknum í brekkunni sem afi smíðaði. Þang- að var gaman að fara með nesti og finna jafnvel óvæntar veitingar sem afi hafði komið fyrir. Jólaböll Frímúrara voru hluti af jólahefðinni og stoltið var augljóst þegar hann mætti með fjölskyld- una og dansaði með barnabörnun- um í kringum jólatréð. Það var sama hvort börnin okkar væru fimm mánaða eða 24 ára, alltaf var sjálfsagt og skemmtilegt að mæta með afa á böllin. Börnin mín minnast einstaks afa með söknuði og ylja sér við minningarnar. Þær hafa verið margar bílferð- irnar til og frá Keflavíkurflugvelli í gegnum árin, afi leit á þær sem gæðastundir og naut þess að fá þannig tíma til að fara yfir lífið og tilveruna eða jafnvel Skammta- kenninguna eins og hann tilkynnti Einari syni okkar að hann vildi ræða í einni bílferðinni út á flug- völl. Jón Birgir var einstaklega dug- legur og sagði Steinunn oft í gríni að hann væri mögulega ofvirkur. Gróðurinn við bústaðinn var hon- um endalaust verkefni og garður- inn við Sólbraut alltaf óaðfinnan- legur enda var hann mikill áhugamaður um skógrækt. Jón Birgir var okkur öllum mikil fyr- irmynd og 83 ára skráði hann sig í háskólanám og naut þess að fræð- ast og örva hugann. Hann talaði um að námið hefði verið sér mikil dægrastytting þegar sóttvarnir voru hertar og heimsóknir ekki æskilegar. Hann hugsaði mjög vel um sig og var ungur í anda, það er því með miklum trega og söknuði sem ég kveð elsku Jón Birgi. Ég læt hér fylgja með ljóð sem ég veit að Steinunni tengda- mömmu þykir óskaplega vænt um En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson) Ásta S. Einarsdóttir. Elsku yndislegi mágur minn hefur kvatt þennan heim. Jón Birgir var giftur Steinunni Krist- ínu systur minni, sem lifir mann sinn. Vináttan okkar hefur varað í rúma hálfa öld. Ljúfar minningar um löngu liðna daga streyma upp í hugann, ótal samverustundir í sælureitnum í Grímsnesi með börnunum okkar gleymast seint. Jón var mikill hagleiksmaður, sem kom m.a. fram í fallega heim- ilinu þeirra Steinunnar og sum- arbústaðnum sem hann reisti fjöl- skyldu sinni. Engum sem þekkti Jón bland- aðist hugur um að hann undi sér hvergi betur en í skógrækt við fal- lega bústaðinn í Grímsnesi, þar var hans draumaland. Skógurinn og allt umhverfið mun bera elju- semi hans vitni um ókomin ár. Ég þakka yndislega mági mínum samfylgdina. Ástina og kærleikann sem hann sýndi systur minni geymi ég í hjarta mínu. Guðrún Norberg. Jón Birgir, móðurbróðir okkar, var heilsteyptur maður. Við frændsystkinin vissum það alltaf, en sem krakkar veltum við því ekki fyrir okkur frekar en öðr- um augljósum hlutum. Nonni frændi var alltaf með eitthvað í gangi – byggði hús og sumarbústað, fór í framhaldsnám til útlanda á miðjum starfsferlin- um og svo framvegis. Erilsamt starf og kraftmikil félagsstörf komu ekki í veg fyrir það. En hann var líka alltaf hlýr og áhuga- samur og hann munaði ekki um að leysa úr málum ef einhver í stór- fjölskyldunni þurfti ráð eða að- stoð. Hann vann stóran hluta starfs- ævi sinnar hjá Vegagerðinni og það var ljóst af afspurn að starfs- mönnum þar á bæ þótti öllum mikið til Jóns Birgis koma, hvar sem þeir voru staddir í skipurit- inu. Hann var dugmikill, réttsýnn og hlýr hvar sem hann kom að. Ræktarsemin sem var honum í blóð borin birtist hvarvetna, ekki bara í starfi, félagsstörfum eða í bókstaflegum skilningi skógrækt- ar, heldur líka í öllu því smáa sem þó er svo mikilvægt. Hann var trúr í því, jafnt sem því stóra. Sem dæmi hefur vikulegt kaffispjall hans og systra hans, mæðra okk- ar, verið kjölfesta í tilverunni um áratuga skeið; mikilvægur þráður í þeim vefnaði sem stórfjölskyld- an er. Við tókum ekki sérstaklega eft- ir því þegar Nonni fór á eftirlaun enda sinnti hann áfram verkefn- um í tæknimálum og fylgdist vel með á því sviði. Helsta merkið sem sást um að hann hefði tíma aflögu var á seinasta ári þegar hann settist á skólabekk í rekstr- arhagfræði í HR. Hann hlakkaði til að byrja nýtt skólaár núna í haust. Hann var líka að spá í íbúðahverfi; hvert og hvenær ætti að flytja, til að það hentaði Steinunni, strákunum þeirra og barnabörnunum sem best. Þau höfðu nefnilega forgang og áttu hug hans, það duldist eng- um. Þannig var Nonni alltaf sjálf- um sér líkur; heilsuhraustur með síkvikan huga, umhyggjusamur og ráðagóður og með margt á prjónunum. Eiginlega var hann hrifinn burt í blóma lífsins – kom- inn vel á níræðisaldur. Það má því rétt ímynda sér hví- líkur klettur Nonni var í lífi Stein- unnar og hópsins þeirra og hversu mikill og óvæntur þessi missir er. Við frændsystkinin vottum þeim innilega samúð okk- ar. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Cardew, Jón Oddur Guðmundsson, Jón Ásgeirsson, Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir. Snemma vors fyrir hartnær sextíu árum kom nýbökuð móðir ásamt manni sínum með nýfædd- an son þeirra heim í foreldrahús á Freyjugötunni. Þar bjuggu þau um skeið áður en haldið var til langdvalar í útlöndum. Vildi nú svo til að sá stutti lét ófriðlega öll kvöld í faðmi fjölskyldunnar, sennilega vegna illskeyttrar magakveisu. Kvöld eitt var ákveð- ið að móðirin ásamt hinu heim- ilisfólkinu á staðnum skyldi fá smá hvíld frá organdi snáðanum. Á meðan hópurinn slakaði á í kvikmyndahúsi tók tvíburabróðir móðurinnar að sér að sjá um ólátabelginn. Þegar hópurinn kom til baka að nokkrum stund- um liðnum fréttist að drengurinn hafði í fjarveru þeirra sofið blítt og vært í návist frænda síns. Lá við að fólk hefði áhyggjur af hvort eitthvað amaði að stráknum. Hann, undirritaður, var hins veg- ar heill heilsu og hafði bara greinilega liðið svona vel hjá frænda sínum, Nonna. Bar þetta vott um það sem ætíð var síðan: Í nærveru Nonna frænda míns leið mér vel. Nonni var maður framkvæmda og fékk systursonurinn ósjaldan að þvælast með honum í hinum ýmsu verkefnum, hvort sem það var kartöflurækt á landspildunni sem hann hafði fyrir ofan Hafn- arfjörð forðum daga eða síðar meir að koma að byggingu íbúð- arhúsa eða sumarbústaðarins í Grímsnesinu. Nonni kom hlutum í verk með skipulagningu og án orðlenginga, hugmyndir urðu að veruleika. Þegar hugsað er til baka er sem Nonni hafi fyrst og fremst komið auga á lausnir í verkefnum sínum en ekki erfiðleika. Er ekki að efa að þægilegt við- mót, skörp dómgreind, röggsemi og jákvætt hugarfar Nonna hafi mjög auðgað og hvatað samskipti og samvinnu í krefjandi verkefn- um í störfum hans í gegnum árin, ýmist innanlands eða í útlöndum. Efst er mér þó í huga að hafa ætíð verið aðnjótandi óbifanlegr- ar góðvildar og hins mikla trausts Nonna í garð minn og síðar meir fjölskyldu minnar. Skiptu þar miklar annir og langur aðskilnaður vegna búsetu minnar erlendis um áratugi engu máli. Hvenær sem tækifæri gafst tókst okkur að hittast í næði þótt ekki væri nema í stutta stund yfir kaffibolla niðri í bæ. Skipa þessir endurfundir ásamt öllum hinum samveru- stundum okkar dýrmætan sess í hugskoti mínu. Ég votta Steinunni, Aðalsteini, Jóni Birgi og Kristni Karli og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð mína og óska þeim styrks við hið skyndilega fráfall Nonna. Vissu- lega er söknuður og sorg í hjarta við þennan mikla missi en fyrst og fremst minnist ég frænda míns með einlægu þakklæti. Endurfundir okkar Nonna yfir kaffibolla síðastliðin jól í Reykja- vík voru ánægjulegir sem endra- nær en jafnframt þeir síðustu í þessari tilveru. Minningin um kæran frænda er ljóslifandi. Karl Ásgeirsson. Góður vinur, Jón Birgir Jóns- son, er til moldar borinn í dag. Andlát hans kom mér á óvart. Ekki eru nema nokkrir dagar síð- an við rákumst hvor á annan á förnum vegi og við höfðum ráð- gert að aka um höfuðborgarsvæð- ið til þess að kynna okkur innviði þess, veikleika og styrkleika. En svona er lífsins gangur. Við ljúk- um aldrei því sem er næst á dag- skrá, hversu gömul sem við verð- um. Ég varð samgönguráðherra vorið 1991 og Jón Birgir aðstoð- arvegamálastjóri 1. febrúar 1992. Þá þegar tókst með okkur góð samvinna, sem átti eftir að þrosk- ast og þróast. Jón Birgir varð ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu síðla árs 1993 og var vel að því embætti kominn. Hann var nútímalegur í hugsun og fram- sýnn og skapaði góðan anda í ráðuneytinu. Hann hvatti ungt fólk til frekara náms og vildi greiða fyrir því að það gæti sótt námskeið í sínu fagi og viðhaldið þekkingu sinni. Aðstoðarmaður minn á þeim tíma Ármann Kr. Ólafsson hefur gaman af að segja frá því, að Jón Birgir átti bláa miða, harða, sem voru sérstaklega skornir til þess að hægt væri að stinga þeim í brjóstvasann. Á þá skrifaði hann með skrúf- blýanti sér til minnis þau verk- efni, sem fram undan voru, og strikaði síðan yfir þau, þegar þau höfðu verið leyst. Þetta er til marks um, hversu skipulagður Jón Birgir var í störfum sínum og fylgdist vel með þeim málefnum, sem efst voru á baugi. Hann var góður verkstjóri og átti auðvelt með að láta aðra vinna með sér, enda var honum annt um að starfsfólkinu vegnaði vel. Þegar ég hugsa til baka dylst mér ekki hvílíkt lán það var að Jón Birgir skyldi koma til starfa í samgönguráðuneytinu á þessum tíma. Netið var í burðarliðnum og það þurfti að skapa umgjörð í kringum það og fjarskiptin, sem var engan veginn einfalt enda mörg sjónarmið uppi. Einkafyrir- tæki voru að hasla sér völl og mik- ið frumkvöðlastarf unnið, sem síð- ar átti eftir að vaxa og dafna. Í þessum efnum var Jón Birgir með á nótunum og skildi mikilvægi þess að byggja upp og tryggja greiðar og öruggar brautir hinnar nýju upplýsingaaldar hér innan- lands og til og frá landinu. Í samgöngumálum var líka mikið að gerjast og gerast. Hval- fjarðargöng voru boðin út sem einkaframkvæmd og við sáum fyrir okkur að Sundabraut yrði síðan lögð í beinu framhaldi. Upp- bygging hringvegarins var tekin föstum tökum og mislæg gatna- mót byggð á horni Miklubrautar og Réttarholtsvegar. Ferðaþjónustan var í örum vexti og átti eftir að springa út á næstu árum. Þessi upprifjun sýnir, að það var svo sannarlega líf í tuskunum þessi ár sem við Jón Birgir vorum í samgönguráðuneytinu. Við unn- um náið saman og ég sakna þess, að geta ekki slegið á þráðinn til hans, rifjað upp gamlar stundir og tekið upp léttara hjal. En mér er ljúft að hugsa til hans. Og mér verður hugsað hlýtt til eiginkonu hans, Steinunnar Kristínar Norberg, og þeirra nán- ustu. Guð blessi minningu Jóns Birgis Jónssonar. Halldór Blöndal. Sólríkan dag í september árið 1959 lagði Gullfoss, skip Eim- skipafélags Íslands, frá höfn í Reykjavík. Um borð voru meðal annarra átta ungir menn á leið til Kaupmannahafnar til náms við Verkfræðiháskóla Danmerkur. Þessir ungu menn höfðu hafið nám í verkfræði 1956 við Háskóla Íslands og lokið þar fyrrihluta- prófi og átti það fyrir þeim að liggja að ljúka verkfræðiprófi frá Danmarks Tekniske Höjskole í febrúar 1962. En auk margs ann- ars sem skeði í lífi þeirra á þess- um árum þróuðust með þeim svo náin og sterk vináttubönd, að haldist hafa fram á þennan dag. Hópurinn var mikið saman og var mjög áberandi enda var meðal- hæðin tæplega 190 sentimetrar og festist nafnið groddarnir við hann. Jón Birgir Jónsson sem við kveðjum núna var einn úr þessum hópi. Hann Jón Birgir átti þó sennilega síst skilið nafngiftina, því á þessum árum, eins og æv- inlega, var hann prúðmenni mikið og náði hann þar að auki naum- lega meðalhæð hópsins. Að loknu námi dreifðist hópur- inn, flestir hófu störf í Danmörku en tveir leituðu frekari menntun- ar í Bandaríkjunum. Allir komu þó aftur heim og hófu störf á Ís- landi þótt seinna dreifðist hópur- inn aftur vítt um heim. En sam- heldnin og vináttan hélst áfram og tími til að hittast og minnast námsáranna, skiptast á skoðun- um eða ferðast saman til útlanda fannst alltaf og eftir að einn úr hópnum varð heilsulítill höfðum við átt nær vikulega samfundi. Ævistarf Jóns Birgis var mikið og margþætt. Á skólaárunum vann hann á sumrin að skógrækt og átti skógræktaráhugi og starf við skógrækt eftir að fylgja hon- um alla ævi m.a. sem formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hann hóf störf hjá Vegagerð rík- isins að námi loknu og starfaði þar til 1993 en þá varð hann ráðuneyt- isstjóri samgönguráðuneytisins og gegndi því embætti til 2003. Á þessum árum var hringvegurinn lagður varanlegu slitlagi, sem gjörbreytti lífi landsmanna. Á síð- ustu árum starfaði hann að kap- Jón Birgir Jónsson Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, MAGNÚS REYNIR JÓNSSON ljósmyndari, Víðihlíð 12, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans föstudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. september klukkan 15. Einungis nánustu aðstandendum og vinum verður boðið að vera viðstaddir útförina, en streymt verður frá athöfninni, www.sonik.is/magnus. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið eða líknardeild LSH. Bjarnveig S. Guðjónsdóttir Jón Reynir Magnússon Aldís Erna Pálsdóttir Vala Rún B. Magnúsdóttir Hrafnkell Ásgeirsson Davíð Steinn B. Magnússon Gauti Páll Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.