Morgunblaðið - 03.09.2020, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
✝ Rafnar Arn-dal Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 28. des-
ember 1935 en
ólst upp í Grinda-
vík. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði hinn 20.
ágúst 2020. Hann
var einkabarn
foreldra sinna,
Sigurðar Þorleifs-
sonar skipstjóra, f. 2.2 1904,
d. 2.11. 1971, og Fjólu Jóels-
dóttur húsfreyju í Grindavík,
f. 21.6. 1914, d. 18.10. 2004.
Þau hjón sáu einnig um póst
og síma í Grindavík um ára-
bil.
og Anney Fjóla, f. 14.5. 2005.
Rafnar lauk sveinsprófi í
rennismíði árið 1958. Hann
fór síðar til náms í Vélskóla
Íslands og lauk prófi úr raf-
magnsdeild skólans árið 1965.
Hann fór til sjós, á
millilandaskipið Kötlu og síð-
an á björgunarskipið Goðann.
Eftir að hann kom í land
kenndi hann við Vélskólann í
nokkur ár. Þá stofnaði hann
eigið fyrirtæki, G.T. búðina,
sem hann rak til 1989. Eftir
það vann hann sjálfstætt við
bílaviðgerðir þar til hann
gerðist sundlaugavörður á
Álftanesi og þar lauk hann
starfsævi sinni sjötugur að
aldri.
Rafnar var einn af stofn-
endum Kiwanisklúbbsins Esju
og var virkur félagi þar í 30
ár.
Útför hans fór fram frá Ás-
kirkju í kyrrþey að ósk hins
látna.
Árið 1958
kvæntist Rafnar
Laufeyju Sigurð-
ardóttur, f.
21.11. 1936. For-
eldrar hennar
voru Sigurður
Snæland Gríms-
son, f. 15.11.
1912, d. 4.4.
1980, og Gíslína
Valdemarsdóttir,
f. 4.5. 1916, d.
14.11. 1972. Fósturdóttir
þeirra er Þorgerður Krist-
jánsdóttir, f. 26.5. 1964. Eig-
inmaður hennar er Þorgeir
Axelsson, f. 18.2. 1961. Börn
þeirra eru Elína Dís, f. 27.5.
1999, Axel Þór, f. 21.8. 2001,
Elskulegur faðir minn er látinn.
Ár alzheimersjúkdómsins falla nú
í þokumistur og minningarnar
streyma fram um manninn sem
hann var og við þekktum. Við er-
um mjög þakklát fyrir þá góðu
umönnun sem honum var veittá
Báruhrauni, Hrafnistu Hafnar-
firði síðustu 18 mánuði.
Faðir minn var mikill fjöl-
skyldumaður og ég var svo heppin
að fá að njóta umhyggju hans og
elsku frá eins árs aldri. Hann var
mín stoð og kenndi mér að takast
á við lífsins ólgusjó. Hann leyfði
stelpunni sinni oft að vera með í
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Ég var því t.d. ekki gömul þegar
ég var farin að munda bæði hamar
og pensil. Við feðginin áttum
margar skemmtilegar samveru-
stundir og alltaf dáðist ég að hon-
um; þegar hann keyrði rútu um
landið með útlendinga fyrir afa
minn, í hinum mörgu jeppa- og
laxveiðiferðum, er við þeystumst
um sundin blá á Puðaranum,
sportbát sem hann átti - eða á
ofsahraða um holt og hæðir í rall-
bíl. Hann kenndi mér að róa og
beita á Meðalfellsvatni þar sem
við gleymdum okkur í kyrrðinni,
bæði jafn kappsöm við veiðina. Við
nutum þess að hlusta saman á tón-
list og ekki voru stundirnar færri,
jafnvel heilu laugardagarnir þar
sem við horfðum saman á íþróttir í
sjónvarpinu. Honum þótti gaman
að koma mér á óvart með litlum
gjöfum; skrauti í herbergið, plötu í
safnið eða sælgæti í poka. Svona
mætti lengi telja.
Ég er einnig þakklát fyrir að
börnin mín fengu að kynnast
þessu ljúfmenni, þau fengu sín
ævintýri með honum, t.d. að
ferðast með honum á húsbílnum.
Ómetanlegt hefur verið fyrir okk-
ur öll að búa undir sama þaki í
Garðabænum og tenging
barnanna við afa sinn er mjög
sterk. Stundirnar okkar saman
voru jú margar, en sú síðasta var
við sólarlag hinn 20. ágúst síðast-
liðinn. Ég sat við hlið hans þegar
hann kvaddi þennan heim. Tilfinn-
ingarnar voru blendnar - ég vissi
vel hvað hann þráði að losna úr
viðjum þessa ömurlega sjúkdóms
- en jafnframt helltist yfir mann
söknuður og sorg. Efst í huga mér
er samt óendanlegt þakklæti.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
allt. Ég veit að þú munt áfram
vaka yfir okkur, litlu fjölskyldunni
þinni.
Sólin hverfur í dimman sæ,
er skipið fer sína hinstu ferð.
Í húminu glitra hélandi fræ,
þær stjörnur í hendi þér berð.
Þú varst minn viti um stund,
viska þín lýsti mér leið.
Þakklát, með fætur á fastri grund,
nú ljósi þínu fylgi um himnanna breið.
Þín
Þorgerður (Gerður).
Elsku yndislegi afi okkar, það
er sárt að sakna. Við eigum öll
okkar frábæru minningar um þig
og um skemmtilegar stundir með
þér. Þú varst þekktur sem mikill
bílaáhugamaður og rakst þitt eig-
ið verkstæði. Síðustu árin hafðir
þú gaman af að hugsa um og dytta
að húsbílnum sem þið amma
keyptuð. Við vorum svo heppin að
fá að fara með þér og ömmu í
ferðalög á þessum húsbíl - Hreiðr-
inu. Húsbíllinn og heimilið ykkar
var einmitt hreiður fyrir okkur
börnin og við elskuðum að fá að
vera með ykkur. Þú varst alltaf
rosalega góður við okkur, þegar
við krakkarnir fengum að gista
hjá ykkur ömmu þá gafst þú okk-
ur alltaf aur til að setja í baukinn.
Uppáhaldsnammið þitt var súkku-
laðirúsínur og þær munu alltaf
minna okkur á þig. Þú varst svo
gjafmildur og passaðir afabörnin
þín eins og dýrmæta gimsteina.
Ekki má gleyma því hversu mikill
dýravinur þú varst, í gegnum líf
þitt hefur þú átt þrjár labradortík-
ur og elskað þær allar jafn mikið.
Alveg sama hvernig veðrið var
dreifstu þig alltaf út í göngutúr.
Þú hafðir þína yndislegu nærveru,
kossarnir þínir og knúsin voru ein-
stök og munu lifa í minningum
okkar að eilífu. Þín verður sárt
saknað elsku afi. Takk fyrir allt,
við elskum þig svo mikið.
Elína Dís, Axel Þór og
Anney Fjóla.
Rafnar Arndal
Sigurðsson
Kæri blakfélagi
og vinur. Það er sárt
að sakna og það er
sárt að kveðja góðan
félaga. Það er ljóst að stórt skarð
er höggvið í litla „hverfis“blak-
hópinn okkar sem hefur hist tvisv-
ar í viku yfir vetrarmánuðina og
verið fastur punktur í tilveru okk-
ar frá hausti fram til lokahófs á
Öldungi síðustu ár og það má með
sanni segja að þú litaðir æfingarn-
ar með þínum einstaka húmor og
glaðværð. Þú mættir samvisku-
samlega á allar æfingar og hélst
þínu striki jafnvel eftir að þú
veiktist. Það sem helst einkenndi
þig innan vallarins var að þú tókst
þig ekki of alvarlega og við gátum
endalaust hlegið saman að kjána-
legum mistökum okkar og fífla-
Frank Magnús
Michelsen
✝ Frank MagnúsMichelsen
fæddist 16. janúar
1978. Hann lést 20.
ágúst 2020.
Útför Franks fór
fram 31. ágúst
2020.
gangi.
Þú varst líka dug-
legur, sérstaklega
fyrst um sinn, að
taka „Einar félaga“
með þér á æfingar,
öllum til mikillar
kátínu. „Einar fé-
lagi“ merkir að bolt-
inn er tekinn með
annarri hendi í stað
tveggja eins og „lög“
gera ráð fyrir í blak-
inu. Þú lést það nú ekki mikið
stoppa þig og varst tryggur þín-
um góða félaga.
Að öllum öðrum kostum ólöst-
uðum varstu að sjálfsögðu ein-
staklega skemmtilegur djamm-
félagi og hélst ávallt uppi fjörinu,
enda aðalplötusnúður hópsins og
græjaðir „playlistann“ með fullri
alvöru. Skemmtilegast þótti þér
að sleppa leiðinda tækniæfingum
og bara spila blak með gleði, fjöri
og tónlist.
Þú lést þitt ekki eftir liggja og
sast í stjórn blakdeildarinnar og
sinntir því starfi af óeigingirni og
metnaði.
Það er ljóst að FRAMtíðin
verður ekki söm án þín. Það verð-
ur skrýtið að hefja blakárið á ný
og sjá þig ekki á æfingu. Við erum
endalaust heppin að hafa fengið
að kynnast þér og við treystum
því að hvar sem þú verður munir
þú safna í lið og taka frá pláss fyr-
ir okkur!
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldu
þinnar, ættingja og vina.
Hvíl í friði elsku Frank!
F.h. blakfélaga í FRAM,
Sigurður, Sverrir,
Stefán, Rúnar, Freyja,
Guðlaug og Jóna.
Það er ekki auðvelt að setjast
niður og skrifa minningargrein
um ungan mann sem horfinn er
burt úr þessu lífi langt fyrir aldur
fram. Það er sama hversu mikið
maður reynir að skilja tilganginn.
Það er ekki nokkur leið. Frank
mágur kom inn okkar líf þegar
hann og Ösp systir kynntust í
Versló fyrir um aldarfjórðungi, þá
bara unglingar sjálf. Fjölskyldan
stækkaði og um leið þeirra fallegu
heimili. Drengirnir þeirra tveir
bera foreldrum sínum gott vitni.
Það er ekki auðvelt hlutskipti fyr-
ir unga drengi að sjá á eftir föður
sínum.
En það er huggun harmi gegn
að að baki þeim og Ösp er stór
fjölskyldu- og vinahópur sem sýnt
hefur síðustu daga að hann stend-
ur þétt saman.
Upp í hugann koma góðu
stundirnar á þessum árum í sum-
arhúsum fjölskyldunnar, fjöl-
skylduboðum, útilegum og utan-
landsferðum. Frank var sælkeri
sem fannst fátt betra en góður
bjór og blóðug steik. Reyndar
fannst honum nánast alltaf steikin
vera ofelduð. Hann kenndi okkur
líka að gera alvöruhamborgara
með lauk, beikoni og béarnaise-
sósu. Pítsur á grilli með sultuðum
rauðlauk og fleira góðgæti voru
líka frá honum komnar. Frank var
sérstaklega sparsamur og skyn-
samur þegar kom að peningamál-
um. Það vildi svo skemmtilega til
að þegar þau Ösp og Frank byrj-
uðu saman þá var dagsetningin
örugglega úthugsuð því þau byrj-
uðu saman á nýju kortatímabili og
gátu því alltaf haldið veglega upp
á sambandsafmælin sín. Oftast
var leitað eftir tveir-fyrir-einn-til-
boðum til að fara vel með pen-
ingana enda fátækir námsmenn.
Það var líka heppilegt að þau
kynntust sama ár og í sama mán-
uði og Ása og Gunni og þannig
hafa þau vitað hvaða ár þau
kynntust því auðvitað voru Ösp og
Frank alveg með það á hreinu.
Frank var líka með eindæmum
bóngóður þegar klaufinn Ingi
mágur hans var í vandræðum með
tölvuna. Það var gott að geta end-
urgoldið það með smá viðgerð á
tjaldvagni eða fellihýsi því aldrei
vildi hann taka neitt fyrir viðvikið.
Þegar kom að tækni og nýjung-
um var Frank líka alltaf fyrstur að
kynna fyrir okkur nýjungar eins
og Pinterest eða Spotify.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin á besta aldri. En eins og áður
er margsannað þá ræður enginn
sínum næturstað. Frank barðist
af æðruleysi til síðasta dags gegn
þeim vágesti sem að lokum hafði
sigur.
Á sama tíma og það var sárs-
aukafullt að horfa á líf þessa
sterka manns fjara út hægt og ró-
lega hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með systur okkar og mág-
konu í því erfiða hlutverki sem
hún hefur verið í en hún annaðist
hann af alúð og hefur staðið eins
og klettur við hlið hans í þessum
erfiðu veikindum.
Það er okkur huggun í þeirri
sorg að nú séu frændur okkar
orðnir föðurlausir að þeir eiga al-
veg einstaka móður.
Bless á meðan, elsku vinur. Við
sjáumst þegar okkar tími er kom-
inn, þangað til munum við hjálp-
ast að við að leiða drengina út í líf-
ið. Elsku Ösp, Frank Gabríel og
Almar Freyr, ykkar er missirinn
mestur. Minningarnar um góðan
eiginmann og föður eru ljósið í líf-
inu. Þær verða ekki frá ykkur
teknar.
Ingólfur (Ingi) og
Ásgerður (Ása), Arna
og fjölskyldur.
Elsku vinkona.
Að setjast niður
og skrifa minning-
argrein um þig er
ólýsanlega sárt og óréttlátt.
Með sárum söknuði kveð ég þig
elsku Reynheiður mín eftir
hetjulega baráttu við þann ill-
víga sjúkdóm sem krabbamein
er. Mér þykir svo sárt að
kveðja þig og er næstum því
óbærilegt. Lífið getur verið svo
ósanngjarnt og mun ég aldrei
skilja hvernig ung kona í blóma
lífsins sé tekin í burtu frá fjöl-
skyldunni sinni.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið þig inn í líf mitt
fyrir rúmlega 13 árum.
Ég er svo þakklát fyrir að
eiga fullt af góðum minningum,
bæði fyrir og eftir að börnin
okkar komu. Þessar minningar
eru dýrmætar, þær gleðja mig
og fá mig til að hlæja. Ég mun
alla tíð halda fast í þær. Ég
mun halda uppi minningu þinni
eins og þú baðst mig um.
Ég man þegar þú bauðst
okkur Heiðrúnu í næsturgist-
ingu. Ég mætti glöð með
páskaegg nr. 2 handa stelpun-
um. Við ætluðum að horfa á
mynd saman og hafa voða nota-
legt. En planið breyttist eftir
að sykurvíman fór að gera vart
um sig og breyttist í mikið fjör.
Þú varst sú fyrsta sem heim-
sóttir mig eftir að við Heiðrún
Erna fluttum norður á Akur-
eyri. Ég var varla búin að koma
mér fyrir. Hrafn Elís var ekki
orðinn eins árs en þú gerðir
þér þó lítið fyrir, settir börnin
upp í bíl og brunaðir til okkar.
Þetta var yndisleg stund og er
Reynheiður Þóra
Guðmundsdóttir
✝ ReynheiðurÞóra Guð-
mundsdóttir fædd-
ist 14. apríl 1985.
Hún lést 22. ágúst
2020.
Útförin fór fram
31. ágúst 2020.
ég mjög þakklát
fyrir það.
Ég er svo þakk-
lát fyrir hvað þú
hafðir mikla trú á
mér í eldhúsinu.
Ég átti það til að
fá snilldarhug-
myndir, sá fyrir
mér að þetta væri
ekkert mál. Alltaf
tókstu vel í það
þrátt fyrir að það
endaði yfirleitt í ruslinu. Ætli
sörubaksturinn hafi ekki topp-
að allt saman?
Það hefur verið mér mjög
erfitt að búa svona langt í
burtu frá þér í gegnum veik-
indin þín. Mér fannst ég ekki
geta gert neitt, hef aldrei fund-
ið fyrir eins miklum vanmætti.
Þú varst lánsöm að eiga ynd-
islega fjölskyldu sem stóð fast
við hlið þér í gegnum þetta
verkefni.
Góða ferð elsku Reynheiður
mín og ég á eftir að sakna þín
svo mikið. Ég hef trú á því að
við munum hittast aftur. Takk
fyrir allt og sjáumst aftur síð-
ar.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Elsku besti Svanur Örn, Ha-
frós Lilja, Hrafn Elís og fjöl-
skylda. Hugur minn er hjá ykk-
ur á þessum erfiðum tímum og
sendi ég ykkur mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Birgitta Maggý Valsdóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA JÓHANNSDÓTTIR,
Suðurgötu 57, Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn
21. ágúst. Útför fer fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. september klukkan 13.
Vegna samkomutakmarkana verður athöfnin aðeins fyrir
boðsgesti, en útförinni streymt á facebook-síðunni „María
Jóhannsdóttir útför“.
Sigurður Þór Haraldsson
Jóhann St. Sigurðsson Eyrún Björnsdóttir
Ómar Freyr Sigurðsson Margrét Jónsdóttir
Birkir Þór Sigurðsson Svava Ingimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GEIR VIÐAR SVAVARSSON,
Lautasmára 5, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 29. ágúst.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
9. september klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða
einungis fjölskylda og nánir vinir viðstaddir athöfnina.
Jóhanna Svavarsdóttir
Hildigunnur Geirsdóttir Albert Guðbrandsson
Viðar Rúnar Geirsson Gerður Ísberg
Daníel Freyr Albertsson Guðný Björg Stefánsdóttir
Brynja Dís Albertsdóttir
Elvar Leó og Remí Þór