Morgunblaðið - 14.09.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.09.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, tekur í sama streng: „Ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku. Ég held að allur þorri fólks átti sig á því að hér á landi er búið að byggja upp flugfélag með mjög umfangs- mikla starfsemi sem felst ekki bara í flugi frá A til B heldur ótal tengimöguleikum og hliðar- starfsemi. Þessi uppbygging hefur átt sér stað yfir nokkurra áratuga skeið og við höfum ekki efni á að glutra henni niður. Þvert á móti þurf- um við að styðja við reksturinn og um leið styðja við allt atvinnulífið.“ Áhætta en mikil arðsemisvon Markaðsgreinendur eru margir á þeirri skoðun að fjárfesting í Icelandair sé áhættu- söm enda mikil óvissa um þróunina á flug- markaði næstu misserin. Smitvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hafa sett flug- samgöngur úr skorðum og lemstrað rekstur flugfélaga um allan heim. Sumir binda vonir við að gott bóluefni eða breytt stefna stjórn- valda verði til þess að slakað verði á smitvörn- um og flugsamgöngur komist þá tiltölulega fljótt í eðlilegt horf. Aðrir eru svartsýnni og telja að löng bið verði eftir bóluefni og viðvar- andi vandi í alþjóðaflugi. Bæði Birna og Lilja undirstrika það sérstaklega að öllum hluta- bréfaviðskiptum fylgi alltaf áhætta: „En að sama skapi er töluverð arðsemisvon í útboði Icelandair,“ segir Birna. Lilja segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu um útboðið enda stór ákvörðun hvort tveggja, að taka þátt eða sitja hjá. „Landsbankinn er búinn að skoða útboðið og rekstur Icelandair gaumgæfilega frá mörgum sjónarhornum og það er okkar niðurstaða að flugfélagið og starf- semi þess bæði skipti miklu máli og muni standa undir sér til lengri tíma litið.“ Íslandsbanki og Landsbankinn eiga mikið undir því að allt gangi að óskum hjá Icelandair og að hlutafjárútboðið heppnist vel. Þannig eiga bankarnir báðir aðkomu að 16,5 milljarða króna lánalínu sem flugfélaginu var veitt í ágúst með 90% ríkisábyrgð. Í árslok 2019 lán- aði Landsbankinn Icelandair 80 milljónir dala, jafnvirði tæplega 10 milljarða króna, gegn veði í tíu Boeing 757-farþegaþotum og hefur Ís- landsbanki einnig veitt flugfélaginu há lán með öðrum tryggingum. Heyra má á bankastjór- unum tveimur að það muni ekki valda bönk- unum miklum vanda ef viðtökur í hlutafjár- útboðinu verða dræmar en báðar telja þær ekki tilefni til annars en bjartsýni. Birna segir það niðurstöðu ítarlegs mats hjá Íslandsbanka að áhættan sé ásættanleg og Lilja segir Landsbankann í mjög góðri stöðu. „Vitaskuld skiptir það miklu máli að útboðið takist vel. Eðlilega verða fjárfestar að vega sjálfir og meta þá áhættu sem þeir taka en útboðið er endapunkturinn á löngu og vandasömu ferli þar sem margir hafa komið að og ætti mörgum að þykja útkoman verulega spennandi fjár- festingarkostur.“ Áætlanir flugfélagsins „trú- verðugar og varfærnar“ Morgunblaðið/Eggert Veðmál Bóluefni eða breytt stefna stjórn- valda á næstu mánuðum gæti þýtt að þeir sem eignast hlut í útboðinu hagnist vel. Birna Einarsdóttir Lilja Björk Einarsdóttir  Landsbankinn og Íslandsbanki hafa veitt Icelandair há lán og sölu- tryggja hlutafjárútboð  Bankastjórarnir bjartsýnir um útkomuna BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fram undan er einkar áhugaverð vika á ís- lenskum hlutabréfamarkaði og bíða margir spenntir eftir niðurstöðum hlutafjárútboðs Icelandair Group. Útboðið stendur yfir frá morgni miðvikudags til kl. 16 á fimmtudag og vonast flugfélagið til að fá allt að 23 milljarða króna innspýtingu í reksturinn. Landsbankinn og Íslandsbanki sölutryggja útboðið og hafa skuldbundið sig til að kaupa hlutafé fyrir allt að 6 milljarða króna saman- lagt nái áskriftir fjárfesta að lágmarki 14 millj- örðum króna. Skiptar skoðanir hafa verið um útboðið og m.a. hefur áhrifafólk í lífeyrissjóða- kerfinu lýst andstöðu við að taka þátt. Á sama tíma má víða í samfélaginu greina áhuga meðal almennings um að eignast hlut og gerir það einstaklingum auðveldara að taka þátt að lág- markstilboð í útboðinu er aðeins 100.000 kr. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, tekur undir það að vikan verður spenn- andi. „Það er langt síðan jafn stórt hlutafjár- útboð fór fram á íslenskum hlutabréfamarkaði og gaman að sjá það líf sem færst hefur í mark- aðinn. Útboðið leggst vel í mig og Icelandair búið að vinna frábært starf í sumar við end- urskipulagningu rekstrarins. Áætlanir þeirra um framvinduna á komandi misserum eru að mínu mati trúverðugar og varfærnar, og stjórnendur félagsins gefa sér nokkuð langan tíma til að ná fullum styrk á ný,“ segir hún. „Mikilvægt er fyrir atvinnulífið, og ferðaþjón- ustuna sér í lagi, að flugfélagið nái góðri við- spyrnu með hlutafjárútboðinu. Þegar við- spyrnan kemur eru allir klárir í bátana.“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir það áhugaverða nýbreytni að þeir sem kaupa hlutafé í útboði Icelandair muni hljóta áskriftarréttindi til að kaupa fleiri hluti síðar. „Með þessu geta þátttak- endur aukið fjárfestingu sína um 25%, skref fyrir skref yfir tveggja ára tímabil. Kaupverð áskrift- arhlutanna miðast við út- boðsverð og hækkar um 15% á ári.“ Áskriftarréttindin eru framseljanleg og þeim fylgja engar sérstakar kvaðir eða skilyrði. Þau verða skráð í kauphöll og munu geta gengið kaup- um og sölum á markaði. Áskriftarréttindin eru til þess fallin að gera fjárfestingu í Icelandair að fýsilegri kosti enda hagnast hluthafar strax á að nýta kaupréttinn ef hlutabréfaverð flugfélagsins hækkar meira en 15% árlega. Veit Benedikt ekki til þess að áskriftarréttindi hafi áður verið í boði í al- mennu hlutafjárútboði hérlendis en þessi fjár- málagjörningur þekkist vel erlendis sem og í sérhæfðari útboðum hér á landi. Stundum eru réttindin háð skilyrðum, s.s. um að hluthafar selji ekki hlutabréf sín fyrr en að ákveðnum tíma liðnum. Eins þykir Benedikt ánægjulegt að upphæð lágmarkstilboða var stillt í hóf til að auðvelda almenningi að taka þátt í útboðinu. Hann bendir á að í samanburði við aðrar þjóðir er mjög lítið um það að Íslendingar fjárfesti með beinum hætti í hlutabréfum, og að það myndi verða til bóta fyrir íslenskan hlutabréfamarkað ef þar væru fleiri þátttakendur. „Fólk þarf vitaskuld að skilja þá áhættu sem fylgir verðbréfa- viðskiptum og gæta þess að setja ekki öll eggin í sömu körfu, en gangi hlutabréfaútboð Ice- landair vel gæti það aukið áhuga almennings á hlutabréfamarkaðinum. Fjárfestar í þessu hluta- fjárútboði þurfa hins vegar að átta sig á að það eru áhættur í rekstri flugfélaga sem erfitt er að stjórna og eru sértækar fyrir þá tegund at- vinnustarfsemi, eins og Covid-19-faraldurinn hefur sýnt okkur.“ Benedikt bætir við að margir landsmenn tengi mjög sterkt við flugfélagið svo að minni á þá sérstöku stöðu sem Eimskipafélagið naut í áratugi, þar sem fólk leit á fjárfestingu í öfl- ugum skipaflutningum sem leið til að efla at- vinnulífið og jafnvel sem anga af sjálfstæðisbar- áttunni. Nema í dag eru það öflugar flugsamgöngur sem atvinnulífið reiðir sig á, og hagsmunamál fyrir alla landsmenn. Hann segir jafnframt brýnt að Icelandair gegni áfram veigamiklu hlutverki á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Það er styrkur að hafa stórt innlent og rótgróið flugfélag á hlutabréfa- markaðnum, og er stór liður í að efla viðskipti og skoðanaskipti á hlutabréfamarkaði sem þeg- ar er orðinn helst til fáliðaður.“ Eykur áhuga á hlutabréfum Benedikt Gíslason 14. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 136.49 Sterlingspund 175.06 Kanadadalur 103.56 Dönsk króna 21.747 Norsk króna 15.117 Sænsk króna 15.599 Svissn. franki 150.13 Japanskt jen 1.286 SDR 192.74 Evra 161.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 196.6763 Hrávöruverð Gull 1944.5 ($/únsa) Ál 1743.5 ($/tonn) LME Hráolía 39.96 ($/fatið) Brent Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.