Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 50

Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 Claudia hefur lifað og hrærst í heimi matargerðar frá unga aldri, en fjölskylda hennar í Portúgal á og rekur umfangsmikla sítr- usræktun á stóru landsvæði. Það var hins vegar ekki fyrr en í kringum 16 ára aldur sem áhugi á ostum og ostagerð kviknaði, þegar Claudia byrjaði að vinna í ostabúð í Portúgal. „Ég vann í ostabúðinni í þrjú ár, og fékk mjög ítarlega þjálfun. Þar lærði ég allt um fram- leiðsluferli osta, um mismunandi tegundir mjólkur og svo fram- vegis. Ég heillaðist algjörlega af þessu.“ Nítján ára gömul eignaðist Claudia dóttur sína. Þegar hún var tveggja ára skildi Claudia við barnsföður sinn og flutti til Ís- lands, en móðir hennar hafði þá búið hér á landi í tæp fjögur ár. Í kjölfarið fluttu bæði systir hennar og amma til landsins. Mjólk, hvað er það? Claudia fékk fljótt starf við upp- vask á veitingastað. Hún var ekki lengi að vinna sig upp og innan árs var hún farin að vinna í eldhúsinu. Hún viðurkennir að þessi tími hafi tekið á, enda einstæð móðir í nýju landi og talaði ekki tungumálið. „Dóttir mín fór strax í leikskóla þegar við komum til Íslands. Hún kom heim eftir fyrsta daginn og bað um mjólk,“ rifjar Claudia upp. „Ég skildi hana ekki. Mjólk, hvað er það? Ég var lengi að átta mig á hvað hún var að biðja um.“ Claudia hóf svo nám í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Námið fór allt fram á íslensku og það var mikil áskorun. Hún stóð sig þó með prýði og útskrifaðist árið 2018. Claudia hefur verið dug- leg að læra íslensku og hefur alls tekið fimm íslenskunámskeið. Hún skilur að eigin sögn nánast allt, gerir sitt besta til að tala en treystir sér ekki enn til að skrifa á íslensku „Það sem mér finnst erf- iðast er að vita hvort orðin eru karlkyns eða kvenkyns. Segir mað- ur falleg eða fallegur?“ Langflestir fara frá borðinu með stórt bros Eftir útskrift úr kokkanáminu fékk Claudia starf sem yfirumsjón- armaður Sælkeraborðs Hagkaups. Þar unir hún sér vel og segir fátt skemmtilegra en að ráðleggja við- skiptavinum, hlusta á þá og finna út hvaða ostar henti hverjum og einum. Segist hún oft finna fyrir því að fólk sé þakklátt fyrir þjón- ustuna og fyrir að hitta loksins á einhvern með almennilega þekk- ingu á ostum. „Langflestir fara frá borðinu með stórt bros, það er ekkert sem gleður mig meira. Ég er komin með nokkuð stóran hóp af fastakúnnum, sem flestir koma á fimmtudögum eða föstudögum. Eftir að hafa afgreitt fólk í nokkur skipti man ég eftir því og hvernig osta það vill. Ég veit hversu langt ég get farið, varðandi styrkleika til dæmis.“ Íslendingar elska geitaost og sterka osta Spurð hvernig ost Íslendingar vilja helst stendur ekki á svörum hjá Claudiu. „Íslendingar elska geitaost og sterka osta. Gamle Ole og Vacherousse eru dæmi um osta sem hafa verið hafa verið mjög vinsælir. Kindaostur hefur einnig verið að koma sterkur inn und- anfarið. Kindaostur er í uppáhaldi hjá mér en hann er mjög vinsæll í Portúgal. Ég er mjög hrifin af teg- und sem heitir Serra da Estrela og er dálítið eins og smurostur. Hann er búinn til úr mjólk úr kindum sem lifa á stærsta fjallinu í Portúgal. Það er eina kindakynið í heiminum þar sem bæði karlkyns og kvenkyns dýrin hafa stór horn, en það er til að verja þær fyrir úlf- unum sem búa líka í fjöllunum. Ég er að vinna í að fá hann til okkar.“ Uppáhaldsostur Claudiu heitir Veldenhuyzen Blue Label, marg- verðlaunaður Gouda-ostur frá Hol- landi. „Hann er fullkomin blanda af Prima Donna og Old Amster- dam. Saltur eins og Primadonna og karmellaður eins og Old Amst- erdam. Hann kom um jólin og seldist strax upp, svo síðan þá hef ég passað mig að panta nóg af honum.“ Claudia segist heilluð af því hveru fjölbreytilegir ostar geti verið. „Þeir eru aldrei eins. Mér finnst alltaf fyndið þegar fólk kem- ur til mín og segir „Ég keypti þennan ost en hann er ekki eins á bragðið og um daginn.“ Það er af því að hann er búinn að bíða í nokkra daga. Mygluostar verða sterkari með hverjum deginum, það er ferli sem ekki er hægt að stjórna. Brie-ostar verða mýkri með tímanum. En ostur er ekki það eina sem selt er í Sælkeraborðinu, þar er hægt að fá fjölmargar tegundir af ýmiss konar áleggi sem skorið er fyrir viðskiptavini á staðnum. Claudia segir að ekki sé hægt að líkja því saman að kaupa ferskt álegg eða vakúmpakkað. „Það er einfaldlega allt annað ferli að skera parmaskinku, vakúmpakka henni og selja í pökkum. Hún er fljót að missa bragðið, verður þurrari og öðruvísi á litinn. Þegar hún er skorin á staðnum ertu að fá allt bragðið og ferskleikann sem annars á til að glatast.“ Claudia ráðleggur einnig viðskiptavinum varðandi víntegundir sem fara vel með ákveðnum tegundum af osti og kjöti. Komin í draumastarfið Claudia er full af hugmyndum og hefur meðal annars unnið að því að minnka matarsóun í versl- unum Hagkaups. Hafði hún til dæmis frumkvæðið að því að búa til svokallað pastamix úr áleggs- endum sem ekki var hægt að skera í sneiðar og afgangsbitum sem annars hefði verið hent. Pastamixið er komið í sölu og hef- ur vakið mikla ánægju meðal við- skiptavina. Þegar hún er spurð um framtíð- aráætlanir sínar, hvar hún sjái sig til dæmis eftir fimm ár, segist Claudia vonast til að vera enn að vinna hjá Hagkaup. „Vinnutíminn hentar mér vel, ég hef nægan tíma með dóttur minni. Áður var ég að vinna um helgar og sá hana mun minna. Hér er hugs- að vel um fólk, og það besta er að yfirmenn hlusta raunverulega á starfsfólkið sitt og hugmyndir þeirra. Þegar ég vann í eldhúsinu snerist allt um hraða og að vinna sem mest, en hér er hlustað á hug- myndir og fundnar út leiðir til að gera þær að veruleika.“ Íslendingar elska geitaost og sterka osta Claudia Sofia Coelho Carvalho er frá Portúgal en hefur búið á Íslandi síðastliðin níu ár. Hún er lærður matreiðslumaður og hefur sérstaka ástríðu fyrir góðum ostum. Sú ástríða blómstrar nú þar sem Claudia hefur yfirumsjón með Sælkeraborði Hag- kaups í Kringlunni þar sem hún veit fátt skemmti- legra en að ráðleggja fólki um kaup á ostum. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson Vita hvað þeir vilja „Íslendingar elska geitaost og sterka osta. Gamle Ole og Vacherousse eru dæmi um osta sem hafa verið mjög vinsælir. Kindaostur hefur einnig verið að koma sterkur inn undanfarið.“ Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson Seldist strax upp Uppáhaldsostur Claudiu heitir Veldenhuyzen Blue La- bel, margverðlaunaður Gouda-ostur frá Hollandi. „Hann er fullkomin blanda af Prima Donna og Old Amsterdam. Saltur eins og Primadonna og karmellaður eins og Old Amsterdam. Hann kom um jólin og seldist strax upp, svo síðan þá hef ég passað mig að panta helling.“ Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla 2012 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.