Morgunblaðið - 14.09.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 14.09.2020, Síða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 Sjálfsagt eru flestir búnir að gleyma því þegar áhöfn rækju- togarans Berglínar GK 300 neitaði að sætta sig við þriðj- ungs verðlækkun á rækju með því að sigla til heimahafnar. Öll aðkoma rækjuút- gerða landsins, Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi og oddamanns úrskurðarnefndar eru vægt til orða tekið mjög ámæl- isverð og til þess fallin að staðfesta hversu handónýtt fyrirkomulag við búum við þegar kemur að úrlausn ágreiningsmála á þeim vettvangi. Að lokinni yfirgripsmikilli yf- irferð og öflun gagna finnst okkur einboðið að birta opinberlega upp- lýsingar úr gögnum sem aflað hef- ur verið til að fá raunsanna mynd af þróun mála á rækjumarkaði. Samantekt úr skýrslu Sea Data Center á útflutningi á pillaðri kald- sjávarrækju frá Íslandi frá 1. jan- úar 2019 til júlí 2020. Félag skipstjórnarmanna fékk Sea Data Center til að taka saman skýrslu um þróun útflutnings á pill- aðri rækju frá Íslandi (magn og verð) fyrir ofangreint tímabil. Ástæðan fyrir samantektinni var óánægja með úrskurð oddamanns og fulltrúa útgerðarinnar í máli Ú1/ 2020. Í úrskurðinum var ekki tekið tillit til raka fulltrúa sjómanna fyr- ir mun minni verðlækkun, þar sem meðal annars var bent á útflutn- ingstölur frá Hagstofu Íslands. Í úrskurði Ú1/2020 var staðfest yfir 30% verðlækkun (launalækkun) á rækjuverði til sjómanna á vertíð- inni sumarið 2020. Í upphafi rækju- vertíðar vorið 2020 töldu útgerð- armenn rækjuskipa að aðstæður í greininni væru þannig að þeir yrðu að lækka verð til sjómanna um og yfir 30% frá árinu 2019 vegna þess að verðhrun hefði orðið á rækju, markaðir væru frosnir og enginn útflutningur á rækju. Ástæðuna sögðu þeir afleiðingar af Covid- heimsfaraldrinum. Sjómenn höfðu engan möguleika á því að vefengja þetta og skrifuðu í einhverjum til- fellum undir um og yfir 30% verð- lækkun frá því 2019. Sjómenn voru ósáttir við lækkunina og buðu upp á þann möguleika að verð yrði leið- rétt síðar þegar opnaðist fyrir út- flutning og afurðaverð lægi fyrir. Því var hafnað. Það skal tekið fram að sjómenn hafa alla tíð gert sér grein fyrir því að ef afurðaverð lækkar, þá lækkar hlutur þeirra. Það skal einnig tekið fram að sjó- menn og fulltrúar þeirra í stéttar- félögum voru efins um svo mikla verðlækkun á afurðum, sem síðar hefur komið í ljós að reyndist rétt. Það skal tekið fram að málið snýst í grunninn um tvær rækju- verksmiðjur og fimm rækju- veiðiskip. Þ.e.a.s. Meleyri á Hvammstanga sem er í eigu Nes- fisks sem á skipin Berglínu og Sól- eyju Sigurjóns. Hjá Meleyri land- aði í sumar einnig togarinn Klakkur í eigu óskylds aðila. Hjá rækjuverksmiðju Ramma landar Múlaberg í eigu sama aðila og Vestri í eigu óskylds aðila. Sjó- mönnum og fulltrúum stéttafélag- anna fannst skjóta skökku við að á sama tíma og útgerðir töldu að verð þyrfti að lækka um og yfir 30%, það væri engin sala og mark- aðir frosnir, þá væru þeir að fá fal- ast eftir meira hráefni til vinnslu. Þess utan var orðrómur um að verð til Klakks og Vestra væri hærra en til skipanna í eigu útgerðanna/ verskmiðjanna. Til að gera langa sögu stutta þá sætti áhöfn Berglínar GK 300 sig ekki við þetta, neitaði að skrifa undir samning, hætti veiðum og sigldi skipinu í heimahöfn 17. júní 2020. Málinu var vísað til úrskurð- arnefndar 1. júlí 2020, úrskurð- arnefnd komst ekki að niðurstöðu, þannig að oddamaður varð að úr- skurða í málinu. Oddamaður átti að úrskurða í síðasta lagi 25. júlí, en úrskurður féll ekki fyrr en 18. ágúst sem er fordæmalaust. Úr- skurður oddamanns byggðist á þeim verðsamningum sem höfðu verið gerðir undir afarkostum út- gerða skipanna, fallist var á dæma- laus rök útgerðanna, um og yfir 30% verðlækkun og ekkert tillit tekið til talna frá Hagstofu Íslands sem byggjast á útflutningsgögnum rækjuverksmiðjanna. Í útflutnings- tölum Hagstofu Íslands kemur fram að það var flutt út rækja, samtals 1.230 tonn á þremur mán- uðum í maí, júní og júlí, og útflutn- ingsverð hafði ekki lækkað í ís- lenskum krónum, heldur hækkað. Til að fá staðfestingu á ofangreindu fengum við Sea Data Center til að skoða útflutningstölur (magn og verð) frá Íslandi og öðrum löndum á pillaðri rækju á Bretlandsmarkað sem er helsti markaðurinn. Úr samantekt Sea Data Center: Útflutningur á pillaðri kaldsjáv- arrækju frá Íslandi til Bretlands var á árinu 2019 á bilinu 312 til 737 tonn á mánuði með þeirri und- antekningu að í október 2019 voru flutt út 1.692 tonn. Á árinu 2020 hefur útflutningur verið á bilinu 236 til 786 tonn á mánuði, í júlí síð- astliðnum voru flutt út rúm 390 tonn. Meðalútflutningur ársins 2019 var 540 tonn á mánuði, með- alútflutningur janúar til júlí 2020 er 483 tonn, sem sýnir að Bret- landsmarkaður er fjarri því að vera frosinn. Meðalútflutningsverð á rækju frá Íslandi var lægra en meðalverð frá samanburðarlöndum flesta mánuði frá janúar 2019 til janúar 2020. En frá febrúar 2020 hefur meðalverð frá Íslandi verið hærra og var 5% yfir meðalverði í júní 2020. Þegar litið er til innflutnings- verðs frá Bretlandi, þar sem tölur frá Rússlandi eru einnig með, þá er verðmunur enn jákvæðari, en þar er Ísland 13% yfir meðallagi í júní 2020. Varðandi verðþróun á Bretlands- markað, þá var meðal útflutnings- verð ársins 2019 7,68 pund/kg, samanborið við 7,05 pund janúar til júlí 2020. Verð í júlí var 6,78 pund/ kg. Meðalverð ársins 2019 í íslensk- um krónum var 1.202 kr./kg Sam- anborið við 1.204 kr./kg tímabilið janúar til júlí 2020. Meðalverðið var 1.189 kr./kg í júlí sl. Þetta sýnir svart á hvítu að rúmlega 30% lækk- un á verði til sjómanna á vertíðinni 2020 var óraunhæf og er óútskýrð af hálfu fyrirtækjanna. Í framhaldi af þessu vill svo „óheppilega“ til að óprúttnir aðilar stálu tveimur tonnum af rækju úr frystigámi rækjuverksmiðju Mel- eyrar á Hvammstanga. Haft var eftir verkefnisstjóra rækjuvinnsl- unnar í fjölmiðlum að verðmæti þýfisins hefði verið á bilinu 5 til 6 milljónir króna sem þýðir þá að verð hafi verið á bilinu 2.500 til 3.000 kr./kg. Þetta ætti að vera um- hugsunarefni fyrir þá er málið varðar. Niðurstaða. Þegar skoðaður er samanlagður útflutningur á rækju frá Íslandi, Kanada, Danmörku (Grænlandi) og Noregi til Bretlands sést að bæði hefur verð í pundum lækkað og út- flutt magn hefur minnkað. Hinsvegar ef skoðaður er út- flutningur á rækju frá Íslandi ein- göngu sést að magn hefur minnk- að, en útflutningur er samt sem áður töluverður, eða 236 tonn í maí, 347 tonn í júní og 390 tonn í júlí, það eru einmitt mánuðirnir sem sagt var að markaðir væru frosnir og enginn útflutningur í gangi. Meðalverð pr/kg árið 2019 var 7,38 pund. Meðalverð pr/kg janúar til júlí 2020 er 7,12 pund. Meðalverð pr/kg árið 2019 í ISK er 1.155 kr. Meðalverð pr/kg janúar til júlí 2020 er 1.217 kr. Með öðrum orðum, meðalverð pr/kg hefur lækkað um 3,5% í pundum, en hækkað um 5,4% í ís- lenskum krónum vegna veikingar krónunnar. Á þetta höfum við fulltrúar sjómanna bent í úrskurð- arnefnd án þess að nokkurt tillit væri tekið til þess. Það er ljóst að það verklag að hver áhöfn semji sérstaklega um fiskverð/rækjuverð við útgerð- armann án aðkomu stéttarfélags gengur ekki upp. Í komandi kjara- samningsviðræðum verður að finna annað fyrirkomulag á verðmyndun. Affarasælast væri að verð mynd- aðist á frjálsum markaði, fremur en í viðskiptum á milli skyldra að- ila þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi. Lágmarksverð í bein- um viðskiptum á milli skyldra aðila á þorski, ýsu, ufsa og karfa er í dag ákvarðað sem hlutfall af mark- aðsverði á innlendum fiskmörk- uðum með tengingu við afurðaverð, það fyrirkomulag hefur gengið ásættanlega þótt það sé ekki full- komið. Fyrir viðskipti á milli skyldra aðila með annan sjávarafla þarf að finna ásættanlega leið sem traust ríkir um á verðmyndun til sjómanna. Að lokum vörpum við fram þeirri spurningu hvort úrskurður Ú1/ 2020 frá því í ágúst sl. sé endanleg niðurstaða málsins. Að okkar mati væri eðlilegt og sanngjarnt að út- gerðir leiðréttu uppgjör áhafna til samræmis við raunverulegt af- urðaverð. Eftir Árna Bjarnason og Árna Sverrisson » Það er ljóst að það verklag að hver áhöfn semji sérstaklega um fiskverð/rækjuverð við útgerðarmann án að- komu stéttarfélags gengur ekki upp. Árni Bjarnason Árni Bjarnason er formaður Félags skipstjórnarmanna og Árni Sverr- isson er framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna. Árni Sverrisson Algjör trúnaðarbrestur Opinn ársfundur Samorku var haldinn í Norðurljósasal í Hörpu þann 8. sept- ember 2020 og fjallaði um orkuskipti. Hon- um var streymt á net- inu og er aðgengileg- ur á vef Samorku. Á fundinum var fjallað um fyrstu, önnur, þriðju og fjórðu orku- skiptin hér á landi. Þau fyrstu tvenn eru að baki og eru það ann- ars vegar rafvæðing og hins vegar hitaveituvæðing landsins. Þriðju orkuskiptin eru í samgöngum sem eru þegar hafin. Fjórðu orkuskipt- in eru síðan á hafi úti, þ.e. í fiski- skipa- og farskipaflota lands- manna. Þetta var frábær fundur og mjög fróðlegur og skora ég á sem flesta að kynna sér efni hans á vefnum www.samorka.is. Þar vannst ekki tími til að gera fyrstu orkuskiptunum, þ.e. rafvæðingu landsins, nægileg skil og því ætla ég hér að segja frá bók sem gefin var út hjá Verkfræðingafélagi Ís- lands (VFÍ) 2004 eða í tilefni þess að liðin voru 100 ár frá upphafi rafvæðingarinnar hér á landi. Bókin nefnist „Afl í segulæðum, saga rafmagns á Íslandi í 100 ár“ og höfundur hennar er Sveinn Þórðarson sagnfræðingur. Ásamt mér komu að rit- nefndinni Agnar Ol- sen, LV, og Gísli Sveinsson, OR. Í stuttu máli segir í bókinni að lítil vatns- aflsvirkjun í Hamars- kotslæk í Hafnarfirði hafi hafið raf- orkuframleiðslu undir lok árs 1904 og hafi verið fyrsti vísirinn að rafmagnsveitu á Ís- landi. Í framhaldinu voru margir lækir í þéttbýli sem og strjálbýli virkj- aðir. Fyrsta riðstraumsvirkjunin var reist við Fjarðará í Seyðisfirði árið 1913. Elliðaárstöðin kom síð- an 1921 og Ljósafossvirkjun í Sog- inu 1937 o.s.frv. Rafvæðing dreifbýlisins hófst síðan af fullum krafti eftir seinni heimsstyrjöldina þegar RARIK var stofnað 1946 og hóf starfsemi í ársbyrjun 1947. Í hönd fór mikil uppbygging á dreifikerfum í þétt- býli sem og strjálbýli úti á lands- byggðinni. Einnig stofnlínum til þess að tengja dreifikerfin saman og þau við virkjanir sem fyrir voru. Um 1980 var svo komið að nær allir landsmenn voru tengdir við raforkukerfi landsins. Í dag er háspennt dreifikerfi hjá RARIK liðlega 9.000 km að lengd eða sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai í Kína. Til gamans má geta þess að í dag er búið að leggja rúmlega 6.000 km af þessu kerfi í jörðu með lagn- ingu jarðstrengja. Ég hef sagt að verkefnið sé því komið alla leið til austurhluta Kazakhstan og „að- eins“ eftir síðasti spölurinn yfir hásléttur og ræktarlönd til Shanghai. Í bókinni segir síðan frá því að bygging svonefndra byggðalína hafi staðið yfir á árunum 1972 til 1984 og línurnar hafi verið um 1.060 km að lengd þegar upp var staðið. Síðan segir höfundurinn að smiðshöggið á rafvæðingu lands- ins hafi verið rekið með lúkningu á uppbyggingu byggðalína 1984. Með öðrum orðum stóð rafvæðing landsins yfir í heil 80 ár. Á fundi Samorku kom m.a. fram að árlegur sparnaður sem uppbygging hitaveitna hefur haft í för með er liðlega 90 milljarðar ISK á árinu 2020 og alls frá upp- hafi um 3.100 milljarðar ISK sé miðað við að annars væri notað innflutt jarðefnaeldsneyti til upp- hitunar. Hér er ekki um neitt smávegis innlegg að ræða inn í þjóðarbúið. Hver ávinningurinn af rafvæðingu landsins er, er sjálf- sagt ekki minni en segir í formála bókar Sveins Þórðarsonar: „Hag- nýting raforkunnar hefur umbylt samfélaginu á einni öld og raf- magnið verið aflvaki efnahags- legra og þjóðfélagslegra framfara í landinu. Nú er svo komið að raf- orkukerfið er á sinn hátt lífæð samfélagsins þar sem raforkan er undirstaða daglegs lífs og raf- orkuiðnaðurinn og kerfi hans hluti af hátækniiðnaði nútíma sam- félags.“ Ég hafði ekki síst gaman af að hlýða á síðustu erindin á fundinum sem voru annars vegar frá Norð- manninum Olav Mosvold Larsen, sem fjallaði um framtíð orkuskipta í flugi, og hins vegar Dananum Morten Stryg sem sagði frá hvernig græn orka verði grænt eldsneyti. Þegar ég sá þá vera að fjalla um svonefndar Fuel cells (efnarafall) rifjaðist það upp fyrir mér að fyrir um það bil 35 árum síðan lét ég starfsmann minn hjá RARIK athuga möguleika þess að nota þessa tækni sem varaafl í stað dísilvéla. Það var ekki tíma- bært þá en þessari tækni hefur farið mikið fram síðan og er örugglega mun hagkvæmari í dag. Orkuskipti í brennidepli – Rafvæðing landsins fyrstu orkuskiptin Eftir Steinar Friðgeirsson » Ársfundur Samorku var haldinn 8. sept- ember og fjallaði um orkuskipti. Bók var gefin út hjá VFÍ 2004: „Afl í segulæðum, saga rafmagns á Íslandi í 100 ár“. Steinar Friðgeirsson Höfundur er fv. framkvæmdastjóri tækni- og þróunarsviðs RARIK og fv. formaður VFÍ 2003-2007. steinar@red.is Með landafundunum komst skriður á könnun landa og þjóða og hélt áfram þar til síðustu skikar hnattarins okk- ar höfðu verið sigraðir. Nöfn land- könnuða urðu ódauðleg hvort sem þeir komu lifandi heim eða ekki. Síð- an komu aðrar kannanir, sem margir höfðu litla trú á í fyrstu, skoðana- kannanir. Þær hafa samt reynst nokkuð vel og eru trúverðugri en efa- semdarmenn héldu. Þó eru þær dálít- ið skrýtnar, sérstaklega í túlkun eftir á. Konseptið býður upp á þetta með því að bæta við aukaspurningum um aldur, kyn, skólagöngu og búsetu. Þannig er spurt t.d. um stjórnar- skrá. Ef túlkandi er ekki ánægður með útkomuna getur hann sagt að góðu fréttirnar séu þær að þeir sem hafi makkað rétt séu ungt fólk, menntað með þokkalegar tekjur og búi á höfuðborgarsvæðinu. Þannig standi allt til bóta og rétt- lætið muni sigra þótt afturhaldið sé enn með múður. Það vakti þó athygli á dögunum þegar pöntuð könnun um borgarlínu var birt, að þar var ekki orð um flokkapólitík. Tilviljun eða hvað? Sunnlendingur Kannanir Aðgát Skoðanakannanir eru ekki alltaf allar þar sem þær eru séðar. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.