Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020 ✝ Hallfríðurfæddist í Reykjavík 12. júlí 1964. Hún lést á líknardeild Land- spítala þann 4. sept- ember 2020. For- eldrar hennar eru Ólafur Tómasson, f. 1928, og Stefanía María Pétursdóttir, f. 1931. Systkini Hallfríðar eru: 1) Tómas Björn, f. 1955, giftur Hólmfríði Aðalbjörgu Pálma- dóttur, f. 1958, börn þeirra eru Kristín María, f. 1983, gift Jóni R. Jónssyni, f. 1983, barn þeirra er Sóley, f. 2018, Ólafur Björn, f. 1991, og Ingibjörg Ásta, f. 1994. 2) María, f. 1960, maki hennar er Jón Freyr Jóhannsson, f. 1962. Börn Maríu eru Einar Búi Magn- ússon, f. 1986, giftur Mel Hoyt, f. 1986, barn þeirra er Ari Kai, f. 2019, og Una Björg Magn- úsdóttir, f. 1990, sambýlismaður hennar er Logi Leó Gunnarsson, f. 1990. 3) Kristín Anna, f. 1965, gift Kristni Þorbergssyni, f. 1963. Börn þeirra eru Stefanía María, f. 1992, Kári Þorbergur, f. 1997, og Ólafur Áki, f. 2002. Eftirlifandi eiginmaður Hall- fríðar er Ármann Helgason, f. 1964, börn þeirra eru Gunn- hildur Halla, f. 1997, sambýlis- maður hennar er Bjartur Thorlacius, f. 1995, og Tryggvi Pétur, f. 1999. Þau giftu sig 1990. Foreldrar Ármanns eru minni hópum. Hún starfaði lengi með KÍTÓN – Félagi kvenna í tónlist og sat í fyrstu stjórn þess. Hallfríður var höfundur og list- rænn stjórnandi fræðsluverk- efnisins um Maxímús Músíkús. Bækurnar um Maxímús hafa komið út á átta tungumálum. Vel yfir hundrað tónleikar byggðir á sögunum hafa verið haldnir af sinfóníuhljómsveitum víða um heim, m.a. í New York, Washington, LA, Berlín, Stokk- hólmi, Kuala Lumpur og Melbo- urne. Árið 2002 var Hallfríði veitt heiðursnafnbótin Associate of the Royal Academy of Music í London sem veitist þeim fyrr- verandi nemendum RAM sem notið hafa velgengni í starfi og vorið 2003 hlaut hún titilinn Bæjarlistamaður Garðabæjar. Fyrir frumkvöðlastarf sitt í þágu tónlistarfræðslu hlaut Hallfríður riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2014 og titilinn Eldhugi ársins frá Rót- aryklúbbi Kópavogs vorið 2017. Í apríl 2019 var Hallfríði veitt heiðursviðurkenning Útflutn- ingsverðlauna forseta Íslands fyrir einstakt framlag til að auka hróður Íslands á erlendri grund og í júní á þessu ári var henni veitt heiðursviðurkenning frá Garðabæ fyrir mikilvægt framlag til menningar og lista. Útför hennar fer fram frá Ví- dalínskirkju Garðabæ í dag, 14. september 2020, kl. 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður einungis nánustu fjölskyldu og vinum boðið í athöfnina en henni verður streymt á https:// youtu.be/5OGBGJp2VaY/. Virkan hlekk á streymi má nálg- ast á https://www.mbl.is/ andlat/. Helgi I. Gunn- arsson, f. 1928, d. 1990, og Ingveldur Einarsdóttir, f. 1930. Hallfríður gekk í Kársnesskóla í Kópavogi og Kvennaskólann í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík. Hún lauk bæði einleik- araprófi og blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík og framhaldsprófum frá Ro- yal Northern College of Music og Royal Academy of Music. Auk þess tók hún einkatíma í París. Hallfríður var leiðandi flautu- leikari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Hún er stofnandi kamm- erhópsins Camerarctica og sinnti uppfræðslu ungs tónlist- arfólks, bæði í flautuleik, m.a. við Menntaskóla í tónlist, Tón- listarskóla Garðabæjar og Listaháskólann, og með þjálfun tréblásaradeilda ýmissa sinfóníuhljómsveita ungliða, m.a. Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Síðustu árin sinnti hún í auknum mæli hljómsveitarstjórn og stjórnaði tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna, Sinfóníuhljómsveitar unga fólks- ins og bæði Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Austurlands, auk þess að hafa stjórnað ýmsum Haffí var stóra systir mín og ég litla systir hennar, það voru bara 16 mánuðir á milli okkar svo við vorum „næstum tvíburar“. Við vorum yngstar í fjögurra systkina hópi og vorum langt fram á full- orðinsár alltaf kallaðar „litlu stelp- urnar“ og ef önnur var nefnd á nafn kom hitt nafnið oftast líka. Við vorum nokkuð ólíkar en alltaf góðar vinkonur. Þegar við vorum litlar stelpur á æskuheimili okkar og eitthvað bjátaði á hjá annarri vorum við óaðskiljanlegar og það hefur svo sannarlega líka verið raunin undanfarin ár. Frá því Haffí hóf sína glímu við meinið höfum við, ásamt Maju stóru syst- ur okkar, nýtt tímann okkar vel. Við höfum spilað, hlegið, talað og ferðast meira en áður og dvalið í miklum kærleika. Við systurnar þrjár urðum enn nánari en áður og því er söknuðurinn enn sárari yfir missi okkar. Þegar yfir lauk var ekkert ósagt á milli okkar þriggja þó við hefðum vissulega viljað eiga meiri tíma saman. Haffí hefur fengið ótal verðlaun og viðurkenningar en það skil- greindi hana ekki fyrir mér, hún var þessi blíða en ákveðna kona með margar skoðanir, og var óspör á að fræða, leiðrétta og leið- beina. Mikill umhverfissinni og femínisti. Hennar vegna er ég fróðari, tala betri íslensku, vanda mig betur í samskiptum og í veik- indum hennar lærði ég svo margt um æðruleysi og sátt. Hún rækt- aði gleði og hamingju, upptekin að njóta hvers dags, það kom henni að góðum notum. Hún valdi að ganga bein í baki, óhrædd mót ör- lögum sínum en gera samt allt sem í hennar valdi stóð til að glíma við þau. Hún nýtti vel þann tíma sem henni var úthlutaður. Uppáhaldsbarnabókin hennar Haffí heitir „Sniðug stelpa“ og var skrifuð árið 1940. Svona bók væri ekki skrifuð í dag þar sem hús- mæður dvöldu heima og sáu um börn og bú og ekki gert ráð fyrir að stúlkur gætu átt sér frama- drauma um störf sem voru í hönd- um karla, eins og skipstjórar, bændur og læknar. Ég las þessa bók um daginn og fann nákvæm- lega málsgreinina sem olli því að þessi bók varð hennar uppáhalds- bók en þar segir frændi „Sniðugu stelpunnar“: „Það er leitt að þú skulir vera telpa, Milla mín.“ Milla spurði undrandi: „Hvers vegna?“ „Jú ef þú værir strákur gætir þú orðið duglegur sjómaður.“ Milla var fljót að svara: „En það er al- veg ófært frændi minn, því að ég hef þegar ákveðið að ég ætla að verða duglegur bóndi!“ – Svona var Haffí, hún var „sniðug stelpa“ – hún lét ekkert stoppa sig í að láta hugmyndir sínar og langanir og drauma rætast, sóttist eftir því og hvatti aðrar konur í kringum sig til að verða „sniðugar stelpur“ líka. Hjartans Haffí mín, ég vil þakka þér fyrir allt og allt. Við sem eftir sitjum komum til með að hlúa að og elska börnin þín góðu, Gunnhildi Höllu og Tryggva Pét- ur, styrkja þau og styðja og halda á lofti minningum um undurgóða konu sem hafði gleðina að leiðar- ljósi. Hvíl í friði, kæra systir, ég elska þig. „Kyss, kyss og heils, heils.“ Kristín Anna. Þegar ég sest niður og hugsa hvernig ég minnist mágkonu minnar, Haffíar, þá er víða hægt að koma við. Það eru aðrir en ég sem geta betur gert grein fyrir hennar frábæra listaferli. Það sem mér finnst hinsvegar standa upp úr síðustu daga er að lesa pósta hvaðanæva úr veröldinni og átta sig á því hvað hún persónulega og verk hennar hafa snert marga. Hvað stundum stutt kynni fólks við hana höfðu mikil áhrif á það. Hún hafði einstakan hæfileika til að tengjast fólki, sýna því áhuga og hvetja áfram. Á dánarbeði Haffíar sendi ég eftirfarandi kveðju og fannst gott að hún skyldi skila sér til hennar: Kæra Haffí. Á þessum vegamótum vil ég þakka okkar góðu kynni og vin- skap. Áhugi okkar á fjölmörgu milli himins og jarðar hefur gert að aldrei skorti okkur umræðuefni ef sest var niður og spjallað. Sér- staklega vil ég þakka fyrir alla tónleikana sem þú bauðst mér á og þá innsýn sem ég hef fengið þannig í heim klassískrar tónlist- ar, eitthvað sem ég annars hefði líklega farið á mis við. Hafandi sjálfur fengið krabbamein og svo fylgst með þínum veikindum fær mann til að hugsa og miðla til sam- ferðamanna að tími okkar allra er takmarkaður. Það er því mikil- vægt að nýta hann vel til góðra verka og það hefur þú gert. Við erum heppin að fjölskyldan er bæði stór og sterk, svo verður áfram. Þinn vinur Kristinn (Kiddi). Haffí var stórkostleg kona. Hún hafði þann eiginleika að geta nálgast einstaklinginn á hans for- sendum, unga jafnt sem aldna. Samband okkar í gegnum árin þróaðist og fór Haffí úr því að vera uppáhaldsfrænkan á Íslandi þeg- ar ég var lítil stelpa og bjó í Ósló í að við urðum nánar vinkonur þeg- ar ég varð fullorðin. Eitt af fyrstu orðunum sem ég lærði að segja var „Haffafífí á Ísalili“. Síðustu ár- in var mikið hlegið, spilað og notið góðra stunda saman. Hún var mjög spennt þegar ég sagði henni frá því að ég ætlaði að feta í henn- ar fótspor og fara í nám til Bret- lands. Hún hjálpaði mér með glöðu geði að semja bréfin sem þurftu að fylgja með í skólaum- sóknunum. Þegar ég var búin að fá inngöngu í nokkra skóla í og í kringum London þurfti ég að fara að velja. Hún vildi ekkert segja mér hvaða nám og skóla henni fyndist að ég ætti að velja, en þeg- ar ég var búin að festa val mitt á skóla sem var í útjaðri London í sveitaþorpi heyrðist í henni: „YESS!! Þetta var það sem ég vildi að þú myndir velja!“ Haffí var stóra systir mömmu. Sterkari systrabönd en milli þeirra og Maju hef ég ekki séð annars staðar. Þess vegna langaði mig alltaf að eignast systur og verða alveg eins og þær. Ekki fékk ég systur, en hinsvegar eign- uðust systurnar þrjár eina dóttur hver. Því fá sterku tengsl þeirra systra að lifa áfram í okkur systra- dætrunum. Þegar við Haffí hittumst í síð- asta skipti leysti hún mig út með nokkrum heilræðum. Hún sagði mér að fara varlega úti í Bret- landi. Ég sagðist ætla að hugsa: „Hvað myndi Haffí gera?“ Þá hló hún, brosti og sagði: „Nei ekki gera það, ég er allt of passasöm og dræm við að spyrja spurninga. Þannig að passaðu þig að passa þig ekki of mikið og vertu dugleg að spyrja spurninga!“ Hvíldu í friði, elsku Haffafífíin mín, sjáumst síðar undir kirsu- berjatrénu í blóma í sumarlandinu í hristibuxum með frussvatn og Pimms við hönd. Stefanía María (Stefí). Sem lítill strákur var fátt skemmtilegra en að gleyma sér í ævintýragarðinum hennar Haffí- ar á Markarflötinni. Hvergi ann- ars staðar komst ég upp með það að klifra jafn hátt upp í tré og enda daginn svo á því að liggja með frændsystkinum mínum í hengi- rúminu fyrir framan eldhúsglugg- ann. Einn af mínum uppáhaldsdög- um með Haffí var fyrir akkúrat ári þegar hún valdi mig og gaf mér þann heiður að eiga dag með sér, Gunnhildi, Bjarti og Tryggva í bænum í tilefni af tvítugsafmæli Tryggva frænda míns. Þetta var með skemmtilegri haustdögum sem ég hef upplifað. Við fórum í jakkafataverslanir, borðuðum há- degismat saman sem endaði svo í afmælisveislu. Baráttuvilji og þrautseigja er það sem einkenndi frænku mína Haffí. Það mun ég ávallt taka mér til fyrirmyndar því hún hefur sýnt hvað hægt er að ná langt með þessa tvo kosti í farteskinu. Takk fyrir samfylgdina, elsku frænka. Þinn frændi og vinur, Kári Þ. Ég hef aldrei kvatt ættingja sem er jafn náinn mér og Haffí móðursystir mín. Hún mun alltaf í hjarta mínu vera þekkt sem „hin“ mamman mín, sú sem gat líka huggað mig þegar eitthvað amaði að og sú sem leyfði mér alltaf að gista hjá sér þegar ég og Tryggvi læddumst að henni með hvolpa- augun og báðum um það. Hún kenndi mér lexíur hér og þar í gegnum tíðina eins og hvernig ætti að borða fallega. Það var allt- af gaman að gista á Markarflöt- inni, þar var hægt að gista úti í tjaldi hvenær sem var frá vori til hausts og alls kyns ævintýri urðu til með hjálp spennandi búninga- kistu. Þú ferðaðist um allan heiminn, spilaðir víða og fékkst ótal verð- laun sem ég vissi ekki einu sinni að væru til og það var sannur heiður að geta kallað þig frænku mína. Ég veit ekki hvort ég hef sagt þér þetta en þegar Lundaból las Max- ímús fyrir okkur sagði ég hátt með stolti: „Frænka mín skrifaði þessa bók!“ Þú kenndir mér þessa bæn: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir allt. Þinn frændi og vinur, Ólafur Áki (Óli). Elsku Haffí. Það eru nokkrar manneskjur í mínu lífi sem hafa verið mér sér- staklega mikilvægar og þú ert þar í hópi. Ég veit að það nær langt aftur í tímann, þar sem ég afþakk- aði víst að giftast vinkonu minni í leikskólanum því ég ætlaði sko að giftast henni Haffí frænku. Þú sýndir mér svo mikla ást og um- hyggju þegar ég var lítill, og það lagði grunninn að ævilöngu sér- stöku sambandi. Þegar ég hitti konuna mína fyr- ir 7 árum, leið ekki heill dagur fyrr en hún hafði heyrt allt um þig. Það skipti miklu máli fyrir mig að segja frá fólkinu sem ég er stoltur af og hef sem fyrirmyndir. Þær voru fjölmargar stundirnar sem ég sat á meðal áhorfenda og horfði spenntur á þig á sviðinu rétt áður en hljómsveitarstjórinn gekk á svið, og velti fyrir mér hvort þú sæir mig. Ég horfði varla á neinn nema þig meðan á tónleikunum stóð, til að missa ekki af einum einasta tón úr flautunni þinni. Að dást að þér á sviðinu og fá innsýn í heiminn þinn með því að kíkja stundum baksviðs mótaði mig óskaplega mikið. Án þín held ég að ég væri algjör menningaróviti í dag. Ég man eftir stundum saman yfir góðum bjór, þar sem við ræddum um sameiginlega reynslu okkar af Bretlandi. Að fá þig í heimsókn til mín þangað og sýna þér hvað ég var búinn að uppgötva þar var sérstaklega eftirminni- legt, að fá að deila anglófílíunni með þér. Mér finnst afskaplega gott að hugsa til þess að London, sem var einu sinni borgin þín, er núna borgin mín, og ég vona að ég muni eiga margar góðar stundir hér með börnunum þínum og gera þetta að borginni þeirra líka. Þú varst alveg einstök og það leikur enginn vafi á því að hann Ari minn mun vita hvað Haffí frænka stóð fyrir. Það er svo mik- ilvægt að eiga margbreytilegar fyrirmyndir, og þú munt alltaf vera í hávegum höfð hjá okkur. Sköpunargleðin, kímnin og þraut- seigjan sem þarf til að ná árangri á sínu sviði. En mikilvægast er hversu hjartagóð, einlæg og áhugasöm þú varst alltaf. Við munum hvern dag reyna að vera örlítið meira eins og þú, og geyma þig þannig í hjartanu. Takk fyrir hverja einustu stund, hvert samtal, hvern hlátur, hvert faðmlag í gegnum árin. Ég elska þig innilega og mun sakna þín ávallt. Þinn Einar Búi. Nú er hún Haffí mín flogin á brott, rétt eins og farfugl til fjar- lægra landa, viss um að sólrík tíð bíði handan hafs. Hinsta ferð hennar var óumflýjanleg, þó allt of fljótt, baráttan við illvígan sjúk- dóm á enda. Ég kynntist Haffí árið 1999 í tónleikaferð með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands þegar við vorum settar saman í herbergi. Ég man við hlógum að því að auðvitað vær- um við, einu kasóléttu konurnar í hljómsveitinni, látnar deila sama herbergi. Og hvílík blessun sem það var. Þarna upphófst einstök áralöng vinátta sem fól í sér trygglyndi, hlýju og stuðning, í leik og starfi, gleði og sorg. Þessi dýrmæta vinátta okkar spannar nú 21 ár og eru drengirnir okkar, Tryggvi og Sigurbergur, sem fæddust með fárra daga millibili, áþreifanlegur og fagur vitnisburð- ur um þá vináttu sem aldrei bar skugga á. Líf okkar fléttaðist saman í gegnum vináttu barnanna okkar, gefandi samstarf í kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og jafnframt ríkulega samvinnu í tón- listinni, bæði við Sinfóníuhljóm- sveitina og einnig í ýmsum ynd- islegum samspilsverkefnum okkar. Betri kollega var ekki hægt að hugsa sér, svo áreynslulaust og gefandi var það að spila saman og hún hafði lag á að hrífa mann með sér, sá fegurðina í hinu smáa og einnig töfrana í hversdagslegum hlutum. Ég var svo lánsöm að vera við- stödd stundina þegar Maxímús Músíkús varð til í huga Haffíar. Við höfðum nýlokið við að spila saman Daphnis og Klóa á Sinfón- íutónleikum þegar hún með sitt skæra blik í augum sagðist hafa fengið stórkostlega hugljómun meðan á tónleikunum stóð. Fram í hugann hefði sprottið mús sem hún sæi fyrir sér í bók fyrir börn. Þarna var þá Maxi litli kominn, músin músíkalska sem átti eftir að gleðja börn um allan heim. Gunn- hildur dóttir Haffíar, eftirlæti barnanna minna og fyrsti Maxinn, átti síðan eftir að skóla Lilju mína í Maxahlutverkið, sem hún hafði yndi af að leika í mörg ár. Lilja átti líka eftir að njóta dýrmætrar handleiðslu Haffíar í flautunám- inu og ljúft er að hugsa til tímans sem við mæðgurnar áttum með Haffí á flautunámskeiði Williams Bennetts á Englandi á síðasta ári, þar var hún umvafin vinum og kollegum sem báru augsýnilega mikla virðingu fyrir henni og mátu mikils. Á heimili Haffíar og Ármanns hangir fallegt glerlistaverk með upphafi ljóðs Hannesar Péturs- sonar: Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr - Þessi orð hafa leitað á huga minn undanfarna daga, en ekki síður orðin sem á eftir koma: þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. Haffí kunni svo sannarlega að njóta augnabliksins og börnin þeirra Ármanns bera með sér að alltaf var tími til að vera, hlusta og njóta saman. Missir þeirra er mik- ill en dýrmætar minningarnar lifa og ljóma í hjörtum okkar allra. Ég kveð vinkonu mína með djúpum söknuði og þakklæti og bið góðan Guð að styrkja þau Ármann, Gunnhildi og Tryggva, foreldra hennar og systkini í sorginni. Takk fyrir allt, hjartakona. Magnea Árnadóttir. Við kveðjum með söknuði Hall- fríði Ólafsdóttur, góða vinkonu til fjölda ára. Leiðir okkar lágu sam- an á námsárunum í Tónlistarskól- anum í Reykjavík þar sem við stunduðum nám og spiluðum sam- an í hljómsveitum og kammertón- list. Á þessum árum vörðum við miklum tíma saman og ólum hvert annað upp í tónlistinni eins og Haffí orðaði það. Þetta var sam- vinna sem við æ síðan höfum búið að í samspili okkar og vináttu. Haffí og Ármann héldu til Eng- lands til framhaldsnáms í tónlist. Þau voru fyrsta árið í Manchester og fluttu sig svo til London þar sem Haffí komst í eftirsóttan nem- endahóp Williams Bennetts við Royal Academy of Music. Haffí blómstraði í náminu hjá Wibb og varð framúrskarandi flautuleik- ari. Tónn hennar var einstaklega fagur, blæbrigðaríkur og tjáning- in djúp, enda lagði hún metnað í tjáningu á hverjum tóni. Flautu- leikur hennar sem leiðandi flautu- leikari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, einleikari eða í kammertónlist var sannur og un- un á að hlýða. Undanfarin ár lagði Haffí sig fram við hljómsveitar- stjórn í auknum mæli og naut þess að miðla reynslu sinni og þekk- ingu til annarra hljóðfæraleikara. Hún hafði lag á að ná fram því besta hjá hverjum þeim sem hún stjórnaði með jákvæðni og gleði. Haffí átti sér draum um frekari verkefni sem hljómsveitarstjóri. Henni var boðið að stjórna tón- leikum þjóðarhljómsveitarinnar í Úrúgvæ en gafst ekki tími til að ljúka því verkefni. Haffí var einstök, hún var leið- togi og leiðbeinandi. Hún átti auð- velt með að lesa líðan fólks og var óspör á bros, hrós og hvatningu til annarra. Þessi eiginleiki nýttist henni einstaklega vel í kennslu og hefur fjöldi úrvalsflautuleikara numið hjá henni. Hún var mjög hrifnæm og hreif okkur vini sína með sér hvort sem um var að ræða upplifun af tónlist, bókmenntum, handverki, mat, náttúru eða bara litlu blómi á leið okkar. Hún kunni að njóta þess smáa og leyfa öðrum að njóta með. Haffí var hug- myndarík og óhrædd við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Hún lagði metnað í að fræða fólk og einkum var henni umhugað um að kynna börnum heim tónlistar- innar eins og sögurnar hennar um Maxímús bera glöggt vitni um, sögur sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fluttar á tón- leikum víða um heim. Það voru dýrmætar stundir sem við áttum saman frá okkar Hallfríður Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.