Morgunblaðið - 14.09.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2020
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–
50 ára Knútur fædd-
ist á Akranesi en býr í
Friðheimum og er eig-
andi og fram-
kvæmdastjóri fyrir-
tækisins. Hann er
mikill hestamaður og
hefur gaman af góð-
um mat og að ferðast.
Maki: Helena Hermundardóttir, f. 1970,
eigandi og ræktunarstjóri Friðheima.
Börn: Dóróthea, f. 1996, Karítas, f.
1998, Matthías Jens, f. 2005, og tví-
burarnir Tómas Ingi og Arnaldur, f.
2008, öll með ættarnafnið Ármann.
Foreldrar: Dóróthea Magnúsdóttir,
1950, fv. hárgreiðslumeistari, og Júlíus
Jens Ármann, f. 1947, fv. lög-
regluþjónn.
Knútur Rafn Ármann
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ekki stórmannlegt að geta
ekki beðist afsökunar á mistökum sínum.
Láttu allar áhyggjur lönd og leið og mundu
það að lofa ekki upp í ermina á þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert ánægð/ur með þig þessa
dagana og mátt það vel því þú hefur unnið
vel. Ef þú hefur efni á því að láta eitthvað
eftir þér, skaltu gera það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Notaðu daginn í verslun og við-
skipti. Vertu viss um að þú sért til í að vera
hreinskilinn og fyrirgefa smávægileg mis-
tök sem bitna á þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hversdagsleg stund getur breyst á
augabragði í algjöra hátíð. Um leið og þú
hefur sýn á framtíðina áttarðu þig á því
sem gerist og sleppir því að kvarta.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu ósmeykur við að binda þig til
langs tíma við að leysa ákveðið vandamál.
Hugsaðu dæmið upp á nýtt og þá lætur
lausnin ekki á sér standa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert á réttri leið en þarft þó að
vera ákveðinn til að hlutirnir gangi hraðar
fyrir sig. Skyldum þínum í vinnunni mun
fjölga.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hjónabönd og alvarleg sambönd hafa
mátt ganga í gegnum ýmsar þolraunir að
undanförnu. Gerðu upp þau mál sem á þig
leita og þá mun þér hverfa allur ótti.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það eru oft einföldustu hlut-
irnir sem veita manni mesta gleði. Vertu
umburðarlyndur og haltu þínu striki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert uppfullur af nýjum hug-
myndum og ættir að koma þeim á fram-
færi hvar sem þú getur. Aðdáun þín á
börnum og vinum er einlæg.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnst það skylda þín að
deila vitneskju þinni með öðrum. Aðrir
þurfa ekki að vera á sama máli og þú en
það truflar þig ekki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér er mikið niðri fyrir og þarft
nauðsynlega að fá útrás fyrir tilfinningar
þínar. Ekki lenda í valdabaráttu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú er rétti tíminn til að víkka sjón-
deildarhringinn og læra eitthvað nýtt og
spennandi. Reyndu svo að áætla betur
framhaldið.
hjólaferðir að minnsta kosti annað
hvert ár og ferðast þá með eig-
inkonu eða þau saman með vinum.
Fjölskylda
Eiginkona Júlíusar er Guðrún
Sigurðardóttir, f. 30.4. 1961, lyfja-
hann síðan störf sem flotastjóri
svefnbílaleigunnar Go Campers þar
sem hann starfar í dag.
Áhugamál Júlíusar eru hjólreiðar
og þá sérstaklega að ferðast á hjóli
með allt sitt hafurtask í hnakk-
töskum. Hann reynir að komast í
J
úlíus er fæddur 13. sept-
ember 1960 og uppalinn
á Húsavík og naut þar
þess frelsis sem börn í
fámenninu áttu við að
búa. Á sumrin þvældist hann
ásamt félögum sínum út um
fjörur, upp á fjöll og út á sjó, og
ekki skrýtið að hann skuli vera
svona tengdur náttúrunni og vilji
helst hvergi annars staðar vera.
„Að veiða á bryggjunni eða úti á
Snásum, spila fótbolta eða hjóla út
í sveit var ævintýri,“ segir Júlíus.
Á veturna voru það skíðin, snjó-
þotan eða snjóhúsagerð. „Að
dvelja í sveitinni hjá Helgu systur
í Krossdal var líka ævintýri. Í
minningunni var þar alltaf sól,
flugnasuð og fuglasöngur.“
Tólf ára gamall byrjaði hann í
sumarvinnu hjá Mjólkursamlagi
KÞ. Þetta var meðan mjólkin var
enn þá flutt í brúsum og hans
starf á morgnana var að tína brús-
ana út úr mjólkurbílunum á færi-
band sem flutti þá inn. Eftir há-
degi aðstoðaði hann við pökkun á
mjólk, osti og smjöri. Á sautjánda
ári fór hann í fyrsta skipti til sjós
og var eitt sumar á ísfisktogara.
Júlíus lauk grunnskólanámi í
Barnaskólanum á Húsavík og fór
síðan í Menntaskólann við Hamra-
hlíð og vann meðfram námi hjá
Zinkstöðinni í Reykjavík þar sem
hann var síðan verkstjóri í nokkur
ár. Árið 1986 fór hann aftur til
sjós og stundaði þá vinnu næstu 14
árin. Árið 1998 flutti hann með
fjölskyldu sína í Skúlagarð í
Kelduhverfi og fór að vinna í fisk-
eldi. Hann og kona hans tóku svo
við rekstri Skúlagarðs árið 2000
og ráku þar gistihús næstu sex ár-
in.
Árið 2005 settist Júlíus á skóla-
bekk á Bifröst og lauk þaðan BS-
prófi í viðskiptafræði árið 2008. Þá
lá leiðin í Háskóla Reykjavíkur
þar sem hann lauk meistaraprófi í
fjármálum fyrirtækja árið 2010.
Eftir það vann hann um tíma hjá
Rannsóknaþjónustu HR og síðan
hjá umboðsmanni skuldara næstu
árin sem sérfræðingur í fjármálum
og neysluviðmiðum. Árið 2015 hóf
tæknir og lögfræðingur. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigurður
Helgason, fv. sýslumaður, f. 27.8.
1931, d. 26.5. 1998 og Gyða Stef-
ánsdóttir, fv. sérkennari, f. 5.9.
1932, d. 24.11. 2019. Þau bjuggu
lengst af í Kópavogi.
Andrés Júlíus Ólafsson viðskiptafræðingur - 60 ára
Á toppnum Hér er Júlíus á toppi Hvannadalshnjúks árið 2011 og hafði aldrei verið í jafngóðu líkamlegu formi.
Sól, flugnasuð og fuglasöngur
Hjólaferð Hér eru Júlíus og Guðrún þar sem þau hjóluðu frá Búdapest í
Ungverjalandi, upp með Dóná til Austurríkis og enduðu svo í Prag.
Landmannalaugar Hress eftir að
hafa gengið Löðmund við Dómadal.
Til hamingju með daginn
50 ára Ásta Kristný
ólst upp á höfuðborg-
arsvæðinu og býr
núna í Lindahverfi
Kópavogs. Ásta
Kristný er bókari og
sér um bókhald fyrir
Brauð og Co. Hún hef-
ur áhuga á hreyfingu og innanhúss-
hönnun.
Maki: Kristinn Valur Wium, f. 1969,
húsasmíðameistari og vinnur í fram-
kvæmdadeild Olís.
Börn: Arnrún, f. 1994, lyfjafræðingur og
Brynja, f. 1997, nemur félagsráðgjöf við
Háskóla Íslands.
Foreldrar: Árni Þórhallsson prentari f.
1949 og Brynja Marteinsdóttir sjúkraliði,
f. 1950. Þau búa í Reykjavík.
Ásta Kristný Árnadóttir
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is