Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 57
ÍÞRÓTTIR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020
Danska knattspyrnukonan
Pernille Harder, fyrrverandi sam-
herji íslenska landsliðsfyrirliðans
Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og
verðandi samherji Maríu Þóris-
dóttur, sem leikur fyrir norska
landsliðið en er ættuð frá Sel-
fossi, varð í vikunni ein dýrasta
knattspyrnukona heims.
Chelsea frá Englandi keypti
hana frá þýska liðinu Wolfsburg
og telur BBC að Lundúnaliðið
greiði um 250 þúsund pund eða
rúmar 46 milljónir króna fyrir
landsliðsfyrirliðann. Harder þykir
ein sú besta í heimi og er á besta
aldri, 27 ára gömul. Það er því
ekkert óeðlilegt að við séum að
ræða um ein stærstu kaup á
knattspyrnukonu frá upphafi. En
er upphæðin alveg eðlileg?
Breska ríkisútvarpið benti
nefnilega einnig á þá staðreynd
að á öllu árinu 2019 hefðu verið
greidd um 500 þúsund pund í
heildina fyrir knattspyrnukonur
sem fóru á milli liða. Á sama ári
skiptu fótboltakarlar um lið fyrir
litla 5,6 milljarða sterlings-
punda.
Franskt knattspyrnutímarit
gerði úttekt á launum knatt-
spyrnufólks fyrr á árinu. Þar
kom fram að Argentínumaðurinn
Lionel Messi er sá launahæsti í
heimi, fær um 19,6 milljarða
króna í árslaun. Bandaríska
landsliðskonan Carli Llyod var
efst á lista kvenna, hún þénaði
72 milljónir á síðasta ári.
Launahæsti maðurinn þénar
sem sagt 272 sinnum meira en
launahæsta konan. Og á meðan
Harder gæti verið dýrasta fót-
boltakona heims fyrir 46 millj-
ónir þá varð Neymar dýrastur
karla sumarið 2017 þegar PSG
keypti hann á 36 milljarða króna.
Eflaust má telja upp einhverjar
eðlilegar ástæður fyrir launamun
kynjanna í fótbolta, en þarf hann
að vera svona mikill?
BAKVÖRÐUR
Kristófer
Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
FRAKKLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnukonan Berglind Björg
Þorvaldsdóttir er óvænt á leið til
franska úrvalsdeildarfélagsins Le
Havre í Frakklandi.
Berglind, sem er 28 ára gömul,
skrifaði undir tveggja ára samning
við franska félagið sem er nýliði í
efstu deild Frakklands en félagið
keypti íslenska framherjann af
Breiðabliki í vikunni.
Berglind hélt utan til Frakklands
í morgun en hún hefur leikið með
Breiðabliki, ÍBV og Fylki hér á
landi, ásamt Verona á Ítalíu, PSV í
Hollandi og AC Milan á Ítalíu á at-
vinnumannaferli sínum.
„Ég heyrði fyrst af áhuga Le
Havre þegar ég kom heim frá Ítalíu
í byrjun sumars,“ sagði Berglind í
samtali við Morgunblaðið. „Planið
var svo bara að klára tímabilið
heima á Íslandi og taka svo stöðuna
eftir það þar sem samningur minn
átti að renna út eftir tímabilið.
Hlutirnir hafa hins vegar gerst
mjög hratt undanfarna daga og að
lokum ákveða þeir að kaupa mig frá
Breiðabliki. Fyrsti leikur liðsins er
svo bara á laugardaginn gegn Izzy á
útivelli en ég missi af þeim leik þar
sem öll pappírsvinna er ekki gengin
í gegn enn þá varðandi félaga-
skiptin.
Auðvitað hefði það verið best fyr-
ir alla ef ég hefði náð smá undirbún-
ingstímabili með liðinu en eftir að
allt fór af stað þá tók þetta sirka tvo
daga að klárast og ég er því bara á
leiðinni í flug til Frakklands í fyrra-
málið [í dag],“ sagði Berglind sem á
að baki 190 leiki í efstu deild þar
sem hún hefur skorað 137 mörk.
Spennandi tímar fram undan
Berglind er spennt fyrir því að
reyna fyrir sér í frönsku úrvals-
deildinni sem er af mörgum talin sú
sterkasta í heimi.
„Fyrst þegar að ég fer til Ítalíu
þá fer ég sem lánsmaður frá Breiða-
bliki enda samningsbundin Blik-
unum. Það er ekki algengt að leik-
menn séu keyptir í kvennaboltanum
og ég fer svo aftur út sem láns-
maður til PSV í Hollandi árið 2019
og AC Milan 2020. Núna er ég hins
vegar leikmaður Le Havre og ég er
fyrst og fremst gríðarlega spennt
fyrir því að reyna mig í þessari
deild sem ég tel vera þá bestu í
Evrópu.
Ég er full tilhlökkunar og þótt ég
sé ekki búin að spila þarna þá veit
ég að þetta er sterkari deild en sú
ítalska, einfaldlega vegna þess að
ítalska deildin er titluð sem áhuga-
mannadeild á meðan sú franska er
atvinnumannadeild. Maður myndi
því ætla að standardinn sé mun
meiri í Frakklandi, ég á ekki von á
neinu öðru en að svo sé.“
Sjaldgæft tækifæri
Berglind hefur leikið samfleytt
með Breiðabliki frá 2016. Þá lék
hún einnig með liðinu frá 2007 til
2010 og svo aftur frá 2013 til 2014
en liðið hefur spilað frábærlega í ár
og er í öðru sæti deildarinnar með
27 stig, einu stigi minna en Valur,
en Breiðablik á leik til góða á Val.
„Það er virkilega erfitt að kveðja
Breiðablik og þetta var auðvitað allt
í gangi á meðan við vorum í sóttkví
sem gerði þetta eflaust erfiðara ef
eitthvað er. Allir hjá félaginu hafa
hins vegar sýnt mér mikinn stuðn-
ing og skilning líka. Það hefur
hjálpað mér persónulega mikið að
takast á við þær breytingar sem
fram undan eru.
Ég fer að kveðja Steina, þjálf-
arateymið og auðvitað stelpurnar
líka á æfingu í dag [í gær] og ég á
von á því að það verði ansi erfitt. Ég
get alveg með sanni sagt að allt
þetta ferli hefur tekið á en þegar
svona tækifæri gefst þá er erfitt að
sleppa því. Ég er búin að vera mjög
lengi í Breiðabliki og mér finnst líka
kominn tími á að prófa eitthvað al-
veg nýtt.“
Skref í rétta átt
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk
Gunnarsdóttir gekk til liðs við
Frakklands- og Evrópumeistara
Lyon í sumar og er Berglind spennt
fyrir því að mæta Söru á knatt-
spyrnuvellinum þann 5. desember í
Le Havre.
„Ég og Sara erum mjög góðar
vinkonur og ég hef verið í miklu
sambandi við hana undanfarna
daga. Hún peppaði það alla leið að
ég myndi fara til Frakklands sem er
geggjað. Ég er virkilega spennt að
spila á móti henni og get satt best
að segja ekki beðið eftir því að
mæta henni á vellinum.
Ég vonast fyrst og fremst til þess
að bæta mig sem leikmaður úti í
Frakklandi í deild þar sem allir leik-
ir verða mjög erfiðir. Ég hef ekki
átt fast sæti í byrjunarliði íslenska
landsliðsins á undanförnum árum
og auðvitað er það eitt af mark-
miðum mínum að vinna sér inn fast
sæti í liðinu.
Að fara til Frakklands er vonandi
skref í rétta átt fyrir mig en að
sama skapi eru alltaf frábærir leik-
menn í landsliðshópnum, sem eru
allir að standa sig vel.“
Frábærir Blikar
Berglind er markahæsti leik-
maður efstu deildar með 12 mörk í
níu leikjum en tímabilið 2018 skor-
aði hún 19 mörk í 18 leikjum.
„Ég skoraði 16 mörk á síðustu
leiktíð og ég var alveg farin að horfa
til þess að ég væri á góðri leið með
að bæta þann markafjölda í það
minnsta. Það gerist alla vega ekki í
ár en kannski, einn daginn, þegar
maður snýr aftur þá kannski tekst
manni að bæta sinn besta árangur.
Breiðabliksliðið í ár er algjörlega
frábært og margar af þeim stelpum
sem komu fyrir tímabilið 2018 hafa
allar sprungið út í ár og eru orðnar
lykilmenn í liðinu. Margar af þeim
vilja taka næsta skref og reyna fyrir
sér í atvinnumennsku sem er frá-
bært.
Ég var að grínast í þeim í vikunni
að ég myndi sjá þær allar aftur þeg-
ar ég sný aftur en svo fattaði ég að
þær verða örugglega allar farnar út
í atvinnumennsku þegar ég kem aft-
ur,“ bætti Berglind Björg við
kampakát.
Leikmannakaup hjá
kvennaliðum óalgeng
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frakkland Berglind Björg Þorvaldsdóttir segir skilið við Breiðablik í bili að minnsta kosti.
Berglind Björg leikur í efstu deild Frakklands á komandi keppnistímabili
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, verður áfram hjá Pa-
dova á Ítalíu en hann hefur fram-
lengt samning sinn við félagið.
Þetta staðfesti miðjumaðurinn í við-
tali við RÚV í gær.
Emil, sem er 35 ára, var upp-
runalega með samning við Padova í
ítölsku C-deildinni út síðasta
keppnistímabil eða til 30. ágúst og
voru meðal annars vangaveltur um
hvort hann myndi snúa aftur til Ís-
lands og spila með FH á Íslands-
mótinu. Hann tók þátt í æfingaleik
með FH-ingum í byrjun sumars.
Emil verður
áfram á Ítalíu
Morgunblaðið/Eggert
Ítalía Emil Hallfreðsson hefur
framlengt við Padova á Ítalíu.
Þrír leikmenn franska meistaral-
iðsins í knattspyrnu, Paris Saint
Germain, eru sýktir af kórónuveir-
unni.
Leikmennirnir sem um ræðir eru
Neymar, Angel Di Maria og
Leandro Paredes en félagið greindi
frá þessu í gær.
Þeir fá nú viðeigandi meðhöndl-
un en ljóst má vera að undirbún-
ingur liðsins fyrir komandi keppn-
istímabil mun raskast.
Á næstu dögum munu aðrir leik-
menn og starfsfólk í kringum liðið
fara í skimun vegna veirunnar.
Neymar með
kórónuveiruna
AFP
Faraldur Knattspyrnustjarnan
Neymar er með kórónuveiruna.
Hollenski knatt-
spyrnumaðurinn
Donny van de
Beek er orðinn
leikmaður Man-
chester United
en hann gerir
fimm ára samn-
ing við enska fé-
lagið. Hann kem-
ur frá Ajax í
heimalandinu
fyrir 35 milljónir punda.
Van de Beek er 23 ára gamall en
hann skoraði átta mörk og lagði
upp önnur fimm í 22 byrjunarliðs-
leikjum í hollensku úrvalsdeildinni
á tímabilinu sem var aflýst vegna
kórónuveirufaraldursins.
„Ég get varla byrjað að útskýra
hversu ótrúlegt tækifæri þetta er,
að ganga til liðs við félag með svo
ríka sögu,“ er haft eftir Van de
Beek í yfirlýsingu sem félagið sendi
frá sér. „Margir af bestu miðju-
mönnum heims spila hérna og ég
get lært af þeim en sömuleiðis kom-
ið með mína eigin styrkleika inn í
liðið.“
Van de Beek sló í gegn með Ajax
í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð
þegar liðið fór alla leið í undan-
úrslit keppninnar og sló meðal ann-
ars lið á borð við Real Madríd og
Juventus út.
Donny van
de Beek
Hollenskur
leikmaður
til United