Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.2020, Blaðsíða 32
SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. Sungið verður af hjartans lyst á Borgarbókasafn- inu í Menningar- húsi Árbæjar í Hraunbæ 119 í dag, mánudag, kl. 17.00-17.45. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona leiðir samsöng gesta ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara. Sungin verða kunnugleg lög og textablöð verða til taks á staðnum. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að allir geti tekið þátt, ungir og gamlir, og hver syngi með sínu nefi. Sóttvarnareglur verða hafðar í heiðri. Samsöngurinn verður endurtekinn mánudagana 12. október og 9. nóvember á sama tíma. Samsöngur á Borgarbókasafninu MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Valur og Breiðablik eru með enn meira forskot á næstu lið í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en áður eftir sig- urleiki í gær. Blikar fóru til Akureyrar og léku þar lið Þórs/KA grátt, 7:0, og Valskonur lögðu Stjörnuna að velli í Garðabæ, 3:0. Nú styttist í að þessi langbestu lið landsins mætist en viðureign þeirra, sem getur farið langt með að ráða úrslitum á Íslandsmótinu, fer fram í lok mánaðarins. »26 Enn meiri yfirburðir toppliðanna ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Verkfræðingurinn Ólafur J. Briem hefur síðustu tvö ár verið óþreytandi við að skipuleggja gönguferðir fyrir sig og þá skólafélaga sína, sem út- skrifuðust frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1973, og hvetja þá og fjölskyldur þeirra til þess að ástunda reglubundna líkamsrækt. Fyrsta skipulagða gönguferð haustsins verður síðdegis í dag, en þá er mæting við Gróttu klukkan 17:30 og Neshringurinn síðan farinn. Þótt Ólafur sé boðberi hreyfingar og bættrar heilsu segir hann að skipulagning reglulegu gönguferð- anna, sem hófust 2018 fyrir árgang- inn, hafi verið tilviljun. Stúdentsafmæli árgangsins voru gjarnan tengd við við útivist og skipulagði Ólafur gönguferðir fyrir hópinn í fjögur skipti af því tilefni. Hann segir að þegar haldið hafi ver- ið upp á 45 ára stúdentsafmælið hafi verið ákveðið að sleppa fyrrnefndri tengingu, en bekkjarráðið falið sér að skipuleggja þess í stað mánaðar- legar gönguferðir yfir veturinn. Í síðustu gönguferðinni vorið 2019 hafi þátttakendur lýst yfir von- brigðum með að ekki yrðu á dagskrá gönguferðir fyrr en um haustið. Þar sem sú karlaleikfimi, sem Ólafur segist sækja frekar óreglu- lega, fellur niður yfir sumarmán- uðina, tók hann ákvörðun um að ganga vikulega á Úlfarsfellið yfir sumarið. „Ég taldi mér trú um að ég skuldaði sjálfum mér það að ganga upp á Úlfarsfell einu sinni í viku,“ útskýrir hann. „Það væri lágmark útivistar fyrir mann á mínum aldri og með mína hreyfigetu.“ Tillit tekið til allra Í kjölfarið hafi hann sent póst á skólafélagana og sagt að þeir sem hefðu áhuga væri velkomið að ganga með sér á Úlfarsfellið klukkan sex næstkomandi þriðjudag. „Ég fékk ansi góðar undirtektir og talsverður hópur sá ástæðu til þess að ganga með mér á Úlfarsfellið það sumar. Síðan hefur myndast harður kjarni áhugasamra göngumanna sem er duglegri að mæta í slíkar þriðju- dagsgöngur en ég.“ Þótt þægilegt sé fyrir marga að ganga á Úlfarsfellið og það taki ekki nema um klukkustund upp og niður segir Ólafur að það sé ekki fyrir alla. Hann hafi því skipulagt göngur með tilliti til þess. „Ég sendi út tölvu- pósta fyrir þessar mánaðarlegu göngur til að minna á þær, er nokk- urs konar pískur á þá sem hafa áhuga og nota tækifærið til að hvetja hina til að mæta, því við eig- um öll að reyna að hámarka lífsgæði okkar.“ Önnur ganga haustins verður kringum Tjörnina og um Vatnsmýr- ina fimmtudaginn 8. október og er mæting við suðvesturhorn Ráðhúss- ins klukkan 17:30. Miðvikudaginn 11. nóvember er mæting við Borg- arspítala áður en gengið verður um Fossvogsdalinn. Síðasta ganga haustsins verður fimmtudaginn 10. desember og þá verður ratleikur um miðborgina eins og verið hefur í des- ember undanfarin tvö ár. Ólafur leggur áherslu á að líkams- ræktin sé allra meina bót. „Það er svo mikið tekið frá þér í lífsgæðum hafir þú skerta hreyfigetu. Allir ættu að gefa því gaum að varðveita hana og þar með lífsgæðin. Við ætl- um kannski alltaf að sinna þessum málum seinna, en þetta „seinna“ kemur ef til vill ekki.“ Á Hengilssvæðinu Ólafur Briem fór með hóp fólks í göngu í Marardal í vor og myndaði félagana á leiðinni. Boðberi bættrar heilsu  Ólafur J. Briem skipuleggur gönguferðir fyrir sig og skólafélaga  Varasamt að fresta líkamsrækt til morguns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.